Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                               !    !""  #$%!  &% '(!#$%!!""  # )"  &%   #$%!&% " * "%#$%!!""  * "%+ % &  , -                !"                  !     "   #   $%     &"       '' ( ')' ') $  "     (      #$%&' ( )'* ✝ SumarrósSnorradóttir fæddist á Steðja í Þelamörk í Hörgár- dal 10. maí 1905. Hún andaðist á Ak- ureyri 6. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Emma Matthildur Jónsdóttir, f. 31.7. 1874, d. 13.3. 1951, og Snorri Guð- mundsson bóndi að Steðja, f. 17.8. 1866, d. 12.3. 1921. Systk- ini Sumarrósar voru: Aðalbjörg, f. 1.12. 1896, d. 2.9. 1995, Guðmundur, f. 29.9. 1898, d. 14.4.1981, Óskar, f. 10.3. 1909, d. 13.1. 1980, og Jakob, f. 22.12. 1914, d. í ágúst 1934. Sumarrós giftist 6. júlí 1929 Jóni Steinbergi Friðfinnssyni, bónda á Skriðu í Hörgárdal, f. 30.10. 1901, d. 16.11. 1931. For- eldrar hans voru hjónin Stein- unn Jónsdóttir, f. 18.10. 1864, d. 11.12. 1932, og Friðfinnur Páls- son, bóndi í Skriðu, f. 20.12. 1863, d. 7.6. 1917. Börn Sum- arrósar og Steinbergs eru: 1) Ríkarður Reynir verkfræðingur, f. 13.4. 1930, d. 25.5. 1996, maki Gróa Valgerður Ingimundar- dóttir, f. 13.7. 1931, d. 23.10. 1978. Börn þeirra eru a) Stein- berg kennari, f. 20.12. 1954, var kvæntur Ástu Óskarsdóttur kennara, f. 18.12. 1955. Þau skildu. Dætur þeirra eru Val- gerður Ósk, f. 5.4. 1980, og Sigurlín Rós, f. 1.11. 1987. b) Hildur verkfræð- ingur, f. 31.3. 1957, gift Ellerti Má Jóns- syni verkfræðingi, f. 30.8. 1956. Börn þeirra eru Sara Rós, f. 21.3. 1989, og Ríkarður Már, f. 22.1. 1992. c) Heim- ir rannsóknarlög- reglumaður, f. 15.5. 1962, og d) Reynir verkamaður, f. 5.6. 1964. Seinni kona Ríkarðs var Valdís Garðarsdótt- ir, f. 18.11. 1929. 2) Jóna Stein- unn (Didda), fyrrverandi for- maður FVSA, f. 20.12.1931. Sumarrós bjó fyrstu hjúskap- arár sín í Skriðu í Hörgárdal. Fljótlega eftir að maður hennar lést eða árið 1934 fluttist hún ásamt ungum börnum sínum til Akureyrar og bjó þar alla tíð síðan. Þar starfaði hún í fyrstu við saumaskap og fiskvinnslu en á stríðsárunum sem ráðskona á Hressingarskálanum á Akureyri og síðar við fatahreinsun. Síð- ustu tvo áratugi starfsævi sinnar vann Sumarrós á kaffiteríu Hót- el Kea. Sumarrós bjó lengst af í Hríseyjargötu 9 og hélt þar heimili ásamt dóttur sinni. Útför Sumarrósar fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 14. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, þær eru ljúfar minn- ingarnar sem ég á um okkar sam- veru. Þegar ég var barn og ungling- ur fór ég á hverju ári til þín og Diddu föðursystur og bjó hjá ykkur sum- arlangt í Hríseyjargötunni. Annað eða þriðja sumarið eignast Didda fyrsta bílinn sinn og þú varst alltaf að hvetja til ferðalaga því þó þú vær- ir þá á sextugsaldri hafðir þú ekki ferðast mikið, en þú naust þess að sjá staði sem þú hafðir lesið um. Í þess- um ferðalögum var oft farið í Fljótin og tjaldað þar og ég fékk að renna fyrir silung. Þú gerðir allt sem í þínu valdi var til að gleðja lítinn dreng ekki bara með útilegum og veiðiferðum heldur líka heima fyrir með því að spila við hann bingo, manna, kasínu eða bara hvað sem var og næstum hvenær sem var. Ekki varð breytingin mikill við það að ég yrði fullorðinn og þú alltaf eldri og eldri. Fyrir þremur ár- um að sumarlagi þá sagðir þú mér að þið hefðuð uppgötvað nýjan yndis- legan dal sem þú yrðir að sýna mér og dætrum mínum. Lagt var af stað og gekk ferðin að mestu áfallalaust. Mér fannst leiðin að vísu bara jeppa- fær en þú attir Diddu áfram og við komumst í Bleiksmýrardal og vissu- lega var hann fallegur, þar settumst við niður úti í guðsgrænni nátt- úrunni og drukkum kaffi á rauða teppinu. Heimili þitt og Diddu varð fastur punktur í tilveru okkar systkinana. Öll fórum við þangað nokkrum sinn- um á ári og nutum þess að dvelja þar. Ógleymanlegar eru einnig margar stundir úr sólstofunni þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar þegar við fengum okkur einn fyrir matinn. Elsku amma mín, hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldu minni. Steinberg. Elsku amma mín, aldrei hefur leiðin milli Akureyrar og Reykjavík- ur virkað eins löng og sunnudaginn 6. janúar síðastliðinn. Didda hringdi um hádegið og sagði okkur í hvað stefndi. Tvísýnt var um flug og lögð- um við Heimir því strax af stað keyr- andi norður. Fimmtudeginum áður hafðirðu farið í rannsókn upp á spít- ala illa kvalin í baki. Eins og þín var von og vísa fórstu sjálf niður í lyftu- stólnum sem þú hafði látið setja upp í apríl, tókst með þér krossgátur og spil til að glíma við á meðan á spít- alavistinni stæði. Öll reiknuðum við með þér heim aftur en sú varð ekki raunin, aðeins þremur sólarhringum síðar varstu öll. Fyrstu ár ævi minnar tilheyrðir þú eldri kynslóðinni en fljótlega lærðist mér í návist þinni að aldur er afstæður. Í huganum rifja ég upp óteljandi yndislegar minningar úr bernskunni með þér og Diddu, pabba og mömmu og okkur systk- inunum. Þið fullorðna liðið voruð svo ótrúlega nátengd og náðuð svo vel saman að það var óhjákvæmilegt annað en að við krakkarnir fléttuð- umst inn í þennan órjúfanlega vef. Þrátt fyrir að vistaverur væru ekki stórar í fyrstu var alltaf nóg rými í Hríseyjargötu og leikur einn að koma fyrir 6 manna fjölskyldu án þess að heimilið bæri þess merki. Ef- laust hafa kröpp kjör fyrri ára átt sinn þátt í samheldni ykkar en þú stóðst uppi ekkja með ársgamalt barn og annað á leiðinni aðeins 26 ára gömul. Þeir sem þekkja til þess tíma vita að það hefur kostað mikla ósérhlífni, útsjónarsemi og vinnu- semi að standa ein og koma sér upp fallegu heimili og koma börnum til mennta á þessum árum. Þú barst nafn með réttu en varst svo sannarlega rós allra árstíma þótt sumarið væri þinn besti árstími. Blóm voru líf þitt og yndi og bera garðurinn, sólstofan og gróðurhúsið við Hríseyjargötuna þess glöggt vitni. Þær voru ófáar stundirnar sem þú áttir í garðinum þar sem þú fylgd- ist með hverri plöntu og dyttaðir að. Allar plöntur þurfti þú að þekkja með nafni og voru blómabækur ávallt við höndina og bera þær merki mikillar notkunar. Rækist þú á plöntu sem þú ekki kannaðist við voru laufblöð og blóm grandskoðuð og ekki hætt fyrr en búið var að finna út heitið. En svona var með svo fjöl- margt sem vakti áhuga þinn því þú varst fróðleiksfús með eindæmum. Örnefni í náttúrunni, saga lands og þjóðar, öllu var slegið upp og rakið saman. Í gegnum árin hefur þú verið okk- ur fjölskyldunni ómetanleg amma mín og þið Didda saman því þið vor- uð samstiga í að hlúa að okkur og veita okkur allt hið besta. Þú kunnir að meta lífið og lifðir því lifandi og horfðir alltaf björtum augum til framtíðar allt fram á síðasta dag og aldrei stoppaði aldurinn þig í að framkvæma það sem hugur þinn stóð til. Þú varst alltaf að, sast aldrei auðum höndum. Aldrei fórstu samt í verkin með látum, verkin voru látin tala og þau unnin jafnt og ákveðið og þú hafðir lag á að gera alla vinnu skemmtilega og kunnir kúnstina að láta fólk njóta sín. Þú töfraðir fram góðgæti á engum tíma og margar eru minningarnar úr sólstofunni og af pallinum. Þar varstu oftar en ekki hrókur alls fagnaðar, skelltir upp úr og grést úr hlátri enda með góða frá- sagnargáfu, stálminnug, skarp- greind, hreinskiptin og lást ekki á skoðunum þínum og sagðir hlutina beint út ef svo bar undir. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og allt sem þú varst mér og mínum. Söknuðurinn er mikill og það er erfitt að ímynda sér Hríseyjargötuna án þín og að hugsa til þess að þú sért horfin úr tvíeykinu „amma og Didda“. Minning þín mun lifa með okkur og ylja okkur um ókomin ár. Hildur. Elsku amma mín, allt tekur enda og einhvern veginn virðist það vera svo endanlegt þegar jarðvist ástvin- ar lýkur, en svo er ekki. Þú náðir háum aldri en þrátt fyrir það var ekki hægt að vera undir það búinn að kveðja þegar kallið kom. Mikil sorg helltist yfir mig þegar Didda hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáin. Í sorginni birtust mér minningar um liðna atburði og ég gerði mér ljóst að minning þín mun að eilífu lifa með mér. Strax í barnæsku fann ég að ég átti einnig eitthvað stórkostlegt að á Akureyri sem varst þú og Didda, slík var eftirvænting mín er ég vissi að þið voruð að koma suður á gula Volkswagninum eða heimsókn fjöl- skyldunnar til Akureyrar stóð fyrir dyrum. Við 10 ára aldurinn var ég sendur í „sveit“ til ykkar og átti ég upphaf- lega að dvelja hjá ykkur í tvær vikur, á meðan pabbi og mamma voru er- lendis. Fór nú svo að vikurnar urðu að ellefu sumrum auk annarra fría og var ástæða þess að sjálfsögðu hið ljúfa viðmót og góða atlæti sem þið sýnduð mér ætíð. Það er ómögulegt að minnast þín án þess að geta Diddu, sem bjó með þér alla tíð, enda voru þið ávallt sam- taka í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Allir í fjölskyldunni fengu að kynnast ferðum ykkar um Ísland, aðallega um Norðurland, þar sem þú réðst að mestu ferð, eftir að gáð hafði verið til veðurs. Oft lá leið í Vaglaskóg, austur í Mývatnssveit, til Húsavíkur og svona mætti lengi telja. Vandfundinn var meiri náttúru- unnandi en þú sem þreyttist aldrei á að skoða náttúru Íslands og var varla til sá vegarspotti sem þú vildir ekki skoða enda varstu órög við að etja samferðamönnum á vit hins ókannaða lands. Minnisstæðar eru síðustu ferðir okkar saman þegar við ókum inn Eyjafjörð og þaðan inn á Sprengisand og þú hvattir frekar skelkaðan jeppaeigandann á nýlega jeppanum sínum með skemmda hjólabúnaðinn til að „láta vaða“ út í straumharða jökulána. „Treysta yrði á Guð og lukkuna“. Einnig þegar við fórum til Hofsóss sumarið 2000 til að skoða Vesturfarasetrið, sem var síð- asta ökuferð okkar saman um landið. Þá eru eftirminnilegar ferðir okkar út Flateyjardal, að Baugaseli og þegar þú sýndir mér Bleiksmýrardal sem þú hafðir nýlega uppgötvað og vildir sýna öllum í fjölskyldunni. Aldrei man ég til þess að þú sætir auðum höndum, slíkur var dugnaður þinn. Ríkt verður í minningunni þar sem þú situr leggjandi kapal, ráð- andi krossgátu, við hannyrðir eða að hlúa að blómunum þínum. Veldi þitt var samt í eldhúsinu þar sem þér tókst ávallt að töfra fram stórfeng- legar kræsingar fyrir fjölskylduna og þegar gesti bar að garði. Stund- irnar á pallinum eða í sólstofunni eru ógleymanlegar og það var síðast í haust sem við áttum þar saman góða stund er þú varst að rifja upp upp- vaxtarár þín. Stolt þitt var fallegi garðurinn þinn í Hríseyjargötunni enda leið þér best ein með sjálfri þér úti í garði þegar sól fór að hækka á himni. Þú varst ávallt fyrst allra í hverfinu til að sinna garðverkum enda var það fyrsta merki um að vor- ið væri á næsta leiti þegar þú hófst vorverkin. Elsku amma mín, við fráfall þitt myndast mikið tómarúm í fjölskyld- unni sem erfitt verður að fylla. Allar góðu minningarnar og fullvissa okk- ar um að nú líði þér vel í faðmi geng- inna ættingja mun styðja okkur. Minning þín lifir, takk fyrir allt. Heimir. Elsku amma, ég á margar og mjög góðar minningar um þig. Ein af fyrstu minningum mínum um þig er þegar ég kom til þín eitt sumarið og Didda hafði gefið mér fullan poka af hárteygjum og spennum í öllum lit- um og ég fékk að greiða ykkur og setja fullt af skrauti í hárið á þér. Það eru nú ekki allir sem myndu hafa þolinmæði í að láta barnabarnabarn- ið sitt dútla svona við hárið á sér en þú sast hin rólegast á meðan ég greiddi á þér hárið og skreytti þig með perlufestum og fíneríi. Ein af seinni minningum mínum er þegar við fórum í berjamó. Ég man hvað mér þótti það flott að geta sagt að í sumarleyfinu hafði ég verið í berjamó með 95 ára langömmu minni. Þú sast flötum beinum í lyng- inu og tíndir öll berin í kring um þig en við hin þurftum alltaf að fara lengra og lengra til að tína en þegar við komum til baka varst þú búin að fylla þína fötu þó svo þú hefðir varla fært þig úr stað. Þegar svo heim var komið fengum við okkur gómsæt jarðarber úr garðinum og aðalbláber með rjóma. Einn af uppáhaldsréttum þínum var skyr með bláberjum og rjóma og gæti ég trúað því að það eigi stóran þátt í því að við fengum að hafa þig svona lengi hjá okkur. Ég var sann- arlega heppin að fá að þekkja þig og eiga þig fyrir langömmu, þú gafst mér ekki einungis fallegar og góðar minningar um þig heldur gafstu mér ómetanlegar minningar um ömmu Gógó sem mér finnst ég hafa þekkt svo vel vegna minninga þinna um hana sem þú deildir með mér. Nú ætla ég að sjá til þess að næstu kyn- slóðir kynnist þér í gegnum minn- ingar mínar um þig sem eru svo sannarlega margar og fallegar. Þó svo að það sé sárt að kveðja þá átt þú svo sannarlega skilið hvíld. Ég er sannfærð um að þú hafir það gott núna hjá ástvinum þínum og þið eig- ið eftir að spila mörg spil og fara í mörg ferðalög um himnaríki. Þú munt alltaf lifa í huga mér. Þín Valgerður Ósk. Amma Sumarrós er farin. Hún er hér samt enn. Hún býr í afkomend- um sínum og þeim sem henni kynnt- ust. Sumarrós var einstök kona. Hún var dugnaðarforkur sem vann sín störf af eljusemi og festu. Hún var gáfuð, með gott skopskyn, frábær kokkur og með græna fingur. Hún hafði sínar skoðanir á mönnum og málleysingjum og lét þær í ljós ef svo bar undir, t.d. þegar kettir voguðu sér inn í garðinn hennar. Að heim- sækja ömmu Sumarrós var eitthvað sem allir í fjölskyldunni hlökkuðu ávallt til. Langömmubörnin hændust að henni á einhvern dularfullan hátt. Hún var engin venjuleg amma og börnin báru mikla virðingu fyrir ömmu sinni og fannst undurvænt um hana. Aldur er afstæður og Sumar- rós var alla tíð ung í anda. Hún hafði yndi af blómum og ræktaði garðinn sinn vel. Áttræð réðst hún, ásamt Diddu, í að byggja sólstofu og end- urbyggja sólpallinn. Þar gat hún ver- ið innan um blómin í notalegu um- hverfi allt árið um kring. Gróð- urhúsið í garðinum skemmdist í illviðri þegar Sumarrós var 92 ára og pantaði hún þá snarlega nýtt og stærra gróðurhús. Garðurinn og húsið í Hríseyjargötu var lítil para- dís á Eyrinni. Það var ekki að furða að við sóttumst í að heimsækja ömmu Sumarrós og Diddu norður. Einn var sá siður, ævagamall, er fjöl- skyldan hittist hjá ömmu Sumarrós og Diddu. Það var „sexarinn“. Kok- teill á tyllidögum fyrir kvöldmatinn, gjarnan í sólstofunni eftir að hún kom. Þá var mikið skrafað og hlegið og yndislegt að hafa ömmu Sumar- rós með sem var oft hrókur alls fagn- aðar. Síðan var hún rokin í að klára matinn en við sátum eftir í notaleg- heitum þar til matur var framreidd- ur. Þetta var paradís. Sumarrós fór eina utanlandsferð um dagana, til Danmerkur með Diddu, þá 77 ára. Það var ekki vandamál að bjarga sér þar enda búin að lesa nokkur þúsund eintök af „Norsk Ukeblad“ og ógrynni af „dönsku blöðunum“. Eitt sinn var hún með Diddu á brautar- stöð og bregður sér inn í lest til þess að athuga hvert lestin væri að fara. Lestin brunaði af stað og Didda stóð agndofa og horfði á Sumarrós veifa glaðlega úr lestinni. Lestin hvarf. Nú hélt Didda að Sumarrós væri í vond- um málum. Því fór fjarri. Hún var mætt til baka að vörmu spori með næstu lest. Þannig var amma Sum- arrós. Hún miklaði ekki hlutina fyrir sér Það eru forréttindi að kynnast fólki eins og ömmu Sumarrós. Ég þakka henni samfylgdina og allt sem hún hefur gefið mér og mínum börn- um og megi andi ömmu Sumarrósar lifa áfram um ókomna tíð í þeim sem landið erfa. Ellert Már Jónsson. SUMARRÓS SNORRADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sumarrós Snorradóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.