Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 1

Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 13. JANÚAR 2002 10. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 C 10 Íslenskir ísaldarhestar 20 186 ekrur og hænsni B2 Nútímavandi múslima FULLTRÚAR heimastjórnar Pal- estínumanna fordæmdu í gær þau ummæli Colins Powells, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, að hernað- araðgerðir Ísraelsmanna undanfarna daga á heimastjórnarsvæðunum væru „varnaraðgerðir“, til þess ætl- aðar að koma í veg fyrir vopnasmygl til palestínskra öfgamanna. Talsmaður heimastjórnarinnar sagði ekkert geta réttlætt þá eyði- leggingu sem Ísraelsmenn hefðu staðið fyrir en þeir hafa m.a. jafnað við jörðu tugi húsa í flóttamannabúð- um í bænum Rafah á Gaza og brotið upp flugbrautir á alþjóðaflugvellinum á Gazaströndinni. Í gærmorgun lét ísraelski sjóherinn sprengjum rigna yfir fiskiskipahöfnina í Gazaborg og eyðilagðist eitt af skipum landhelg- isgæslu Palestínumanna og hluti húsakynna hennar við höfnina. Ennfremur lagði ísraelski herinn í rúst mannlaust hús í Rafah eftir að hafa fundið göng sem notuð voru til að smygla vopnum frá Egyptalandi, að því er talsmenn hersins greindu frá. Sökuðu háttsettir fulltrúar úr stjórn Ísraels Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, um að hafa notað einkaflugvél sína til að ferja vopn til Palestínumanna og sögðu þeir þetta ástæðu þess að unnið væri að eyði- leggingu flugvallarins í Gaza. Liðsmenn Hamas-samtakanna hétu því hins vegar að hefna fyrir skemmdarverkin. Þrír handteknir í tengslum við vopnasmyglið í fyrri viku Árásin á fiskiskipahöfnina í Gaza kemur í kjölfar ásakana þess efnis að Palestínumenn hafi verið að smygla vopnum til svæðisins, en í fyrri viku tóku Ísraelsmenn skip á Rauðahafi sem fullt var af vopnum. Talsmenn heimastjórnarinnar hafa neitað ásök- unum Ísraelsstjórnar þess efnis að fulltrúar hennar hafi fyrirskipað smyglið en hafa hins vegar greint frá því að þrír meðlimir stjórnarinnar, ráðgjafinn Fuad Shubaki, Fethi Raz- em aðmíráll og Adel Moghrabi vopnasali hafi staðið fyrir því. Hafa þeir verið færðir til yfirheyrslu. Reuters Palestínskir sjómenn að störfum í höfninni í Gaza eftir að Ísraelsmenn höfðu látið sprengjum rigna yfir höfnina. Ísraelsmenn halda árásum sínum áfram Gazaborg, Jerúsalem. AFP. Liðsmenn Hamas-samtakanna heita hefndum vegna skemmdarverka Ísraela á Gazaströndinni ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur umbreyst úr einum allra besta leiðtoga Afr- íkuríkis í brjálæðing. Þetta er mat Desmonds Tutus, suður-afr- íska erkibiskupsins fyrrverandi. „Það er dapurlegt að sjá hvað orðið hefur úr Mugabe forseta. Hann var einn af bestu Afríku- leiðtogunum, skær stjarna á himninum, siðprúður maður, vingjarnlegur og vel lesinn,“ sagði Tutu, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, í viðtali við dagblað í Jóhannesarborg. „Þegar maður lítur til þess sem gerst hefur í Zimbabwe þá virðist það eins og léleg flétta í afar dramatískri og illa saminni skáldsögu […] Mugabe virðist vera orðinn algerlega geggjað- ur,“ sagði Tutu. Hefði átt að vera hættur Fyrir helgi þrýsti Mugabe í gegnum þing Zimbabwe lögum sem gera andstæðingum hans erfitt fyrir í komandi kosninga- baráttu en forsetakosningar fara fram í mars. Kveða lögin m.a. á um að refsa megi þeim sem gagnrýna Mugabe og lög- reglan fær jafnframt vald til að leysa upp fundi, sem haldnir eru á opinberum vettvangi. Tutu sagði aðgerðir Mugabes gerræðislegar. „Hefði hann hætt fyrir nokkrum árum hefði hans verið minnst að góðu í sögu landsins. Núna verður hans minnst sem valdasjúks manns.“ Mugabe orðinn „geggj- aður“? Jóhannesarborg. AFP. PAKISTANSKA lögreglan greindi frá því í gær að hún hefði handtekið meira en þrjú hundruð og fimmtíu liðsmenn múslimskra öfgahópa í samræmdum aðgerðum víðs vegar í landinu. Var þetta gert til að koma í veg fyrir hugsanlegar óeirðir vegna ákvörðunar Pervez Musharraf, forseta Pakistans, að banna starf- semi hópanna, en líklegt þótti að hann myndi tilkynna slíkt bann í gær. Fyrr um daginn höfðu fulltrúar pakistanskra og bandarískra yfir- valda reynt að draga úr væntingum manna um að Musharraf myndi greina frá meiri háttar eftirgjöf í deilu Pakistana við Indverja í ræðu sem forsetinn hugðist halda síðdeg- is. Musharraf ætlaði að ávarpa þjóð sína og var þar gert ráð fyrir að hann tilkynnti hertar aðgerðir gegn múslimskum öfgahópum sem hafst hafa við í Pakistan. Dagblöð í Pakistan sögðu um ræðu Musharrafs að hann myndi þar tilkynna að starfsemi nokkurra samtaka múslimskra öfgamanna yrði bönnuð. Einnig að settir yrðu á laggirnar svonefndir herdómstólar svo hægt væri að hraða málum, er varða glæpi sömu hópa. Ennfremur leiddu pakistanskir fjölmiðlar líkur að því að Musharraf myndi boða eftirlit með starfsemi trúarskóla í því skyni að reyna að draga úr líkum á því að einstakling- ar gerist herskáir bókstafstrúar- menn. Styðja enn sjálfstæði Kasmír Hins vegar var haft eftir ónafn- greindum stjórnarerindrekum að ekki kæmi til greina að Musharraf léti af stuðningi við sjálfstæðishreyf- ingu Kasmír-héraðs, en Kasmír hef- ur verið helsta bitbein Pakistana og Indverja um langt árabil. „Það ætti undir engum kringumstæðum að túlka vilja forsetans til að stuðla að friðsamlegum samskiptum við Ind- land á þann hátt að Pakistan hafi breytt afstöðu sinni að því er varðar Kasmír,“ sagði heimildarmaður dag- blaðsins The Statesman. Hermdu fregnir að einn óbreyttur borgari hefði fallið Pakistan-megin landamæranna í Kasmír í skærum pakistanska og indverska hersins, sem og fjórir pakistanskir hermenn. Pakistanar handtaka 350 Karachi, Islamabad, Muzaffarabad. AFP, AP. Musharraf forseti kynnir aðgerðir gegn öfgamönnum EDMUND Stoiber, leiðtogi Kristi- lega sósíalsambandsins (CSU), bros- ir til blaðamanna fyrir fund þeirra Angelu Merkel, leiðtoga Kristilega demókrataflokksins (CDU), í gær- morgun en flokksþing CDU stóð þá sem hæst í Magdeburg í Þýskalandi. Merkel hefur tilkynnt að þau Stoib- er hafi náð samkomulagi um að hann verði kanslaraefni flokkanna í þingkosningum sem fram eiga að fara í Þýskalandi í september. Reuters Sátt saman  Kanslaraefni/11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.