Morgunblaðið - 13.01.2002, Page 28

Morgunblaðið - 13.01.2002, Page 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Innlausnarverð: 8.858.873 kr. 1.771.775 kr. 177.177 kr. 17.718 kr. 1. flokkur 1991: Innlausnardagur 15. janúar 2002. Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.771.043 kr. 277.1047 kr. 27.710 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.465.694 kr. 1.232.847 kr. 246.569 kr. 24.657 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.142.575 kr. 2.428.515 kr. 242.851 kr. 24.285 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1993: Innlausnarverð: 11.952.015 kr. 2.390.403 kr. 239.040 kr. 23.904 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 3. flokkur 1993: Innlausnarverð: 11.007.185 kr. 2.201.437 kr. 220.144 kr. 22.014 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1994: Innlausnarverð: 9.706.311 kr. 1.941.262 kr. 194.126 kr. 19.413 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1995: Innlausnarverð: 9.396.255 kr. 1.879.251 kr. 187.925 kr. 18.793 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.664.603 kr. 166.460 kr. 16.646 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf Í SALNUM í Kópavogi var mikið um að vera í suddanum á fimmtu- dag. Tónlistarmenn við æfingar all- an daginn milli þess sem smiðir hömuðust við að ljúka stækkun tón- leikasviðsins fyrir tónleika Ashk- enazys og Kammersveitar Reykja- víkur síðar í mánuðinum. Kammer- hópur Salarins var að ljúka æfingu fyrir tónleika sína á morgun, og þau Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari og Atli Heimir Sveinsson tónskáld gáfu sér tíma til að setjast niður stundarkorn með blaðamanni. Hvers konar tónleikar verða þetta Nína Margrét? „Við ætlum að spila rússneska kammertónlist, eftir þrjú tónskáld, Tsjaíkovskíj, Rakhmaninov og Sjostakovitsj. Ég held að verkin gefi ágæta mynd af rússnesku róm- antíkinni, og Sjostakovitsj stendur svo auðvitað fyrir yngri stefnur í tónlist. Við Sigrún spilum verk eftir Tsjaíkovskíj sem heitir Souvenir d’un lien cher, eða Minningar um kæran dvalarstað. Þetta eru þrjú stykki, Meditation, Scherzo og Mel- odie – og ekta rússnesk virtúósa- rómantík. Ert’ ekki sammála því Sigrún?“ „Jú, þetta er rosalega rómantískt og fallegt, og hittir mann í hjartastað.“ „Þá leikum við Tríó élégiaque nr. 1 í g-moll eftir Rakhmaninov. Hann samdi þetta verk 1892, og var þá við það að ljúka námi við konservatoríið í Moskvu, en verkið ber þess merki að hann var mikill píanisti. Hann lék sjálfur á píanóið þegar verkið var frumflutt; – þetta er eðalverk, styttra en seinna tríóið hans. Þetta er æskuverk, og kannski var hann að æfa sig að semja fyrir þessa hljóðfærasamsetningu.“ „Verkið er bara í einum kafla,“ segir Sigrún, „og búið fyrr en varir.“ „Þetta er harmljóð, en ekkert svo sorglegt,“ segir Nína Margrét, en Sigrún áréttar að það sé þó tals- verður tregi í verkinu, – tregafullur undirtónn. „Þriðja verkið er víólusónata eftir Sjostakovitsj; – gaman hvað verið er að flytja mörg einleiksverk fyrir víólu þessa dagana; – Hindemith hjá Sinfó, Hafliða Hallgríms hjá Kammersveitinni og þetta hjá okk- ur; – en það er síðasta fullkláraða verk Sjostakovitsj. Hann samdi það 1975, en ég held að Atli geti sagt þér miklu meira frá því.“ Atli, hvað segir þú um þetta síð- asta verk Sjostakovitsj? „Hann semur nokkur verk undir lokin og breytir svolítið um stíl; – þessi verk eru eins og hann sé að kveðja heiminn; stór strengjakvart- ett, sá fimmtándi, þetta, og mögnuð sönglög og fleira sem ég kann ekki að nefna. En það eru þrjú, fjögur kammerverk sem hann skrifar und- ir lokin, og þau eru öll sama marki brennd; eins og kveðja til heimsins og kannski einhver sú fallegasta músík sem hann samdi, ekki síst þessi sónata. Þetta var spilað út um allt, og það var okkar Ingvar Jón- asson sem var með þeim fyrstu í vesturheimi til að spila verkið. Eftir dauða Sjostakovitsj var hann ekki mikið spilaður í Sovétríkjunum út af umdeildri ævisögu, þar sem hann gerði upp við kerfið, en bókin heitir Vitnisburður og var mikið seld. Ég veit ekki hvort verkið hefur heyrst hér áður, ég þori ekki að fullyrða það, en ég hef þekkt þetta verk frá því ég kynntist af tilviljun þessum verkum þegar ég var í Sovétríkj- unum á þessum tíma. Þá hitti ég fólk sem var alveg inní þessu. Fimmtándi kvartettinn, sá seinasti, var fluttur hér strax árið 1980 og var fyrsta verkið á Myrkum mús- íkdögum sem ég stofnaði.“ En hvað ætlar þú að segja í fyr- irlestri þínum á undan tónleikun- um? „Það er nú ekki merkilegur fyr- irlestur, – bara spjall. Ég ætla að tala svolítið um rússneska músík. Þeir líta dálítið öðruvísi á músík; þetta er öðruvísi hefð en okkar; – ég er ekki að segja að hún sé betri eða verri, en hún er alla vega öðru vísi. Enda skulum við ekki gleyma því að Moskva er ekkert krumma- skuð, eins og ýmsir gætu haldið sem bara lesa Morgunblaðið. Þetta er heimsborg. Þeir hafa sína eigin tónlistarhefð sem er svolítið ólík okkar. Tónlist þar virðist hafa öðru vísi hlutverk og höfðar mismunandi til fólks, en er kannski einna líkust tónlist okkar á Norðurlöndunum. Þetta er tilfinningalist, og ekki eins handverkslega saman sett og list meginlandsins, og klassísk stefna meginlandsins. Ég ætla segja svolít- ið frá því hvernig ég hef upplifað þetta og þau kúltúrsjokk sem ég hef orðið fyrir. Þegar maður kemur til Moskvu þá eru hlutföllin í heim- inum dálítið öðru vísi en við erum vön.“ Rússneska fiðlan, Sigrún, hvað geturðu sagt um hana? „Tsjaíkovskíj samdi náttúrlega æðislega fyrir fiðlu. Það þekkja allir fiðlukonsertinn hans. Það er gaman fyrir mig að minnast þess að árið 1994 tók ég þátt í Tsjaíkovskíj- keppninni, og þar var skylda að spila einmitt þessi þrjú verk, þannig að þetta vekur minningar. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég var að spila, hvað Rússneskir áheyr- endur eru sérstakir. Það eru engir eins og þeir, því þeir hlusta svo djúpt, og með sálinni. Það er mikið mál fyrir þá hvernig þessi tónlist er túlkuð. Maður ímyndar sér bara á tónleikunum að maður sé staddur þar og þá kemur þetta allt saman.“ „Það er með þessa rússnesku mús- ík,“ segir Atli, „að maður verður bara að fíla hana í botn.“ Þau sem leika með þeim Sigrúnu og Nínu Margréti eru Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Peter Máté sem leika með Sigrúnu í tríóinu, og Helga Þórarinsdóttir víóluleikari sem leikur með Peter Máté í sónötu Sjostakovitsj. Eins og endranær á tónleikum Kammerhóps Salarins, verður veit- ingahúsakynning í lok tónleikanna, og nú er komið að Sigga Hall og Óðinsvéum að sjá um hana. Hvort það verður rauðrófusúpa og blinis í anda rússnesks þema dagsins er ekki komið á hreint, en rétt er að ítreka að spjall Atla Heimis í Saln- um á morgun hefst klukkan 16.30, tónleikarnir kl. 17 og kynning Sigga Hall kl. 18. „Tónlist sem hittir mann í hjartastað“ Morgunblaðið/Kristinn Kammerhópur Salarins og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Nína Mar- grét Grímsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Atli Heimir og Peter Máté. Á myndina vantar Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Kammerhópur Salarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.