Morgunblaðið - 11.12.2001, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 C 23HeimiliFasteignir
Opið virka daga
frá kl. 8-12 og 13-17
Magnús Leópoldsson
lögg. fasteignasali
Einbýlishús
LEIRUTANGI
Á einum vinsælasta stað í Mosfells-
bænum er til sölu 200 fm einbýlis-
hús á einni hæð með fallegri og
stórri lóð. Í húsinu eru þrjú svefn-
herbergi, stofa, borðstofa, sjón-
varpshol, eldhús og bað ásamt
rúmgóðum innbyggðum bílskúr.
7825
MIÐTÚN
Vorum að fá í sölu mög fallegt og
gott steypt íbúðarhús, hæð og kjall-
ari með geymslurisi, byggt 1942.
Húsið er nýtt í dag sem einbýli, en í
kjallara er auðvelt að gera litla íbúð
þar sem bæði eldhús og snyrting
eru fyrir hendi. Á hæðinni eru tvær
samliggjandi stofur, eldhús svefn-
hergi og snyrting. Í kjallara eru tvö
herb. eldhús, snyrting , þvottahús
og geymslur. 7827
Hæðir
HLÍÐARVEGUR
Glæsileg nýleg um 200 fm íbúð á
tveim hæðum með innbyggðum bíl-
skúr í tvíbýlishúsi á vinsælum út-
sýnisstað í Kópavogi. Á efri hæðinni
er stofan, borðstofan, eldhúsið,
gestasnyrtingin, bílskúrinn og
tvennar svalir. Á neðri hæðinni eru
þrjú svefnherbergi, sjónvarpsher-
bergi, vinnuherbergi og þvottahús.
Allar innréttingar og gólfefni eru
glæsileg. Baðherbergið og gest-
asnyrting eru flísalögð. Innbyggð
lýsing í eldhúsi og stofu. Heildar-
svipur glæsilegur. 5455
www.fmeignir.is
fmeignir@fmeignir.is
Sýnishorn úr söluskrá
4ra herb. og stærri
HÁALEITISBRAUT BÍLSKÚR
Vorum að fá í sölu áhugaveða fjög-
urra til fimm herb. íbúð á fjórðu hæð
í vel staðsettu fjölbýli í þessu vin-
sæla hverfi. Hús og íbúð í ágætu
ástandi m.a. góð gólfefni. Góðar
svalir og útsýni. Upphitaður bílskúr.
Góð sameign. Íbúð sem vert er að
skoða. 4186
LAUGARNESVEGUR
Til sölu rúmgóð 101 fm fjögurra
herb. íbúð á þriðju hæð í góðu fjöl-
býlishúsi. Íbúðin er óvenju rúmgóð,
með ágætri sameign. Áhugaverð
snyrtileg íbúð, að mestu í uppruna-
legu ástandi. Verð 11,5 m. 3722
3ja herb. íbúðir
GRETTISGATA
Vorum að fá í sölu skemmtilega
þriggja herb. íbúð á f. hæð (ekki
jarðhæð) í þríbýlishúsi. Íbúðin skipt-
ist í gang, tvær samliggjandi stofur,
svefnherbergi, eldhús og baðher-
bergi. Áhugaverð íbúð í góðu húsi.
Nánari uppl. á skrifstofu. 21005
JÖRÐ Á SUÐURLANDI
Til sölu áhugaverð jörð stutt fyrir austan Hveragerði. Á jörðinni eru m.a.
annars þrjú íbúðarhús, auk útihúsa. Heitt vatn og veiði. Skemmtilegt um-
hverfi. Jörðin er án bústofns, véla og án framleiðsluréttar. Nánari uppl.
gefur Magnús á skrifstofu. 10712
BÚJARÐIR BÚJARÐIR
Til sölu hjá okkur er nú fjöldi
áhugaverðra jarða m.a. hlunn-
indajarðir, jarðir með greiðslumark
í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyr-
ir garðyrkju, skógrækt, hrossa-
rækt, svínarækt, frístundabúskap
og ferðaþjónustu. Jarðir þessar
eru víðsvegar um landið. Erum
einnig með á söluskrá fjölda sum-
arhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er
einnig oft til sölu framleiðsluréttur
í mjólk. Lítið við á www.fmeignir.is
eða fáið senda söluskrá í pósti
eða eða á skrifstofu.
SKEGGJASTAÐIR VESTURLANDEYJAR
Til sölu jörðin Skeggjastaðir í Vestur-Landeyjarhreppi í Rangárvallasýslu. Um
er að ræða mjög landmikla jörð með miklum byggingum, m.a. þrjú íbúðarhús.
Jörðin er án framleiðsluréttar. Jörð sem gefur ýmsa möguleika m.a vegna
landstærðar og húsakosts Myndir og nánari upplýsingar á skrifstofu. 10773
Í DAG sendi ég ykkur þriðju tillög-
una að grip sem ég hygg að þið getið
smíðað sjálf til jólagjafa.
Ég legg til að þið smíðið bolla-
bakka úr plötu sem er 32 x 45 cm.
stór. Best er ef þið kaupið birki-
krossviðarplötu 4 mm, 5 mm eða 6,5
mm þykka af réttri stærð en ef hún
fæst ekki þá má einnig nota masonit-
plötu í staðinn.
Innflutningur krossviðar hefur
dregist mikið saman. Ég nefni birki-
krossvið en annar fíngerður viður
svo sem beyki, eða mahóní er líka
nothæfur, sé viðurinn fínpússaður.
Listar
Lista skal setja á allar fjórar hlið-
ar bakkans. Það gefur plötunni
styrk að hafa rammann dálítið háan
og því legg ég til að listarnir verði 40
mm breiðir. Með því móti er þá einn-
ig hægt að skreyta þá svolítið með
útskornu mynstri í bekk á hliðunum
eða að mála skraut hringinn kring-
um rammann.
Á myndinni er svipaður bakki án
skreytingar en með handgripum
sem ég geri ekki ráð fyrir á teikning-
unni. Þeir sem vilja hafa göt til þess
að taka í geta auðvitað hæglega búið
þau til.
Þá er hægast að bora með 16 til 18
mm gildum bor þrjú til fjögur göt í
röð og saga síðan á milli þeirra til
þess að opna handfang en hand-
fangið þarf auðvitað að pússa vel,
sverfa það og laga til með þjöl eða
hnífi á undan pússningu og rúnna
brúnir handfangsins svo að það
meiði ekki hendur þess sem heldur á
bakkanum.
Gott er að saga rauf í listana sem
hægt er að renna botnplötunni inn í.
Þessi rauf sem ég nefni nót má vera
9 mm frá neðri kanti listans og vídd-
in á að vera hæfileg fyrir þykkt plöt-
unnar. Það er að segja ef platan er 5
mm þykk þá er hæfilegt að vídd nót-
arinnar sé 5,5 mm og ef platan er 6,5
mm þykk þá verði nótin 7 mm víð.
Samsetning á hornum
Á bakka myndarinnar má e.t.v.
greina að horn listanna eru geir-
negld saman. Nú held ég að fáir
Smiðjulesendur kunni að nota þá
samsetningu á hornin svo að vel fari.
Vil ég ráðleggja öðrum að nota
bor og skrúfur, að bora fyrir
skrúfum með 3,5 mm bor og skrúfa
listana með tveimur skrúfum í hvert
horn. Munið að láta lengri listana
koma utan á enda hinna styttri, sem
eru á gaflinum.
Ég minni á að fyrir samsetningu
þarf að pússa alla listana og botn-
plötuna vandlega með sandpappír
nr. 90. Við byrjum á að setja saman
tvö gagnstæð horn og setjum svo
botninn í listana áður en hornin tvö
sem eftir er að festa saman verða
sett saman. Síðan er nauðsynlegt að
pússa enda og horn listanna vand-
lega áður en bakkinn verður allur
lakkborinn.
Teikning
Einföld teikning, A og B sýnir
hvað ég á við þegar ég segi að byrjað
skuli á að setja saman tvö gagnstæð
horn. C er þverskurðarmynd listans
og sýnir nótina sem botninn á að
falla í. Af skiljanlegum ástæðum
þarf að renna botnplötunni í nótina
áður en hin tvö hornin verða fest
saman.
Glasa- og bollabakki
Smiðjan
eftir Bjarna Ólafsson,
bjarnol@isl.is
með aðsetur í Borgartúni, en önnur
á tveimur öðrum stöðum í borginni.
Margþættur ávinningur
„Ávinningurinn af þessu er marg-
þættur,“ heldur Stefán áfram. „Það
verður bæði ódýrara og auðveldara
við að eiga að hafa sem mest af
starfseminni á sama stað.
Þetta krefst að sjálfsögðu meiri
vinnu á byggingartímanum fyrir
þann, sem er að byggja en á móti
kemur, að frelsið verður meira til
þess að breyta. Ef eitthvað athuga-
vert kemur fram á byggingartím-
anum, þá er unnt að breyta án þess
að gera þurfi umfangsmiklar breyt-
ingar á byggingarsamningi.
Af þessum sökum er þessi ný-
bygging með tveimur inngöngum
og henni skipt í aðskildar einingar.
Þetta hentar vel, þar sem mörg fyr-
irtæki verða í húsinu, en þegar það
var hannað, lá ekkert fyrir um það,
að dótturfyrirtækin myndu flytja
aðsetur sitt í þetta hús.“
Stefán Bjarnason bætir því við að
allt umhverfið á þessu svæði væri
að breytast. „Þegar byrjað var á
framkvæmdum við þessa nýbygg-
ingu fyrir tveimur árum, var ekki
annað að sjá en holt og hæðir að frá-
skildum golfvellinum, þegar horft
var héðan í austur. Síðan er risið
heilt hverfi í Grafarholti.
Um leið er þessi nýbygging kom-
in innar í byggðina. En það fylgja
því ýmsir kostir að vera í útjaðri.
Húsið stendur nokkuð hátt og er
með miklu útsýni til norðausturs yf-
ir golfvöllinn og til fjalla. Og ef mað-
ur vill fara í göngutúr í hádeginu,
tekur ekki nema eina mínútu að
komast út í náttúruna.“
„Það sem skiptir hins vegar
mestu máli fyrir fyrirtækin í bygg-
ingunni er greið aðkoma,“ sagði
Stefán Bjarnason að lokum. „Nú er
nýbúið að opna Krókháls í austur og
tengja þá götu við nýju byggðina í
Grafarholti. Um leið er orðið afar
auðvelt að komast frá þessari ný-
byggingu niður á Vesturlandsveg
og síðan áfram til borgarinnar.“
Aðkoma að ofanverðu er frá Lynghálsi og þeim megin er byggingin tvær hæðir. Byggingin er þrjú bil með tveimur inngöngum, sem báðir eru með lyftu og stiga.
við Lyngháls mótast af starfseminni