Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNI sneri heim rétt fyrirjólin og er sestur í sinngamla stól í Íslands-banka en segist hafaþurft að banka í sig öðru
hvoru til að átta sig á að hann væri í
raun kominn heim. Óraunveruleika-
tilfinninguna segir hann hafa verið
enn sterkari vegna þess hve heim-
arnir tveir sem hann fór á milli eru
gjörólíkir.
Árni starfaði einkum í sjö löndum,
Eystrasaltsríkjunum þremur og í
Albaníu, Búlgaríu, Póllandi og Júgó-
slavíu. „Það sem kom mér mest á
óvart var að enn skuli vera svona
mikil fátækt í löndum í miðri Evrópu.
Sumstaðar eru aðstæður þannig að
það er eins og komið sé hundrað ár
aftur í tímann.“
Það hafði lengi blundað með Árna
sá áhugi að fara og starfa sem sendi-
fulltrúi hjá Rauða krossinum. Fyrir
þekkti hann til starfsemi Rauða
krossins því hann hefur starfað fyrir
félagið í sjálfboðavinnu síðan 1984.
Fyrst í Reykjavíkurdeild Rauða
krossins og síðan tók hann við starfi
gjaldkera í stjórn Rauða kross Ís-
lands árið 1987 og gegndi því til 1994.
Þá varð hann stjórnarmaður í Ís-
lenskum söfnunarkössum sem Rauði
krossinn rekur.
Starfaði sem fjármálaráðgjafi
Það sem gerði það að verkum að
hann tók af skarið og sótti um sendi-
fulltrúastarfið var að það sköpuðust
þær aðstæður innan fjölskyldu hans
að honum fannst hann geta farið. Tvö
elstu börnin voru að fara að heiman
til náms. Eiginkona hans, Sjöfn Ósk-
arsdóttir, var hætt launavinnu og far-
in að stunda nám við Kennaraháskóla
Íslands og gat því dvalið með honum
ytra um tíma.
Árni kom þá að tali við yfirmann
sinn, Val Valsson, bankastjóra Ís-
landsbanka, og fór þess á leit við
hann að fá launalaust leyfi í eitt ár.
Þótti Vali það sjálfsagt mál.
Að sögn Árna er venjan sú að það
er alþjóðadeild Rauða krossins sem
ákveður hvert á land menn eru send-
ir og ræðst það af þeim verkefnum
sem liggja fyrir hverju sinni. Árni
hefði því eins getað verið sendur til
Asíu eða Afríku en hann fór til Búda-
pest í Ungverjalandi til að starfa þar
sem fjármálaráðgjafi við svæðisskrif-
stofu Rauða krossins. Þjónar skrif-
stofan hluta Mið-Evrópu sem er
gamla austurblokkin og Eystrasalts-
löndin. Þetta eru fimmtán ríki sem ná
frá Eistlandi í norðri og niður til Alb-
aníu í suðri. Hlutverk starfsmanna á
svæðisskrifstofunni er að þjóna lönd-
unum við að byggja upp starfsemi
Rauða krossins innan frá, en í sum-
um landanna var hún nánast engin.
Fólst starf sendifulltrúanna einkum í
að veita ráðgjöf á fjármálasviðinu og
við stjórnun og stefnumótun, sjá um
fræðslu á heilsugæslusviði og við al-
mannavarnir.
„Ég var mjög ánægður að fá að
starfa í Evrópu. Mér finnst hún
standa mér nær og á því auðveldara
með að setja mig í spor íbúanna,“
segir hann þegar hann er spurður
hvort hann hafi verið ánægður með
að fá að gegna starfinu í Evrópu eða
hvort hann hefði viljað fara á meira
framandi slóðir.
Erfitt að breyta til
Þótt Árni hafi verið ánægður með
staðsetninguna segir hann að það
hafi verið mjög erfið ákvörðun að
fara utan. „Eftir því sem maður eld-
ist er erfiðara að breyta til. Svo er
það óvissan, ég vissi ekkert hvað ég
var að fara út í. En þegar ég var bú-
inn að taka ákvörðun um að fara var
þetta ekkert mál.“
Hann segir að viðbrögðin við
ákvörðuninni hafi verið mjög mis-
jöfn. „Að brjóta upp líf sitt á þennan
hátt er kannski ekki það sem menn í
viðskiptaheiminum gera að öllu
jöfnu. Sumum fannst framtakið alveg
frábært. Aðrir horfðu á mig og héldu
að ég væri orðinn ruglaður. Enn aðr-
ir töldu að ég væri að yfirgefa Ís-
landsbanka og kæmi þangað ekki aft-
ur til starfa en það stóð aldrei til af
minni hálfu. Fjölskyldan tók vel í
þetta ævintýri. Reyndar fór ég einn
utan í fyrstu en eiginkona mín og tíu
ára sonur komu til mín nokkrum
mánuðum síðar.“
Hvað ætli hafi kveikt áhuga hans á
starfsemi Rauða krossins í upphafi?
Þetta segir hann samviskuspurn-
ingu. „Ætli það séu ekki þessi mann-
úðargildi, sem Rauði krossinn stend-
ur fyrir, sem höfða til mín. En ég
þekkti ágætan mann sem var í stjórn
Rauða krossins, Björn Friðfinnsson
ráðuneytisstjóra, sem sagði mér frá
starfseminni er ég vann með honum í
Stjórnunarfélagi Íslands. Spurði ég
hann eitt sinn hvort einhver not væru
fyrir mig þar.“ Skömmu síðar fékk
Árni símtal og var boðið að starfa
með Rauða krossinum.
Hann segist líka hafa í gegnum
þetta starf kynnst allt annarri hlið á
samfélaginu og annars konar fólki en
í viðskiptalífinu. Flest sé það af heil-
brigðis -og félagsmálasviðinu. „Fólk-
ið er mjög gefandi og hefur önnur
lífsviðhorf en þeir sem tilheyra þeim
heimi sem ég hef viðurværi mitt af.
Það víkkar sjóndeildarhringinn að
starfa með þessu fólki,“ segir hann.
Rauði liturinn í kross-
inum fór í taugarnar á þeim
Starfi Árna sem sendifulltrúi
fylgdu töluverð ferðalög og þurfti
hann oft að dveljast vikulangt eða
lengur í hverju þeirra landa sem
hann þjónaði. Starf hans fólst einkum
í því að greiða úr fjárhagsvandræð-
um sem Rauðakrossskrifstofurnar í
viðkomandi löndum áttu við að etja.
Skilgreina vandann, þ.e. af hverju
einstaka Rauðakrossskrifstofur voru
komnar í þrot fjárhagslega, hverjir
væru hugsanlega tilbúnir að hjálpa
þeim út úr fjárhagserfiðleikunum og
síðast en ekki síst leiðbeina um
mögulegar leiðir til tekjuöflunar.
Einnig aðstoðaði hann þau félög,
sem voru tilbúin til þess að nútíma-
væða fjármálastarfsemi sína, við að
kaupa hugbúnað, tölvuvæða bók-
haldið, vinna að áætlanagerð og gera
skýrslur. „Að breyta starfsemi félag-
anna á þennan hátt er liður í því að
gera félögin trúverðugri gagnvart al-
menningi,“ segir hann. „Fólk gefur
ekki peninga til starfsemi Rauða
krossins í þessum löndum ef það
treystir því ekki að þeir fari í það sem
upphaflega var ætlað.“
Hann skýrir þetta nánar og segir
að meðan sum landanna hafi verið
enn undir valdi Sovétríkjanna hafi
Rauði krossinn verið hluti af stjórn-
kerfinu og gamlir kommissarar í
stjórn. „Þetta eyðilagði ímynd Rauða
krossins í augum almennings og eru
félögin í þeim löndum sem þannig var
ástatt um ennþá að glíma við ímynd-
arvanda. „Meira að segja er rauði lit-
urinn í Rauða kross merkinu vanda-
mál því fólki þolir ekki rauða litinn.“
Mikill og alvarlegur heilsu-
farsvandi í löndunum
Árni segir að árangursríkt upp-
byggingarstarf standi og falli með
því að gott fólk veljist til starfa fyrir
Rauða krossinn. „Félagið er eftir-
sóttur vinnustaður vegna þess að það
býður upp á alþjóðlegt starfsum-
hverfi. Það getur því valið úr góðu
fólki. Einnig er auðvelt að fá sjálf-
boðaliða til starfa í þeim löndum sem
ég starfaði í vegna atvinnuleysis í
löndunum, fólkið fær þá alla vega
kaffi og meðlæti.“
Starfsmenn á skrifstofum Rauða
krossins í löndunum sjö, segir Árni
vera að glíma við allt önnur vandamál
en við hérna heima. Aðstæður séu
erfiðar og krefjist vinnan mikillar
þolinmæði. „Það ríkir mikil fátækt í
löndunum og henni fylgir geigvæn-
legur heilsufarsvandi auk þess sem
heilsugæslan er í molum. Alnæmi er
víða útbreitt og berklar eru landlæg-
ir. Rauði krossinn vinnur að því að
hefta útbreiðslu alnæmis með því að
beita sér fyrir fræðslu um forvarnir í
skólum. Þá hefur félagið almanna-
varnir á sinni könnu, blóðsöfnun og
skyndihjálparkennslu sem eru hefð-
bundin verkefni félagsins.“
Skilur ekki hvernig fólk
getur lifað af launum sínum
Fólkið í suðurhluta Evrópu, í Alb-
aníu, Búlgaríu og Júgóslavíu, segir
hann móttækilegast fyrir þeim um-
bótum sem Rauði krossinn er að
beita sér fyrir. „Þar er líka mun létt-
ara yfir fólkinu en þeim sem búa til
Lít veröldina
nú öðrum augum
Árni Gunnarsson, útibús-
stjóri Íslandsbanka við
Lækjargötu, fékk ársleyfi frá
störfum til að sinna verk-
efnum erlendis á vegum
Rauða krossins. Nú er hann
kominn til sinna fyrri starfa
eftir ævintýralega reynslu.
Hildur Einarsdóttir ræddi
við hann um sendifulltrúa-
starfið.
Morgunblaðið/Kristinn
Árni Gunnarsson á skrifstofu sinni í Íslandsbanka við Lækjargötu.
Ljósmynd/Árni Gunnarsson
Í Tírana, höfuðborg Albaníu, er hreinlæti víða ábótavant og þar er lítil sem engin
sorphirða. Drykkjarvatnið er víða sótt í litla krana úti á götu.