Morgunblaðið - 03.11.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 03.11.2001, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 43 Okkar kæra vinkona, formaður kvenfélagsins Fjallkonurnar í Efra- Breiðholti, er látin. Fyrir um það bil hálf- um mánuði var hún með okkur á fundi og stýrði honum af sínum sígilda krafti, gleði og þeirri lífsorku sem hún miðl- aði okkur af eins og ævinlega, er við hittumst. Á þessum fundi barst það í tal að hún þyrfti í aðgerð, sem átti ekki að vera mikil, en varð þó hennar banamein. Eins og gefur að skilja er- um við harmi slegnar og orða vant. Þó er okkur efst í huga innilegt þakk- læti til hennar fyrir allar þær ferðir og stundir sem við áttum saman. JÓHANNA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR ✝ Jóhanna GuðrúnGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 2. desember 1944. Hún lést 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hóla- kirkju 29. október. Stundirnar og ferðirnar urðu margar enda hafði Jóhanna verið formað- ur okkar í tíu ár. Eins og við höfum sagt er okkur orða vant, svo snöggt bar lát henn- ar að, en við viljum þakka henni alla hennar öruggu stjórn og góð- vild í okkar garð hverr- ar og einnar jafnt í sorg og gleði. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við Bjarna, börnum og systkinum hennar og þeirra fjölskyldum. Guð blessi minn- ingu Jóhönnu Gunnarsdóttur. Fjallkonurnar. Kveðja frá Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík Jóhanna Gunnarsdóttir var góður félagi, skemmtileg, dugleg og ósér- hlífin. Alltaf tilbúin að leggja fram En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í paradís. (Davíð Stef. ) Við vottum aðstandendum Jó- hönnu og konum í kvenfélaginu Fjall- konunum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. F.h. Kvenfélags Breiðholts og Kvenfélags Seljasóknar, Þóranna Þórarinsdóttir, Sædís Jónsdóttir. Oft erum við minnt á hverfulleika lífsins. Þá gerist eitthvað sem við eig- um ekki von á og eigum erfitt með að sætta okkur við. Þannig var með lát Jóhönnu Gunnarsdóttur. Það er svo erfitt að sætta sig við að geta hvorki heyrt rödd hennar eða njóta krafta hennar og kæti framar. Jóhanna var ein af þessum konum sem geta drifið allt áfram og hvatt aðra til að vinna með sér. Þannig birtist hún okkur í Banda- lagi kvenna í Reykjavík. Hún var allt- af tilbúin að rétta hjálparhönd og baðst ekki undan störfum þegar til hennar var leitað. Enda var mikið til hennar leitað af félagskonum og þá gaf hún ótæpilega af krafti sínum og dugnaði, hughreysti og styrkti. Jóhanna var líka í ábyrgðarstöðum innan Bandalags kvenna í Reykjavík. Hún var varaformaður frá 1992 til 1998 og formaður fjáröflunarnefndar Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna á vegum Bandalagsins frá 1998 til dauðadags. Þessi sjóður hefur styrkt árlega nokkrar konur til náms, sem hafa átt erfitt fjárhagslega og fé- lagslega. Jóhanna var formaður eins aðildarfélags Bandalags kvenna í Reykjavík, en það er Kvenfélagið Fjallkonurnar. Bandalagið sér á eftir kraftmiklum bandamanni og kveður með trega, en minningin um Jóhönnu Gunnarsdóttur mun lifa. Fyrir hönd Bandalags kvenna í Reykjavík, Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður. Eitt af því dýrmætasta er að eiga góðan vin og langar mig að gera orð Kahlils Gibran að mínum er ég hugsa um vináttu okkar, en þú reyndist mér alveg einstaklega góð vinkona: „Vin- ur þinn er þér allt. Hann er akur sál- arinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmæl- ir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.“ Þín vinkona Þorbjörg. Með Jóhönnu er fallin frá hin mæt- asta kona. Kallið kom óvænt og öllum að óvörum og var mikið áfall. Margs er að minnast eftir áralanga vináttu og samvinnu í Bandalagi kvenna í Reykjavík. Þar var hún varaformaður í sex ár auk þess að vera í nefndum síðar því að ekki mátti missa hana úr starfinu hjá BKR. Allt- af ríkti gleði og ánægja þar sem Jó- hanna kom að og alltaf var hún úr- ræðagóð. Það var gott að leita til hennar með hvers kyns mál. Hún hafði ávallt tíma til að ræða, hún var réttsýn og gat skoðað mál frá öllum hliðum en auk þess komist að nið- urstöðu sem best þótti henta hverju sinni. Hún var gædd miklum fé- lagsþroska sem við sem unnum með henni nutum í ríkum mæli og allt sem hún tók sér fyrir hendur var unnið af gleði og ánægju sem smitaðist til samstarfsfólksins. Oft hugsaði maður um það hvernig sólarhringurinn ent- ist henni til að ljúka öllum verkefn- unum í félagsstarfinu svona vel og gefa sér alltaf tíma til þess, auk þess að sinna fjölskyldunni. Elsku Jóhanna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við erum margar sem munum sakna þín mikið og vart verð- ur fyllt það skarð sem þú lætur eftir þig. Þó munu ástvinir þínir hafa orðið fyrir meiri missi og sendi ég þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórey Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags kvenna í Reykjavík. starfskrafta sína. Að leiðarlokum þökkum við henni samvinnuna. Við sendum fjölskyldu hennar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Jóhönnu Gunnarsdóttur. Síðastliðinn mánudag kvöddum við elskulega konu, Jóhönnu Guðrúnu Gunnarsdóttur. Ekki hefði hvarflað að okkur að við þyrftum að kveðja hana svona fljótt, svo lífsglaða og kraftmikla. Fyrir 16 árum tóku kven- félögin í Breiðholti sig til og héldu sameiginlegan fund, sem síðan hefur verið árviss viðburður. Jóhanna hef- ur ætíð verið styrkur stofn í kven- félaginu Fjallkonunum sem og í sam- starfi kvenfélaganna í Breiðholti. Hennar verður sárt saknað á kven- félagsfundum í framtíðinni. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. Elsku pabbi. Þú varst alltaf svo sterkur, svo stór og svo vitur. Þú söngst ljóð. Þú varst með allt á hreinu, kunnir allar reglurnar, öll lög og ekki má gleyma öllum góðu stundunum okkar saman með gítarinn. Þú kenndir mér að fylgjast með og hlusta, að hugsa, að spyrja, að rann- saka. Og síðan, eins og fyrir töfra, breyttistu í mann sem reyndist að- eins minni en vinir mínir. Kurteis, blíður og yfirleitt umburðarlyndur – en eilítið á eftir tímanum að mér fannst. Því ég hafði þroskast og fundið mér aðra hetju. Eða, öllu heldur, ég var að verða fullorðin. Tíminn leið og ég varð vitrari. Og sá að lokum að þú varst í raun „súp- erman“ sem eftir að hafa hjálpað mér ákvað að fara aftur í rólega dul- argervið sitt. Veistu að ég trúi því ekki enn að þú sért farinn frá okkur. Mér finnst þetta allt svo ótrúlegt og ég vakna á hverjum morgni í þeirri von að þetta hafi bara verið hræðileg martröð en svo er því miður ekki. Það eru aðeins BJÖRN RÚNAR MAGNÚSSON ✝ Björn RúnarMagnússon fæddist á Akureyri 10. maí 1961. Hann lést á heimili sínu í Hjallalundi 7 á Akur- eyri 24. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 1. nóv- ember. þrjár vikur síðan þú hringdir í mig til Hol- lands og sagðir mér að krabbameinið væri komið aftur. Hjartað í mér stöðvaðist um stund og ég brotnaði saman en þú talaðir eins og þú hefðir verið að segja mér að þú værir með kvef, sagðir mér að harka af mér því við ættum nægan tíma eftir saman, en því miður var svo ekki. Þegar þú bauðst mér til Spánar í vor var ég mikið að pæla í að fara ekki með, því það yrði svo ósköp þægilegt að vera bara ein heima. En veistu, ég sé sko alls ekki eftir að hafa farið með, því það var svo ótrúlega gaman og við kynntumst mun betur og urðum miklu betri vinir en við höfum nokk- urn tímann verið. Þegar við sátum úti að horfa á stjörnurnar eitt kvöldið spurðir þú mig að því hvort ég tryði á Guð. Ég svaraði nei eða vissi það hreinlega ekki, því mér fyndist allt svo ótrúlegt í kringum þetta. Við ræddum þetta lengi og þú reyndir að útskýra þetta fyrir mér, þannig að ég var orðin á báðum áttum. Þegar ég fór til Hollands pældi ég mikið í þessu og eftir að þú veiktist pældi ég enn meira og nú held ég að ég sé komin að niðurstöðu. Veistu ég er farin að trúa á Guð, ég held að trúin sé það eina sem heldur í mér lífinu núna. Ég trúi því að lífið haldi áfram eftir dauðann, á nýjum og stórfeng- legum stað, með fullt af spennandi ævintýrum. Ég veit að þú ert nú hjá afa og ömmu á Ólafsfirði og öllum öðrum látnum ástvinum okkar og ég veit líka að við eigum eftir að hittast aftur í framtíðinni. Ég elska þig svo mikið og ég á eftir að sakna þín sárt. Í minningunum ertu alltaf við hliðina á mér, hlustar, útskýrir og faðmar mig. Þú verður alltaf hluti af mér, pabbi. Guð blessi þig, kallinn minn. Ástarkveðja. Þín dóttir Birna. Björn Rúnar Magnússon var ein- staklega ljúfur maður og góður drengur. Er ég hugsa til baka eru all- ar minningar tengdar Bjössa á einn veg, gestrisinn, kátur og skemmti- legur. Gott var að koma norður og heimsækja Ástu og Bjössa, alltaf jafn lífsglöð og jákvæð hvernig sem stóð á. Sérstaklega er mér minnis- stætt þegar við gistum sjö í litlu tveggja herbergja íbúðinni þeirra. Þar var mikið hjartarými þótt hús- rýmið væri með minnsta móti. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að lífið sé ranglátt. Maður í blóma lífsins er tekinn frá eiginkonu og börnum. En fjölskyldan er lánsöm að eiga góðar minningar frá lífi þeirra saman og hetjuleg barátta Bjössa í veikindum sínum er þeim styrkur og hvatning til að halda áfram. Hinn mildi blær, sem þér að morgni strýkur milt og blítt um kinn, breytist kannski í kvöld í hvirfilvind, sem um koll þér steypir vinur minn. Enginn veit fyrr en yfir lýkur. Svo hverfult er allt í heimi. Vinarbros, sem þér að morgni mætir milt með birtu og yl, sérðu kannski næst með sorgarsvip. Svo snögg eru harmaskil. Enginn veit, hvað annan grætir. Svo hverfult er allt í heimi. Hinn hrausti sveinn, sem afl sitt ekki hemur og aldrei hrýtur tár, og ljómar í dag af lífsins gleði, liggur í kvöld kannski nár. Enginn veit, nær kallið kemur. Svo hverfult er allt í heimi. (Á.G.F.) Elsku Ásta mín, Birna og Maggi Villi, engin orð ná yfir samúð mína né aðdáun á styrk ykkar og æðruleysi í þessari miklu sorg. Blessuð sé minn- ing Bjössa. Guðmunda og Ómar. Ekki gátum við ímyndað okkur að í dag ættum við eftir að kveðja einn okkar besta vin, langt fyrir aldur fram. Það verður skrítið að koma heim af sjónum og geta ekki skropp- ið í morgunkaffi til þín og spjallað um formúluna og sjóinn eins og við gerð- um svo oft. Það vita allir sem þekktu þig hve ljúfur og góður drengur þú varst, stutt í brosið og grínið. Einnig hve fús þú varst alltaf að rétta fram þína hjálparhönd. Æðruleysið og rósemin var aðdá- unarverð hjá þér, elsku vinur, þegar þú fékkst vitneskju um að ekki yrði aftur snúið, svo að við gátum vart skilið það og þú barðist hetjulega fram á síðasta dag sem var þín von og vísa. Þegar við kvöddumst í síð- asta skipti vissum við öll innst inni að við myndum ekki sjást í lifanda lífi, Bjössi minn, og hvað það var sárt. Þín elskulega fjölskylda, þau Ásta, Birna og Maggi stóðu einsog hetjur þér við hlið allan tímann og biðjum við algóðan Guð að hjálpa þeim á þessum erfiðu tímum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Minningin um þig lifir að eilífu í hjarta okkar Sillu, elsku vinur. Sigurgeir. Síðastliðinn fimmtudag, 1. nóvem- ber, var til moldar borinn fyrrver- andi skipsfélagi okkar Björn Rúnar Magnússon. Með örfáum orðum langar okkur að minnast skipsfélaga sem var ljúfur og lítillátur maður sem gott var að hafa nálægt sér en vegna þess hve gott það var er hægt að sakna og vegna þess að hann var góður piltur er hægt að syrgja góðan dreng sem lést langt um aldur fram. Eftirsjáin er vegna mannkosta látins vinar. Af því að fátækleg orð okkar hljóma innantóm gagnvart sorginni látum við duga að þakka Bjössa sam- fylgdina og sendum Ástu, Birnu og Magga okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Áhöfnin á Sléttbak EA 4. Okkur var brugðið þegar við fengum þá frétt að afi væri dáinn. Við heimsóttum hann sunnudeginum áður og hann var svo hress og kátur. Hann var nýfluttur á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvols- velli. Aðeins búinn að dvelja þar í mánuð. Á föstudagsmorgni fór hann HÁLFDAN AUÐUNSSON ✝ Hálfdan Auðuns-son fæddist í Dalsseli í Eyjafjalla- sveit 30. apríl 1911. Hann lést á Heilsu- gæslustöðinni á Hvolsvelli 19. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stóradalskirkju 27. október. í göngutúr. Gekk upp að kirkjunni og fór svo í heimsókn til Siggu, mágkonu sinnar, sem bjó þar skammt hjá. Þar fékk hann verk fyr- ir hjartað og töflurnar hjálpuðu honum ekki. Sigga gerði það sem rétt var að keyra hann upp á dvalarheimili. Þar var fenginn læknir strax sem tók hann með sér á heilsugæslu- stöðina. Þar dó hann friðsæll og sáttur. Okk- ur er hugsað til níræðisafmælis afa sem var haldið í vor á Heimalandi undir Eyjafjöllum. Þar var hann svo ánægður. Þar var mikill fjöldi fólks. Fjölskyldan stór og margir vinir og sveitungar. Þar tóku margir til máls og þar heyrði maður margar skemmtilegar sögur af afa og einnig ömmu. Síðan amma dó í fyrra er afi búinn að standa eins og klettur en þó vit- anlega einmana. Nú eru þau samein- uð á ný. Guð styrki okkur öll. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hálfdan Örn, Þóra Marta, Gunnar Már og Jóna Vigdís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.