Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 41 ✝ Páll Hannessonfæddist á Undir- felli í Vatnsdal í Austur-Húnavatns- sýslu 6. júlí 1925. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 6. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Hannes Pálsson, bóndi á Undirfelli og síðar stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík, f. 18.4. 1898, d. 15.1. 1978, og Hólmfríður S. Jónsdóttir húsfreyja, f. 1.6. 1903, d. 20.1. 1967. Hannes var sonur Páls Hannessonar, bónda á Guð- laugsstöðum í Blöndudal, og Guð- rúnar Björnsdóttur. Hólmfríður var dóttir Jóns, Hannessonar, bónda á Undirfelli, og Ástu Bjarnadóttur. Alsystkini Páls eru: Ásta, f. 14.7. 1926, d. 2.10. 2000, Jón, framkvæmdastjóri á Blöndu- ósi, f. 2.6. 1927; Guðrún, f. 19.4. 1931, d. 20.7. 1945; og Bjarni Guð- laugur fræðimaður, f. 5.7. 1942. Hálfbróðir Páls, samfeðra, er Guð- mundur, húsgagnasmiður og verslunareigandi, f. 22.9. 1960. Eiginkona Páls var Hjördís Rannveig Pétursdóttur, snyrtisér- fræðingur og húsmóðir, f. 11.8. 1926, d. 2.1. 1989. Hún var dóttir móðir, f. 29.9. 1926. Páll lauk stúd- entsprófi frá MR 1945 og verk- fræðiprófi frá Danmarks Tekniske Højskole 1952. Páll var verkfræð- ingur hjá MHSB Cos á Keflavík- urflugvelli 1953–54, verkfræðing- ur og verklegur framkvæmda- stjóri hjá Regin hf. 1955–58, þar af um tveggja ára skeið yfirverk- fræðingur hjá Íslenskum aðalverk- tökum á Keflavíkurflugvelli, var sjálfstætt starfandi verkfræðingur 1959–62, bæjarverkfræðingur í Kópavogi 1962–64, stofnaði, ásamt öðrum, verktakafyrirtækið Hlað- bæ hf. 1965 og var framkvæmda- stjóri þess til 1981, stofnaði, ásamt öðrum, verktakafyrirtækið Þór- isós hf. 1970 er síðar sameinaðist Hlaðbæ hf. og var framkvæmda- stjóri þess 1970–75. Páll hætti rekstri 1982 og fékkst frá þeim tíma við margháttuð áhugamál. Páll stofnaði, ásamt öðrum, Verktakasamband Íslands 1968 og var formaður þess 1971–74, auk þess sem hann sat um leið í stjórn VSÍ, er félagi í Rotaryklúbbi Kópa- vogs frá 1962 og forseti hans 1984–85, sat í stjórn Bygginga- samvinnufélags Reykjavíkur 1958–81 og hafði verkfræðilega umsjón með byggingu fjölbýlis- húsa á þess vegum, var einn af stofnendum Dagblaðsins hf. 1975 og sat í varastjórn þess um tuttugu ára skeið og sat í landsnefnd Bandalags jafnaðarmanna 1984– 85. Útför Páls fer fram frá Kópa- vogskirkju á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Péturs Péturssonar, kaupmanns á Akur- eyri, og Þórönnu Pálmadóttur húsmóð- ur. Dætur Páls og Hjördísar Rannveigar eru: 1) Þóranna veður- fræðingur, f. 31.7. 1951, gift Jónasi Sig- urðsson kerfisfræð- ingi, f. 25.6. 1951. Dætur Þórönnu af fyrra hjónabandi, með Þorsteini Ólafssyni dýralækni, eru: a) Sig- rún kennari, f. 6.12. 1974, stundar nám í Álaborg, maki Jóhannes Smári Þórarinsson, smiður og nemi í byggingaverkfræði í Álaborg, f. 18.12. 1973, börn þeirra eru: Þor- steinn Þór, f. 29.5. 1995, og Val- gerður, f. 17.10. 2001. b) Hjördís, læknanemi við HÍ., f. 3.7. 1979. c) Anna, nemi í FÁ f. 10.7. 1983. 2) Hólmfríður Guðrún, M.Sc. í tölv- unarfræði, þjónustu- og verkefnis- stjóri, f. 28.4. 1955. Synir Hólm- fríðar með Guðmundi Skúla Stefánssyni íþróttakennara eru: Páll, búfræðingur og tamninga- maður, f. 6.7. 1977, Garðar Snorri, nemi í tölvunarfræði við Háskóla Reykjavíkur, f. 14.3. 1980, og Hjörtur Pálmi grunnskólanemi, f. 24.11. 1990. Sambýliskona Páls frá 1991 er Gyða Guðjónsdóttir hús- Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur og skrítið að hugsa til þess að þú verðir ekki í Grænutungunni næst þegar við komum þangað. Síðustu dagarnir voru erfiðir en nú vitum við að þér líður vel og þú átt stað í hjarta okkar þar sem þú verður alltaf lifandi í huga okkar. Við erum þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og eru margar okkar bestu bernskuminn- ingar, stundirnar sem við áttum saman í Grænutungunni með þér. Allar næturnar sem við fengum að gista í stóra rúminu hjá ykkur ömmu, sem varð síðan alltof heitt vegna þess að þú varst svo heitfeng- ur. Við gátum endalaust horft á Tomma og Jenna spóluna sem þú tókst sérstaklega upp fyrir okkur. Einnig eru eftirminnilegar Þorláks- messurnar þegar við, barnabörnin, fengum að koma saman og skreyta stóra jólatréð og biðum spennt eftir aðfangadögunum sem við eyddum öll saman í Grænutungunni. Það sem þú hafðir fram yfir svo marga fullorðna í okkar augum voru allar þær stundir sem þú gafst þér tíma bara fyrir okkur, þó svo að aðrir fullorðnir væru í kring. Þær eru ófá- ar klukkustundirnar sem þú spilaðir við okkur svartapétur, veiðimann og fleiri spil, og virtist þú aldrei þreyt- ast á því líkt og aðrir fullorðnir. Þeg- ar þú varst orðinn langafi hélstu áfram að spila við þriðju kynslóðina, og það var alveg sama hvað reynt var að segja barninu að nú ætti langafi ekki að spila fótboltaspilið allan tím- ann sem við værum í heimsókn, þá endaði það alltaf með að þú settist á gólfið og spilaðir fótboltaspilið tím- unum saman. Þú varst alltaf jafn duglegur að fylgjast með okkur og studdir okkur hvort sem var í skólanum eða áhuga- málum okkar. Í okkar augum varst þú stóri afi, sem allt vissir og varst fyrir okkur einskonar alfræðiorða- bók og alltaf fannst okkur jafn merkilegt hvernig þú gast unnið tvö okkar í einu í blindskák. Það verður erfitt að fylla uppí það tómarúm sem skapast nú þegar þú ert horfinn úr okkar heimi og þín verður sárt sakn- að. Minningarnar um þann tíma sem við áttum saman í Grænutungunni, í sumarbústaðnum og allar þær góðu stundir sem við áttum í gegnum árin verða vel geymdar í hugum okkar. Við erum þakklát fyrir að hafa átt svona yndislegan afa sem alltaf hafði tíma fyrir okkur. Sigrún, Páll, Hjördís, Garðar, Anna og Hjörtur. Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs Í nær fjóra áratugi var Páll Hann- esson félagi í Rótarýklúbbi Kópa- vogs. Hann hafði sterkan persónu- leika til að bera og húnvetnsk ættarfylgja setti mikinn svip á alla hans framgöngu og málflutning. Glaðbeittur tók hann til máls á fundum og var oft best skemmt er hann sótti eða varði málstað, þar sem hann átti fylgjendur fáa. Þetta gerði hann eftirtektarverðan ræðu- mann sem allir hlustuðu á þar sem hann með orðum sínum vakti áhuga og hvatti til íhugunar. – Hann var op- inn fyrir tækninýjungum, áhuga- samur um stjórnmál, leiddi hugann að heimspeki og kynnti okkur öll slík efni á fundum með sínum sérstæða hætti, – var ódeigur að taka afstöðu og standa fyrir máli sínu og skoð- unum. Páll var einstaklega næmur á póli- tíska strauma í þjóðfélaginu og sagði oft fyrir um úrslit pólitískra kosn- inga af ótrúlegri nákvæmni – var nánast skyggn á slíka hluti. Við fráfall Páls Hannessonar söknum við vinar og félaga og þökk- um honum minnisstæðar sam- verustundir um leið og við sendum fjölskyldu hans og öðrum að- standendum innilegustu samúðar- kveðjur. Á morgun verður kvaddur Páll Hannesson, verkfræðingur og félagi okkar í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi. Páll hafði mikinn áhuga á félagsmálum og gerðist hann félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs árið 1963. Gegndi hann þar ýmsum trúnaðar- störfum og var forseti klúbbsins 1984–85. Páll var jafnréttissinni og taldi rétt að jafnt konur sem karlar sætu saman til borðs innan Rótarý- hreyfingarinnar. Þegar Rótarý- klúbbur Kópavogs ákvað árið 1999 að kanna hvort grundvöllur væri fyr- ir því að stofna nýjan blandaðan Rót- arýklúbb í Kópavogi var Páll einn helsti talsmaður þess. Stofnun þessa nýja klúbbs var mjög vel tekið og var hann formlega stofnaður í apríl 2000. Til að styrkja stoðir hins nýja klúbbs gengu nokkrir félagar úr Rótarý- klúbbi Kópavogs til liðs við nýja klúbbinn og var Páll einn af þeim. Hann hafði verið félagi í Rótarý- klúbbi Kópavogs í um 37 ár svo það var mikill fengur fyrir félaga í hinum nýstofnaða klúbbi að fá til liðs við sig svo reyndan Rótarýmann. Páll var mjög ættfróður og var ætíð tilbúinn að veita úr þeim viskubrunni. Það var mjög áhugavert að hlusta á hann rekja ættir manna og undraðist mað- ur þekkingu hans á þessu sviði. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum en sérstaklega á málefnum en þó heyrði ég hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Páll var mjög fjöl- fróður og hafði víðtæka þekkingu á þjóðmálum og kom það glöggt í ljós þegar þau mál bar á góma. Nú þegar við félagar í Rótarý- klúbbnum Borgir kveðjum þennan heiðursfélaga er skilið eftir stórt skarð í okkar hópi. Við þökkum góð kynni og vottum Gyðu, dætrum hans Þórönnu og Hólmfríði og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Sigurrós Þorgrímsdóttir forseti Rótarýklúbbsins Borgir. PÁLL HANNESSON  Fleiri minningargreinar um Pál Hannesson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                           ! "#$    $     % &  !        ' $" ($        )*&      & &  & & &                                                                !      !    " #$ %&" ' (    %" ) * !"   +,    %" - (  " *-    %" . ) + - " -    " /  , )  %" -0    %" ! !  . " 12 +- *- %" 3-4  " 55 %- 555                                                              !    " #! ! $#   $ %    !    ! " # $%&'&'&  ( )  * +, - ! . &  ! /) 01)  2    ! !1%%3                                         !" #  $%&           !     !  "   !  # %   &   '  (   ) (        *+     ,+ (  -   . /- 0 ( +    1   *+  +   $, (   *+        . /- 0+&                                        ! " #$  % #!! # &'!( ) " *+ !( ) " (,( - !). #!! //+" ///+                                                      !     "  # $  % &    ' $  ' % #       %     (  ! ! "  #! 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.