Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Ljósafoss kemur í dag, Brúarfoss kemur til Straumsvíkur á morg- un. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl 13 vinnu- stofa, kl 14 spilavist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 –16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upp- lýsingar í síma 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Eldri borgarar Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum, fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþrótta- húsinu kl. 11 á sunnu- dögum.Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Jóga hefst kl. 11 föstudaginn 18. janúar. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun mánudag pútt í Bæjarútgerð kl. 10–11:30 og Félagsvist kl 13:30 og á þriðjudag verður saumur og bridge kl. 13:30. Sælu- dagar á Örkinni 3.–8. mars. Skráning í Hraunseli í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Sunnu- dagur: Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda fram- hald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12 sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB. kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.30 almennur dans hjá Sigvalda, allir vel- komnir. Veitingar í veit- ingabúð. Á morgun kl. 9–16.30 glerskurður umsjón Helga Vilmund- ardóttir. Tölvunámskeð er að hefjast, skráning hafin. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9–17 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 9.30 gler og postu- línsmálun, kl 13 lomber og enska, kl.13.30 skák, kl. 15.30 spænska, kl. 17.15 æfing hjá Söng- vinum, kór aldraðra. Uppl. í síma 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl.9.05 leikfimi, kl. 9. 55 róleg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska. kl. 13:30 gönguferð, fót- snyrting. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Myndlista- kennsla hefst föstudag- inn 1. febrúar leiðbein- andi Hafdís Benediktsdóttir. Uppl. og skránin hjá Birnu og ritara s. 568-6960. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12:15–13:15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Þorrablótið verð- ur fimmtudaginn 7. febrúar nk. Nánar auglýst síðar. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga, fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kvenfélag Grens- ássóknar fundur í safn- aðarheimilinu mánudag- inn 14. janúar kl. 20 kaffiveitingar. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju á þriðjudögum og fimmtudögum. Kvenfélag Breiðholts, Kvenfélag Seljasóknar og Fjallkonurnar. Sam- eiginlegur fundur allra kvenfélaga í Breiðholti verður haldinn fimmtu- daginn 17. janúar klukkan 20. Fundurinn verður haldinn í Safn- aðarsal Breiðholts- kirkju. Konur ath. breyttan fundardag. Konur eru beðnar um að fjölmenna og taka með sér gesti. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 14. janúar kl. 20. Héðinn Unn- steinsson heldur erindi um geðrækt. Kaffiveit- ingar. ITC-samtökin á Íslandi. Námstefna ITC- samtakanna verður haldin á Grand hóteli (Hvammi) laugard. 19. janúar, kl. 11–16. Flutt verða erindi um: Verkkvíða og frestunar- áráttu, óhefðbundnar lækningar, frammi- stöðumat, og flug í flug- væng. Námstefnan er öllum opin. Heimasíða ITC-samtakana er http://www.simnet.is/itc Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Minningarkort Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningakort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Í dag er sunnudagur 13. janúar, 13. dagur ársins 2002. Geisladagur. Orð dagsins: Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til. (II.Kor. 5, 17.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 ímyndunarafl, 8 alir, 9 gerist oft, 10 kyn, 11 efn- að, 13 nytjalönd, 15 flutn- ings, 18 þíðviðri, 21 ílát, 22 eyja, 23 kjánar, 24 hurðarhúns. LÓÐRÉTT: 2 muldrar, 3 ákveð, 4 aft- urkerrta, 5 örlagagyðja, 6 hæðum, 7 lítill, 12 sár, 14 fraus, 15 bæli, 16 hrotta, 17 nákomin, 18 hnigna, 19 ryskingar, 20 siga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 plógs, 4 fagur, 7 kaggi, 8 öflug, 9 pól, 11 röng, 13 turn, 14 róaði, 15 nóló, 17 nótt, 20 kal, 22 tafla, 23 ját- að, 24 rengi, 25 narta. Lóðrétt: 1 pukur, 2 ólgan, 3 skip, 4 fjöl, 5 guldu, 6 Regin, 10 ólata, 12 gró, 13 tin, 15 notar, 16 lyfin, 18 Óttar, 19 tíðka, 20 kali, 21 ljón. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VINUR Víkverja keypti á dögun-um eldspýtur í stórverslun á höfuðborgarsvæðinu og hélt að sú verslunarferð yrði ekki í frásögur færandi. Honum kom hins vegar á óvart að það virtist orðið allnokkurt mál að kaupa einn eldspýtnastokk, a.m.k. í þessari verslun! Vinurinn fékk á tilfinninguna að hann væri að kaupa stórhættulega vöru; já, eldspýturnar eru geymdar inni á skrifstofu. Bíddu augnablik, voru skilaboðin sem hann fékk frá kassadömunni. Vinurinn reykir ekki en kveikir einstaka sinnum á kertum á tyllidög- um og vill þar af leiðandi gjarnan eiga eldspýtur. Víkverji veit að bannað er að hafa tóbak til sýnis lengur í verslunum, en hefur kerfið kannski líka bannað að eldspýtur séu sjáanlegar? Eða er þetta jafnvel ein- stakt tilfelli? x x x Víkverji hefur í rúm þrjú ár fylgstgrannt með ferðalagi banda- ríska parsins Jim Rogers og Paige Parker um heiminn á gulu Mercedes Benz bifreiðinni. Þau lögðu upp frá Þingvöllum á fyrsta degi ársins 1999, ætluðu sér þrjú ár í að ferðast „kringum hnöttinn“ ef hægt er að taka svo til orða, og nú er takmark- inu náð. Þau komu til síns heima í New York nú í byrjun árs 2002 og allt gekk að óskum þrátt fyrir að þau hafi komið við á ýmsum viðsjárverð- um stöðum. x x x HALLDÓR Laxness hefur verið íbrennidepli hér á landi síðustu daga eftir útkomu bókarinnar Höf- undur Íslands eftir Hallgrím Helga- son. Þó um skáldsögu sé að ræða – og það alveg hreint stórgóða sögu að mati Víkverja – er ljóst að Hallgrím- ur byggir frásögnina að einhverju leyti á Halldóri: Rithöfundur vaknar upp í eigin skáldverki og þar er greinilega um að ræða Halldór sjálf- an í Sjálfstæðu fólki. Víkverji getur ekki neitað því að hann hefur lúmskt gaman af orða- skaki manna sem nú eru ýmist „með“ eða „á móti“ Nóbelsskáldinu pólitískt. Rifist er um það hvort Hall- dór gerði upp við sósíalíska fortíð sína eða ekki. Sem hann gerði auð- vitað, eins og oft hefur komið fram, á bók. En það sem skiptir mestu máli er að fólk haldi áfram að lesa hinar stórkostlegu bækur Halldórs Lax- ness, og umræður eins og staðið hafa yfir undanfarið verða vonandi til að auka enn áhuga á Nóbelsskáldinu. x x x SKILTI utan á verslun við Banka-stræti vakti athygli Víkverja á dögunum: Varúð! Tóbaksverslun. Björk. Víkverji reykir ekki og finnst það heldur sóðaleg dægrastytting að stunda slíkt, en þrátt fyrir andúð á tóbaksreyk þykir honum skiltið bera vott um góðan húmor verslunar- mannsins. Skiltið í Bankastræti minnir Vík- verja á annað sem lengi stóð og stendur jafnvel enn í grennd við Mjólkursamlag KEA á Akureyri (sem Víkverja minnir reyndar að heiti nú Norðurmjólk), en þar gaf að líta skilaboð til hesta sem fluttu gjarna eigendur sína um svæðið, enda aðalhestahverfi Akureyringa í nágrenninu. Á því skilti sagði eitt- hvað á þessa leið: Hestar! Hafið vit fyrir eigendum ykkar og skítið ekki hér! Þjónusta sem er lítils virði „FRÁBÆR“ þjónusta Ís- landspósts reyndist svo sannarlega lítils virði. Á mánudag átti ég von á póst- kröfu, og þar sem mér lá nú svolítið á þessu, þá hringdi ég í Íslandspóst og spurðist fyrir um kröfuna. Ekki var hún nú komin, en mér var tjáð að allar kröfur sem bærust þann daginn yrðu keyrðar út eftir kl. 16:00. Þar sem þetta var krafa þá spurði ég hvernig væri með greiðslu. Ekkert mál, sendlarnir eru með posa. Ég varð virkilega ánægður með þessa þjónustu og þakkaði kærlega fyrir mig. Ekki klikkaði það, kl. 18:52 renndi póstbíllinn í hlað og ég gerði mig kláran til að svara. En – bíllinn brunar bara aftur í burtu. Ég fann að vísu miða í póstkassan- um, með þeim skilaboðum að þar sem enginn hafi ver- ið heima þegar sendillinn kom, þá geti ég vitjað send- ingarinnar á pósthúsinu… Og ég sem hélt að eitthvað hefði breyst! Þetta skýrir kannski hina miðana sem komið hafa þegar ég hef talið mig vera heima. (Ekki í fyrsta sinn sem ég fæ svona miða, bara í fyrsta sinn sem um kröfu er að ræða.) Pakkinn var sóttur á pósthúsið og reyndist bara vera nokkuð heillegur, takk fyrir það! Ólafur Pétursson, Galtalind 8, Kóp. Fugladauði rannsakaður SIGURFINNUR hafði samband við Velvakanda og sagði hann að rannsaka ætti hvað orsakaði dauða svartfuglsins sem væri að reka á land fyrir austan. Sagði hann að ef þessi fugl, sem virtist sjúkur, væri skotinn eða hirtur til mann- eldis gæti það verið hættu- legt. Fuglinn bæri í sér ein- hvern sjúkdóm og því væri brýnt að rannsaka þetta. Reglur um skottíma ELÍSABET hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma því á framfæri að sér fyndist að setja ætti reglur um hvenær leyfilegt sé að sprengja flugelda um ára- mót. Segir hún það óþol- andi að fólk sé að sprengja langt fram eftir nóttu. Setja ætti reglur um að sprengja mætti aðeins í kringum miðnætti á gaml- árskvöld og síðan að kvöldi þrettánda. Tapað/fundið Pels týndist á Amsterdam HVAR er pelsinn minn? Var á Amsterdam á föstu- dagskvöldið. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 8767. Dýrahald Tímon er týndur KETTLINGURINN okk- ar hann Tímon, 6 mánaða, fór út sl. miðvikudagskvöld og er ekki kominn heim. Hann er abyssiníuköttur, snögghærður með mjög sérstakan lit, gulbrúnn og svartur í bland og ljós á bringunni með stór eyru. Því miður er hann ómerkt- ur. Hann er mjög blíður og forvitinn. Þess vegna erum við hrædd um að hann hafi kannski farið inn í einhvern bílskúr, geymslu eða aðra spennandi staði. Hans er sárt saknað. Ef einhver hefur séð til hans þætti okkur vænt um að heyra frá ykkur í síma 587 2923 eða 690 4080. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG hef verið að hlusta á umhverfissinna und- anfarið í sambandi við virkjanir og nátt- úruspjöll. Nú á að fara að byggja íbúðarhverfi í útjaðri Reykjavíkur milli Elliðavatns og Rauða- vatns og við Úlfarsfell. Ég er með mjög góða tillögu. Til þess að skemma ekki náttúruna er sjálfsagt að byggja íbúðarhverfi inni í Úlf- arsfellinu. Þar er nóg byggingarpláss. Hafa bara einn munna fyrir inngang svo að náttúran verði fyrir lágmarks- hnjaski. Útgröftinn má nýta í endurvinnslu t.d. til upphitunar og fleira. Til þess að fá hreint loft inn þarf að setja túðugöt hér og þar eftir þörfum uppúr fellinu en gæta þarf þess að þau standi ekki það uppúr jarðveg- inum svo að hljótist sjón- mengun af. Svo þegar búið er að nýta þetta pláss má fara á sama hátt í Esjuna. Þar er nóg byggingarland. Svo er með virkjanir fyrir austan. Álverið má byggja inn í Hólmatind- inn og hafa vatnsvirkj- anir neðanjarðar. Náttúruunnandi. Framtíðarsýn á nýrri öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.