Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 12. janúar 1992: „Fyrir nokkru birtist í tímaritinu Sjávarfréttir viðtal við Brynj- ólf Bjarnason, forstjóra Granda hf. Í viðtali þessu segir hann m.a.: „Deilan um veiðileyfagjald er ekkert óeðlileg. Þetta er hag- fræðilegt atriði, sem snýr að samkeppnisstöðu milli at- vinnugreina. Ég tel hins veg- ar ekki eðlilegt að setja slíkt gjald á sjávarútveginn eins og er. Ef einhver ofsagróði myndast í þessari atvinnu- grein mun hann koma fram í greiðslu tekjuskatts eins og gerist í öðrum atvinnugrein- um. Ég tel jafnvel koma til greina, að þessi fyrirtæki greiði hærri tekjuskatt en al- mennt tíðkast, ef það er mat manna, að óþolandi ágóði verði af starfseminni, eftir að tekið hefur verið tillit til rétt- látra arðsemisgreiðslna til hluthafa. Ég er algjörlega ósammála þeim mönnum, sem telja, að hagkvæmni ná- ist fram með því að setja á veiðigjald í dag. Hag- kvæmnin mun þvert á móti nást fram með frjálsu framsali á kvótum. Sjávarútvegsfyr- irtæki hafa fjárfest í fiskiskip- um og fyrirtækjum í þeirri góðu trú, að þau yrðu ekki skattlögð sérstaklega. Þessir aðilar þurfa að fá arð af fjár- festingum sínum á næstu ár- um, áður en til greina kæmi að leggja á sérstakt veiðileyfa- gjald, ef það yrði talin rétta aðferðin til þess að ná fram jöfnum starfsskilyrðum milli atvinnugreina.““ . . . . . . . . . . 10. janúar 1982: „Síðastliðinn þriðjudag birtist hér í blaðinu grein eftir Braga Ásgeirsson, myndlistargagnrýnanda, sem bar yfirskriftina: Mannlífs- vettvangur. Þar kemst höf- undur meðal annars svo að orði um íslenskt þjóðlíf: „Þetta þjóðfélag hefur auðsjáanlega fengið á sig stórborgarsvip, en því miður helst á sviði múg- og meðalmennsku, glataðri dóm- greind og athöfnum er helst sjást í hverfum bak við járn- brautarstöðvar stórborga. Öldurhúsaiðnaðurinn blómstrar á sama tíma, og að- sókn minnkar að kenning- arathöfnum hvers konar – fjölmiðla- og skrumpésaiðn- aðurinn hamast við að ýta undir þessa þróun og er hér engin undantekning. Merk- isviðburðir gleymast í þessari hringiðu fáránleikans, en ómerkilegustu atburðir eru blásnir upp …“ . . . . . . . . . . 16. janúar 1972: „Á und- anförnum árum hefur það mjög færzt í vöxt, að ein- staklingar tækju höndum saman um að hrinda í fram- kvæmd atvinnurekstri. Hafa fjölmörg opin hlutafélög ver- ið stofnuð, ekki sízt úti á landsbyggðinni, og þau hafa þegar náð talsverðum ár- angri. Ljóst er, að sú stefna á vaxandi fylgi að fagna, að al- menningur verði virkur þátt- takandi í íslenzkum atvinnu- rekstri í formi almennings- hlutafélaga.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÖGREGLAN OG NÝBÚAR Það er fagnaðarefni að í Lög-regluskólanum skuli nú haldinsérstök námskeið um málefni nýbúa og samskipti þeirra við lög- reglu, eins og greint var frá í frétt hér í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar kom fram að námsefnið, sem kennt er á námskeiðinu, hefur þegar verið tekið upp í grunnnámi lögreglunnar, sem er vel, því það felur í sér að sérhver lög- reglumaður sem sest á skólabekk í Lögregluskólanum mun tileinka sér þetta þarfa námsefni. Engum vafa er undirorpið að nám- skeið sem þetta, er til þess fallið, að auka traust þeirra sem nýfluttir eru til landsins á lögreglu og auðvelda þeim sem finnst á sér brotið á einn eða ann- an hátt að leita liðsinnis lögreglunnar. Eiríkur Hreinn Helgason yfirlög- regluþjónn sagði í áðurnefndri frétt Morgunblaðsins að ástæða hafi þótt til að gera lögreglumenn hæfari til að fást við málefni þeirra fjölmörgu út- lendinga sem hér hafa sest að. Í ná- grannalöndum okkar hafi komið upp ákveðin vandamál og yfirleitt skili þróun í nágrannalöndunum sér hing- að. Því hafi lögregluyfirvöld hér viljað auka færni lögreglumanna til að vinna að málum þar sem útlendingar koma við sögu og til að leiðbeina útlending- um um málefni sem þeir þurfa að kunna skil á. Þetta mat lögregluyfirvalda er hár- rétt og til þess fallið að auðvelda nýbú- um hér á landi að aðlagast nýjum heimkynnum sínum og finna þar það öryggi og traust sem þeir eiga auðvit- að heimtingu á. Jafnframt er líklegt að svona tilhögun geti haft ákveðið for- varnargildi og dregið úr líkum þess að þeir sem eru nýfluttir hingað til lands, verði fyrir aðkasti fyrir þær sakir ein- ar að vera af öðrum kynþætti en þeir sem fyrir eru í landinu, eða að tala framandi tungumál. Með öryggistilfinningu og fullvissu í farteskinu þess efnis að lögreglan vill vinna með og í þágu nýbúa, sem ann- arra Íslendinga, eiga nýbúarnir sem hingað koma auðveldara með að aðlag- ast íslensku samfélagi og finnast þeir vera ákveðinn og þýðingarmikill hluti þjóðarinnar, sem þeir auðvitað eru. Fólk af erlendu bergi brotið sem hingað hefur flust á undanförnum ár- um og áratugum hefur, sem betur fer, alla jafna átt auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi og verða hluti heildarinnar, án þess þó að glata tengslum við uppruna sinn, fæðingar- land og eigin menningarheim, sem aft- ur hefur auðgað íslenska menningar- flóru. Á liðnu sumri hafði lögreglan í Reykjavík frumkvæði að því að leita eftir uppfræðslu frá Miðstöð nýbúa um menningarheima þess fólks sem hér er að setjast að. Með því samstarfi var stigið þýðingarmikið skref til að auka skilning á þeim vandamálum sem mætt geta nýjum Íslendingum. Sem betur fer, hefur ekki mikið bor- ið á fordómum hér á landi, í garð ný- búa af öðrum kynþáttum. Þó hefur því miður örlað á á þeim öðru hverju, eins og fréttir hér í blaðinu hafa gefið til kynna. Engin vopn eða tæki eru öflugri til þess að vinna bug á kynþáttafordóm- um og öðrum hleypidómum en einmitt fræðsla, upplýsingar og umræður. Með því að afla innsýnar í málefni ný- búa, sögu þeirra, reynslu- og menn- ingarheima, á lögreglan auðveldara um vik, að stemma stigu við áreiti og fordómum í þeirra garð. Með nýbúa- námskeiðinu í Lögregluskólanum og eflingu sambandsins við Miðstöð ný- búa hefur lögreglan markvisst lagt sitt lóð á vogarskálarnar, til þess að fólk af erlendum uppruna eigi auð- veldara með að leita til hennar, ef brotið er á rétti þess. Lögregluyfirvöld eru hér á réttri braut og auðvelda þar með nýjum Ís- lendingum að ganga í gegn um þá að- lögun sem þeim er nauðsynleg í nýjum heimkynnum. H INN 20. nóvember sl. birtist grein hér í Morg- unblaðinu eftir Friðrik Pálsson, stjórnarfor- mann Landssímans og SÍF, sem þekktur er að öðru en umfjöllun um kvikmyndir. Grein hans fjallaði um nýja kvikmynd, sem Erlendur Sveinsson hefur gert og nefnist Málarinn og sálmurinn hans um litinn. Myndin fjallar um Svein heitinn Björnsson, listmálara, föður Er- lendar. Í grein sinni sagði Friðrik Pálsson m.a.: „Ég fór með blendnum huga í bíó á fimmtudaginn var til að sjá mynd Erlendar Sveinssonar um lokaár föður hans, Sveins Björnssonar, málara. Hvernig ætlar handritshöfundur og leikstjóri að halda athygli bíógesta í næstum tvo tíma, þegar sagan fjallar um málara, sem kominn er á efri ár og lifir að mestu einn í afskekktu húsi í Krýsuvík? Erlendur hefur að vísu oft áður komið á óvart með lifandi myndum af hversdagsleik- anum á þann hátt að það gleymist seint en sú ætlun sonarins að fylgja föðurnum eftir síðustu ár ævinnar hlaut að vera erfitt verk í listræn- um skilningi. En aldrei hefur Erlendi tekizt betur upp.“ Síðan segir Friðrik Pálsson: „Þráður myndarinnar, vitund söguhetjunnar um dauðann og trú hans á almættið, er spunn- inn saman á listilegan hátt við íslenzka þrjósku og þolgæði við að koma sem mestu í verk áður en kallið kemur. Listamaðurinn, málarinn, hef- ur þegar lifað tvö sérstök myndskeið sín og komizt vel af við aðdáendur sína, en skynjar nú sterka þörf til að hefja list sína á enn annað stig og kúvenda í sköpun sinni. Það veldur aðdáendum hans vonbrigðum og honum sjálf- um sársauka á sýningu í Kaupmannahöfn, borginni, sem hafði hampað honum svo oft áð- ur. Þau vonbrigði þvælast samt ekki fyrir hon- um stundinni lengur og hann heldur ótrauður áfram, helsjúkur, við að reyna að ljúka mynd- um við Passíusálmana og öðrum þeim verkum, sem hann á ólokið hér á jörðu. Það tekst með sérstökum hætti og áhorfendum líður betur.“ Loks segir Friðrik Pálsson um myndina: „Þessi kvikmynd er listaverk í augum leik- manns, allt í senn einlæg, sterk, hlý og sönn ... Hin einstaka myndataka Sigurðar Sverris Pálssonar verður lengi í minnum höfð og aldrei hefur mér fundizt honum takast betur upp. Það er eins og málarinn hafi aldrei af honum vitað í kringum sig og jafnvel ýktustu nærmyndir verða persónulegar en ekki nærgöngular.“ Hér er sterkt til orða tekið en hvergi ofmælt. Kvikmynd Erlendar Sveinssonar um föður sinn er einstakt listaverk. Hún sýnir að til er á Ís- landi kvikmyndagerð í efsta gæðaflokki. Þessi mynd á erindi við alla landsmenn. Það á ekki sízt að vera hlutverki ríkissjónvarpsins að koma efni sem þessu á framfæri og vonandi verður það svo. En kvikmyndin um Málarann og sálminn hans um litinn er líka vísbending um, hvernig við getum varðveitt minningar um þá, sem við sögu hafa komið í samfélagi okkar. Í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins hefur á undanförnum misserum nokkrum sinnum verið vakið máls á því, að það sé skylda okkar að varðveita þau menningarverðmæti, sem til hafa orðið bæði á 20. öldinni og fyrri öldum með þeirri tækni, sem nú er flestum aðgengileg. Í því sambandi hefur verið bent á, að opinberir aðilar yrðu að koma við sögu, því að ekki er hægt að búast við að einkaaðilar hafi fjárhags- legt bolmagn til að sjá um þetta viðamikla verkefni. Það þarf t.d. að gefa öll verk helztu tónskálda okkar út á diskum og nótnaheftum. Tölvutæknin gerir kleift að safna saman myndum og upplýsingum um myndir helztu listmálara okkar. Við eigum t.d. að þýða allar bækur Vilhjálms Stefánssonar og gefa út á ís- lenzku. Í stuttu máli sagt eigum við að halda til haga arfleifð 20. aldarinnar og gæti verið verð- ugt verkefni að hafa lokið því á 100 ára afmæli íslenzka lýðveldisins árið 2044. Margmiðlunar- diskar, sem gefnir eru út í öðrum löndum sýna hvað hægt er að gera með nýrri tækni en auð- vitað kostar þetta mikla fjármuni. Og má t.d. nefna slíkan disk um Shostakovich sem dæmi um það. Sú kvikmynd Erlendar Sveinssonar, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni sýnir að það er líka hægt að koma þessari menningararfleifð til skila með öðrum hætti, þ.e. á kvikmynd. Sam- starf þeirra Erlendar og Sigurðar Sverris Páls- sonar hefur nú þegar skilað svo miklu að nýta á starfskrafta þeirra og hæfni í að halda áfram slíkri myndgerð um þá, sem við sögu hafa kom- ið bæði í menningu og á öðrum sviðum. Á síðasta ári hófu þeir gerð myndar um Matthías Johannessen, skáldið og ritstjórann, og er tilhlökkunarefni fyrir þá, sem séð hafa mynd Erlendar um Svein Björnsson að fylgjast með meðferð þeirra á því margslungna verk- efni. Hans G. And- ersen Það eru fleiri en listamenn, sem mark- að hafa samtíma okk- ar. Einn þeirra manna var Hans G. Andersen, þjóðréttarfræð- ingur, sem segja má að hafi lagt fræðilegan grundvöll að allri baráttu okkar fyrir fullum yf- irráðum yfir fiskveiðilögsögunni við Íslands strendur, jafnframt því að gegna lykilhlutverki við að tryggja fulla viðurkenningu á alþjóða- vettvangi á sjónarmiðum okkar. Ekki er of sagt, að Hans G. Andersen hafi á sínum tíma verið einn áhrifamesti fræðimaður og diplómat á sviði hafréttarmála í heiminum. Það var þess vegna við hæfi, að minning hans var heiðruð á fullveldisdaginn 1. desember með afhjúpun brjóstmyndar af honum í Háskóla Ís- lands. Þeirri athöfn stjórnaði Ásgeir Pétursson, fyrrverandi bæjarfógeti, og sagði þá m.a.: „Við minnumst þess, að sjálfstæðisbarátta Íslendinga er ævarandi. Henni lauk ekki við lýðveldisstofnunina 1944. Þvert á móti hófst í kjölfar hennar nýr þáttur í baráttu þjóðarinnar fyrir auknum réttindum og bættum lífskjörum. Þar vó þyngst baráttan fyrir útfærslu land- helginnar. Þar var Hans G. Andersen í far- arbroddi og eigum við hugkvæmni hans, festu, lagni og hugrekki mikið að þakka að farsæl lausn fékkst á því mikla hagsmuna- og rétt- indamáli. Vitneskjan um þá baráttu verður um ókomin ár vel geymd í hugum Íslendinga. Öll munum við minnast lífsstarfs Hans G. Andersen með virðingu og af þakklátum huga.“ Við sömu athöfn flutti Manik Talwani, vís- indamaður af indverskum ættum en bandarísk- ur ríkisborgari, ræðu þar sem hann lýsti kynn- um sínum af Hans G. Andersen, sem hófust á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf árið 1980, en dr. Talwani átti sæti í bandarísku sendinefndinni á þeirri ráðstefnu. Á milli þeirra Hans G. Andersen tókst mikið samstarf og var lýsing Talwanis á því hvernig fræðilegur grundvöllur var lagður að kröfum Íslendinga á Hatton-Rockall svæðinu athygl- isverð. Það var Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks í um tvo áratugi, sem tók upp pólitíska baráttu hér heima fyrir þeim sjónarmiðum en á milli Eyjólfs Konráðs og Hans G. Andersens var mjög náið samstarf. Saga Hans G. Andersens er hluti af sögu þeirra kynslóða, sem skópu það Ísland, sem við nú þekkjum og ekki ómerkasti hluti hennar. Fullyrða má, að Hans G. Andersen var áhrifa- mesti fagmaður íslenzku utanríkisþjónustunn- ar og er enn ef á þetta er litið í sögulegu sam- hengi. Nú er komin fram á sjónarsviðið ný kynslóð sagnfræðinga, þar sem eru fremstir í flokki þeir dr. Valur Ingimundarson og dr. Þór Whitehead, sem er að leggja mat á þessa sögu, hlutverk og framlag þeirra einstaklinga, sem áttu mestan þátt í að skapa hana. Það er verð- mætt að kynnast sýn þeirra á liðna atburði en það skiptir líka máli að halda til haga verkum mannanna sjálfra og sjónarmiðum þeirra. Það verður gert m.a. með söguritun og með því að fella framlag þeirra inn í sögukennslu í skólum landsins á öllum stigum. En það verður líka gert með heimildarmyndum um líf þeirra og störf eins og vikið var að hér að framan í umfjöllun um kvikmyndagerð þeirra Erlendar Sveinssonar og Sigurðar Sverris Pálssonar. Þorskeldi Þótt barátta eldri kynslóða fyrir fullum yfirráðum Íslendinga yfir fiskimiðunum við strendur landsins hafi verið mikilvæg, þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, eins og Ásgeir Pétursson benti réttilega á við afhjúpun brjóstmyndarinnar af Hans G. Andersen, og lykilatriði í að þjóðin er nú orðin ein af ríkustu þjóðum heims er ekki hægt að láta staðar numið. Ný verkefni taka við og nýjar kynslóðir og nýir menn koma til sögunnar. Eitt stærsta verkefni, sem við Ís- lendingar stöndum nú frammi fyrir er að ná tökum á þorskeldi. Það getur skipt sköpum um að við höldum og tryggjum stöðu okkar á al- þjóðlegum fiskmörkuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.