Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 C 25HeimiliFasteignir
á Hólavöllum sást ekki til fjalla
vegna þessa myrka skýs.
Upp úr 1960, eftir að börnin voru
farin að heiman, leigði Ingibjörg
hæð hússins. Þar bjó Ásta Jónsdóttir
amma Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra og tókst mikil vinátta með
Ástu og Ingibjörgu. Um tíma átti
heima í húsinu Ingibjörg, dóttir
Ástu, og Davíð, sonur hennar. Það
hafa því tveir formenn Sjálfstæðis-
flokksins, Davíð og Pétur Magnús-
son, átt heima á Hólavöllum. Auk
þess var Ásgeir Pétursson sýslu-
maður, sem ólst þar upp, lengi vara-
formaður flokksins.
Þegar frú Ingibjörg lést keypti
Pétur, einn bróðirinn, Hólavelli af
systkinunum. Hann bjó þar með fjöl-
skyldu sinni til ársins 1975. Þá seldi
hann Málfríði Guðmundsdóttur
fóstru húsið.
Á meðan Hólavellir voru í eigu
Málfríðar lét hún leggja parket á
gólf hæðarinnar og setti nýja eldhús-
innréttingu. Hún betrekti og málaði
stofurnar og í hennar tíð í húsinu
voru stofurnar aðgreindar sem,
bláa-, græna, og bókastofa. Einnig
lét hún vinna upp upphaflegu gólf-
fjalirnar í einu herbergi í rislyfti
hússins, ásamt því að mála húsið að
utan. Skipt var um allar raf- og pípu-
lagnir í húsinu en gömlu pottofnarn-
ir notaðir áfram. Einnig lét Málfríð-
ur byggja myndarlega verönd fyrir
framan aðaldyrnar.
Málfríður er fóstra að mennt og á
meðan hún bjó í húsinu rak hún þar
myndarlegt barnaheimili sem gott
orð fór af og komust þar að færri en
vildu með börnin sín.
Fyrstu árin hafði hún barnaheim-
ilið á aðalhæðinni en síðan flutti hún
aðstöðuna í kjallara hússins, eftir að
hafa innréttað hann með þarfir
barna fyrir augum.
Úr kjallaranum eru dyr út í garð-
inn sem er plássmikill og í góðu
skjóli.
Hann var því ákjósanlegt og
öruggt svæði til leikja fyrir lítil börn.
Málfríður segist eiga margar góðar
minningar frá Hólavöllum, um húsið,
börnin og foreldra þeirra.
Áhugasamir eigendur
Árið 1986 kaupa hjónin Sveinn
Magnússon læknir og Kristín
Bragadóttir, forstöðumaður þjóð-
deildar Landsbókasafns Íslands-Há-
skólabókasafns, Hólavelli af Málfríði
og eiga enn. Þau hafa lagt kapp á að
gera húsið upp í sinni upphaflegu
mynd.
Skipt var um allt járn á húsinu, en
skrautið sem fyrir var reyndist ónýt.
Allt tréskraut hússins var því end-
urnýjað og vann Sveinn það sjálfur.
Öllum gluggum hússins var komið
í upprunalegt horf, með krosspóst-
um og römmum um hverja rúðu.
Húsið hafði orðið að þola það sama
og flest önnur gömul hús í Reykja-
vík, að vera augnstungið þegar skipt
hafði verið um glugga í því. Fyrir of-
an gluggana voru settir nýir skraut-
listar eins og upphaflegu listarnir
voru með mjög fallegu munstri sem
Sveinn sagaði út.
Ekki þurfti að skipta um glugga-
umbúnaðinn sjálfan og voru sólbekk-
irnir látnir halda sér en þeir eru sér-
stakir vegna þess að sitt hvoru
megin á þeim er skarð sem heldur
gluggatjöldum til hliðar þegar þau
eru dregin frá.
Í efri hæð / rislyfti var unnið í
gegnum dúka og teppi í þremur her-
bergjum og gangi og upphaflegu
gólffjalirnar unnar upp.
Utan á húsinu er skrautlisti, gerð-
ur eins og listinn sem fyrir var, sem
nemur ofanvert við glugga hæðar-
innar og setur mikinn svip á húsið.
Núverandi eigendur breikkuðu
veröndina og gerðu nýjar tröppur.
Húsið stendur í stórum og vel hirt-
um garði og á einum stað má sjá
upphækkun sem gæti verið leifar af
rústum Hólavallaskóla. Það verður
þó ekki sannað nema að grafið verði í
þústina.
Kristín hefur sýnt bókmennta-
verkum Jóns Þorkelssonar mikinn
áhuga og hefur ritað um þau bæði í
innlend og erlend tímarit.
Án efa verður þeim ljóst sem lesa
þetta greinarkorn að margt og mikið
er ósagt sem ekki verður komið í
eina blaðagrein, um sögu þessa
merka höfuðbóls í hjarta Reykjavík-
ur.
Helstu heimildir eru: B-skjöl,
brunavirðingar, íbúaskrár og viðtöl
við núverandi eigendur, einnig Pétur
Pétursson, Ásgeir Pétursson, Mál-
fríði Guðmundsdóttur o.fl.
Fjölskylda Péturs Magnússonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur: Fremst sitja Ingibjörg og Pétur, en í miðju dætur þeirra,
Sigríður og Þorbjörg. Aftast standa synirnir Pétur, Ásgeir, Guðmundur, Stefán, Magnús og Andrés. Myndin er tekin 1945.
Ýmislegt
SÚÐARVOGUR - NÝTT Atvinnu-
húsnæði 140 fm sem breytt hefur verið í tvær
íbúðir miklir leigu möguleikar. Verð 12,9 M.
Hæðir
HOLTABYGGÐ - HF.
Glæsileg 115 fm efri sérhæð með sérinngang í
fjórbýlishúsi. Íbúðin er fullbúin með parketi á gólf-
um, glæsilegri Mahony eldhúsinnréttingu og skáp-
um í herbergjum, baðherbegi flíslagt, suðursvölum
og miklu útsýni. Verð 14,9 M. Áhv 7,4 M. (022)
5-7 herb.
ÆSUFELL Góð 104 fm 5. herbergja íbúð á
4. hæð parket á gólfum suðursvalir. Verð 10,9 M.
Áhv. 6,5 M. (014)
FÍFUSEL Mjög falleg 124,3 fm 5 herbergja
íbúð á 2 hæð í góðu fjölbýli með 27,3 fm stæði í
bílskýli. Eitt herbergið er í kjallara með aðgang að
snyrtingu, hentar vel til útleigu. Viðhalds frítt hús.
Góð eign á góðum stað stutt í alla þjónustu. Laus
strax. Verð. 13,3 M. (032)
HRAFNHÓLAR Mjög góð 118,2 fm
íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli, fjögur góð svefnher-
bergi, parket og flísar á gólfum, öll þjónusta í
göngufæri . Góð eign. Verð 12,3 M. (030)
4ra herb.
AUSTURBERG
Mjög góð 106,4 fm íbúð á fjórðu hæð, ásamt 18
fm bílskúr. Þvottahús og geymsla í góðri sameign.
Verð 12,5 M. (9004)
AUSTURSTRÖND „KLASSAEIGN“
Hér er um að ræða glæsilega 124,3 fm, íbúð með
sérinngang og stæði í bílageymslu. Allt eins og
best verður á kosið. Verð 14,9 M. (9005)
HJALLABRAUT - HF.
Góð 120 fm íbúð á þriðju hæð. Þrjú góð herbergi
Björt stofa með suðursvölum. Þvottahús og búr í
íbúðinni. Verð 11,9 M. Áhv 5,5 M. (015)
HVAMMABRAUT Frábær 104 fm íbúð
á góðum stað í Hafnarfirði. Rúmgóð og björt með
glæsilegu eldhúsi og góðri sameign, stutt í alla
þjonustu. Verð 12,3 M. (027)
KJARRKÓLMI Glæsileg 90 fm íbúð í
Austurhluta Kópavogs. Frábært útsýni yfir Foss-
vogsdalin. Íbúðin er laus strax . Verð 11,7 M. (035)
GALTALIND
Stórglæsileg 106 fm íbúð með innbyggðum bíl-
skúr. Tvennar svalir, mikið útsýni fallegar og vand-
aðar innréttingar rauðeikarparket á gólfum. Bað-
herbergi flísalagt. Verð 15,9 M. Áhv 6,9 M. (020)
3ja herb.
FROSTAFOLD
Glæsileg 116,7 fm 3ja herbergja íbúð á tveimur
hæðum, með stórum suðursvölum og frábæru út-
sýni, ásamt 25,3 fm bílskúr. Mjög stutt í alla þjón-
ustu. Frábær eign, á góðum stað í Grafarvogi.
Verð 13,4 M. (011)
DALSEL Ósamþykkt 78 fm 3ja herb. kjallar-
aíbúð í seljahverfi . Eign sem leynir á sér. Verð 7,6
M. Áhv. 4 M. (9010)
HAMRAHLÍÐ Mikið endurnýjuð lítið nið-
urgrafinn ca 85 fm íbúð á jarðhæð lítið niðurgraf-
in. Verð 10,9 M. (9012)
KRÍUÁS Mjög glæsilegar 3ja og 4ra her-
bergja íbúðir með sérinngangi af svölum, í hinu
nýja rómaða Áshverfi. Íbúðirnar afhendast fullbún-
ar án gólfefna, stutt í skóla og aðra þjónustu. Frá-
bærar íbúðir. Verð aðeins frá 12,5 M. ATH. Bíl-
skúr getur fylgt. (9034)
MIKLABRAUT Góð 100 fm kjallaraíbúð
með sérinngang. Íbúðin snýr öll í suður. Herbergi
eru stór með parketi á gólfi. Gott eldhús. Verð 9,5
M. Áhv. 5.8 M. ATH. verð pr. fm aðeins 95. þús
(009)
VESTURBERG NÝTT 80 fm íbúð í
vel viðhöldnu húsi með útsýni vestur yfir borgina.
Verð 9,5 M. (9030)
2ja herb.
ÁLFASKEIÐ Góð 66 fm íbúð í tvíbýli með
sérinngang. Íbúðin er til afhendingar fljótlega.
Verð 8,5 M. Áhv. 3,7 M. (004)
LINDARGATA NÝTT Góð 46,5 fm
fyrsta eign á jarðhæð miðsvæðis sem þarfnast lag-
færingar. Íbúðin er samþykkt og lánshæf. Verð
4,9 M. (041)
Raðh. & Parh.
BAKKASEL
Glæsilegt endaraðhús 241 fm ásamt sérstæðum
bílskúr 23 fm Húsið er klætt og einangrað að utan.
hægt er aðhafa aukaíbúð í kjallaranum með sér-
inngang. Verð 23,5 M Áhv. 5,2 M. (029)
ENGJASEL Mjög gott 206,2 fm endarað-
hús á þremur hæðum ásamt 30,7 fm bílskýli. Eign
sem bíður upp á mikla möguleika. Verð 18,2 M
(9015)
HÁALEITISBRAUT Fallegt raðhús á
einni hæð 170 fm Í dag eru tvær íbúðir í húsinu
en auðvelt að breyta aftur. Þá fylgir 30 fm bílskúr.
Verð. 24,5 M. (9016)
LANGABREKKA- KÓPAVOGI
130 fm íbúð á tveim hæðum í parhúsi ásamt sér-
stæðum 28 fm bílskúr með sjálfvirkum hurðaopn-
ara. Verð 17,9 M. (9036)
RJÚPUFELL Glæsilegt endaraðhús með
aukaíbúð í kjallara 140 fm með góðum 23 fm bíl-
skúr. þessari eign hefur verið vel við haldið. Verð.
17,0 M. (9018)
BLIKAÁS
Nýtt og glæsilegt 165 fm parhús með innbyggðum
bílskúr fjögur svefnherb., glæsileg stofa, eldhús í
sérflokki með gaseldavél. Flísalagt baðherb. með
baðkari og sturtu. Verð 19,9 M. Áhv 9,2 M. (008)
Einbýli
HOLTSBÚÐ - NÝTT
Mikið endurnýhjað 135 fm einbýlishús með 60 fm
sérstæðum bílskúr á frábærum stað í Garðarbæn-
um. Rúmgóð stofa með arin, góð herbergi. Sjón er
sögu ríkari. Verð 19,9 M. (048)
LOGAFOLD Gott einbýlishús með inn-
byggðum bílskúr 225 fm auk 50 fm rýmis sem
bíður upp á ýmsa möguleika. Verð 22,8 M. (9020)
AÐALGATA-ÓLAFSFIRÐI
ÓLAFSFIRÐINGAR BROTTFLUTTIR! Einbýlishús 193
fm á þrem hæðum 7 herbergi til afhendingar
strax. Einnig tilvalið fyrir fólk í vetrarsporti. Verð
3,5 M. (9037)
Nýbygging
ERLUÁS-NÝTT Í smíðum tvö ca 165 fm
enda raðhús á tveim hæðum með bílskúr. Húsun-
um verður skilað fullbúnu að utan en ómáluðu og
fokhelt að innan. Verð 13.3 M. (008)
ESJUGRUND Kjalanesi, sveitasælan í
Reykjavík. Frábær rað og parhús sem afhendast
fullbúinn að utan en fokheld að innan og lóð gróf-
jöfnuð. Stærð frá 97 fm til 123 fm með bílskúr.
Verð frá 9 M. (9035)
MARARGRUND NÝTT Í smíðum
tæplega fokhelt einbýlishús til afhendingar strax.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Verð 15,8 M.
(044)
SUÐURTÚN NÝTT Glæsilegt 168 fm
parhús á tveim hæðum auk 26 fm bílskúrs. Af-
hendist tilbúið að utan fokhelt að innan. Verð
14,0 M. (9028)
VÆTTABORGIR Glæsilegt parhús á
tveim hæðum 141 fm Auk 26 fm bílskúrs. Húsinu
verður skilað pússað að utan að öðru leiti tilbúið
til innréttinga. Frábært útsýni. Verð 21,9 M.
(9017)
ÞRASTARÁS-HF. 190 fm endaraðhús
á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr. Til af-
hendingar strax og tvö miðju hús. Húsin verða
fullbúin og hraunuð að utan en fokheld að innan.
Verð frá Kr. 12.9 M (005)
Suðurnes
HAFNAGATA- NÝTT Lítið og nota-
legt 73 fm einbýlishús með bílskúr í Höfnum. Hús-
ið er mikið endurnýjað og getur losnað fljótlega.
Verð. 7,4 M. Áhv 3,4 M. (031)
LEYNISBRAUT- GRINDAVÍK
Glæsilegt 185 fm einbýlishús í enda botlanga með
jeppafærum bílskúr. fallegur garður, heitur pottur,
mikil friðsæld stutt til Reykjavíkur. Verð. 15,9 M.
(9023)
Sigurður Óskarsson, lögg. fastsali.
Sveinn Óskar Sigurðsson, lögg. fastsali.
Daniel G. Björnsson, sölustjóri.
53 50 600 www.husin.is 53 50 600
53 50 600
Fax 53 50 601
Hamraborg 5, 200 Kópavogi
husin@husin.is