Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 6
PLÚSINN, félag þar sem þátttak- endur eiga möguleika á verðlaun- um fyrir að svara auglýsingum í gegnum myndrænan tölvupóst auk annarrar umbunar, er að hefja starfsemi. Plúsinn er gagnvirkur miðill sem myndar milliliðalaust samband milli neytenda og auglýs- enda sem fá svörun við auglýsing- um sínum samstundis. Hann hefur verið í þróun í rúmlega ár og er í eigu fyrirtækisins íPlús ehf. Þróun- arsvið Nýherja, Klak ehf. stendur þar að baki ásamt einstaklingum úr upplýsinga- og markaðsgeiranum. Rakel Sveindóttir var ráðin til að leiða af stað starfsemi Plússins og mun leggja línurnar fyrstu starfs- mánuðina. Rakel er framkvæmda- stjóri Lotus-Hljóðsetningar, sem varð til er hljóðversdeild Leik- félags Íslands var seld síðasta haust. Hún var áður sölustjóri Morgunblaðsins og mbl.is í nokkur ár og síðar auglýsingastjóri Norð- urljósa. Hún segir Plúsinn vera samskiptatæki fólks og fyrirtækja þar sem báðir hagnast. „Það er sem er nýtt við Plúsinn er þetta milliliðalausa samband neytanda og auglýsanda,“ segir hún. „Við sem neytendur fáum ótal skilaboð úr öllum áttum á hverjum degi. Um- hverfið er hins vegar að breytast í þá átt að fólk er farið að vilja geta valið í auknum mæli þær upplýs- ingar sem það fær.“ Umbun þátttakenda Ávinningur þátttakenda er margvíslegur að sögn Rakelar. Fyrst nefnir hún að þeir geta feng- ið greitt fyrir að taka þátt í auglýs- ingum, en að minnsta kosti þrír þátttakendur í hverri auglýsingu fá peningaverðlaun. „Með þátttöku getur fólk haft áhrif, til dæmis á hvernig umbúðir um ákveðna vöru koma til með að líta út, hvaða tilboð verða í ákveðnum verslunum og svo mætti áfram telja.“ Plúsfélögum býðst að auki fjöldi til- boða sem tengjast þeirra áhugasviði. Þá geta þeir haft áhrif á hvaða góðgerðarmál Plúsinn muni styrkja, en 1% af sölutekjum hans mun renna til góðgerðarmála. Áhersla á samskipti Þátttakendur þurfa aðeins að skrá sig í Plúsinn í gegnum tölvupóst eða heima- síðu Plússins á Netinu á slóðinni www.plus.is og er þegar hægt að skrá sig til þátttöku. Þar skráir viðkomandi grunnupplýsing- ar um sjálfan sig, en fyllsta öryggis er gætt og kennitölu er ekki hægt að rekja til viðkomandi á neinn hátt. Samskipin eiga sér stað í gegnum tölvupóst, en þegar gagn- virkt sjónvarp verður að veruleika mun Plúsinn færa sig inn á það svið. Auglýsingarnar og allar upplýs- ingar frá Plúsnum berast svo fé- lögum í gegnum tölvupóst þar sem þeir svara á einfaldan hátt og eiga þar með möguleika á að fá greitt fyrir þátttökuna. Þegar fólk svarar auglýsingum fær fyrirtækið sam- stundis birtar niðurstöður sem hægt er að flokka eftir aldri, bú- setu, kyni og fleiru. Í þessum sam- skiptum neytenda og auglýsenda felst gagnvirknin. Tæknivædd og fámenn þjóð Plúsinn er að sögn Rakelar frumkvöðull á þessum vettvangi, þó að gagnvirkni sé ekki ný af nálinni. „Við vitum ekki til þess að fé- lagsskapur sé til annars staðar í sambærilegri mynd og Plúsinn,“ segir hún. „Íslending- ar eru fámenn þjóð en mjög tæknivædd og því er Ísland spenn- andi vettvangur til að prófa þá hugmynda- fræði sem liggur Plúsnum til grundvall- ar. Hugmyndin er að sjá hvernig Íslending- ar bregðast við, en markmiðið er að Plús- inn þróist seinna meir einnig í öðrum lönd- um.“ Af hverju ætti fólk að samþykkja að fá sendar auglýsingar þegar mörgum finnst þegar nóg um? „Aug- lýsingar hafa gert margt fyrir neytandann, til dæmis niðugreiða þær áskriftarverð fjölmiðla sem afla tekna með auglýsingum. Í Plúsnum fær neytandinn hins veg- ar greitt um leið. Plúsfélagar geta einnig valið um að láta þær greiðslur, sem kunna að koma í þeirra hlut fyrir þátttöku, renna til góðgerðarmála og látið þar með gott af sér leiða.“ Gagnvirkni er framtíðin „Plúsinn er kominn til að vera. Hann er fyrir alla þá sem hafa gaman af því að fylgjast með því sem er að gerast og vilja hafa áhrif,“ segir Rakel. „Gagnvirknin er þegar orðin að veruleika. Eins og oft áður með tækninýjungar tekur tíma að aðlagast þeim, en að lokum verða þær hluti af daglegu lífi, ég nefni sem dæmi farsíma. Það mun koma að því einn daginn að við verðum öll farin að nota sjónvarpið sem gagnvirkan miðil. Núna er góður tími fyrir fyrirtæki að læra að nýta sér þessa nýju tækni. Þess vegna er Plúsinn skemmtilegur valkostur,“ sagði Rakel. Plúsinn er gagnvirkur miðill sem kemur á milli- liðalausu sambandi milli fólks og fyrirtækja „Fyrir þá sem vilja fylgj- ast með og hafa áhrif“ Dæmi um auglýsingar sem þátttakendur í Plúsnum gætu verið beðnir um að svara. Á hverri auglýsingu kemur fram hversu há verðlaunaupphæðin er og grunnupplýsingar um þá sem fengu verðlaunin fyrir síðustu auglýsingu. Rakel Sveinsdóttir FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 6/1 – 12/1 ERLENT INNLENT  ÞRÍR létust í umferð- arslysum á þjóðvegum landsins. Maður lést er jeppi hans rakst á flutn- ingabíl ofarlega í Norður- árdal í Borgarfirði á fimmtudagskvöld. Á föstudagskvöld urðu tvö banaslys. Maður lést er fólksbíll hans lenti í árekstri við jeppa á Kís- ilvegi og farþegi í fram- sæti fólksbíls lést í árekstri þriggja bíla í Kömbunum.  ÍSLENSK kona lést á Kanaríeyjum eftir fall af svölum. Maður er í haldi lögreglu á Las Palmas vegna málsins.  HALD var lagt á um 300 kannabisplöntur í Reykjavík á mánudag. Einnig lagði fíkniefna- lögreglan hald á nokkurt magn kannabisefna og tækja sem notuð voru við ræktunina.  SAGT hefur verið upp 25 manns á ýmsum deild- um sem tilheyra yfir- stjórn Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Forstjóri spítalans segir að grípa verði til uppsagna á öllum deildum vegna 800 millj- óna króna samdráttar á þessu ári.  FYRRVERANDI fram- kvæmdastjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Ís- lands er gagnrýndur í greinargerð Ríkisend- urskoðunar fyrir við- skiptahætti. Er talið að hann hafi ekki virt starfs- skyldur sínar né ákvæði laga um tolla og bókhald við kaup og innflutning heyrnartækja. Stærsta útboð Vegagerðarinnar STÆRSTA útboð Vegagerðarinnar til þessa stendur nú fyrir dyrum, annars vegar jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og hins vegar milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Gert er ráð fyrir að fyrsta skref í útboðsferli sé forval verktaka í mars. Gert er ráð fyr- ir að framkvæmdum ljúki 2008. Kostn- aður er áætlaður 9–10 milljarðar króna. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra gerir ráð fyrir að unnið verði að mestu á öðrum staðnum í einu en þó yrði að einhverju leyti unnið samtímis. ÍE sækir inn á lyfjamarkað MÓÐURFÉLAG Íslenskrar erfða- greiningar hefur keypt bandarískt lyfjaþróunarfyrirtæki, MediChem Life Sciences, fyrir sem svarar um 8,4 milljarða króna. Kári Stefánsson, for- stjóri ÍE, segir kaupin góða viðbót við starfsemina og sé ÍE nú komið á fulla ferð í lyfjaþróun. Hann segir nauðsyn- legt að byggja upp aðstöðu fyrir 200 til 300 störf til að ÍE geti nýtt sér efna- fræðiþekkingu MediChem. Kvaðst hann vonast til að hægt yrði að byggja það starf upp hérlendis. Efna til leiðtoga- prófkjörs STJÓRN Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, hefur ákveðið að óska eftir breytingum á prófkjörsreglum flokksins til að unnt verði að efna til leiðtogaprófkjörs vegna uppstillingar lista fyrir borgar- stjórnarkosningar næsta vor. Kjör- nefnd mun að öðru leyti stilla upp lista. Þá hefur verið samþykkt að fulltrúa- ráðsmenn verði beðnir að stinga uppá 2–4 nöfnum sem þeir vilja sjá ofarlega á lista flokksins. Yrðu þeir ekki úr hópi sex núverandi borgarfulltrúa. Allt upp í loft í Miðausturlöndum ÍSRAELSKIR hermenn fóru með þungavinnuvélar og skriðdreka inn á Gaza-svæðið á föstudag og hófu vinnu við að eyðileggja flugbraut á alþjóða- flugvelli Palestínumanna á Gazaströnd- inni. Á fimmtudag höfðu þeir jafnað 60 hús við jörðu í flóttamannabúðum í Raf- ah á Gaza. Gerðu þeir það til að hefna dauða fjögurra félaga sinna í árás tveggja Hamas-liða á miðvikudag. Spenna hefur nú aukist til muna á nýjan leik í Miðausturlöndum, m.a. í kjölfar þess að Ísraelar stöðvuðu skip fullt af vopnum á Rauðahafi. Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palest- ínumanna, fyrirskipaði rannsókn í mál- inu á mánudag en Ísraelsstjórn fullyrti að vopnin hefðu verið ætluð Palestínu- mönnum og að Arafat hefði lagt blessun sína yfir vopnasmyglið. Bandaríkjamaðurinn Anthony Zinni yfirgaf Miðausturlönd í vikunni og kvaðst þá sæmilega bjartsýnn á að koma mætti á viðræðum að nýju milli Ísraelsstjórnar og Palestínumanna en hætt er við að heldur hafi dregið úr þeirri bjartsýni við síðustu atburði. Minni spenna milli Indverja og Pakistana HELDUR dró úr spennu milli Indverja og Pakistana í vikunni en samskipti þjóðanna hafa verið stirð eftir sjálfs- morðsárás múslimskra öfgamanna í Nýju-Dehlí í desember. Pervez Mush- arraf, forseti Pakistans, fordæmdi öll hryðjuverk og tilkynnti aðgerðir sem eiga sér það markmið að ráða niðurlög- um öfgahópa, sem hafast við í Pakistan. Hefur það einmitt verið meginkrafa indverskra stjórnvalda að Pakistanar láti af stuðningi sínum við þessa hópa. Hermenn Pakistans og Indlands standa þó enn gráir fyrir járnum hverj- ir andspænis öðrum við landamæri ríkjanna í Kasmír.  ÁTÖK blossuðu upp á miðvikudag milli ungra mótmælenda og kaþólikka nálægt kaþólskum stúlknaskóla í Ardoyne- hverfinu í norðurhluta Belfast á Norður-Írlandi. Köstuðu báðar fylkingar grjóti og flöskum á lög- reglumenn sem sendir voru á staðinn til að stilla til friðar.  BANDARÍSK herflugvél hrapaði á fjall í Pakistan á miðvikudag með þeim af- leiðingum að sjö létust. Á fimmtudag sendi George W. Bush Bandaríkjaforseti stjórnvöldum í Íran þau skilaboð að þau yrðu að framselja alla liðsmenn al- Qaeda-samtakanna sem kynnu að leita þar at- hvarfs.  MART Laar, forsætis- ráðherra Eistlands, sagði af sér á þriðjudag vegna klofnings sem upp virtist kominn meðal stjórn- arflokkanna.  RENATO Ruggiero sagði af sér sem utanrík- isráðherra Ítalíu og til- kynnti Silvio Berlusconi forsætisráðherra að hann hygðist sjálfur sinna utan- ríkismálum fyrst um sinn. Líklegt þykir þó að Gian- franco Fini aðstoðar- forsætisráðherra setjist um síðir í stólinn.  GÖRAN Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, vill efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um upp- töku evrunnar vorið 2003. Danska stjórnin hefur einnig í hyggju að vísa þessu máli í dóm kjósenda á næsta ári. ÞEIR gáfu sér tíma til að spjalla, karlarnir á einni bryggjunni í Hafnarfirði. Ekki fór nákvæmum sögum af því hver verkefni þeirra eru. Eitthvað tengt sjó og skipum, löndun, viðgerðum eða bryggjusmíði? Það er í það minnsta ágætt að staldra við og gefa sér tíma til að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Morgunblaðið/Kristinn Ræða landsins gagn og nauð- synjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.