Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 19
leggur áherslu á orð sín. Hún segir okkur stolt að allir kennararnir séu menntaðir en 65% þeirra bjuggu áður í þorpunum. Menntun kennaranna er grundvallaratriði við rekstur skól- anna til þess að þeir séu viðurkenndir af indverskum stjórnvöldum. Tíbetar trúir sinni sannfæringu Um framtíðarsýn Tíbeta segir Pema eftir nokkra umhugsun að þeir haldi í vonina og trúna á það að þeir fái aftur að búa í eigin landi sem full- gildir þjóðfélagsþegnar. Hún leggur einnig áherslu á mikilvægi þess að baráttan sé háð á friðsamlegan hátt. Erfitt sé hins vegar að áætla um hvort það gangi betur með nýja rík- isstjórn í Kína. Kínverjar verða að sjá hag sinn í því að veita Tíbetum aftur sjálfstæði sitt. Þeir séu í raun miklir efnishyggjumenn og í Tíbet eru nám- ur fullar af gulli og úraníum. Hún segir einnig ljóst að Kínverjar horfi enn mikið til Rússlands og því gæti það farið eftir afstöðu Rússa ásamt fleiri þjóðum á komandi árum hver örlög Tíbeta verða. Tíbetar trúi hins vegar sinni eigin sannfæringu og fólkið fer eftir leiðtoga sínum Dalai Lama og trú hans á hið jákvæða. Með opnara Kína og væntanlegum Ól- ympíuleikum séu einnig ýmsir mögu- leikar sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Nú eru þrjú ár síðan formlegar við- ræður fóru fram um stöðu Tíbet. Á þeim tíma lagði Dalai Lama ekki fram beiðni um sjálfstæði Tíbeta heldur aðeins að þeir fengju eigin ákvörðunarrétt. Kínverjar voru ekki tilbúnir til þess að verða við þeirri ósk. Árið 1980 var Pema boðið til Kína ásamt nefnd á vegum Dalai Lama til þess að sjá ummerki og áhrif yfirtöku Kínverja í Tíbet. Hún sagð- ist ekki hafa séð neitt gott í þeirri ferð og var undrandi á þeim jákvæðu um- mælum sem Kínverjar stilltu fram í heimsfréttunum. Hins vegar sér hún fram á það að snúa til baka einn góð- an veðurdag og segir að einnig sé lögð áhersla á það við börnin. Hún hugsar sig um og minnist sextán ára stúlku sem var ákveðin í því að snúa tilbaka til foreldra sinna að skóla- göngu lokinni, stúlkan átti styrktar- foreldri í einhverju Norðurlandanna sem sendi henni pening til heimferð- arinnar og greiddi þar með götu hennar að miklu leyti. Hins vegar eru dæmi um fólk sem hefur snúið tilbaka og lent í yfirheyrslum og fangelsi. Að lokum nefnir Pema þá stað- reynd að í dag eru öll börnin í TCV með svart hár. Mörg þeirra hafa samt komið brúnhærð frá Tíbet vegna næringarskorts. Svarti liturinn er merki um heilbrigði og það er von hennar að heilbrigðum börnum verði skilað aftur til Tíbet. Þá er mikilvægt að hafa viðhaldið menningunni og tungunni til þess að geta tekið hana með sér. Jetsun Pema skilar innilegu þakk- læti til þeirra fjölmörgu Íslendinga sem styrkja börn í tíbesku barna- þorpunum og gera þeim þannig kleift að öðlast mannsæmandi líf. Eftir að hafa hitt þessa hlýju og góðu manneskju geng ég út í haust- loftið í Osló, mér verður hugsað til dætra minna heima, sú yngsta aðeins 4 ára. En hún er nú ekkert uppi í fjöll- um ein á rölti, heldur á hlýjum og öruggum stað. Öll börn ættu að vera á öruggum stað. Ljósmynd/Katja Snozzi Búddamunkur ásamt tíbesku barni í Gopalpur á Norður-Indlandi. Ljósmynd/Katja Snozzi Höfundur er kynningarfulltrúi SOS- barnaþorpa á Íslandi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 19 www.yogastudio.is Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 864 1445. Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl. Opnir jógatímar á vorönn — Hatha-yoga stöður, öndun og slökun. Mánudaga og miðvikudaga kl. 12.00 (Hlín), 16.25 (Einar), 17.25 (Lísa) og 20.00 (Daníel). Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00 (Ingibjörg) og 18.00 (Anna). Föstudaga kl. 17.25 (Ásmundur) og laugardaga kl. 9.00 (kennarar skiptast á). Næsta grunnnámskeið hefst mánud. 21. janúar. Mán. og mið. kl. 18.30 í 4 vikur. Vilt þú verða jógakennari? Í febrúar hefst ný jógakennaraþjálfun. Kennari er sem fyrr Ásmundur Gunnlaugsson, þekktur fyrir námskeiðið „jóga geng kvíða“. Þjálfunin er yfirgripsmikil og fyllilega sambærileg við það besta sem í boði er erlendis. Þetta er tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu á íslenskum starfsvettvangi. Þjálfunin er ekki aðeins fyrir þá sem vilja gerast jógakennarar heldur einnig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið. Hún hentar t.d. öllum sem eru í einshvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa og/eða vilja gera breytingar á lífsháttum sínum. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æskileg. Ásmundur heldur kynningarfund laugardaginn 19. janúar kl. 17–18. Lokafrestur til að staðfesta þátttöku og ganga frá greiðslu er þriðjudagurinn 29. janúar. Þjálfunin er alls 6 helgar (auk mætingar í jógatíma): 1.-3. febúar, 8.-10. mars, 26.-28. apríl, 24.-26. maí, 30. ág.-1. sept. og 18.-20. október. Kennt er föstud. kl.20-22, laugard. og sunnud. kl. 9-15. Ásmundur Lísa Einar Hlín Daníel IngibjörgAnna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.