Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 11.12.2001, Síða 35
Húsnæðissamtök eftir Jón Rúnar Sveinsson fé- lagsfræðing/jonrunar@hi.isV ÍÐA um heim starfa öflug- ar almannahreyfingar og félagasamtök á sviði hús- næðismála. Þar á meðal má nefna samtök leigjenda, sem í mörgum löndum eiga sér langa sögu. Til eru alþjóðasamtök leigj- enda, sem hafa aðalstöðvar sínar í Svíþjóð, þar sem líklega er að finna öflugustu leigjendahreyfingu heims. Tilurð leigjendahreyfinga tengd- ist yfirleitt verkalýðshreyfingunni og sterkar leigjendahreyfingar hafa jafnvel á stundum einnig beitt verk- fallsvopninu og farið í leiguverkfall gagnvart leigusölum. Mótaðilarnir á leigumarkaðnum hafa einnig skipulagt sig í félög hús- eigenda. Slíkt gerðist hér á landi þegar árið 1919, er forveri núver- andi Húseigendafélags, Fasteigna- eigendafélag Reykjavíkur, var stofnað, beinlínis til þess að berjast gegn nýsettum húsaleigulögum, sem húseigendur töldu of vilhöll leigj- endum. Húseigendafélagið er í dag aðeins að litlu leyti hagsmunafélag leigu- sala. Það er fyrst og fremst almennt félag íbúðareigenda í líkingu við hliðstæð félög víða erlendis. Á níunda áratug sl. aldar komu fram á sjónarsviðið nýjar fé- lagshreyfingar á sviði húsnæðismála á Íslandi, slíkt hafði vart gerst frá því að Leigjendafélag Reykjavíkur hafði látið að sér kveða, sérstaklega á árunum kringum 1950 og Félag herskálabúa starfaði á árunum um 1955. Þær hreyfingar sem nú birtust á vettvangi húsnæðismála voru ann- ars vegar Sigtúnshreyfingin og hins vegar Búsetahreyfingin. „Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum,“ sterkasta almanna- hreyfing á sviði húsnæðismála sem sést hefur hér á landi, kom upp- haflega einungis fram sem laus- tengdur hópur, Sigtúnshópurinn. Það var meðvitað að hálfu frum- kvöðla hópsins að hann skyldi vera skipulagslega laus í reipunum, höfða fyrst og fremst til grasrótarinnar og ná sem mestum stundaráhrifum með snöggum aðgerðum. Þetta tókst að mörgu leyti vel, Sigtúnshópurinn og Sigtúnsfund- urinn komu eins og þruma úr heið- skíru lofti og stjórnvöld vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Sigtúns- fundurinn náði gífurlegum áhrifa- mætti, var fjölmennur og yfirgnæfði alla fjölmiðlaumræðu um nokkurra vikna skeið haustið 1983. Viðbrögð stjórnvalda voru í fyrst- unni ruglingsleg, en smátt og smátt var gripið til þekktra aðferða úr hinni hefðbundnu leikjafræði stjórn- málanna. Viðræður fóru fram og ákveðnum aðgerðum var lofað, það kom hins vegar á daginn að aðgerðir stjórnvalda urðu í reynd tiltölulega lítilvægar. Eftir þetta var reynt að koma fastara skipulagi á hreyf- inguna. Haldnir voru nýir fjölda- fundir, en slagkraftur hreyfing- arinnar fjaraði eigi að síður út eftir um það bil 1 1/2 til 2 ár. Búsetafélögin Á undanförnum vikum hafa borist þau tíðindi að húsnæðissamvinnu- félagið Búseti muni á næstu árum taka að sér að byggja, eiga og reka 300 leiguíbúðir og er þetta liður í stórfelldu húsnæðismálaátaki rík- isvaldsins með félagsmálaráðherra í fylkingarbrjósti. Þetta gladdi mitt gamla hjarta, því ég man þá tíð að hægri pressan uppnefndi mig „leigusérvitring“ fyr- ir það að voga mér að viðra það op- inberlega að dýrð sjálfseign- arstefnunar væri orðin nægjanleg þegar 85% þjóðarinnar bjuggu orðið í eigin húnæði og skaðlaust væri að fjölga leiguíbúðum um einhver pró- sentustig. Meira að segja sveitarfélag á höf- uðborgarsvæðinu með öflugan sjálf- stæðismeirihluta, Bessastaðahrepp- ur, hefur nú nýlega gert samning við Búseta um rekstur á leiguíbúðum í byggðarlaginu. Forsendur og að- dragandi að tilurð Búsetahreyfing- arinnar 1983-1984 voru talsvert ólík upphafi Sigtúnshreyfingarinnar, þó svo að báðar þessar hreyfingar hafi komið fram á sjónarsviðið á sem næst sama tíma. Frumkvæðið að stofnun Búseta kom fyrst frá Leigj- endasamtökunum, samtökum leigj- enda sem stofnuð voru árið 1978. Líkt og Sigtúnshreyfingin náði Búsetahreyfingin góðum hljóm- grunni strax í byrjun. Búseti fékk örugglega aukinn vind í seglin vegna þess að landslagið í húsnæðismálum þjóðarinnar var að byrja breytast og spurningarmerkin voru tekin að hrannast upp í kringum hingað til sjálfgefna sjálfseignarstefnu. Búsetafélögin mættu eigi að síður jafnframt verulega sterkri andstöðu, sem olli því að hreyfingin átti á brattann að sækja fyrstu 4-5 starfs- árin. Eftir 1987 náði hreyfingin hins vegar að brjótast í gegnum ákveðna múra og á árunum í kringum 1990 lifnaði mjög yfir starfsemi húsnæð- issamvinnufélaganna og á vegum þeirra risu á skömmum tíma nokkur hundruð íbúðir víða um land. Um miðjan sl. áratug dró úr bygg- ingarstarfsemi Búsetafélaganna og olnbogarými hreyfingarinnar minnkað samfara verulega kólnandi pólitísku loftslagi fyrir hugmyndir sem fulltrúar ýmissa sterkra þjóð- félagsafla töldu ekki hæfa svo- nefndum „íslenskum aðstæðum“. Á allra síðustu misserum hefur það hins vegar gerst að stjórnvöld eru hætt að líta búseturétt og leigu- íbúðir sama hornauga og áður og virðast vera orðin reiðubúin til þess að meta ágætan árangur samtak- anna á sviði húsnæðisrekstrar og láta þau njóta þess. Auk þess að vera ný félagshreyf- ing á sviði húsnæðismála er Búseta- hreyfingin eitt af nokkrum dæmum um það sem kalla mætti norræna nálgun í íslenskum húsnæðismálum. Fyrirkomulag húsnæðismála hér á landi hefur verið mjög ólíkt því sem tíðkast hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum og má í rauninni miklu frekar finna líkindi hvað þetta snertir í hinum ýmsu löndum ensku- mælandi þjóða. Á undanförnum 10- 15 árum eða svo hefur hins vegar átt sér stað þróun hérlendis sem að mörgu leyti hefur verið að færa hús- næðiskerfið nær hinu „skandinav- íska módeli“. Auk lögfestingar búseturéttar sem nýs milliforms á milli eiguíbúða og leiguíbúða má nefna upptöku húsaleigubótakerfisins árið 1995, aukna vernd leigjenda gegn geð- þóttauppsögnum í húsaleigulögum sem samþykkt voru 1994 og stór- aukna áherslu á félagslegar íbúða- byggingar. Síðast en ekki síst ber að nefna viðamesta þáttinn í íslenska hús- næðiskerfinu, almenna lánakerfið svonefnda, sem eftir nokkurra ára árangurslitla leit að haldbæru fjár- mögnunarkerfi var leitt inn í farveg svonefnds húsbréfakerfis, sem á sér hið danska raunlánakerfi sem beina fyrirmynd. Íslenskar húsnæðishreyfingar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 C 35HeimiliFasteignir OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 Sími 575 8500 • Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Veffang: www.fasteignamidlun.is Netfang: brynjar@fasteignamidlun.is VANTAR ALLAR TEGUNDIR HÚSNÆÐIS Á SÖLUSKRÁ - SKOÐUM SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali GARÐASTRÆTI - BÍLSKÚR Mjög falleg 4ra herb. 114 fm sérhæð ásamt 25 fm bílskúr. Sérinngangur, þrjú rúmgóð svefnherb., tvær bjartar stofur með parketi á gólfi, flísalagt bað- herb. og gott eldhús. Eign í mjög góðu ástandi jafnt að utan sem innan. Nánari uppl. á skrifstofu. LANGAMÝRI - GB. 4ra herb. 109 fm sérhæð ásamt 25 fm bílskúr á þessum vinsæla stað í Garðabænum. Íbúðin er m.a. stofa, rúmgott sjón- varpshol, eldhús, baðherb. þrjú svefnherb. o.fl. Þvottaherb. í íbúð. Suðvestursvalir. Verð 15,9 m. FÍFUSEL 103 fm 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum. Húsið er klætt að utan og sameign er nýlega tekin í gegn. Íbúðin er m.a. stofa, 3 rúmgóð svefnherb., eldhús, flísalagt baðherb. o.fl. Áhv. 5,0 m. húsbréf og byggsj. Verð 11,3 m. GRETTISGATA - LÆKKKAÐ VERÐ Góð 4ra herb. 95 fm íbúð á annarri hæð í þríbýlishúsi. 3 rúmgóð svefnherb, snyrtilegt eldhús, rúmgott bað- herb. með norður-svölum út af og rúmgóð stofa. Hús nýmálað að utan Áhv. 6,6 m. V. 10,9 m. KAMBASEL - BÍLSKÚR Góð 93 fm 3ja-4ra herb. íbúð ásamt 26 fm bílskúr. Þrjú svefnherb., rúmgott eldhús, parketlögð stofa með suð/vestur-svölum út af, nýlega endurnýjað baðherb. og þvottaherb. í íbúð. Bílskúr með geymslulofti. Áhv. 5,8 m. V. 13,4 m. LÚXUSÍBÚÐ VIÐ SJÁVARSÍÐUNA Stórglæsileg stór 3ja herb. 129,3 fm² íbúð í nýju viðhaldsfríu lyftuhúsi við Boðagrandann. Allar innréttingar eru sérvaldar og mjög vandaðar. Forstofa með granít- flísum og fataskáp úr kirsuberjaviði. Eldhúsinnrétt- ing ú kirsuberjaviði, parket á gólfi, afar vönduð tæki. Þvottaherbergi er á hæðinni með granítflísum á gólfi. Stofan er mjög stór en eitt herbergi hefur verið innlimað í stofuna. Stofan skiptist í þrennt, þ.e. borðstofu, setustofu og sjónvarpsstofu, parket á gólfi og útgangur á stórar norðvestur svalir Við sjónvarpsherbergi er sérhannaður glerskápur. Svefnherbergisgangur er parketlagður og þar eru m.a. mjög góðir fataskápar, annar með miklum speglum. Baðherbergið er afar smekklega innrétt- að, mósaikflísar á gólfi, flísar á veggjum, innbyggð- ur sturtuklefi, mjög vandaðar innréttingar, loft klætt með álplötum með innbyggðum halogen-ljósum. Stærra svefnherbergið er mjög rúmgott, parket á gólfi, frábært útsýni vestur á flóann og útgengt á stærri svalirnar. Unglingaherbergi er einnig gott að stærð, parket á gólfi og fallegt útsýni. Allar lagnir í íbúðinni eru samkvæmt kröfum nútimans, dyrasím- ar í herbergjum, símatenglar svo og tenglar í hátal- arakerfi. Íbúðin fæst eingöngu í skiptum fyrir gott einbýlishús á Seltjarnarnesi eða í vesurbænum. HRAUNTEIGUR Töluvert endurnýjuð 3ja-4ra herb. 112 fm íbúð á 2. hæð. í fjórbýlishúsi á þessum vin- sæla stað á Teigunum. Íbúðin er stofa og borðstofa með suðursvölum, tvö svefnherbergi., eldhús og bað. Húsið var viðgert að utan sl. sumar. Áhv. 5,0 m. húsbréf og byggsj. Verð 14,9 m. HÁTÚN - 4RA HERB.ÍBÚÐ - LYFTUHÚS Góð 4ra herb. íbúð á 7. hæð í Sigvaldablokkinni v/Hátún. Íbúðin, sem er samtals 88,3 fm² að stærð, skiptist í 3 herbergi, stofu, borðstofu, bað, eldhús og geymslu í kjallara. Eldhús með fallegri upprunalegri innréttingu, baðherbergi með mósaikflísum, nýlegt parket í stofu og einu herbergjanna, stafaparket á borðstofu og gangi. Stórar svalir í suður. Góð sam- eign. Verð 11,2 m - getur losnað fljótt. BERGÞÓRUGATA 3ja herb. 71 fm íbúð á 3. hæð á þessum vinsæla stað í gamla bænum. Íbúðin er stofa, tvö svefnherb., eldhús og endurnýjað bað- herb. Parket og flísar á gólfum. Áhv. 3,0 m. Verð 8,7 m. BREIÐAVÍK Glæsileg 3ja herb. 95 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli. Íbúðin er m.a. stofa með rúm- góðum suðursv., tvö rúmgóð svefnherb., glæsilegt eldhús með kirsuberjainnr., flísalagt bað í hólf og gólf, o.fl. Þvottaherb. í íbúð. Parket og flísar á gólf- um. Áhv. 8,3 m húsbréf. Verð 13,6 m. MIÐBÆR - LAUGAVEGUR Snotur 3ja herbergja íbúð í miðbænum, 61,2 fm², ásamt góðum geymsl- um. Sérinngangur er fyrir íbúðina, stofan er stór með nýjum flísum á gólfi, herbergi rúmgóð og eld- hús er með nýlegri lakkaðri innréttingu. Baðher- bergi er með sturtuklefa en tæki eru upprunaleg. Sameiginlegt þvottaherbergi er í risi. MARÍUBAKKI Góð 3ja herb.78,1 fm íbúð á þriðju hæð. Tvö rúmgóð svefnherb., eldhús með góðu borðplássi, stofa með vestur-svölum út af og þvottaherb. í íbúð. Hús og sameign í góðu ástandi. Afhending í júní 2002. V. 9,7 m. 2JA HERB ÍBÚÐ VIÐ BREKKULÆKINN Snotur 50 fm² 2ja herb. íbúð í nýmáluðu fjölbýli v/Klepps- veg, en gengið er inn frá Brekkulæk. Rúmgóð stofa með parketi á gólfi og svölum í suðaustur. For- stofa, gangur og svefnherbergi með parketi á gólfi, góðir fataskápar. Snyrtilegt eldhús m. nýjum borð- plötum og korkflísum á gólfi. Baðherbergi flísalagt, skápar, korkur á gólfi. Góð sameign, nýtt þak og rennur og húsið nýmálað. Góð áhvílandi lán frá byggingarsjóði og Íbúðalánasj. ca 4,2 m. GRANDAVEGUR - VESTURBÆ 2ja herb. íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Íbúðin er m.a. stofa, svefnherb., eldhús, bað o.fl. Áhv. 3,5 m. húsbréf. Verð 5,6 m.     GLÓSALIR 7 - KÓPAVOGI Höfum hafið sölu á vönduðum og rúmgóðum 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum með sérþvottherbergi í 8 hæða álklæddu 29 íbúða fjölbýlishúsi ásamt stæði í bílageymsluhúsi. Í húsinu verða tvær lyftur. Stórar suður- og vestursvalir. Glæsilegt útsýni. Góð staðsetning og stutt í alla þjónustu. Verð á 2ja herb. frá kr. 9,7 m, á 3ja herb. frá kr. 12,6 m. og 4ra herb. frá kr. 14,5 m. Verð á stæði í bílageymsluhúsi er kr. 1,4 m. Innangengt er úr bílageymsluhúsi. Af- hending í maí 2002. Byggingaraðili er Bygging ehf. SÓLARSALIR 4 - KÓPAVOGI 4ra til 5 herb. íbúðir í þessu glæsilega fimm íbúða húsi með tveimur innbyggðum bílskúrum. Í húsinu er ein 4ra herb. 125,10 fm íbúð og fjórar 137,20 fm íbúðir með 4 svefnherbergjum. Verð á 4ra herb. íbúðinni er kr. 15,3 m., en verð á 5 herb. íbúðunum er frá kr. 16,4 m. Afhending í marz 2002. Teikn. og skilalýsing á skrifstofu. EINBÝLISHÚS - NORÐURLAND VESTRA Stórglæsilegt 156,6 fm 8 herb. einbýli m/innbyggð- um bílskúr á fögrum stað í litlum byggðarkjarna mitt á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Húsið, sem er teiknað af Kjartani Sveinssyni, býður upp á ýmsa möguleika. Áhv. 5,4 m húsbréf. Verð 9.1 m. Nánari upplýsingar veittar í síma á skrifstofu okkar - sjá einnig myndir á vefsíðu okkar.    ÁSBÚÐ - GBÆ - MEÐ AUKAÍBÚÐ 125 einbýli með 28 fm aukaíbúð ásamt 46 fm tvö- földum bílskúr eða samtals ca 199 fm. Aðalíbúðin er rúmgóð stofa og borðstofa, rúmgott eldhús, 3 svefnherb., vinnuherbergi o.fl. Húsið stendur innst í botnlanga á 1.100 fm lóð við óbyggt svæði. Áhv. 8,3 m húsbréf. Verð 24,9 m. HÖFÐATÚN 153 fm einbýlishús, sem er hæð og kjallari, ásamt 47 fm bílskúr eða samtals 200 fm. Íbúðin er m.a. stofa og borðstofa, 3-4 svefnherb. o.fl. Möguleiki að hafa aukaíbúð í kjallara. Nýtt þak og nýtt verksmiðjugler. Einnig eru stofninntök fyrir heit og kalt vatn ný. Áhv. 6,8 m. húsbréf. Verð 21,9 m. LOGAFOLD 238 fm hús með innbyggðum bílskúr. Húsið stend- ur ofan götu. Mjög góð útiaðstaða með heitum potti. Á hæðinni eru m.a. rúmgóðar stofur, 6 svefnh., tvö baðherb. o.fl. Massíft parket. Vandaðar innréttingar. Útsýni yfir Voginn. Stutt í alla þjón- ustu. Áhv. 2,0 m. Verð 22,3 m. VESTURVANGUR Mjög gott 143 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 46 fm bílskúr. Í húsinu eru fjögur góð svefnherb., rúmgóð og björt parketlögð stofa, stórt eldhús með nýrri innréttingu og tækjum og rúmgott baðherb. Garður er vel gróinn og þar er steypt verönd. Áhv. 2,9 m. V. 19,7 m. GILJALAND Mjög gott 210 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 26 fm bílskúr. Húsið er í góðu viðhaldi, bæði að innan og utan. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi, suður-svalir m. fallegu úsýni, borðstofa, 6-7 svefnherb., tvö baðherb., gott eldhús og fallegur suður-garður. Suðurhlið húsins ásamt bílskúr tekin í gegn og máluð í sumar. Toppeign á vinsælum stað. Uppl. á skrifstofu.  EKRUSMÁRI - ÚTSÝNI Mjög fallegt 156 fm rað-hús með innbyggðum bílskúr. Í húsinu er rúmgóð stofa með mikilli lofthæð, 3 svefnherb., flísalagt baðherbergi, gott eldhús, þvottaherbergi, geymsla og sjónvarpshol með frábæru útsýni. Út frá stofu er falleg viðarverönd. Þetta er fallegt hús á góðum stað. Áhv. 7,6 m. V. 21,5 m. BAKKASEL Mjög gott og vel viðhaldið rúmlega 200 fm raðhús á þremur hæðum, ásamt 20,6 fm bílskúr. 5-6 svefnherb., parketlögð stofa og borð- stofa, rúmgott eldhús með nýjum tækjum, tvö bað- herb., tvennar svalir og möguleiki á séríbúð í kjall- ara. Áhv. 2,5 m. V. 20,9 m. HRAUNTUNGA - AUKAÍBÚÐ Gott og mikið end- urnýjað 214 fm raðhús á tveimur hæðum. Í húsinu eru tvær aukaíbúðir, ein tveggja herb. og ein stúdíóíbúð. Í aðalíbúð eru þrjú svefnherb., baðherb., nýtt eldhús með fallegri innréttingu og falleg og björt stofa með útgangi á mjög stórar suður-svalir. Áhv. 10,3 m. V.22,5 m. SUÐURMÝRI - SELTJ. Nýlegt, stórglæsilegt og einstaklega vel hannað par- hús á Seltjarnarnesinu. Húsið skiptist meðal annars í eldhús, sem er með graníti á öllum borðum, Gag- genau-eldunargræjum, stórum AEG-ofni og amer- ískum ísskáp með klakavél, 2 flísalögðum baðher- bergjum, annað með sturtu og hitt með hornbað- kari, 3 rúmgóð svefnherbergi og eru öll með stór- um fataskápum, mjög stóru sjónvarpsholi og rúm- góðu þvottaherbergi sem er flísalagt og með hvítri innréttingu. Öll lýsing í húsinu er frá Lúmex og er tenging fyrir hljómkerfi á báðum hæðum. Undir öll- um flísum í húsinu eru hitarör þannig að flísarnar eru alltaf heitar! Hús fyrir vandláta sem vilja láta fara vel um sig. Áhv. 8,1 m. húsbréf. Verð 24,9 m. TUNGUVEGUR Raðhús, sem er kjallari og tvær hæðir. Íbúðin er m.a. stofa, eldhús, 3 svefnherb., baðherb. o.fl. Suð- urgarður. Sólpallur. Verð 12,7 m. ENGJATEIGUR - LISTHÚS Falleg 110 fm íbúð á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað. Eitt svefn- herb. er í íbúðinni en möguleiki er á öðru á efri hæð. Sérinngangur er af svölum. Baðherbergið er flísalagt, efri hæðin er ein stór stofa. Það er vand- aður dúkur á flestum gólfum. Áhv. 7,0 m. V. 14,3 m.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.