Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 C 27HeimiliFasteignir
Sérblað alla þriðjudaga
FURUGRUND - KÓPAVOGI Falleg 88 fm
4ra herb. íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. 12 fm her-
bergi og sameiginleg snyrting í kjallara, tilvalið
til útleigu. Verð 11,9 millj.
KLUKKUBERG - VÖNDUÐ OG BJÖRT
4ra herb. íbúð í góðu fjölbýli. SÉRINNGANG-
UR. Fallegt ÚTSÝNI. LAUS FLJÓTLEGA. Verð
12,8 millj.
3JA HERB.
HRINGBRAUT - SÉRHÆÐ Rúmgóð 85 fm
neðri SÉRHÆÐ í góðu þríbýli. SÉRINNGANG-
UR. Verð 9,0 millj.
LINDARBERG - GLÆSILEG MEÐ SÉR-
INNGANGI Vorum að fá í sölu NÝJA
GLÆSILEGA 3ja herb. NEÐRI SÉRHÆÐ í fal-
legu tví./fjórb. á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ.
Vandaðar innrétt. og tæki. Verð 12,9 millj.
GUNNARSSUND - TALSVERT ENDUR-
NÝJUÐ Falleg 59 fm íbúð ásamt 19 fm sér-
geymslu í kjallara, samt. 78 fm. Verð 8,5 millj.
SUÐURBRAUT - NÝLEG Falleg 79 fm 3ja
herbergja íbúð í nýlegu fjölbýli. Fallegar innrétt-
ingar. Parket. FALLEG OG BJÖRT EIGN. Verð
10,7 millj.
FORSALIR - KÓPAV. - LAUS STRAX
Glæsileg 93 fm íbúð á 1. hæð í góðu og nýlegu
fjölbýli. Gott stæði í bílageymslu. Verð 13,5
millj.
ÁLFASKEIÐ - LAUS STRAX Falleg 87 fm
íbúð á 2. hæð og mikið endurnýjuð s.s. eldhús-
innr. og gólfefni. LAUS STRAX. Verð 10,3 millj.
2JA HERB.
GRÆNAKINN - JARÐHÆÐ Góð 2 her-
bergja 37 fm ósamþykkt íbúð á góðum stað.
Björt íbúð með sérinngangi. Parket á gólfum
og nýmáluð. Verð 4,7 millj.
ÁLFASKEIÐ - FALLEG Í TVÍBÝLI Talsvert
endurnýjuð 65 fm íbúð á 1. hæð í góðu tvíbýli.
Nýleg eldhúsinnrétting, allt á baði, flísar og
parket á gólfum. FALLEG EIGN. Verð 8,2 millj.
VESTURBRAUT - MEÐ SÉRINNGANGI
Falleg talsvert ENDURNÝJUÐ 42 fm ósam-
þykkt íbúð á jarðhæð í góðu þríbýli. SÉRINN-
GANGUR. Verð 5,2 millj.
LÆKJARFIT - GARÐABÆ - LAUS
STRAX Talsvert ENDURNÝJUÐ 62 fm SÉR-
HÆÐ með SÉRINNGANGI á jarðhæð í góðu
STENI-KLÆDDU húsi á góðum og rólegum
stað við LÆKINN. Verð 7,6 millj. LAUS STRAX.
HVERFISGATA - RVÍK Frábær og mikið
endurnýjuð 2ja herbergja 64 fm „RISÍBÚД.
Sjón er sögu ríkari. Verð 8,8 millj.
SUNNUVEGUR - SÉRINNGANGUR Fal-
leg og góð 64 fm íbúð með sérinngangi, íbúðin
er talsvert endurnýjuð. Verð 8,4 millj.
SELVOGSGATA - FALLEG og mikið endur-
nýjuð 47 fm neðri sérhæð í tvíb. með sérinng.
Íbúðin er laus við nú þegar. Verð 6,9 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI
HVALEYRARBRAUT - NÝTT Vorum að fá í
sölu GLÆSILEGT atvinnuhúsnæði á FRÁBÆR-
UM STAÐ. Bilin eru frá 105 og upp í 610 fm.
TIL AFH. STRAX. Verð frá 6,8 millj.
KAPLAHRAUN Gott 120 fm bil með góðum
innkeyrsludyrum. Lofthæð í miðju húsi er ca 6
m. Gott bil á góðum stað. Verð 8,5 millj.
HELLUHRAUN - GÓÐUR STAÐUR
Vorum að fá í sölu gott 177 fm atvinnuhús-
næði, ásamt ca: 20 fm millilofti á mjög góð-
um stað. Stór lóð og byggingaréttur fylgir.
Vreð 15,6 millj.
ÞVERBREKKA - KÓPAV. - LYFTU-
HÚS Falleg TALSVERT ENDURNÝJUÐ
50,4 fm 2ja herbergja íbúð á 8. hæð í góðu
LYFTUHÚSI. Nýl. innréttingar. FRÁBÆRT
ÚTSÝNI. Verð 7,7 millj.
GULLENGI - RVÍK - MEÐ BÍLSKÚR
Nýleg og falleg 92 fm 3ja herbergja íbúð á 2.
hæð, ásamt 22,7 fm BÍLSKÚR. Vandaðar
innréttingar. Parket á gólfum. FALLEG EIGN
Á GÓÐUM STAÐ.
HÁHOLT - FALLEG - LAUS STRAX
Nýleg 118 fm 3ja til 4ra herbergja íbúð í
góðu nýlega viðgerðu og máluðu fjölbýli.
Möguleg 3 svefnherbergi. FALLEGT ÚT-
SÝNI. Verð 12,7 millj.
HVERFISGATA - LAUS STRAX Falleg
69 fm risíbúð í tvíbýli. Notaleg og skemmti-
leg íbúð. LAUS STRAX. Verð 7,8 millj.
VIÐ Smiðjuveg 23a í Kópavogi, á
bak við söluturninn Bláhornið,
stendur lítið bjálkahús sem skreytt
er með jólaskrauti allt árið um
kring. Þetta er Jólahúsið og Þóra
Gunnarsdóttir, eigandi verslunar-
innar, segir að alltaf sé líflegast
þar.
Erlendir ferðamenn eru t.d. mjög
áhugasamir, en þeir eru mest á
ferðinni yfir sumarmánuðina og
Þóra segir að þó þeir séu færri þá
versli þeir fyrir hærri upphæðir í
einu heldur en Íslendingarnir.
„Erlendu ferðamennirnir eru
gríðarlega áhugasamir um íslenskt
handverk, jólasveinana, Grýlu og
Leppalúða. Vegna þessa mikla
áhuga á íslensku handverki reyni
ég að vera með vöru sem búið er
að hanna frá grunni og hefur sér-
stöðu.
Þetta er eina jólabúðin á Reykja-
víkursvæðinu og þar sem ég get
ekki keppt við stórmarkaði í verði,
þá sleppi ég því að vera með vöru
sem hægt er að taka inn á magn-
afslætti, en legg áherslu á hand-
verk og sérhannaða vöru. Þar af
leiðandi verða hlutirnir dýrari hjá
mér en í stórmörkuðunum, enda
fást slíkir munir ekki þar.“
Jólatískan í ár
Þegar nær dregur jólum rýmir
Þóra til fyrir jólavöru sem Íslend-
ingar sýna meiri áhuga á þessum
árstíma. „Núna eru pastellitir og
einfaldar skreytingar ríkjandi, silf-
ur, gráleitt, svart og kúlur með kín-
versku skrauti. Þetta er einhver
angi af feng-shui-bylgjunni.
Núna er afskaplega fallegur
djúprauður litur einnig vinsæll, ekki
þessi jólarauði heldur dimmari litur.
Gullið er að detta út, nema þá
helst það sem hefur á sér gamlan
blæ, því gamla dótið stendur alltaf
fyrir sínu; litlu fuglarnir, kúlur með
gati, dót sem allir muna eftir á
jólatrénu hjá ömmu og afa.
Ég reyni að hafa alltaf nóg úrval
af slíku dóti. Svo er viktorískt
skraut vinsælt og margir safna því.
Á þeim tíma var siður að hengja
gjafirnar sjálfar á tréð en það voru
gjarna nytjahlutir, svo sem hár-
greiður, burstar, pottar, skór og
jafnvel ljósakrónur,“ segir Þóra og
bendir á agnarsmáa ljósakrónu
sem hangir á einu trénu hjá henni
við hliðina á bleiku kramarhúsi.
Kramarhúsin voru gjarna fyllt
með sælgæti, hnetum, eplum og
mandarínum og áttu að tákna
gnótt, eða nægtabrunn.
Kynning á listamönnum
Þóra segir að listamenn kynni
sig og vöru sína í Jólahúsinu í
hverjum mánuði, erlendir á sumrin
og íslenskir á veturna. Listamað-
urinn sem hún kynnir um þessar
mundir er Páll Sævar Garðarsson.
Hann tálgar t.d. út litla engla.
Listamennirnir eru einnig kynnt-
ir á heimasíðu verslunarinnar,
www.jolahusid.com, en þar er einn-
ig að finna ýmsan annan fróðleik
tengdan jólum. Núna er í gangi
jóladagatal á vefsíðunni sem inni-
heldur jólaframhaldssögu með boð-
skap fyrir börnin. Nokkuð er um að
íslenskt handverk sé pantað af
heimasíðunni, en þær pantanir
koma flestar að utan.
Þóra pantar jólaskrautið að utan
og hún segist alltaf reyna að fá
upprunalegt skraut sem á sér
langa hefð í hverju landi. Hún seg-
ist panta það sem henni finnst
flottast hverju sinni, og pantar þá
jafnvel bara eitt eintak.
Það á t.d. við um jólatrésdúkana
svokölluðu, en það eru dúkar sem
settir eru utan yfir jólatrésfótinn
og eru sumir þeirra hreinustu
listaverk. Íslenska handverkið
stendur alltaf fyrir sínu og m.a. má
sjá útsaum á eldspýtustokkum,
handgerðar styttur, heklað jóla-
skraut og ýmsa söfnunargripi og
svo auðvitað stórfjölskyldu jóla-
sveinsins og heimilisdýr hennar.
Þá eru einnig gömlu bækurnar
með jólasögum og þulum á sínum
stað. Þóra segir að sérstaða henn-
ar verslunar sé sú að vera með
hluti sem fást ekki annars staðar.
Jóla-
húsið
Morgunblaðið/Golli
gudlaug@mbl.is
Syngjandi Carolers-styttur frá Bandaríkjunum.
Þessi handgerða fígúra á að tákna eitt vers úr „Tólf dagar til
jóla“.
Handgerðar styttur frá Bandaríkjunum eftir Alice Strom.
Englar eftir listamann mánaðarins, Pál Sævar Garðarsson.
Jólatré skreytt í pastellitum, lína frá Þýskalandi.
Útsaumur á eldspýtustokkum eftir Rósu Pálsdóttur.