Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Y FIRLITSSÝNING á verkum þýska myndlistarmannsins Bernd Koberlings var opnuð í Hafnarhúsinu í gær. Af því til- efni er haft eftir honum í við- tali hér í Morgunblaðinu að þeir séu ekki margir mál- ararnir af hans kynslóð sem geta litið yfir fer- ilinn og sagt að náttúran sé grunnþáttur í allri sköpuninni. Koberling hefur meðvitað leitað fanga í náttúru sem hann finnur ekki í heima- landinu; fyrst var Lappland uppspretta mynd- efnisins en allar götur frá 1977 hefur það verið íslenskt landslag sem hann hefur unnið úr á expressjónískan hátt. Og Koberling bætir við: „Þegar poplistin kom fram fóru margir í að tjá samtímann; ég þurfti alltaf að vera sami ein- faldi bændamálarinn. Ég fann ekki til þeirrar ábyrgðar að þurfa að takast á við borgarsam- félagið. Náttúran bjarg- aði lífi mínu.“ Það er kunnuglegt við- horf myndlistarmanna og í raun listamanna yf- irleitt, að þeim beri að spegla samtímann og hræringar hans, þá menningu sem þeir hrærast í. Og vissulega er það einn þeirra þátta sem er svo heillandi við myndlistina; hún er viðbrögð við tíma og um- hverfi. Hvort sem liststefnan hefur verið kennd við raunsæja eða óhlutbundna list hefur mátt skynja enduróm tímans í verkunum, sam- þykki eða andsvör þess sem skapar. Það er ein ástæða þess hversu áhugavert er að fylgjast með því sem er að gerast í listinni á hverjum tíma, að sjá hvort og hvernig samtíminn ratar inn í sköpunina. Í rótgrónum iðnaðarsamfélögum er raun- veruleikinn oft mótaður af hinu manngerða; borgir jafnt sem sveitir eru merktar mann- inum og framkvæmdum hans. Þessvegna er eðlilegt að listamenn innan samfélagsins túlki þann veruleika, veruleika sem á samt ekki við alla. Þannig er því greinilega farið með Bernd Koberling, landslag iðnaðarhverfanna getur ekki verið kveikja verka hans, hann þarf að stefna til norðurs þar sem finnast víðerni og óbyggðir dalir. Það er líka umhverfi sem hefur haft gífurlega mótandi áhrif á alla myndlist hér á landi. Ísland er landslagsland. Fátt fólk, mikið land og náttúra sem einhvern veginn nær að verða aðalatriðið; skapandi kraftur. Ef horft er yfir hina ungu íslensku myndlist- arsögu þá hefur náttúran sífellt þrengt sér inní sýn listamanna; verið höfuðeinkenni á þeirri list sem hér var sköpuð á nýliðinni öld. Vissu- lega finnast undantekningar frá þeirri reglu, en algengara er að náttúran verði á einhvern hátt viðfangsefnið. Eldri listamenn sóttu óspart í þessa smiðju; Ásgrímur Jónsson fékkst við víðáttur landsins og birtuna, Kjarval horfði meira niður í svörðinn og kenndi þjóð- inni að meta hraun, Júlíana Sveinsdóttir mál- aði litbrigði og veðurfar Vestmannaeyja, Gunnlaugur Scheving sýnda krafta hafsins. Þetta var verið að gera á sama tíma og koll- egar í Evrópu og Bandaríkjunum veltu vélinni og verksmiðjunum fyrir sér. Ef horft er okkur nær hafa margir í framvarðarsveit íslenskra listamanna haldið áfram í náttúrupælingunum: Georg Guðni málar fjöll og dali, í myndheimum Helga Þorgils skipar náttúran stóran sess, Ragna Róbertsdóttir færir eldfjallavikur uppá veggi. Menn hafa numið erlendis, unnið þar útfrá umhverfi hvers svæðis en einhvernveg- inn nær náttúran oft að læðast inní forgrunn verkanna fljótlega eftir að fólk fer að vinna hér heima aftur. Og það er ekkert skrýtið, um- hverfi hlýtur að hafa mótandi áhrif á lista- menn. Enn skýrari dæmi um þetta má sjá hjáfrændum okkar Færeyingum. Helstulistamenn þeirra lærðu erlendis ogmótuðust af meginstraumum liststefn- anna, en svo virðist vera að um leið og þeir sneru heim til eyjanna átján hafi þær tekið yf- ir; listamennirnir fóru að sýna landslag með litríkum þorpum og hafi. Raunveruleikinn verður ekki umflúinn. Þessi sérstaða lítillar þjóðar í stórri náttúru birtist ekki bara í myndlistinni. Hún er einnig greinileg í fjölmiðlunum. Sérstaða Morg- unblaðsins er þannig veruleg hvað varðar myndbirtingar af landslagi og náttúru. Slíkar myndir finnast varla í dagblöðum ann- arsstaðar en þetta er eitt af hinum ágætu ein- kennum blaðsins; myndir af landinu og öflum þess. Þessi sömu náttúruöfl, hvort sem það eru eldgos, flóð eða hvassviðri, eru oft helsta fréttaefnið; fátt sem gerist í mannlífinu og flestir hafa áhuga á náttúrulífinu. Þetta er einnig áberandi í fréttatímum sjónvarpsstöðv- anna, þar sem landlagsmyndir og stemmn- ingar byggðar á náttúrunni eru algengnar – nokkuð sem sést varla í fréttum fjölmennari samfélaga. L jósmyndahefðin hér á landi hefur ver-ið ákaflega mótuð af landslagi. Þettaland varð snemma útflutningsvara ímyndum; auglýsingar til að laða að ferðamenn og ekki síður sem upphrópanir: sjá- ið hvað við eigum heima í glæsilegu landi! Enda hafa íslenskir landslagsljósmyndarar náð einstaklega góðum tökum á sínum miðli, nokkkrir eru tvímælalaust í fremstu röð ef brugðið er upp alþjóðlegum mælistikum. En kannski fyrir vikið – það gæti líka stafað af því hversu fámenn ljósmyndarastéttin er, hafa fá- ir eða engir þeirra verið þátttakendur í mörg- um helstu straumunum sem léku um fagið er- lendis á liðinni öld. Það er helst nú á síðasta áratug sem nokkrir listamenn hafa farið að nota ljósmyndatæknina meðvitað sem fjöl- breytilegan efnivið í list sína og er það áhuga- verð þróun, þótt hún sé óneitanlega seinna á ferðinni hér en annarsstaðar. Grunneiginleiki ljósmyndatækninnar er hrein hlutlæg skrán- ing og býður upp á margbreytilega nálgun listamanns sem hefur eitthvað að segja eða vill benda á tiltekin einkenni í samfélaginu. Marg- ir telja það eitt af hlutverkum listamanns að skyggnast bakvið yfirborð hlutanna og bregða þannig á þá ljósi; með ferskri sýn listaverksins getur áhorfandinn síðan öðlast nýjan skilning eða í besta falli orðið fyrir uppljómun. Á liðnum árum hafa þannig nokkrar athygl- isverðar íslenskar ljósmyndasyrpur litið dags- ins ljós: Nökkvi Elíasson og Orri Jónsson hafa verið að mynda íslensk eyðibýli, hvor á sinn hátt en sýning á myndum Orra var opnuð í Gallerí Skugga á Hverfisgötu í gær. Hrafnkell Sigurðsson hefur gert myndraðir af tjöldum og bráðnandi hraukum af snjó sem rutt hefur verið af götum – sú síðari sérlega markverð; Ragnar Axelsson hefur hlotið verðskuldaða at- hygli erlendis fyrir framúrskarandi heimildar- ljósmyndir af íslensku bænda- og sjómanna- samfélagi; Ívar Brynjólfsson sýndi myndir af skrifstofum forsetaframbjóðenda og tómum íbúðum og Spessi myndaði bensínstöðvar um- hverfis landið, svo eitthvað sé nefnt. Það væri gaman að sjá meira, að sjá fleiri virkja miðilinn á persónulegan máta. Og ekki síst væri mik- ilvægt að sjá fleiri takast á við landið og nátt- úruna – þetta mótunarafl íslenskrar listar – á nýjan hátt. Fyrir tveimur árum sendi Páll Stefánsson frá sér nýja bók, 1881 km, þar sem hann ók umhverfis landið og tók mynd á 20 km fresti. Útkoman var áhugaverð sýn frá veginum, frá sjónarhorni fólksins sem horfir á landið þjóta hjá fyrir utan bílrúðuna. Fyrir nokkrum árum fór vestur-íslenski ljósmyndarinn Wayne Gud- mundsson um hálendið og myndefni hans voru gjarnan tjaldstæði og fjallakofar, vegir og veg- skilti; ummerki um menn í landi hrauna og berangurs. Hvenær skyldu menn hér fara af stað og mynda til dæmis á formlegan hátt framkvæmdir eins og virkjanir, raflínur og verksmiðjur í landinu? Náttúran er í fréttum og listamenn geta brugðið upp nýjum sjón- arhornum; sýnt samræmi og sundrungu. Það væri alls ekkert nýtt á alþjóðlega vísu ef ís- lenskir listamenn beindu linsum sínum að mannvirkjum í landinu, þetta er gamalkunn- ugt efni en síáhugavert. Minnast má verka nokkurra Bandaríkjamanna sem fjalla um um- gengni mannsins við vestrið svokallaða. Ro- bert Adams hefur skrásett þau svæði ítarlega í mörgum bókum, allt frá rennsli Columbía ár- innar frá upptaka til hafs, til þess hvernig borgin Denver er sífellt að þenjast lengra út í mörkina. Robert Dawson gerði röð mynda sem hann kallaði „California Toxics Project“, þar sem hann sýndi í fallegum svarthvítum mynd- um landslag sem öðlast frekari merkingu þeg- ar lesið er um það sem ekki sést á þeim; á einni rennur fljót sem er illa mengað af eiturefnum og á annari sést út á haf og myndin heitir „Þar sem 55.000 pund af skordýraeitri eru grafin neðansjávar“. Möguleikarnir í efnistökum og úrvinnslu þessara bandarísku listamanna eru ákaflega fjölbreytilegir. Richard Misrach sýn- ir þannig gríðarstórar og ofurskarpar myndir af stöðum í eyðimörkinni þar sem kjarnorku- tilraunir hafa verið gerðar, John Pfahl tekur fagrar litauðugar myndir af reykháfum sem dæla upp eimyrju sem blandast skýjum og Len Jenshel er einnig með litmyndir; fallegt landslag en í forgrunni ætíð vegir, pípuhlið eða önnur ummerki manna. Mannvirkin sem verða til í kringumstíflanir, lón og vatnsmiðlanir eruoft áhugaverð í sjálfu sér, eins ogvirkjanamenn hér á landi hafa bent á. Japaninn Toshio Shibata hefur gert seríur af stíflum í Japan, mikilfenglegar og fal- legar svarthvítar myndir. Og Bandaríkjamað- urinn Joel Sternfeld myndaði ferðamenn á Glen Canyon stíflunni; fólk að njóta útsýnis af mannvirkinu. Kannski er einhver listamaður kominn af stað, byrjaður að mynda og sýnir okkur á persónulegan hátt þróun mála þegar stífluveggurinn rís við Kárahnjúka. Náttúru má beisla á ýmsan máta, meðal annars með lónum og í myndum, þótt sitt sýnist hverjum um útkomuna. Náttúran í myndunum Joel Sternfeld: Glen Canyon Dam, Page, Arisona, August 1983. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Kringlan er Veitingastaðir í Kringlunni verða með girnileg fjölskyldutilboð í dag: Afgreiðslutími verslana er frá 13.00 til 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.