Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 61 Sýnd kl. 1.50 og 3.50. Mán. 3.50. Ísl. tal. Vit 320 Sýnd kl. 12. 2 fyrir 1  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com strik.is Sýnd kl. 12, 3 og 6. Ísl. tal. Mán 3 og 6. Vit 325 Sýnd kl. 12 og 10 E. tal. Mán 10. Vit 307 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. Vit 319 Frumsýning Rafmögnuð spennumynd þar sem allt er lagt undir Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 329 Mánudagur kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Enskt tal. Vit 321 Mánudagur 6 og 8. Sýnd kl. 10.15. B. i. 16. Vit 324  Kvikmyndir.com  DV 1/2 Kvikmyndir.is KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES 1/2 Kvikmyndir.is Tvöfaldur Óskarsverð- launahafi í magnaðri mynd sem þú verður að sjá og munt tala um. „Leikararnir standa sig einstaklega vel, ekki aðeins stórleikararnir Spacey og hinn óviðjafnanlegi Bridges, heldur er valið af slíkri kostgæfni í hvert og einasta aukahlutverk, að minnir á Gaushreiðrið.“ SV MBL Frumsýning Rafmögnuð spennumynd þar sem allt er lagt undir Sýnd kl. 3.30, 5.50, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 329 Mánudagur kl. 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Vit 327 Mánudagur kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4 og 6.Mán kl. 6. 1/2 Mbl  ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 10. B. i. 14 Hverfisgötu  551 9000 Stórverslun á netinu www.skifan.is SV Mbl MOULIN ROUGE! Hausverkur Sýnd kl. 8 og 10.30.Sýnd kl. 4, 6 og 8. Mán kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. „Sterk, áhugaverð og tímabær“ SJ Yndisleg rómantísk gamanmynd í anda Sleepless in Seattle. John Cusack (Americas Sweetheart´s) og Kate Beckinsale (Pearl Harbor) hafa aldrei verið betri. Örlög með kímnigáfu... Getur einu sinni á ævinni gerst tvisvar? l ... Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mánudagur 6, 8 og 10. Drepfyndin mynd um vináttu, stinningarvandamál og aðrar bráðskemmtilegar uppákomur! Framlag Svía til Óskarsverðlauna. Frumsýning sprenghlægileg því hann er við það að skella uppúr, að virðist bara við til- hugsunina. „Ætti ég?“ spyr Astin og hefur greinilega ekkert á móti því. „Hún er þannig að mjög fljótlega eftir að ég tökur hófust þá fékk ég persónulega sendingu frá aðstoðar- forstjóra Gillette í Ástralíu þar sem hann óskaði mér til hamingju með hlutverkið og með fylgdi nýjasta gerðin af rakvél frá þessum risa í skeggskurðarbransanum. Þar sem ég stóð fyrir framan baðspegilinn að raka mig með nýju rakvélinni fór ég að velta fyrir mér hversu frábært það yrði að leika í rakvélaauglýsingu. Tók ég mig því til þá um daginn á töku- staðnum og bjó til eitt stykki slíka auglýsingu þar sem ég horfði íbygg- inn í myndavélina, nýrakaður og flottur og sagði: „Hæ, ég heiti Sean Astin. Ólíkt leikurum þá vex Hobbit- um ekki grön. Þegar ég leik Hobbita og þarf ætíð að vera með nýrakaðan og rassmjúkan vangann þá vel ég að- eins það besta – Gillette.““ Hobbit- arnir skella allir uppúr af fullkominni einlægni jafnvel þótt blaðamaður sé þess fullviss að þeir hafi heyrt Astin segja þessa sögu oftar en einu sinni. Hvað var erfiðast við það að taka þátt í gerð myndarinnar? „Vinnuálagið var gríðarlega mik- ið,“ segir hinn 25 ára Monaghan með vönduðum enskum hreim og furðu al- varlegur miðað við það sem á undan hafði gengið. „Í þá 16 mánuði sem tökur stóðu yfir unnum við 6 daga vikunnar frá því eldsnemma á morgnana, langt fram á kvöld. Það var því orðið allstrembið að greina á milli einkalífsins og vinnunnar og maður var eiginlega á endanum orð- inn að Hobbita allan sólarhringinn. Ég veit ekki hvort við hefðum ráðið við þetta álag ef andinn á tökustað hefði ekki verið svona góður og vin- skapurinn sem myndaðist okkar á milli svo sterkur.“ „Þreytan og heimþráin hvarf al- gjörlega þegar maður leiddi hugann að því hversu ómetanlegt það væri að taka þátt í svo tilkomumiklu verk- efni,“ bætir hinn 33 ára gamli Boyd inn í með sterkum skoskum hreim. Báðir voru þeir Monaghan og Boyd nær algjörlega óþekktir leikar- ar þegar þeir fengu hlutverk sín og höfðu einungis leikið lítið hlutverk í óþekktum breskum myndum og sjón- varpsþáttum. „Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að sitja kyrr,“ segir Astin og virðist sannarlega hafa rétt fyrir sér því hann hefur verið eins og fló á skinni síðan viðtalið hófst. „Ég er fullur af orku og ég átti mjög bágt með mig með öll þessi aukakíló utan á mér. Í ofanálag fór hræðilega langur tími í að hlaða utan á mig gervi, eyrum, hári og tám. Ég drap tímann á meðan á því stóð með því að lesa 30–40 end- urminningar og bækur um sögu kvik- myndanna. Þetta reyndi mjög á þol- inmæðina. Á meðan sat Sir Ian McKellen við hliðina á mér sallaró- legur, þolinmæðin uppmáluð – sann- ur fagmaður.“ Alltaf í gríninu Hvernig varð ykkur um þegar þið fenguð þessi risahlutverk, Dominic og Billy? „Í fyrstu var þetta eins og að fá hvert annað hlutverk,“ svarar Mon- aghan fyrst, að venju yfirvegaðri og alvörugefnari en hinir. „Málið er að ég kveikti hreinlega ekki strax á því hversu stórt þetta dæmi væri, hverjir meðleikararnir myndu vera. Þegar það gerðist féllust mér náttúrlega hendur.“ Boyd segist hinsvegar hafa brugð- ist við af heldur meiri tilfinninga- þunga. „Mér var sagt í gegnum síma að hlutverk Pípins væri mitt og það leið yfir mig!“ segir hann alvörugef- inn. „Sem var alveg ferlegt því ég var að keyra. Ég lenti á spítala. Það var frábært.“ Alltaf í gríninu þessir Skot- ar og hópurinn skellti uppúr. „Nei, í alvöru talað þá var þetta frábært og ég felldi tár.“ Höfðuð þið lesið Hringadróttins- sögu áður en þið fenguð hlutverkin? „Satt að segja þá kláraði ég ekki að lesa hana fyrr en ég hafði fengið hlut- verkið. Ég hafði gert heiðarlega til- raun til að lesa hana fyrir nokkru. Tók hana með mér í sumarfrí en missti hana í sundlaugina á fyrsta degi,“ segir brandarakarlinn Boyd og kemur hópnum enn og aftur til að skella rækilega uppúr. „Pabbi hefur lengi verið einlægur aðdáandi bókanna og les þær hvenær sem honum gefst tími til,“ segir Monaghan. „Hann var alltaf að segja mér að ég yrði að lesa þær og það endaði með því að hann hálfpartinn rak mig til þess. Því byrjaði ég á því með hangandi haus en varð mjög fljótlega heltekinn og var því orðinn dyggur unnandi þegar ég fékk hlut- verkið og ég veit að ég á eftir að verða eins og pabbi, lesa þær hvenær sem ég kemst í það, það sem eftir er ævi minnar.“ „Ég hafði aldrei heyrt minnst á Hringadróttinssögu þegar umboðs- maðurinn minn sagði mér að sækja um hlutverk Sáms,“ segir Astin. „Því las ég handritið á undan og sökkti mér einvörðungu ofan í þátt Sáms í sögunni. Svo las ég bækurnar upp til agna á tökustaðnum og féll gjörsam- lega fyrir þeim.“ „Ég hafði lesið Hobbitann sem barn og átti Hringadróttinssögu allt- af upp í hillu,“ segir Wood. „Hins- vegar dreif ég mig aldrei í að lesa hana og skammast mín fyrir það nú. En auðvitað las ég hana eftir að ég fékk hlutverk Fróða.“ „Ég er þannig að það virðist ekkert sitja eftir í hausnum á mér sem ég les,“ segir Astin af einlægri hrein- skilni. „Elijah er á hinn bóginn algjör páfagaukur og það virðist allt límast við heilann sem hann les. Því reiddi ég mig mjög á vitneskju hans og er honum þakklátur fyrir.“ „Þakka þér kæri félagi,“ svarar Wood hólinu auðmjúkur. Kostir Hobbitanna Hvað lærðuð þið af reynsluboltum á borð við Sir Ian Mckellen, Sir Ian Holm og Christopher Lee? „Það er ekki annað hægt en að líta upp til þessara manna og dást að vinnubrögðum þeirra,“ segir Wood. „Það sem sló mig mest er hversu jarðbundnir þeir eru, hversu auðvelt þeir áttu með að umgangast okkur sem jafningja og vini fremur en ein- hverja reynslulitla pjakka.“ Monaghan segir McKellen hafa sagt við sig að þegar hann líti um öxl sé honum langdýrmætastur sá vin- skapur sem myndast jafnan á töku- stað, að hafa kynnst öllu þessu ólíka og hæfileikaríka fólki. „Eins og hann sagði mér réttilega þá erum við öll leikarar að leika í sömu myndinni. Þetta er gott að hafa hugfast.“ En lærðuð þið eitthvað af Hobbit- unum? „Svo sannarlega.“ Monaghan er fyrstu til að svara. „Hobbitar búa yfir einlægu sakleysi. Þeir eru unnendur allra hollra nautna eins og matar, skemmtunar og félagsskapar. Kunna að njóta lífsins. Okkur svipaði til þeirra þegar við byrjuðum á mynd- inni en núna erum alveg eins og þeir,“ segir hann og brosir í kampinn. Það er klárt mál að hér eftir verði þið álitnir Hobbitar af fólki, sérstak- lega börnum? „Ef svo er þá er það sannur heiður fyrir okkur og vonandi getum við staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir,“ segir Astin hrærður. „Ég sé það núna þegar þú segir það,“ bætir Wood við, „hér eftir eig- um við alltaf eftir að vera álitnir Hobbitar. Svalt maður!“ Ljósmynd/Halldór Kolbeins Þegar Hobbitarnir í föruneytinu hittust í Cannes höfðu þeir ekki sést í nokkurn tíma, eða síðan tökum lauk. skarpi@mbl.is ’ Hæ, ég heiti Sean Astin. Ólíkt leikurum vex Hobbitum ekki grön. Þegar ég leik Hobbita og þarf ætíð að vera með nýrak- aðan og rassmjúkan vangann vel ég aðeins það besta – Gillette. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.