Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 22
22 C ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Í
BYGGINGARÞENSLU síð-
ustu ára hefur mikið verið
byggt af hefðbundnu húsnæði
fyrir verzlun og skrifstofur,
enda eftirspurnin hvað mest
eftir slíku húsnæði. En um leið
og fyrirtækin verða sérhæfðari,
eykst þörfin á húsnæði sem er sér-
hannað, að minnsta kosti að hluta,
fyrir viðkomandi starfsemi.
Við Lyngháls 13 hefur Lyfja-
verslun Íslands hf. ásamt dótturfyr-
irtækjum flutt inn í glænýja bygg-
ingu. Eins og nafnið bendir til, er
starfsemin á sviði lyfjadreifingar.
Hönnuðir nýbyggingarinnar eru
arkitektarnir Hilmar Þór Björns-
son og Finnur Björgvinsson. „Þessi
bygging er að sumu leyti frábrugð-
in hefðbundnu atvinnuhúsnæði. Því
veldur einkum stórt lagerhúsnæði á
jarðhæð, sem er með sjö metra loft-
hæð,“ segja þeir félagar.
Alls er byggingin um 4.500 m2,
þar af eru skrifstofuhæðirnar um
2.400 m2 en lagerhúsnæðið um 2.100
m2. Húsið er byggt með það í huga,
að það stendur í
halla. Aðkoma að
ofanverðu er frá
Lynghálsi og þeim
megin er bygging-
in tvær hæðir. Að
neðanverðu er að-
koman frá Krók-
hálsi og þar er
byggingin fjórar
hæðir en þrjár
hæðir í þeim hluta,
þar sem lagerinn
er, vegna þess hve
hár hann er.
Byggingin er
þrjú bil með
tveimur inngöng-
um, sem báðir eru
með lyftu og stiga.
Talsvert er í þessa
byggingu lagt, en
hún er steinsteypt
og einangruð að ut-
an með steinull og
síðan klædd með álplötum. Þörf á
viðhaldi að utan ætti því ekki að
verða mikil í framtíðinni.
Blár, bogadreginn hornturn
Byggingin blasir við frá Vestur-
landsvegi og Suðurlandsvegi og er
því mjög áberandi í umhverfi sínu.
Tekið er tillit til þess, að byggingin
stendur á horni, en þar kemur blár,
bogadreginn turn, sem gefur bygg-
ingunni sérstakan svip.
„Áður fyrr var þetta algengt og í
miðbæ Reykjavíkur má sjá tilkomu-
miklar gamlar byggingar með
þessu lagi,“ segja þeir Hilmar Þór
og Finnur. „Nefna má Reykjavík-
urapótek, Laugavegsapótek,
Landsbankann, Biskupsstofu og
fleiri hús.
Í formi þessara bygginga er tekið
tillit til þess, að þær standa á horni.
Um leið sést vel fyrir hornið, þann-
ig að allir sjá að þeir eru komnir að
enda húsaraðarinnar. En jafnframt
fær bygginginn meiri „karakter“.
Undanfarna áratugi hefur lítið
sést af þessu í nýbyggingum. Hús,
sem eru við horn, eru því ekkert
frábrugðin þeim, sem eru inni í
götu. Fyrir bragðið verða þau svip-
minni og renna saman við umhverf-
ið.
Blái bogadregni turninn á norð-
austurenda þessarar nýbyggingar
gefur til kynna, að þar er horn og
endi byggingarinnar. Auk þess ein-
kennir turninn bygginguna, bæði að
því er varðar form og lit. Byggingin
verður svipmeiri fyrir bragðið, sem
hún vissulega verðskuldar, en hún
stendur á horni, sem er mjög sýni-
legt gagnvart umferð á Vestur-
landsvegi og Suðurlandsvegi og
hefur því mikið auglýsingagildi.
Það var Thor-
arensen Lyf sem
stóð að nýbygg-
ingunni í upp-
hafi. Á bygging-
artímanum
gerðist það hins
vegar, að Lyfja-
verslun Íslands
keypti Thoraren-
sen Lyf, sem
verður dótturfyr-
irtæki.
Lyfjaverslun
Íslands verður
með starfsemi
sína í húsinu
ásamt dótturfyr-
irtækjum sínum.
Þau eru Lyfja-
dreifing, sem
verður á neðstu
hæð, en uppi
verða Lyfja-
verslun Íslands,
Thorarensen Lyf, Gróco, Ísfarm,
Ísmed og J.S. Helgason. Ennfrem-
ur verður í húsinu Heilsuverslun Ís-
lands, sem er að hálfu leyti í eigu
Lyfjaverslunar Íslands og að hálfu í
eigu annarra aðila.
Byrjað var á byggingunni síðla
árs 1999, en nú er hún að kalla
fullbúin. Framkvæmdir hafa því
tekið tvö ár. Kostnaðaráætlun var
um 450 millj. kr. og hefur hún stað-
izt að mestu leyti. Flutt var inn á 1.
og 2. hæðina í febrúar sl. en síðustu
hlutar byggingarinnar voru teknir í
notkun nú í nóvember.
Ekki hannað til loka
Að sögn Stefáns Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra Thorarensen
Lyfja ehf., munu vinna í þessari
byggingu 120–130 manns. „Á hverri
hæð nema í lagerrýminu er tvöfalt
gangakerfi, þar sem flestir starfs-
mennirnir hafa skrifstofu við út-
vegg og með glugga, en í miðjunni
koma skjalageymslur, fundaher-
bergi, salerni og aðrar vistaverur,
þar sem menn dveljast stutt í einu,“
segir Stefán.
„Þetta hús er byggt með svolítið
sérstökum hætti,“ heldur Stefán
áfram. „Það er ekki hannað til loka
og síðan boðið út og einn verktaki
fenginn til þess að byggja það og
ljúka því, eins og venjan er. Í stað
þess var samið við nokkra verktaka
um hin ýmsu byggingarstig.
Byggingafyrirtækið Bygg var
fengið til þess að annast uppsteypu,
klæðningu og frágang á húsinu og
Beyki sá um innréttingar. Síðan
sömdum við hjá Thorarensen Lyfj-
um sjálfir við aðra verktaka um
aðra verkþætti eins og loftræst-
ingu, raflagnir og lóðarfrágang.“
Stefán segir þetta hafa gefið góða
raun. Ekki þurfti að taka endanlega
ákvörðun um marga hluti strax í
upphafi, sem kom sér vel, en breyt-
ingarnar eftir það voru það miklar
að erfitt hefði verið að gera sér
grein fyrir þeim fyrirfram.
„Ástæðan var sú, að í upphafi var
einungis verið að byggja fyrir Thor-
arensen Lyf og hugsunin þá að
leigja eða selja ákveðna hluta húss-
ins,“ segir Stefán. „Það var því ekki
búið að skilgreina hlutverk hússins
nema að hluta, þannig að húsið varð
að vera mjög sveigjanlegt. Þess
vegna eru inngangarnir tveir og
húsinu skipt í þrjá hluta.“
Síðan var tekin sú ákvörðun að
láta einnig önnur dótturfyrirtæki
Lyfjaverslunar Íslands flytja starf-
semi sína í þessa nýbyggingu, en
þau eru rekin sem sjálfstæðar ein-
ingar og starfa alveg sjálfstætt. Það
eina sem þau hafa sameiginlegt í
þessari byggingu er mötuneytið,
annað ekki. Flest þeirra voru áður
Form nýbyggingar Lyfjaverslunar Íslands
Þegar sérhanna þarf atvinnuhúsnæði fyrir ákveðna
starfsemi verður útkoman oft óvenjuleg og tilkomu-
meiri bygging en ella. Magnús Sigurðsson kynnti sér
nýbyggingu Lyfjaverslunar Íslands hf. og dótturfyr-
irtækja við Lyngháls 13.
Lagerhúsnæðið er á jarðhæð í vesturenda byggingarinnar. Það er um 2.100 ferm. og með sjö metra lofthæð. Auk þess að
þjóna sem lager, fer fram mikil pökkun í þessu húsnæði. Afar fullkomin vatnsúðunarkerfi, þjófavarnarkerfi og loftræsti-
kerfi eru í lagerhúsnæðinu.
Frá vinstri: Sturla Geirsson, forstjóri Lyfjaverslunar Íslands, og Stefán Bjarna-
son, framkvæmdastóri Thorarensen Lyf. Til hægri standa arkitektarnir Hilmar
Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson, hönnuðir byggingarinnar.
Morgunblaðið/Sverrir
Alls er byggingin um 4.500 ferm., þar af eru skrifstofuhæðirnar um 2.400 ferm. en lagerhúsnæðið um 2.100 ferm. Húsið er byggt með það í huga, að það stendur í halla. Að neðanverðu er aðkoman frá
Krókhálsi og þar er byggingin fjórar hæðir en þrjár hæðir í þeim hluta sem lagerinn er, vegna þess hve hár hann er.
Stórir glergluggar eru yfir inn-
göngunum á nýbyggingunni.