Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.12.2001, Qupperneq 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir EINBÝLI HÆÐIR BÁSBRYGGJA Stórglæsileg íbúð átveimur hæðum á þessum frábæra stað í Bryggjuhverfinu. Eldhús með glæsilegum innréttingum. 3-4 svefnher- bergi, parket og flísar á öllum gólfum. Það er um að gera að skoða þessa. Um að gera að skoða. V. 18,9 m. 1055 LITLABÆJARVÖR - ÁLFTANESMjög gott einbýli á einni hæð með stórum bílskúr. Húsið er með 4 svefnherbergjum, mjög falleg kirsuberjainnrétting í eldhúsi. Gólf- efni eru parket og flísar á flest öll- um herbergjum. Frábær staðsetn- ing rétt við sjóinn. Teikn. og nánari upplýsingar á skrifstofu. FRÁ- BÆRT ÚTÝNI. V. 23,9 m. 1066 FUNALIND Virkilega glæsileg 151 fmíbúð á tveimur hæðum, í litlu fjölbýli. Vandaðar mahogny innréttingar og park- et. Rúmgóðar stofur, tvennar svalir. Tvö baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. 3-4 svefnherbergi. Skipti mögurleg á sérbýli í Rvík. t.d. hæð raðhúsi. Áhv. 9,1 m. ekkert greiðslumat. V. 17,9 m. 1093 4-6 HERBERGI LAUGATEIGUR - BÍLSKÚR Erum með tilsölu mjög góða 107 fm efri sérhæð ásamt 26 fm bílskúr á fallegum stað. Skiptist niður í 2 svefnherbergi og 2 stof- ur. Mikið endurnýjaðar innréttingar og gólfefni, S- svalir Áhv. 5,9 m. V. 15,9 m. 1137 KRUMMAHÓLAR-BÍLSKÚR Í sölu 4raherbergja 90,3 fm endaíbúð á 4. hæð í lyftublokk, ásamt 26 fm bílskúr. Þetta er ágætis íbúð í góðu húsi. Nánari uppl. á skrifst. V. 10,6 m. 1079 LJÓSHEIMAR Erum með til sölu 100 fmíbúð á 8 hæð með góðu útsýni. Skiptist niður í 2 svefnherbergi, 2 stofur, s-svalir, inngangur af n-svölum. V. 10,9 m. 1141 KELDULAND Erum með til sölu glæsi-lega 87 fm íbúð á annari hæð á þessum vinsæla stað. Íbúðin skiptist nið- ur í rúmgóða stofu, hjónaherbergi og stórt svefnherbergi með 2 inngöngum (var áður 2 lítil herb.) Gólfefni parket og eldhúsinnrétting nýleg úr beyki. S- sval- ir.Hús málað að utan fyrir 5 árum. V. 12,5 m. 1138 3JA HERBERGJA GNOÐAVOGUR Í einkasölu mjögskemmtileg og sérstök 90 fm íbúð með suðursvölum. Tilvalinn fyrir pipar- sveininn. Áhv. 6,4 m. Bbmat 14 m. Laus strax. V. 9,8 m. 1111 SELJAVEGUR Vorum að fá í sölu 3 her-bergja 61 fm íbúð á 2. hæð í vestur- bænum. Skiptist niður í 2 svefnherbergi og eina stofu, spónaparket á gólfum V. 8,5 m. 1144 FLÉTTURIMI - BÍLSKÝLI Vorum að fá ísölu mjög góða 95 fm 3ja herbregja íbúð á mjög góðum stað í Rimahverfinu, ásamt stæði í bílskýli. Nánari upplýsing- ar gefur Hinrik á skrifstofu Laufás Áhv. 8 m. V. 12,4 m. 1104 2JA HERBERGJA KLAPPARSTÍGUR - BÍLSKÝLI Mjög fal-leg 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í ný- legu lyftuhúsi við Klapparstíg með stæði í lokaðri bílageymslu. Marebau parket á öllum gólfum, ágæt innrétting í eldhúsi, trérimlagluggatjöld í öllum gluggum. Áhv. 6 millj. Byggingasj. V. 11,8 m. 1094 MIÐVANGUR - HF. Vorum að fá í sölu56 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftublokk. Nýtt Pergoparket á gólfum, ný eldhúsinnrétting suður svalir. Áhv. 5 m.V. 7,9 m. 1148 SNORRABRAUT Vorum að fá í sölugóða 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin er um 55 fm og öll hin snyrtilegasta. Nánari upplýsingar á skrifstofu. áhv. 3,6 m.V. 7,3 m. 1098 Í SMÍÐUM MARÍUBAUGUR - GRAFARHOLT Rað-hús á einni hæð af hæfilegri stærð um 118 fm auk bílskúrs 23,7 fm. Húsin afhendast tilbúin utan, með hitalögn og útveggir pússaðir að innan. Afhending við kaupsamning. Teikningar og nán- ari uppl. á Laufási. ATH. AÐEINS TVÖ HÚS EFTIR. GOTT VERÐ. Áhv. 9 m. húsbréf. V. 14,5-14,9 m. 1012 LAUFÁS fasteignasala sími 533 1111 Digranesvegi 10 - Kópavogi Fyrir ofan Sparisjóð Kópavogs. Hjá okkur er ávallt mikil umferð viðskiptavina í leit að fasteignum. Opið frá kl. 9-17 virka daga fax 533 1115 Vantar allar tegundir eigna á skrá, verðmetum samdægurs. Andres Pétur Rúnarsson lögg. fasteignasali, Einar Harðarson sölustjóri, Jónas Jónasson sölumaður, Hinrik Olsen sölumaður ÓSKALISTI LAUFÁS ! • Permoformhúseigendur; erum með mjög ákveðinn kaupanda af íbúð í permoform húsi. • Erum með kaupanda af 1000-1500 skemmu, nálægt sundahöfn, verður að vera stór lóð. • Laugarneshverfi, 4ra herbergja verð 12-14 m. • Árbæingar erum með mikið af kaupendum á skrá ! • 2-3ja herbergja íbúð má vera ósamþykkt, verður að vera mikið áhvílandi. • Hæð í vesturbænum með útsýni yfir sjóinn. • 3ja herbergja risíbúð eða 3ja herbergja í Hraunbæ. • Erlendum aðila vantar einbýli í Þingholtunum, staðgreiðsla, má kosta allt að 30 m. KÓRSALIR - LYFTUBLOKK Erum með til sölu 2ja, 3ja, 4ra og penthouse íbúðir á besta útsýnisstað í Salar- hverfi Kópavogs. Íbúðirnar skilast fullbúnar en án gólf- efna, ásamt stæði í bíla- geymslu. Nánari upplýsingar gefur Jónas á skrifstofu. 1115 ATHUGIÐ VANTAR GÓÐAR EIGNIR TIL AÐ AUGLÝSA Í BANDARÍKJUNUM, NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR JÓNAS Á SKRIFSTOFU LAUFÁS.1035 AÐALSKIPULAG Biskupstungna- hrepps 2000–2012 var staðfest fyrir skömmu, en það er fyrsta heildar- skipulag, sem staðfest er fyrir sveit- arfélagið. Í aðalskipulaginu eru áætl- anir um landbúnað, nytjaskógrækt, sumarhús, uppbyggingu þéttbýlis og verndun náttúru- og menningar- minja samræmdar í ljósi breyttra bú- skaparhátta. Að sögn Ragnars Sæs Ragnars- sonar sveitarstjóra var helsta leiðar- ljósið við vinnu aðalskipulagsins að styrkja Biskupstungur sem ákjósan- legt svæði til búsetu og atvinnuupp- byggingar, sem viðkomustað ferða- manna og almennt til orlofsdvalar jafnframt því að stuðla að skynsam- legri landnotkun á svæðinu í framtíð- inni. Til þess að sjónarmiða landeigenda yrði gætt sem best var send út spurn- ingakönnun til allra landeigenda og þeir spurðir út í uppbyggingaráform á sinni jörð. Þeir landeigendur sem höfðu áform um uppbyggingu voru síðan heimsóttir af skipulagsráðgjöf- um. „Eftir því sem ég veit bezt, er þessi aðferðafræði nýmæli við gerð aðalskipulags hér á landi,“ sagði Ragnar Sær Ragnarsson. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir efl- ingu þéttbýlis í Laugarási og Reyk- holti þar sem mikið framboð er af íbúðarlóðum í fögru og friðsælu um- hverfi. Í lok skipulagstímabilsins er gert ráð fyrir að íbúar í Laugarási verði um 160 og íbúar Reykholts um 170 talsins. Gert er ráð fyrir að Geysir verði miðstöð ferðamanna í uppsveitum Árnessýslu og gefur aðalskipulagið aukið svigrúm til uppbyggingar á staðnum. Gert ráð fyrir mikilli fjölgun sumarhúsa Aðalskipulagið gerir ráð fyrir mik- illi fjölgun sumarhúsa í sveitarfé- laginu og er litið jákvæðum augum á slíka atvinnuskapandi uppbyggingu enda er þess gætt að sumarhúsa- svæði gangi ekki á náttúru- og menn- ingarminjar. Í aðalskipulaginu eru lögð drög að mörgum nýjum sumar- húsasvæðum í fögru og aðlaðandi umhverfi. Mikil áhersla er lögð á verndun náttúru og landslags í aðalskipulag- inu enda geyma Biskupstungur og af- réttur sveitarfélagsins margar helstu náttúruperlur landsins. Auk svæða sem nú þegar eru frið- lýst eða á náttúruminjaskrá leggur aðalskipulagið til hverfisverndun á víðáttumiklum svæðum í Biskups- tungum og á afrétti sveitarfélagsins. „Með slíkum aðgerðum er tryggt að sumarhúsabyggð eða nytjaskógrækt raski ekki verðmætum náttúruminj- um og landslagsgerðum,“ sagði Ragnar Sær. Hverfisverndunin á að ná til þess- ara svæða samkvæmt aðalskipulag- inu: – Vötn og tjarnir ásamt nærliggj- andi votlendi á heiðum Biskups- tungna um miðbik sveitarfélagsins eru allar hverfisverndaðar í aðal- skipulaginu. – Birkiskógurinn í Hlíðinni er hverfisverndaður og settar eru ákveðnar reglur um trjárækt og sumarhúsabyggingar á því svæði. Ákvæði um verndun birkiskógarins sem sett eru fram í aðalskipulagi Biskupstungna og Laugardalshrepps eru þau fyrstu sinnar tegundar hér á landi. - Aðalskipulagið skilgreinir svæðið frá Þjófadölum að Hvítárvatni sem eitt verndarsvæði og lýtur það hverf- isvernd samkvæmt ákvörðun sveitar- stjórnar. - Lagt er til að Kóngsvegurinn verði verndaður og viðhaldið þar sem hann er heillegur í Hlíðinni og er verndun hans unnin í samráði við Laugardalshrepp. Vatnsverndarsvæði Auk þessara verndarsvæða er gert ráð fyrir allmörgum vatnsverndar- svæðum, m.a. víðáttumiklu vatns- verndarsvæði á Brúarársvæðinu sem teygir sig alla leið að Langjökli. Vatnsvernd á Brúarársvæðinu er unnin í samráði við Laugardals- hrepp. „Tilgangurinn með skilgreiningu þessa verndarsvæðis er að tryggja til framtíðar verndun hinna miklu vatnsauðlinda sem eru á svæðinu,“ sagði Ragnar Sær Ragnarsson sveit- arstjóri að lokum. Vinnan við aðalskipulagið hófst ár- ið 1997 og var unnin af Milli fjalls og fjöru – skipulagsráðgjöfum fyrir sveitarstjórn Biskupstungnahrepps. Ráðgjafahópinn skipuðu Pétur H. Jónsson skipulagsfræðingur og arki- tekt, Oddur Hermannsson landslags- arkitekt og Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur og sagnfræðing- ur. Aðalskipulag Biskups- tungnahrepps 2000–2012 Uppdráttur af skipulagssvæðinu. Staðfesting á skipulaginu fór fram undir beru lofti á skipulagssvæðinu. Frá vinstri: Guðmundur Rafn Valtýsson, oddviti Laugardalshrepps, Sveinn A. Sæland, oddviti Biskupstungnahrepps, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.