Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKÍFAN hefur um árabil verið helsti útgefandi íslenskrar tónlistar hérlendis. Hér á eftir fer yfirlit um jólaútgáfu fyrirtækisins og að vanda er um auðugan garð að gresja. Að mati Aðalsteins Magnússonar, sölu- stjóra hjá Skífunni, einkennir mikil breidd útgáfuna í ár og mikið er um nýtt efni. „Við erum með Björg- vin og Diddú, Stuðmenn, Magnús Eiríksson í eldri deildinni og svo nýja listamenn eins og Svölu, Fabúlu, Védísi og Á móti sól. Það er líka gaman að sjá að það er að koma nýtt efni frá mönnum eins og Bubba og Björgvini Halldórssyni.“ Aðalsteinn segir að eitt af einkennum útgáfunnar í ár sé að skýr stefna hafi verið tekin gegn afritun- um. „Í því markmiði leggj- um við t.d. mun meira í umslögin, reynum að gera þau eigu- legri. Höfum texta með og góðar upplýsingar.“ Aðalsteinn segir að lokum að hann eigi von á gullplötujólum og er bjart- sýnn á komandi vikur. Á móti sól – ÁMS Þriðja plata þessarar sunnlensku ballsveitar. Fróðir segja hana þeirra besta verk til þessa og að platan sé stórstíg framför frá síðustu tveimur skífum. Björgvin Halldórsson – ? Björgvin hefur löngum verið með vinsælustu söngvurum landsins og núna, í fyrsta sinn í fimmtán ár, kem- ur hann með glænýja skífu, uppfulla af spánnýju efni. Hér eru á ferðinni lög eftir Björgvin, Guðmund Jónsson Sálverja og einnig nokkur erlend lög. Bubbi – Nýbúinn Bubbi hefur lengi verið einn vinsælasti tón- listarmaður landsins. Nýbúann, sem er hrá og ný- bylgjuskotin rokkplata, vinnur hann með hljóm- sveitinni Stríð og friður sem er skipuð þeim Guðmundi Pét- urssyni gítar- leikara, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara, Jakobi Smára Magnússyni bassa- leikara og Arnari Geir Ómarssyni trommuleikara. Diddú – Óskastund með Diddú Hér tekst Diddú á við sönglagaarf- inn íslenska og er nálgunin tvíþætt. Annars vegar er um að ræða útsetn- ingar Atla Heimis Sveinssonar á sí- gildum íslenskum lögum í anda hinna svokölluðu „Salon Orchestras“; þ.e. fyrstu útvarpshljómsveitanna í kringum 1935. Hins vegar mun Diddú flytja önnur sams konar lög ásamt undirleikara sínum, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Ego – Frá upphafi til enda Um er að ræða safnskífu frá þess- ari mætu sveit sem skartaði Bubba Morthens sem söngspíru og átti sinn blómatíma árin ’81–’84. Hér eru á ferðinni vel valin lög af þremur breiðskífum sveitarinnar ásamt einu óútgefnu lagi. Fabúla – Kossafar á ilinni Fabúla er listamannsheiti Mar- grétar Kristínar Sigurðardóttur en áður hefur hún gefið út plötuna Cut My Strings (’96). Plötuna vann hún með Valgeiri Sigurðssyni, sem m.a. hefur unnið nokkuð með Björku Guðmundsdóttur. Haukur Heiðar og félagar – Mánaskin Haukur Heiðar, læknir og píanó- leikari, hefur sent frá sér nokkrar létthlustunarplötur sem hafa fallið í góðan jarðveg. Honum til aðstoðar hér er m.a. Árni Scheving og fer læknirinn fimum höndum um vel valdar dægurlagaperlur, jafnt inn- lendar sem erlendar. JFM – Special Treatment Árið 1979 gaf Jakob Magnússon, Stuðmaður með meiru, út djass- bræðingsplötuna Special Treatment. Plötuna vann hann vestur í Banda- ríkjunum með fjölda þekktra lista- manna og hefur gripurinn verið ófá- anlegur í árafjöld. Er þetta í fyrsta sinn sem platan kemur út á geisla- diski og er búið að véla um umslag og slíkt, til að að mæta kröfum hins snarborulega nútíma. Magnús Eiríksson – Braggablús Hér eru samankomin fjörutíu vin- sælustu lög þessa ástsæla höfundar. Að sögn útgefenda var vandkvæðum bundið að velja á diskinn, slíka gnægð smella hefur Magnús sent frá sér í áranna rás. Magnús Kjartansson – Þakklæti/To Be Grateful Magnús Kjartansson hefur marga perluna ort, þá sem hluti sveita eins og Júdasar og Trúbrots eða þá upp á eigin spýtur. Á plötunni eru tuttugu og þrjú lög eins og t.d. „To Be Grate- ful“, „Eitt lítið andartak“ og „Lítill drengur“. Páll Rósinskranz – ? Eftir að hafa stimplað sig rækilega inn í fyrra sem einn allra besti söngv- ari landsins með tökulagaplötunni No Turning Back snýr Páll Rósinkr- anz aftur með plötu sem er titilslaus enn sem komið er. Pottþétt barnajól Safn 40 jólalaga, ætlað yngstu hlustendunum, tekið af ýmsum ófá- anlegum jólaplötum sem gefnar hafa verið út síðastliðin 35 ár. Quarashi – Kristnihald undir jökli Hér er komin tónlistin sem Quar- ashi-félagar unnu við samnefnt leik- rit, byggt á bók Halldórs Laxness en það er sýnt um þessar mundir í Borgarleikhúsinu. Upplag er tak- markað. Sálin hans Jóns míns – Logandi ljós Um er að ræða framhald plötunn- ar Annar máni sem út kom í fyrra. Hér lýkur metnaðarfullri sögu Sálar- innar um þau Sól og Mána en sú heildarhugmynd sem sveitin lagði upp með við gerð þessara platna hef- ur getið af sér sígild lög eins og „Hinn eini sanni“ og „Ekki nema von“. Sálin hans Jóns míns – 12. ágúst ’99 DVD Upptaka frá þessum sögufrægu tónleikum Sálarinnar, sem urðu til þess að sveitin fór af stað á ný og gaf m.a. út plötutvennuna Annar Máni/ Logandi ljós. Þessi myndritun inni- heldur aukaefni eins og t.d viðtöl, ljósmyndir, texta og aukalög. Skagakvartettinn – Kátir voru karlar Endurútgáfa á plötu þessa vin- sæla söngflokks en hún kom fyrst út fyrir réttum 25 árum. Hver man ekki eftir knattspyrnulaginu eina og sanna „Skagamenn skora mörkin“? Þetta er í fyrsta sinn sem gripurinn lítur dagsins ljós á geislaplötu. Svala – The Real Me Biðin eftir þessum frumburði Svölu Björgvins er búin að vera löng og spennan því hlaðist upp jafnt og þétt. Óhætt er að segja að hér sé við- burður á ferð, þar sem platan verður gefin út í Bandaríkjunum af Priority Records og mikill metnaður hefur verið lagður í tónlistar- og ímyndar- vinnu í kringum plötuna. Stuðmenn – Tvöfalda bítið Vegleg safnplata sem tekur yfir feril einnar vinsælustu sveitar lands- ins fyrr og síðar. Diskurinn er tvö- faldur, á honum eru um fjörutíu lög, auk þess sem bæklingurinn sem hon- um fylgir er sneisafullur af upplýs- ingum, m.a. eru áður óbirtar ljós- myndir og allir textar laganna. Tvíhöfði – Konungleg skemmtun Konungur grínsins, Tvíhöfði, mættur með fjórðu plötu sína. Að vanda er um að ræða vel valin atriði úr samnefndum morgunþætti Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartanssonar, en auk þess verður að finna frum- samin lög og grínflugur. Védís – In the Caste Védís Hervör Árnadóttir er hæfi- leikarík stúlka, ekki nema nítján ára gömul. Á In the Caste er að finna poppvænt R og B sem Védís samdi sjálf að mestu leyti. Plötuna vann hún svo í góðu samstarfi við Barða úr Bang Gang og Valgeir Sigurðsson. Haustútgáfa Skífunnar Ferill Stuðmanna er rakinn á plötunni Tvöfalda bítið. Nýtt og gamalt The Real Me er frumburður Svölu Björgvinsdóttur.                     !""" #$%&'()'%*+&&,-*+$&,. BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Í dag kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 4. nóv kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Lau 10. nóv. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 11. nóv. kl. 14 - UPPSELT KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Lau 10. nóv kl. 20 - UPPSELT Su 18. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Su. 11. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi. 15. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 16. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN HAUST 2001 - 3 NÝ ÍSLENSK VERK "Da", eftir Láru Stefánsdóttur Milli heima, eftir Katrínu Hall Plan B, eftir Ólöfu Ingólfsdóttur Í kvöld kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 9. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Su 4. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 10. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Su 11. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI DAUÐADANSINN eftir August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 8. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI KRÖFUHAFAR e. August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Í dag kl. 17 LEIKLESTUR Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is   Í HLAÐVARPANUM Veröldin er vasaklútur ICELANDIC TAKE AWAY THEATRE Leikstjóri: Neil Haigh, Leikmynd og búninga- hönnun Katrín Þorvaldsdóttir. 6. sýn. í kvöld kl. 21 - örfá sæti laus 7. sýn. þri. 6. nóv. kl. 21 - Tveir fyrir einn 8. sýn. þri. 13. nóv. kl. 21 - Tveir fyrir einn 9. sýn. fim. 15. nóv. kl. 21 Ath. Takmarkaður sýningafjöldi               Morðsaga - enginn má fara úr húsinu! Laugardag 10. nóv. kl. 20.00 Sunnudag 11. nóv. kl. 20.00 Miðapantanir: s. 554 1985 eða midasala@kopleik.is Leikfélag Kópavogs e. Tom Stoppard  !"#$ 18 9%% + 9& '"  ($    !") "$ "  / 9%% : 0%%  9"**+ 1/ 9%%  ,$"-(" , .%% ."  /"  " 0        *'" & / 8 !"  / *0%%  + *0+  , *0%%  0 *0+  8+ " *1(*" ;         *.<     "       %"2* *  3 4  '"" '"" & 567 5 *  Laugardagur 3.11 Laugardagskvöld á Gili Karlakór Kjalnesinga, félagar úr Karlakór Reykjavíkur og Nafnlausa þjóðlaga- hljómsveitin, kl. 22.00 Miðaverð kr. 1200. Skógarhlíð 20 • 105 Reykjavík Miðasala: 595 7999 • 800 6434 www.kkor.is    8 9 ! / ,9:;)<= . ! , *0><= 8 !  :9:;)<= : ! 8 *0><= + ! : ,><= =# ?@"'""&  =6   "    .,          !  !   &"  0,   &  57

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.