Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ✝ Ólafur HólmgeirPálsson fæddist á Sauðanesi í Torfa- lækjarhreppi í A- Hún. 7. júlí 1926. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans föstudaginn 4. jan- úar. Foreldrar hans voru Páll Jónsson, bóndi á Sauðanesi, f. 15. mars 1875 á Sauðanesi, d. 24. október 1932 á Blönduósi, og kona hans Sesselja Þórð- ardóttir, húsmóðir, f. 29. ágúst 1888 á Steindyrum í Svarfaðardalshreppi í Eyjaf., d. 10. september 1942 í Reykjavík. Systk- ini Ólafs eru: 1) Jón Helgi, f. 28. september 1914, d. 29. júní 1985, 2) Páll Sigþór hæstaréttarlögmaður, f. 29. janúar 1916, d. 11. júlí 1983, 3) Sigrún Stefanía kennari, f. 12. febrúar 1917, d. 26. september 1998, 4) Þórður, f. 25. desember 1918, 5) Gísli bóndi, f. 18. mars 1920, 6) Hermann háskólaprófess- or í Edinborg, f. 26. maí 1921, 7) Helga Guðrún, f. 23. október 1922, 8) Þórunn kennari, f. 29. ágúst 1924, 10) Aðalbjörg Anna húsmóð- ir, f. 24. maí 1928, d. 28. maí 1956, 11) Haukur bóndi, f. 29. ágúst 1929, 12) Páll Ríkarður tannlæknir, f. 12. júlí 1932. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Valgerður Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 10. janúar 1927 á Böð- móðsstöðum í Laugardalshreppi í Hann var starfandi múrari í Reykjavík 1948–1951 og eftir það múrarameistari við ýmsar bygg- ingar. Hann byggði og seldi fjöl- býlishús í félagi með öðrum eða einsamall. Ólafur var einn af stofn- endum Einhamars sf. og formaður í öðrum og þriðja byggingarflokki félagsins. Hann var varaformaður Múrarameistarafélags Reykjavík- ur 1960–1961 og ritari 1969–1976. Í stjórn Öndverðarness 1969–1977. Um tíma endurskoðandi og í taxta- nefnd. Hann var í stjórn Meistara- sambands byggingarmanna 1960– 1962. Hann var einn af stofnendum Byggingariðjunnar hf. og sat þar í stjórn frá upphafi. Þá var hann einn af stofnendum steypustöðvar- innar BM Vallár. Hann stofnaði og rak byggingafyrirtækið Hornstein sf. í félagi við Baldur Bergsteins- son. Ólafur var meistari við bygg- ingu Háteigskirkju, fjölbýlishúss- ins í Hátúni 8 og allra húsa sem byggingafélagið Einhamar byggði. Auk þessa byggði hann mörg fjöl- býlishús og önnur minni. Hann byggði m.a. stórt verslunarhús- næði og rak þar um tíma matvöru- verslun í félagi við Guðlaug Guð- mundsson kaupmann. Stofnaði og rak byggingafyrirtækið A-Veggi. Ólafur var flokksbundinn sjálf- stæðismaður og virkur í starfi flokksins. Hann var mikill áhuga- maður um hestamennsku og félagi í hestamannafélaginu Fáki um ára- bil. Auk þessa gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, svo sem mats- maður hjá Brunabótafélagi Íslands og hjá dómsyfirvöldum varðandi byggingamál. Útför Ólafs fer fram frá Háteigs- kirkju í Reykjavík á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Árn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ingi- mar Njálsson, bóndi á Böðmóðsstöðum, f. 10. júlí 1894 í Efstadal í Laugardalshreppi, d. 18. nóvember 1971 á Böðmóðsstöðum, og kona hans Karólína Árnadóttir húsmóðir, f. 20. nóvember 1897 í Miðdalskoti í Laugar- dalshreppi, d. 25. mars 1981 í Reykjavík. Elsta barn Ólafs með Jóhönnu Guðna- dóttur er: 1) Lilja for- stöðumaður, f. 28. mars 1943. Maki hennar er Gunnar Sigurðsson deildarstjóri. Sonur þeirra er Gaukur. Börn Ólafs og Valgerðar eru: 2) Sigrún kennari, f. 13. des- ember 1950. Maki hennar er Ragn- ar Kærnested flugvirki. Börn þeirra eru: Bylgja, Örvar og Dröfn. Bylgja á tvö börn og Örvar eitt. 3) Flosi múrarameistari, f. 13. mars 1956. Sambýliskona hans er Sigríð- ur Jónasdóttir bankastarfsmaður. Synir hans eru: Hólmgeir Elías og Valgeir Ólafur. 4) Vörður húsa- smíðameistari, f. 29. júlí 1961. Kona hans er Svanborg Gústafs- dóttir skrifstofumaður. Dætur þeirra eru: Arna, Björk og Birna. 5) Harpa hagfræðingur, f. 14. júní 1965. Maki hennar er Erlingur Erlingsson bifvélavirkjameistari. Synir þeirra eru Agnar og Egill. Ólafur lauk prófi frá Iðnskólan- um 1945 og tók sveinspróf 1948. Faðir minn fæddist þegar fjórð- ungur var liðinn af síðustu öld, ní- undi í röðinni af tólf systkina hópi. Föður sinn missti hann 1932, sex ára gamall. Elsti bróðirinn var þá 18 ára en sá yngsti skírður við kistuna. Þvert á það sem algengast var á þeim tíma tókst ömmu að halda heimilinu saman af miklu harðfylgi en eins og gefur að skilja hafði það forgang að metta munnana og lítil orka afgangs fyrir annað. Dugnaði og áræði systkinanna frá Sauðanesi er við brugðið. Það var yf- irleitt ekki mulið undir þeirra kyn- slóð og hún þurfti sterkari brynju og þykkari skráp til að verjast hörðum heimi en við sem á eftir göngum og nutum verndar og hlýju í ríkari mæli í uppvextinum. Eftir að afi dó var pabbi mikið til á öðrum bæjum og var haldið hart að vinnu. Upp úr fermingu hélt hann til Reykjavíkur að hætti margra annarra ungra karla og kvenna þar sem atvinna blómstraði og ungmenni gátu komið undir sig fótunum á eigin spýtur. Pabbi var ekki orðinn sautján ára þegar afleiðing örstuttra kynna við stelpu á líku reki færði honum dótt- ur. Eins og gefur að skilja var það ekki kærkomin sending og hann við- urkenndi að hafa ekki haft það í há- mæli allra fyrstu árin að hann væri orðinn pabbi. En þrátt fyrir það sinnti hann, þótt ungur væri, skyld- um sínum við mig langt umfram marga feður sem gera mætti meiri kröfur til hvað aldur og þroska áhrærir og amma og afi, sem fóstr- uðu mig, lögðu áherslu á að kenna mér að virða pabba og þykja vænt um hann. Það er mér ógleymanlegt þegar pósturinn færði jólapakkana frá pabba og upp úr þeim komu æv- intýralegir hlutir í augum lítillar sveitastelpu. Ekki gleymdust af- mælin og alltaf kom pabbi í heim- sókn til mín á sumrin. Rugguhest- urinn Skjóni, sem pabbi færði mér áður en ég man eftir mér, er ætt- argripur sem brátt þjónar þriðja lið ef Guð lofar. Þegar ég var þrettán ára tók pabbi að mestu leyti við framfærslu minni að eigin ósk og frumkvæði. Það hefur áreiðanlega reynt á ungu hjónin, pabba og Völlu, að taka ung- ling á gelgjuskeiði á heimilið, ekki síst hana. Allt blessaðist þó og ég og fjölskylda mín erum þeirrar gæfu aðnjótandi að tilheyra systkinahópn- um. Fljótlega eftir að pabbi flutti suð- ur hóf hann nám í Iðnskólanum í Reykjavík. Þaðan lauk hann sveins- prófi í múraraiðn og vann við múr- verk í nokkur ár en fór að starfa sem sjálfstæður meistari upp úr 1950. Lengst af vann hann að byggingu og sölu stórra fjölbýlishúsa, ýmist einn eða í félagi við aðra. Hann var af- kastamikill byggingameistari og munu fáir hafa starfað lengur á því sviði hér. Hann var meðal stofnenda Byggingariðjunnar hf. og Einham- ars sf. og í fararbroddi við innleið- ingu nýrra byggingarhátta. Einnig lét hann að sér kveða í félagsmálum, einkum varðandi sína starfsgrein. Þótt starfsviðið væri krefjandi skorti ekki áhugamál. Pabbi stund- aði hestamennsku í áratugi og allir afkomendur sem komnir eru á legg fengu meiri eða minni þjálfun í reið- mennsku og gegningum. Bridge spilaði hann alla tíð. Sumarbústað- urinn á æskustöðvunum í Torfalækj- arhreppi var drjúgum notaður og stangveiði stundaði hann einnig. Pabbi var virkur og umsvifamikill þátttakandi í hinni hröðu uppbygg- ingu Reykjavíkur sem haldist hefur allan síðari hluta nýliðinnar aldar og er enn í fullum gangi. Á síðari árum gerði hann nokkrar tilraunir til að draga úr framkvæmdaseminni en eins og mörgum af hans kynslóð veittist honum það erfitt. Þótt hann væri orðinn 75 ára var hann í óða önn að byggja raðhúsalengju í hinu nýja Grafarholtshverfi þegar hann var kallaður burtu. Við fjölskyldan megum þakka Guði fyrir að búa brottför hans áður en ellin fór að sækja fastar að og hindra athafnaþrá hans frekar. Missir Völlu er mestur. Ungir eru harmdauði en það er jafnvel erfiðara að standa eftir þegar aldurinn færist yfir. Ég kveð þig, pabbi minn, að lok- um þinnar veraldlegu vegferðar, með þakklæti, kærleika og virðingu og veit að þú dvelur í ljósi hins æðsta. Blessuð sé minning þín. Lilja. Að leiðarlokum langar mig til að minnast föður míns, Ólafs Hólm- geirs Pálssonar, nokkrum orðum. Pabbi fæddist í glampandi sól- skini 7. júlí 1926, þegar heyskapur stóð sem hæst. Hann var níunda barn foreldra sinna, þrjú voru enn ófædd. Eins og gefur að skilja hlaut lífsbaráttan að vera hörð, ekki síst þegar litið er til þess að amma mín missti afa skömmu eftir að hún fæddi sitt síðasta barn. Pabbi var sendur að heiman aðeins sjö ára gamall og má segja að það hafi markað spor í sálu hans alla tíð, því lengi býr að fyrstu gerð. Oft voru honum falin verkefni sem hann réð engan veginn við. Hann sagði mér sögu af því þegar hann átti að vera húsmóður sinni til aðstoðar, þá mjög ungur að árum. Hún fól honum það verkefni að taka til í skemmu. Það fór ekki betur en svo, að hann velti um sláturtunnu mikilli og slátrið flóði út um allt gólf. Húsfreyja var að vonum ekki ánægð með frammi- stöðuna og fékk hann bágt fyrir. Hann var þá látinn stunda gegning- ar og gekk það mun betur. Æskuárin hertu pabba og þótti sumum hann nokkuð hrjúfur á yf- irborði, en undir bærðist ofurvið- kvæm sál. Honum voru börn mjög kær og lét sig varða hvert atlæti þau fengu. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn gaf hann mér það heil- ræði að gera mér engar væntingar með telpuna, heldur leyfa henni að þroskast og fá að njóta sín á eigin forsendum. Þetta voru viturleg orð sem ég alla tíð hef reynt að hafa að leiðarljósi. Pabbi sinnti okkur systk- inum vel. Hann vann mikið, en sunnudagarnir voru helgaðir fjöl- skyldunni. Þá fórum við í bíltúr upp í sveit og skoðuðum dýr og náttúru. Þegar ég var um það bil átta ára gömul eignaðist pabbi hesta, sem var fremur fátítt í Reykjavík á þess- um árum. Hann hafði hestana lengi á Klambratúni og man ég eftir því að fara með honum í smiðju, að mig minnir á Grettisgötunni til að láta járna hestana. Þá voru skeifurnar klæðskerasaumaðar á hrossin. Pabbi átti hesta eftir þetta þangað til í fyrra, að heilsan leyfði það ekki lengur og hann seldi hesthúsið. Hon- um var að því mikil eftirsjá og skapaðist við það visst tómarúm í líf hans. Barnabörnin fengu að kynnast afa sínum vel. Hann sótti í að njóta sam- vista við þau og gerði það á sínum forsendum, en ekki af skyldurækni. Hann kom á hverjum einasta sunnu- dagsmorgni og fór með þau í bíltúr og í hesthúsið. Á laugardögum riðu þau svo út með afa sínum, þegar þau höfðu aldur til. Pabbi var umsvifamikill bygg- ingameistari. Hann stóð í sjálfstæð- um atvinnurekstri, að byggja og selja, í meira en hálfa öld, sem verð- ur að teljast nokkuð vel af sér vikið og óvíst að nokkur annar standi hon- um þar á sporði. Hann byggði bæði fjölbýlishús og önnur minni. Há- teigskirkja var ein þeirra bygginga sem hann reisti. Hefur sú kirkja ver- ið notuð í fjölskyldu okkar til flestra kirkjulegra athafna og verður hann nú jarðsunginn þaðan. Á sjötta áratugnum keypti pabbi Hamrakot, eyðijörð norður í Húna- vatnssýslu, skammt frá æskustöðv- unum. Hann byggði þarna lítið steinhús fyrir 25 árum. Þessi staður veitti honum ómælda ánægju og okkur hinum í fjölskyldunni. Þarna höfum við stundað veiðiskap og hestamennsku, því þar voru hrossin á sumrin og fram til jóla. Var það alltaf heilmikill viðburður á hverju sumri, þegar pabbi og Geir Þor- steinsson vinur hans, ásamt fylgd- arliði riðu norður og fóru þá ekki alltaf sömu leið, heldur eyddu í það mörgum vikum að skipuleggja nýjar leiðir. Seinustu misserin hallaði undan fæti og var pabbi orðinn slappur og raunar mjög veikur, veikari en margur áttaði sig á, því hann ákvað síðastliðið sumar að ráðast í enn eina húsbygginguna. Þangað mætti hann snemma á morgnana og dvaldi þar til kvölds. Fáir voru ánægðir með að sjá svo fullorðinn og slitinn mann eyða ævikvöldinu á þennan hátt. Þegar ég færði þetta í tal við hann, sagði hann að sér leiddist aðgerð- arleysið, hann hefði aldrei lært að leika sér. Tveimur dögum fyrir jól hringdi hann í Bylgju, barnabarn sitt, sem er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild og sagðist eiga erfitt um andardrátt. Saman gengu þau inn á Landspít- alann og þaðan átti hann ekki aft- urkvæmt. Það er skarð fyrir skildi, þegar svo atkvæðamikil persóna hverfur á braut. Missir mömmu er mikill. Hún stóð alltaf við hlið pabba og studdi hann í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Við gleðjumst þó öll yfir því að þú pabbi minn fékkst að kveðja með reisn. Fyrir það erum við þakk- lát. Hvíl þú í friði, blessun guðs veri með þér. Þín dóttir, Sigrún. Nú les pabbi ekki fleiri minning- argreinar, en það var hans uppá- halds lesefni í Morgunblaðinu. Enda var hann sérstaklega ættfróður maður. „Hverra manna ert þú?“ var setning sem hljómaði æði kunnug- lega, þegar nýjar persónur voru kynntar til sögunnar í lífi okkar systkina. Þá mátti alveg bóka það að hann færi að rekja úr þeim garn- irnar með ættir þeirra. Það þurfti yfirleitt ekki að rekja þær lengi þar til hann vissi framhaldið og oft gott betur. Það var ekki alveg í anda pabba að við systkinin værum að slugsa mikið á sumrin, heldur tók hann okkur snemma í byggingarvinnu til sín. Ég treysti mér ekki til að leggja mat á það hversu mikið gagn hann pabbi hafði af vinnuframlagi okkar Gauks frænda sumarið 1975, en við höfðum ábyggilega bæði gagn og gaman af því. Hestaferðalögin sem pabbi og Geir Þorsteinsson félagi hans stóðu að líða mér seint úr minni. Þau voru yfirleitt undirbúin mörgum vikum áður og allt skipulagt í þaula. Oftast var byrjað á því að ríða austur á Þingvöll en þar voru hestarnir hvíld- ir í nokkra daga og þegar menn og hestar höfðu náð úr sér mestu harð- sperrunum var haldið áfram norður yfir hálendið. Áfangastaður var ávallt sá sami eða Hamrakot í Aust- ur-Húnavatnssýslu þar sem mamma og pabbi hafa verið með sumarbú- stað í allmörg ár. Nú hin síðari ár var pabbi hættur að vera með hesta en dvaldi þeim mun meira í bústaðnum fyrir norð- an. Eru margar góðar minningar tengdar verunni þar. Helst vildi hann hafa nóg af lífi og fjöri í kring- um sig og fórum við Elli og strák- arnir því oft með þeim mömmu og pabba norður í bústaðinn. Þegar við systkinin stóðum í hús- byggingum eða einhvers konar við- haldi var pabbi sjaldan langt undan. „Hvernig er þetta eiginlega? Ætlið þið ekki að drífa þetta áfram? Þetta verður náttúrlega óttalegt klúður svona.“ Og svo dreif hann þetta áfram. Pabbi bjó yfir einstöku æðruleysi þegar hann varð fyrir einhverju mótlæti. Þetta kom mjög sterkt fram þegar hann varð fyrir slæmu vinnuslysi 1974. Þá bjóst maður al- veg eins við að hann myndi rjúka við hækjurnar fram úr rúminu og halda áfram þeim framkvæmdum sem hann átti eftir ólokið. En það var öðru nær. „Nú gildir bara að taka því rólega,“ og þegar ég kom sjálf af sjúkrahúsi ári síðar og fannst biðin eftir bata eitthvað löng sagði hann þessi sömu orð við mig. Einhvern veginn fannst mér að úr því að hann hefði getað tekið þessu svona rólega hlyti ég að geta það líka. Og viti menn, það virkaði! En nú er endanleg ró komin yfir pabba. Hvíli hann í friði. Harpa. ÓLAFUR HÓLMGEIR PÁLSSON  Fleiri minningargreinar um Ólaf Hólmgeir Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                                      !!"    ! " #!$ % !    %& #!  %! '##  ( & )  %&    %& &# )) *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.