Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 2
ÓVENJULEG og framsækin hönnun
skartgripa og listmuna hefur skap-
að Jens ehf. sérstöðu bæði hér-
lendis og erlendis, og fyrirtækið hef-
ur verið leiðandi í hönnun á gull- og
silfurmunum allt frá árinu 1965.
Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður
hefur verið hjá Jens ehf. frá stofnun
og er nú í forsvari fyrir fyrirtækið.
Munir Jóns Snorra prýða margar
opinberar stofnanir, bæði í Evrópu
og Ameríku, en hann hélt m.a.
einkasýningu í höfuðstöðvum EFTA
í Brussel árið 1997.
Margir gullsmiðir hafa unnið á
vinnustofu Jens ehf., og segir Jón
Snorri að hver listamaður hafi feng-
ið að hafa frjálsar hendur við list-
sköpun sína. Því fái sérkenni hvers
og eins notið sín og fyrirtækið búi
að því.
„Við erum kannski að smíða í
ákveðna línu og því bera hlutirnir
keim hver af öðrum. En maður er
ekki bundinn af neinu formi og þess
vegna gætu skeiðarnar sem ég
smíða á morgun orðið allt öðruvísi
en þær eru í dag. Munirnir hafa því
mismunandi blæ þó að línan sé hin
sama.“
Byggt á eigin framleiðslu
Jón Snorri segir að fyrirtækið
hafi ávallt byggt afkomu sína á eigin
framleiðslu og það sé þeim metn-
aðarmál að svo verði
áfram. „Það verður að telj-
ast ágætt að geta rekið
verslun hér sem eingöngu
byggist á íslensku hand-
verki og þarf ekki allt að
sækja til útlanda.
Okkur hefur tekist að
skapa okkar eigin stíl og
það gerir það að verkum að við höf-
um náð að selja ferðamönnum tölu-
vert, því þeir eru ekki hingað komnir
til að kaupa vöru sem þeir geta
keypt heima hjá sér.
Einn þessara viðskiptavina sagði
mér að hún hefði fyrst gerst sér
grein fyrir sérstöðu þessara gripa
þegar vinir hennar og jafnvel versl-
unarfólk á hennar heimaslóðum
innti hana eftir því hvar hún hefði
fengið þetta skart. Þá uppgötvaði
hún að hún var með skartgripi sem
voru öðruvísi.“
Stálið sækir í sig veðrið
Þótt aðallega sé unnið með gull
og silfur hjá Jens ehf., segir Jón
Snorri að nú séu munir úr stáli að
verða sífellt vinsælli. Með stálinu er
gjarna notað látún eða kopar í bland.
Ungu fólki hefur fundist þetta
spennandi og því var þetta einnig
svar við kröfum markaðarins.
Stálið hentar mjög vel í
ýmsa nytjamuni, s.s. skó-
horn, ostaskera og köku-
spaða, og ekki síður í ým-
iss konar skúlptúra. Það,
að smíða inn í ákveðna
línu, gerir fólki kleift að fá
samstæða hluti, en einnig
er það hagkvæmara í
framleiðslu og því er
hægt að bjóða vör-
una á betra
verði.
verslunina til hans til að velja brúð-
kaupsgjöf handa ungu fólki.
Hún var sjálf búin að vera gift í
mörg ár, og datt í hug að athuga
hvað hún ætti eftir af sínum eigin
brúðkaupsgjöfum til að glöggva sig
á hvað kæmi ungu
brúðhjónunum best til lengri tíma
litið. Kom þá í ljós að það eina sem
var eftir var silfrið.
Eins og svo mörg önnur fyrirtæki
í verslunarrekstri byggir Jens ehf.
afkomu sína að miklu leyti á jólasöl-
unni. Skargripir eru alltaf vinsæl
gjafavara og um þessar mundir er
því aðallega unnið að smíði skart-
gripa. Jón Snorri segist þó alltaf
vinna töluvert við gerð ýmissa
skúlptúra, bæði eftir eigin hug-
dettum og einnig eftir pöntunum.
Engir tveir
hlutir eins
Það þarf ekki mikið meira borðskraut
en svona kökuhníf.
Morgunblaðið/Golli
Borðskraut með notagildi.
Áhald, sem allir þekkja, í nýjum bún-
ingi. Stál og íslenskur steinn.
Skóhorn úr stáli með íslenskum steini
er falleg gjöf.
Tertuspaðar úr stáli og silfri með ís-
lenskum steini.
„Þó að smíðað sé í ákveðnum stíl
hefur hver hlutur sín sérkenni og
enginn hlutur er eins. Okkar stíll
hefur alltaf tengst íslenskri nátt-
úru, þó við séum ekki að reyna
að ná fram einhverjum
sérstökum einkennum,
s.s. hrauni eða mosa.
Okkur hefur fundist
þetta form eða stíll passa
vel með íslensku stein-
unum, sem skipa stóran
sess í okkar listsköpun.
Við slípum og pólerum
steinana til að ná fram
gljáa, en breytum ekki
forminu á þeim. Hver
steinn getur því verið lista-
verk út af fyrir sig og gefur
hlutnum sinn karakter.“
Jón Snorri segir að silfrið
sé alltaf vinsælt og honum er minn-
isstætt þegar kona nokkur kom í gudlaug@mbl.isSilfurskeið að hætti hússins.
Silfuráhöld, sem Jens hann-
aði, með sígildu mynstri.
2 C ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Garðabær - Hjá fasteignasölunni
Hraunhamri er nú til sölu raðhús að
Bæjargili 84 í Garðabæ. Um er að
ræða steinhús sem er 178,9 m2 að
stærð og bílskúr sem er 32 m2. Íbúð-
arhúsið var byggt 1987 en bílskúrinn
1992.
„Þetta er glæsilegt pallabyggt rað-
hús sem er sérlega vel staðsett, m.a.
gagnvart aðkomu og bílastæðum,“
sagði Helgi Jón Harðarson hjá
Hraunhamri. „Komið er inn í bjarta
flísalagða forstofu með fallegum
stórum skáp. Opið forstofuherbergi
(vinnuherbergi) er þarna og geymsla
er undir stiga.
Frá forstofu (holi) er gengið inn í
lítið fataherbergi. Tvær tröppur eru
niður í fallega rúmgóða stofu. Glæsi-
legt rúmgott eldhús er með vandaðri
innréttingu, hvítri með beyki og
gegnheilum borðplötum. Flísar eru á
milli skápa og keramikhelluborð.
Við eldhúsið er rúmgóð falleg
borðstofa, þaðan sem innangengt er
inn í stofu. Frá stofu er útgangur út í
nýlegan góðan u.þ.b. 25 m2 flísalagð-
an sólskála. Þaðan er útgangur út í
garð. Góð gestasnyrting er með
glugga og það er einnig gluggi á
þægilegu búri með hillum og skápum.
Gengið er upp flísalagðan stiga
með vönduðum fallegum harðviði.
Sjónvarpsrými er rúmgott og einnig
svefnherbergi með vönduðum skáp-
um upp í loft. Þá eru barnaherbergi
rúmgóð með skápum, en alls eru fjög-
ur svefnherbergi í húsinu.
Baðherbergið er glæsilegt með
baðkari og sturtuklefa, flísum á gólfi
og veggjum, vandaðri innréttingu,
granítborðplötu og glugga. Þvotta-
herbergið er með flísum á gólfi, skáp
og glugga. Geymsluloft er yfir með
niðurdregnum stiga. Parket er á her-
bergjum.
Garðurinn er glæsilegur og í góðri
rækt. Pallur er í garði og vandaður
nuddpottur, en hiti í stéttum og góð
útigeymsla. Bílskúrinn er nýlegur og
rúmgóður með opnara og þar er sér-
lega gott geymsluloft með stiga upp.
Leiktæki eru á sameiginlegu opnu
svæði, glæsileg sameiginleg lóð að
auki. Ásett verð er 23,4 millj. kr.“
Þetta er steinhús, 178,9 ferm. að stærð með bílskúr sem er 32 ferm. Ásett
verð er 23,4 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Hraunhamri.
Bæjargil 84
Efnisyfirlit
Ás ......................................................... 26-27
Ásbyrgi .......................................................... 3
Berg .............................................................. 36
Bifröst .......................................................... 10
Borgir .................................................... 16-17
Eign.is ............................................................ 11
Eignamiðlun ..................................... 20-21
Eignaval ...................................................... 14
Fasteign.is ................................................ 33
Fasteignamarkaðurinn .................... 6-7
Fasteignamiðlunin ................................ 35
Fasteignamiðstöðin ............................. 23
Fasteignasala Íslands ............................ 7
Fasteignasala Mosfellsbæjar ............. 9
Fasteignastofan ........................................ 3
Fasteignaþing ......................................... 39
Fjárfesting ................................................. 12
Fold ............................................................... 37
Foss ............................................................... 18
Garðatorg ................................................. 34
Gimli ............................................................. 29
Híbýli ........................................................... 20
Holt .............................................................. 28
Hraunhamar .......................................... 8-9
Húsakaup .................................................. 32
Húsið ........................................................... 30
Húsin í bænum ....................................... 25
Höfði .............................................................. 13
Höfði Hafnarfirði ...................................... 5
Kjöreign ....................................................... 31
Laufás ............................................................ 4
Lundur .......................................................... 15
Lyngvík ........................................................ 17
Miðborg ...................................................... 38
Skeifan ......................................................... 19
Valhöll ......................................................... 40
FASTEIGNIR mbl.is