Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 34
34 C ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
HOLTÁS - GBÆ
Mjög glæsilegt 155,8 fm einbýli auk 49 fm tvöfalds
bílskúrs. Stórt eldhús með fallegum innréttingum.
Frábær staðsetning rétt við hraunjaðarinn og útsýni
yfir allt frá Keili til Esju.
SPÓAÁS - HF.
Stórglæsil. 215,2 fm einbýli með 47,7 fm innb.
bílsk. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og sérl.
vandaðar. Frábær staðs. Um er að ræða eitt glæsil.
hús Hafnarfjarðar.
BRÚARFLÖT - GBÆ
Í einkas. fallegt 149,6 fm einb., auk 43,4 fm bílsk.
Bjart og gott hús á góðum stað. Sérlega fallegur og
gróinn garður. 4 svefnherb. Parket á gólfum.
FAXATÚN - GBÆ
Gott samt. 192,7 fm einb. 4 svherb. og 3 stofur.
Góður bílskúr og fallegur og vel ræktaður garður.
Hús með mikla möguleika. Verð kr. 19,8 milj.
ÁSBÚÐ - GBÆ - m/aukaíb.
Mjög gott 199,4 fm tvílyft einbýli með stórum bíl-
skúr og lítilli séríb. á neðri hæð. Þetta er vandað og
vel umgengið hús í mjög góðu standi. Húsið stend-
ur innst í botnlanga. (Mikið áhvílandi).
GOÐATÚN - GBÆ
Nýkomið í sölu þetta glæsilega 240,9 fm einbýli,
byggt 1987. Um er að ræða sérstaklega vandað hús
með glæsilegum sérsmíðuðum innréttingum. Góður
bílskúr og frábær staðsetning.
Rað- og parhús
ENGJASEL - BREIÐH.
Gott 182 fm raðhús auk bílskúrs. 4 svefnherb.
Áhvílandi ca 10 milj. Verð 17,6 milj.
KLAUSTURHVAMMUR - HF. -
m/aukaíbúð
Mjög gott 306 fm raðh. með innb. bílskúr. Um er að
ræða mjög gott hús á frábærum stað. Mikið útsýni
(Keilir og Snæfellsjökull). Möguleiki á aukaíb. á
neðstu hæð með sérinngangi.
„Penthouse“
MIÐBÆR - „PEHTHOUSE“
Glæsilegasta íbúð miðbæjarins er til sölu. Íbúðin er
135,8 fm auk 40,3 fm bílskýlis, samtals 176,1 fm.
Marmari á gólfi neðri hæðar og glæsilegar innrétt-
ingar. Mjög falleg og sérstök eldhúsinnrétting og
tæki. Heitur pottur á verönd. Allt fyrsta flokks og
frábær staðsetning.
FUNALIND - KÓP.
Glæsileg 151 fm íbúð á tveimur hæðum. Stórar
stofur með útgengi á suðursvalir. Efri hæðin er með
sjónvarps- og húsbóndaherbergi. Eldhúsið er með
mahóní-innréttingum. Gólfefni: Mahóníparket er á
öllum gólfum nema eldhúsi. Glæsileg eign. Verð
17,9 millj.
Hæðir
ÖLDUTÚN - HF.
Vorum að fá í einkasölu mjög góða 124,3 fm sér-
hæð við Öldutún í Hafnarfirði sem er 4ra herbergja
rúmgóð íbúð í góðu skólahverfi. Verð 14,4 millj.
FOLDASMÁRI - KÓP.
Sérstakleg glæsileg 132 fm efri sérhæð auk 28 fm
bílskúrs. Í íbúðinni eru 3 svefnherbergi með góðum
skápum. Parket og flísar á gólfum. Fallegar innrétt-
ingar. Suðursvalir með frábæru útsýni. Ef þið eruð
að leita að hæð, þá skoðið þessa. Verð 18,5 millj.
4ra herb
FÍFULIND - KÓP.
Glæsileg íbúð við Fífulind í Kópavogi. Íbúðin, sem
er á tveimur hæðum, er með tveimur rúmgóðum
herbergjum. Uppi er falleg stofa m. gegnheilu olíu-
bornu parketti. Glæsilegt eldhús með fallegri hvítri
innréttingu. Verð kr. 15.5 milj.
3ja herb.
HRÍMÓAR - GBÆ
Glæsileg 100 fm 3ja-4ra herb. íbúð á besta stað í
Garðabæ. Íbúðin er öll ný standsett og öll hin
glæsilegasta. Áhvílandi ca 9 millj. Verð 13,4 millj.
ENGIHJALLI - KÓP.
Mjög góð 90 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð í lyftu-
blokk. Íbúðin er með tveimur góðum svefnherb. og
rúmgóðri stofu. Fallegt eikarparket. Verð 9,9
milj. Áhv. 6 millj.
FURUGRUND - KÓP.
3ja-4ra herbergja 87,7 fm íbúð i með aukaher-
bergi. Rúmgóð stofa og 2 svenherbergi. Bað með
flísum í hólf og gólf. Verð 11,9 milj.
LYNGMÓAR - GBÆ
Vorum að fá í einkasölu glæsilega 89 fm íbúð
ásamt bílskúr og geymslu, samt. 110 fm. Hér er allt
tipp topp. Parket á gólfum. Fallegt flísalagt bað.
Sérlega snyritleg og falleg íbúð. Húsið að utan ný-
lega viðgert, sameign öll tekin í gegn og fallegur
garður. Verð 12,5 millj.
2ja herb.
LYNGMÓAR - GBÆ
Góð 2ja-3ja herb. 70 fm íbúð á 3ju hæð í litlu fjöl-
býli ásamt bílskúr. Yfirbyggðar svalir. Stutt í alla
þjónustu og skóla. Gott leiksvæði.
Atvinnuhúsnæði
KEFLAVÍK
Verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhúsnæði, alls
1.105 fm á besta stað í Keflavík. Hægt að skipta
eigninni í smærri einingar. Búið er að teikna tíu
íbúðir í húsið. Einnig 150 fm lagerhúsnæði. Góð
fjárfesting.
BORGARTÚN - TIL LEIGU
Mjög gott 205 fm skrifstofuhúsnæði á 3ju hæð á
besta stað við Borgartún. Bjart og gott húsnæði.
Traustur leigusali og gott verð.
KRÓKHÁLS - 105 FM
Mjög gott 105 fm atvinnuhúsnæði á þessum góða
stað. Möguleiki á öðru 105 fm bili við hliðina.
VAGNHÖFÐI - 165 FM
Mjög gott 165 fm húsnæði á einni hæð með góðri
innkeyrsludyr. Vinnusalur, kaffistofa og skrifstofa.
Gott útipláss og mögul. á viðbyggingu.
Garðatorg 7 - Garðabæ
Guðmundína Ragnarsdóttir hdl. og lögg. fast.sali
Þórhallur Guðjónsson sölumaður
Sigurður Tyrfingsson sölumaður
Einbýli
SKÓGARLUNDUR - GARÐABÆ
Mjög gott 151,3 fm einbýli auk 36,2 fm bílskúrs á
góðum stað í Lundunum í Garðabæ. Fallega rækt-
aður garður. Húsið hefur verið nokkuð endurnýjað
á síðustu árum.
www.gardatorg.is
Nýbyggingar
HRAUNÁS - GBÆ
Stórglæsilegt parhús á besta stað í Garðabæ með
óskert útsýni. Ýmsir möguleikar. Skilast fullbúið að
utan og fokhelt að innan. Húsið er staðsett rétt við
hraunjaðarinn og hefur óskert útsýni til margra
átta. Húsið er tilbúið til afhendingar.
KLETTÁS - GBÆ
Glæsileg raðhús á einni hæð á frábærum stað í
nýja Ásahverfinu í Garðabæ. Um er að ræða fjögur
hús, tvö endahús 110 fm + 31,6 fm bílsk. og tvö
millihús 103,8 + 31,6 fm bílsk. Skilast fullbúin að
utan og fokheld að innan. (Mögul að fá lengra
komið).
TUNGUÁS - GBÆ - 2 aukaíb.
Fallegt 220,7 fm einb. auk 38,7 fm bílskúrs. Húsið
er á tveimur hæðum og er mögulegt að hafa tvær
íb. á neðri hæð. Húsið skilast fokhelt að innan og
tilb. að utan.
TUNGUÁS - GBÆ
Mjög snoturt 156,3 fm einb. ásamt 32,7 fm bílskúr.
Fallegt og vandað hús, uppsteypt og með hlað-
stein. Húsið er tilb. til innréttinga og afhendingar
núna. Verð 20,8 millj.
SUÐURTÚN - ÁLFTANESI
Mjög skemmtileg 194 fm parhús á friðsælasta stað
höfuðborgarsvæðisins. Húsin eru á tveimur hæðum
með inng. 27 fm bílskúr.
SVÖLUHRAUN - HF.
Mjög skemmtilegt 190 fm einbýli á einni hæð með
tvöf. bílskúr. Frábærlega hannað hús í grónu og
góðu hverfi. Fokhelt að innan og fullbúið að utan.
ÞRASTARÁS - HF.
Tvö glæsileg 161,9 fm raðhús með innb. 27,9 fm
bílskúr. Húsin eru tilbúin til afhendingar og er skil-
að fullbúnum að utan og fokheld að innan . Húsin
eru á tveimur hæðum og eru hin glæsilegustu.
Verð aðeins 12,8 milj.
MÁVANES - ARNARNESI
Frábærlega staðsett stórt einbýli sem hefur verið
endurbyggt nánast frá grunni. Húsið hefur verið
eingarað og múrað og er tilbúið að utan. Gróinn
garður, sundlaug og margt fleira. Glæsieign á frá-
bærum stað.
LERKIÁS - GBÆ
Mjög vel staðsett raðhús í nýja hverfinu í Garða-
bænum. Annars vegar er um að ræða 147,7 fm
endahús með innb. bílskúr og hins vegar 141,1 fm
millihús. Húsin eru á einni hæð og eru tilbúin til af-
hendingar fullbúin að utan og fokheld að innan.
Gott verð.
KLETTÁS - GBÆ - Tvöf. bílskúr
Frábær 190 fm raðhús á tveimur hæðum með tvö-
földum bílskúr. 4 svefnherb., góðar stofur o.fl..
Góður tvöf. jeppaskúr. Um er að ræða tvö endahús
og tvö miðjuhús. Skilast í vor fullbúin að utan og
fokheld að innan.
MIÐSKÓGAR - ÁLFTANESI - ný-
bygging
Í byggingu 260 fm glæsilegt hús á frábærum út-
sýnisstað. Stór tvöf. bílsk. Stórar stofur. Stór lóð og
sérlega rólegt umhverfi. Skilast rúmlega fokhelt að
innan og tilb. að utan. Fuglasöngur og náttúru-
kyrrð. Teikn. á Garðatorgi. Þetta er draumurinn.
Erum að leita að eignum fyrir nokkra af viðskiptavinum okkar sem þegar eru búnir að
selja eignir sínar.
Hæð 130-150 fm með góðu aðgengi í Garðabæ eða Hafnarfirði. Sigurður.
Einbýli/raðhús með 5 svefnherbergjum í Kópavogi. Verð 23 millj. Páll
Raðhús eða hæð í Grundunum í Kópavogi. Sigurður.
Einbýli í Garðabæ eða Hafnarfiðri með 5 svefnherb. verð 25 millj.
Hjallar Kópavog, hús allt að 30 milljónum.
Hjá Garðatorgi færðu persónulega og góða þjónustu.
Kaupendalistinn
ÁRIÐ 1867 stofnuðu reykvískir
iðnaðarmenn félag sem hlaut nafnið
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík.
Þetta félag á merkan feril að baki,
en ekki er síður athyglisvert að það
er enn lifandi og við góða heilsu, ár-
talið að framan er ekki prentvilla,
félagið er orðið 134 ára gamalt og
því eitt af elstu félögum landsins.
Takmark þessa félags var frá
upphafi að efla menntun og þekk-
ingu iðnaðarmanna og það tókst fé-
laginu vissulega. Það stofnaði Iðn-
skólann í Reykjavík 1904 og byggði
yfir hann myndarlegt hús, sem enn
stendur á horni Lækjargötu og
Vonarstrætis, endurbyggt eftir
brunann 1986.
Iðnaðarmenn þessara tíma voru
ekki aðeins menn sem höfðu lífsvið-
urværi af störfum sínum, þeir voru
forystumenn í pólitík og mennta-
málum. Þeir byggðu Iðnaðar-
mannahúsið, betur þekkt sem Iðnó,
sem varð vagga leiklistar í höf-
uðborginni. Þar starfaði Leikfélag
Reykjavíkur og ræktaði jarðveginn
fyrir stofnun Þjóðleikhússins með
þeim glæsibrag að árið 1950 var
hægt að opna það með frumsýningu
þriggja íslenskra leikverka og eng-
in vandkvæði voru að skipa hæfi-
leikaríkum leikurum í öll hlutverk.
Reykvískir iðnaðarmenn byggðu
ekki aðeins Iðnó, það voru þeir sem
stofnuðu Leikfélag Reykjavíkur og
úr röðum þeirra komu leikararnir
sem settu upp hvert leikritið eftir
annað.
Mörgum hefur fundist það hnign-
unarmerki að iðnaðarmenn eru
ekki lengur þeir forystumenn í
þjóðlífinu sem þeir voru í fram-
kvæmdum, stjórnmálum og menn-
ingu.
Þetta er ekki réttmætt, á þessum
frumherjaárum voru nánast engir
verkfræðingar starfandi hérlendis,
því síður menntaðir leikarar, fáir
tónlistarmenn og ekki var búið að
finna upp atvinnupólitíkusinn. Nú
er öldin önnur, en þrátt fyrir það
hafa iðnaðarmenn víða um land allt
fram á þennan dag tekið þátt í
sveitarstjórnarmálum og verið
frumkvöðlar í menningu, svo sem
leiklist og tónlist.
Ríkið tekur við
Árið 1955 var búið að reisa hið
glæsilega hús Iðnskólans á Skóla-
vörðuholti og þangað flutti skólinn
úr Vonarstræti.
En það breyttist fleira en skóla-
byggingin, ríkið tók við rekstri
skólans af Iðnaðarmannafélaginu í
Reykjavík, þá var það opinber
stefna að ríkið ræki nánast alla
skóla. Iðnaðarmenn drógu sig í hlé
svo rækilega að þeir hættu nánast
alfarið að skipta sér af bóklegu
námi iðnaðarmanna, þar fór ver.
Þeir létu sig litlu varða hvað var
kennt í iðn- og verkmenntaskólum,
um það sáu opinberir starfsmenn;
skólastjórar, kennarar, ráðuneyt-
ismenn; menn sem efalaust ræktu
starf sitt af trúmennsku.
En hverjir ættu að þekkja betur
hvað er að gerast í hverri iðn,
hvaða framþróun er í gangi en þeir
sem við iðnina vinna?
Á undanförnum árum hefur þró-
unin verið að snúast við, iðn-
aðarmenn láta sig meir og meir
varða hvað þeir læra sem inn í iðn-
greinarnar koma, ekki aðeins í
verklegri þjálfun heldur einnig í
iðn- og verkmenntaskólum. Endur-
menntun hefur aukist mikið, en þó
vantar mikið á að iðnaðarmenn
skilji þau augljósu sannindi að góð-
ur iðnaðarmaður þarf að læra allt
sitt líf, svo ör er hin tæknilega þró-
un.
Iðnskólafélagið
Tilgangur hins nýja Iðnskóla-
félags er:
Að vera bakhjarl iðnmenntunar á
Íslandi.
Að vera bakhjarl Iðnskólans í
Reykjavík, svo og annarra iðn- og
verkmenntaskóla á Íslandi.
Þeir sem eru burðarásar í stofn-
un Iðnskólafélagsins eru Iðn-
aðarmannafélagið í Reykjavík,
Samtök iðnaðarins og Iðnskólinn í
Reykjavík og þessir aðilar leggja
félaginu til nokkurt stofnfé og
skipa þriggja manna stjórn þess.
Einstök iðngreinafélög meistara
og sveina, önnur félög, fyrirtæki og
einstaklingar geta sótt um aðild að
Iðnskólafélaginu og á stofnfundi 28.
nóv. sl. slógust mörg félög meistara
og sveina í hópinn.
Hverju getur slíkt
félag komið til leiðar?
Slíkt félag getur kynnt ung-
mennum þessa lands að starfs-
menntun er bæði vænlegur og
heillandi kostur þegar lífsstarf er
valið, að starfsmenntun er kostur
sem stendur fyllilega jafnfætis aka-
demísku námi. Fylgst náið með
endurnýjun námsskráa og gerð
kennslubóka, en það er mikil vönt-
un á námsbókum í öllum iðn-
greinum. Einnig fylgst með því
hvort til eru og jafnvel útvegað
tæki, tól og vélar í iðn- og verk-
menntaskólana og ekki síst; þrýst á
stjórnvöld og fjárveitingavald að
búa sómasamlega að iðnmenntun.
Menntun er nauðsyn, allir eru að
læra allt lífið. Þess vegna er það
rétt ábending frá Valgerði Sverr-
isdóttur, iðnaðarráðherra, á stofn-
fundinum að stundum má snúa
málsháttum við og segja „að
menntunin verði í askana látin“.
Iðnskólafélagið stofnað
Iðnskólinn í Reykjavík.
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is