Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Auðunn Her-mannsson fæddist í Álftafirði 24. ágúst 1911. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði hinn 7. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Her- mann Auðunsson sjó- maður og kona hans Ólöf Hannibalsdóttir. Auðunn átti þrjú al- systkini og eina hálf- systur. Alsystkini hans voru Guðbjörg, Sigríður og Kristján sem öll eru látin, hálfsystir hans er Ólöf Hermannsdóttir kennari. Kona Auðuns var Unnur Guð- bergsdóttir, f. 7. maí 1912, d. 27. des. 1985. Unnur var dóttir hjónanna Herborgar G. Jónsdóttur frá Bústöðum og Guðbergs G. Jó- hannssonar málarameistara úr Hafnarfirði. Börn Auðuns og Unn- ar eru: Guðrún, f. 16. júní 1940, Guðbergur, f. 18. júlí 1942, Her- 1943–53. Auðunn lærði netagerð og tók meistarapróf í greininni árið 1945. Árið 1948 tók hann að sér rekstur netagerðarinnar Höfðavík- ur. Hann starfaði síðan hjá Olíufé- laginu og sá um rekstur Esso-bens- ínstöðvarinnar í Hafnarstræti í Reykjavík. Hann stóð fyrir stofnun starfsmannafélags Olíufélagsins og sat sem formaður þess fyrsta árið. Auðunn átti hugmyndina að Happdrætti DAS og fylgdi því máli fram til sigurs árið 1954. Auðunn starfaði sem forstjóri happdrættis- ins frá upphafi jafnframt því sem hann tók að sér rekstur Laugarás- bíós og gegndi báðum störfunum samhliða. Árið 1966 tók hann við sem forstjóri Hrafnistu, Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, og gegndi því starfi allt til ársins 1972. Hann stofnaði eigið fyrirtæki, Fast- eignaúrvalið sf., árið 1973 sem hann rak í tíu ár eða til ársins 1983. Hann var aðalhvatamaður að stofn- un Samtaka aldraðra árið 1973 og var formaður þeirra allt til ársins 1978 er hann gaf ekki kost á sér lengur. Útför Auðuns fer fram frá Laug- arneskirkju á morgun, mánudag- inn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 15. mann, f. 15. október 1947, og Herborg, f. 15. febrúar 1952. Barna- börn Auðuns eru: Auð- unn Lúðvíksson, Leó Lúðvíksson, Aðalsteinn Guðbergsson, Nanna Guðbergsdóttir, Berg- ur Guðbergsson, Dagur Guðbergsson, Auðunn Sigurður Hermanns- son, Svavar Ingi Her- mannsson, Gunnar Már Hermannsson, Sigur- geir Örn Jónsson og Auðunn Jónsson. Barnabarnabörn Auðuns eru nú orðin fimm talsins. Auðunn starfaði sem sjómaður fyrir vestan sem og fyrstu árin eftir að hann kom suður til Reykjavíkur 1934. Árið 1942 vann hann að stofn- un Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Gróttu, var formaður þess fyrstu þrjú árin og sat síðan fyrir Gróttu hönd í Sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Sú var tíð, þegar allur innflutning- ur var háður náð og miskunn fjár- hagsráðs, sem vann eftir fyrirmælum ríkisvaldsins, að það var oft snún- ingasamt að fá leyfi fyrir innflutningi á nauðsynjahlutum – allt frá títu- prjónum upp í bíla. Svo kom að viðskiptasamningnum við Austurblokkina og kom í ljós að við þurftum að kaupa bíla af Rússum og Tékkum. Þá fengu margir leyfi fyrir bíl – þar á meðal ég, en hann skyldi rússneskrar ættar. Að síðustu varð maður að snúa sér til bílaum- boðsins og heimta sinn rétt. Því hefi ég þennan formála að hug- leiðingum mínum um vin minn Auðun Hermannsson að ég sá hann fyrst þarna í umboðinu. Mig hafði borið að garði fyrr en hann og voru tveir eða þrír starfs- menn að sinna mínum málum, þegar inn gekk glæsimenni í ljósum tweed- fötum, hreinn og strokinn með voð- fellda hanska á höndum og með ljós- an „Borsalínó“-hatt með uppbrettum börðum á höfði, og framgangan eins og þess sem er kunnari veislusölum á Hótel Ritz en matseðlinum á Heitt og kalt í Hafnarstræti. Þeir sem voru að afgreiða mig hurfu eins og dögg fyrir sólu og umkringdu þennan virðulega mann með glæsilegri stimamýkt; því tók hann eins og breskur lord gagn- vart lítilmagnanum. Þá varð ég „ým- ishugsi“ eins og Benedikt skáld Gröndal forðum og komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að svona hrein- ræktaðan höfðingja væri hvergi að finna nema í Thorsættinni. Þegar mér skildist að hann var að árétta pöntun sína á tugum bíla, ályktaði ég sem svo, að nú ætlaði Kveldúlfur að nota tækifærið og gefa togarajöxlun- um bíla í þakklætisskyni fyrir allan þrældóminn – en því miður. Hér var þá kominn framkvæmda- stjóri nýstofnaðs Happdrættis Dval- arheimilis aldraðra sjómanna, Hrafn- istu, og sjálfur var hann gamall togarajaxl. Ég hrökk upp úr þessari glanna- legu hugleiðingu um Kveldúlf, þegar loksins einhver rödd ávarpaði mig kumpánlega: „Já, hvað var það nú aftur fyrir þig, væni minn?“ Frá þessari stundu leið nokkuð langur tími uns ég sá „Thorsarann“ minn aftur. Þá tókumst við í hendur og nefndum nöfn okkar. Síðan höfum við verið vinir. Brautryðjendur í öldrunarmálum íslenskra sjómanna hafa frá önd- verðu verið einvala lið ágætismanna. Auðunn Hermannsson átti hug- myndina að stofnun Happdrættis DAS og barðist fyrir henni uns allri tregðu við hana lauk, en hinu má ekki gleyma að það var stórsjarmörinn í íslenskri pólitík, Ólafur Thors, sem kom happdrættismálinu heilu í höfn. Heiður þeim sem heiður ber! Bjartsýni og aldrei að leggjast í hugarvíl! Það var lífsmottó Auðuns. Þess vegna voru það fyrstu viðbrögð mín og í hans stíl að svara dapurri rödd sem hringdi fyrir jól og eftir venjulegar kurteisiskveðjur spurði eins og niðurbrotinn maður: „Hvað segir þú mér af Auðuni?“ Viðmæl- anda minn þurfti að hressa við sam- kvæmt mottóinu og því lét ég dæluna ganga með hressasta móti: Hvaða Auðun? Áttu við Auðun skökul, ætt- föður Bretadrottningar – eða áttu við Auðun vestfirska sem keypti bjarn- dýr á Grænlandi fyrir aleiguna og ætlaði að færa Sveini Danakonungi að gjöf – eða áttu kannski við Auðun þann sem kafteinn er á því góða skipi Úgga-Núgg? Og þá leystist röddin dapra upp í hlátur. Það var líka til- gangurinn. Auðvitað vissum við báðir að Auð- unn hafði öllum að óvörum orðið fár- veikur og tvísýnt hvernig fara mundi. Níræð hetja sem aldrei varð misdæg- urt. Slík fregn er fljót í förum. Sagði ég kafteinn á Úgga-Núgg? Hvaða skip var það? Jú, það var lítið fjögra manna far með þvergafli í skut fyrir mótorfestingar, mastur, árar og austurtrog. Á fleyi þessu var hann kafteinn, en ég var hásetablókin. Segl drógum við ekki að hún nema til að monta okkur eða til að gera stemn- inguna raunsærri þegar sungið var um Hafið bláa og beggja skauta byr- inn. Það var eitt sinn í yndislegu veðri síðla í ágúst að kafteinninn á Úgga- Núgg kallaði á hásetablókina, að nú skyldi róið. Í fyrstu var stefnt á mið, norðaustan við Engey, en þar var þá ekkert að fá. Til að stytta söguna þá gekk þetta svona allan daginn. Þegar hallaði að kvöldi jókst fegurð himins og hafs svo undrum sætti. Við lögðum bátnum við stjóra austanhallt við „Búið“ (Viðeyjarstofu). „Hér liggja þeir stundum í lúðu,“ sagði kafteinn- inn. Nú var húmið næstum almyrkt orðið og ljósin í landi allt í kringum Flóann og Kollafjörð eins og perlu- djásn líkt og segir í kvæði Puskins um hina grænu eik sem ber hið gullna þing á greinum sér. Eftir hið stór- kostlega sólarlag og nú þetta mjúka myrkur óteljandi ljósa sátu tveir menn algjörlega töfrum slegnir. Svo fórum við að vinda upp veiðarfærin. Því sem næst gerðist verður vart með orðum lýst – svo óvænt og í fyrstu óskiljanlegt. Því nú var eins og himinhvolfið hefði opnast og yfir okk- ur og bátinn helltist sandsílatorfa. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, en kafteinninn kímdi og sagði með ró þess sem er með á nótunum: „Greyin hafa verð að flýja undan hvalfiski.“ Og rétt var það, því í sömu svifum reis úr ægi ógnvaldurinn fast við bát- inn og blés þunglega. Þá drap hjartað stall í hásetablókinni, en kafteinninn hló og skemmti sér konunglega. Um Auðun Hermannsson mætti skrifa heila bók, svo litríkur var mað- urinn og allur hans ferill. Allt frá því að hann var sendur blásnauður, korn- ungur og móðurlaus úr Álftafirði til vandalausra á Ísafirði. Þessu fólki bar hann ætíð vel söguna, fékk nóg að borða og þroskaðist vel. Þar öðlaðist hann þessa smitandi bjartsýni og sú heimspeki sem hann valdi sér var af- ar vestfirsk, sem sagt: Annaðhvort er að duga eða drepast. Eftir að hann flutti sjálfur á dval- arheimilið Hrafnistu í Hafnarfirði varð honum einu sinni að orði: „Ég er sáttur við Guð og menn, og héðan geng ég sæll móti síðasta gjörninga- veðrinu.“ Nú er það afstaðið. Auðvitað er hans sárt saknað af okkur vinum hans sem vildum hafa hann hjá okkur lengi enn. Mér finnst við hæfi að kjarnakonan Kristrún í Hamravík hafi síðasta orð- ið, er hún segir: „Jamm og jæja – hann veit trúlega hvað hann syngur, himnafaðirinn.“ Atli Már. Hinn 5. janúar s.l. andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði Auðunn Her- mannsson, fyrrum forstjóri Happ- drættis DAS, Laugarásbíós og Hrafnistu í Reykjavík. Hann var ötull starfsmaður Sjómannadagsráðs í 28 ár, framsýnn og hugmyndaríkur. Á fundi Sjómannadagsráðs í febr- úar 1954 kom Auðunn með tillögur AUÐUNN HERMANNSSON                                        ! " ##$  %&  $ '! (  %)*$+  $ ! ##$ ,$ #-'! ##$  +. -/+ $ (  $ '! ( (+-) $ )*$                                        ! "# !$%&%' ()*+    ,- . ! / 0 -)   ! ( 0 -- 1% 0/ 0 -)  .-& (- * *+ ) * * *+ '                                              !"#$% & '      !  "   #         %  #   "$() * %+ ,  $ "$()-#%% . !/++ !/+  + 0"1 *) "- *%1 "$()-#%% #   "-#%% 2) "( * % "- "$()+ 34"0 5# "$()+ )0 0-+'                                               ! ! "  #   $ %"& '( ' ') ( '   %"& ' ') *++ %"& ' ') '#, %"& '  ) ,',' ')   , %$*++!   ) % -', ,'  ) *++!  $,' ') ( ,'  ) ' *$%. !"&+ -+ $                                          !    "#   ! $        %& $ " ' ($     )   $    ! *                    !                     !   " # $%"&&! $  ' () $$%%$ *"" +, # &%"&&!  " () $$%"&&! () $$%() $$%%$ &!$$$+ -$%"&&! ! .$() $$%"&&! !%&!$$ /!%&!$%%$ $  ' (-  () $$%(-  + -$0, 1!  2# %"3%/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.