Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jón mundi passa vel inn í pólitísku myndina þar sem hann getur tekið þátt í Harry Potter ársins á eigin skafti. Kynningarmyndband um Austurland Kaflaskil í ferðamennsku FYRIR nokkru komút kynningarmynd-band um Austur- landsfjórðung. Ábyrgðar- og umsjónarmaður mynd- bandsins er Ásmundur Gíslason, fyrir hönd Ferða- málasamtaka Austurlands. Umtalsverðar breytingar í samgöngum til og frá land- inu svo og nauðsyn þess að halda opnum öllum valkost- um í atvinnu- og byggða- uppbyggingu í fjórðungin- um hafa sett svæðið í kastljósið. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Ásmund í vikunni. –Segðu okkur eitthvað frá þessu myndbandi, tilurð þess og vinnslu... „Það er fljótgert að segja frá vinnslunni. Það er unnið hjá Plús film og var ekki lengi í vinnslu, enda myndefnið allt til, en það er héðan og þaðan. Þetta er kynning á valkostum og möguleik- um í ferðamennsku í fjórðungnum sem nær frá Skeiðarársandi og til Langaness. Tilurð myndbandsins er hins vegar þau kaflaskil sem eru að verða í ferðamennsku og þjón- ustu á svæðinu með tilkomu LTU- flugs milli meginlands Evrópu og Egilsstaða, tilkomu nýrrar og stærri ferju sem kemur í stað Nor- rænu og siglir á milli Færeyja, Hjaltalands, Danmerkur, Noregs og Seyðisfjarðar. Þetta er þrefalt stærri ferja heldur en sú gamla. Svo má nefna tilkomu væntanlegs Vatnajökulsþjóðgarðs sem er stór- kostlegt tæki fyrir okkur til að markaðssetja fjórðunginn með. Þessir þættir allir saman eru að veita okkur feikileg sóknarfæri í ferðaþjónustu.“ –Það er greinilega mikill hugur í ykkur eystra... „Já, það er mikill hugur í okkur. Samt eru hér alls ekki á ferðinni óraunhæfar væntingar. Sterka ferðaþjónustu er lengi verið að byggja upp og það hefur mikil grunnvinna verið innt af hendi síð- ustu árin og hefur þar verið góð samvinna milli Ferðamálasamtaka Austurlands annars vegar og Þró- unarstofu Austurlands á Egils- stöðum og samtökum sveitarfélaga á svæðinu hins vegar. Mikil aukn- ing á gistirými í fjórðungnum hef- ur orðið, ferðavefurinn okkar East.is og youriceland.com hafa verið styrktir og bættir og nefna má annað sem dæmi, að stór svæði í fjórðungnum hafa verið kortlögð með fullkomnum göngukortum, enda hafa gönguferðir notið sívax- andi vinsælda á Austfjörðum og við höfum verið að koma inn sem nýtt svæði á eftir Hornströndum og Laugaveginum. Til marks um hvað þessi grunn- vinna skiptir miklu máli þá má nefna að LTU-flugið gerði könnun á Austfjörðum fyrir nokkrum ár- um með það fyrir augum að hefja hingað flug. En það var fallið frá því þar eð svæðið var ekki í stakk búið að taka við ferðamanna- aukningunni. Núna var hins vegar ekkert að vanbúnaði.“ –Straumurinn hefur verið til Reykjavíkur til þessa, af hverju teljið þið að Egilsstaðir muni njóta hylli? „Til að byrja með verður að segja að mjór er mikils vísir. Þetta eru ekki nema 2.000 ferðamenn fyrsta árið. En spurningin þín, hvers vegna Egilsstaðir og Austur- landið? Með því að Egilsstaðir eru orðnir áfangastaður í millilanda- flugi þá koma upp alveg ný viðhorf til ferðamennsku í fjórðungnum. Nýir möguleikar skapast. Ferða- heildsalar fara að auglýsa nýjan valkost og nýjungar eru alltaf mik- ilvægar í þessari grein. Í seinni tíð hafa ferðamenn lagt aukna áherslu á styttri ferðir. Hingað til hefur miðdepillinn verið Reykjavík og al- gengt að ferðamennirnir fari þang- að, búi þar, en skoði landið með dagsferðum þaðan. Við heyrum það utan að okkur að mjög margir ferðamenn koma einmitt frá stór- borgum og hafa takmarkaðan áhuga á því að fara frá einni slíkri til annarrar, sérstaklega þar sem styttri ferðir færast í vöxt. Þá legg- ur fólk meira upp úr því að komast beint í snertingu við ró, kyrrð og ósnortna náttúru. Að þessu leyti geta Egilsstaðir orðið að góðu mót- vægi við Reykjavík. Svo má alveg koma fram, að fleiri aðilar sem stunda leiguflug hafa lýst yfir miklum áhuga á að koma upp áætl- unarflugi til Egilsstaða.“ –Hvert er viðhorf ferðaþjón- ustuaðila í fjórðungnum til hinna umdeildu virkjunarmála, stóriðju og sjókvíaeldis sem blasir við Aust- firðingum? „Við förum ekkert út í þau mál á myndbandinu okkar eða í mark- aðssetningunni. Það eina sem ég vil segja um það mál er að ferða- þjónusta, sama hvort hún er á Austfjörðum eða annars staðar, nærist á öflugu atvinnu- stigi. Beinlínis grund- vallast á því.“ –Hvað bjóða Austfirð- ir upp á? „Það er geysilega margt. Ég nefndi áðan áhersluna á ró, frið og ósnortna náttúru og gönguleiðirnar sem verið er að kortleggja með miklum og góðum árangri. Það er ekki langt í að menn geti gengið fjórðunginn á enda eftir göngukortum. Það eru bátasiglingar út í eyjar, kajaksigl- ingar, hestamennska, fuglaskoðun, steinasafn Petru á Stöðvarfirði, veiðiskapur, jöklaferðir og fjöl- margar menningar- og skemmti- hátíðir um alla firði.“ Ásmundur Gíslason  Ásmundur Gíslason er fæddur 6. febrúar 1951 í Reykjavík. Stúdent frá MH 1972 og lauk síð- an kennaranámi. Fluttist til Hornafjarðar 1975 og var fram- kvæmdastjóri elli-, hjúkrunar- og fæðingarheimilis Hafnar í Hornafirði í 13 ár. 1995 fluttist hann að Árnanesi í Nesjahverfi og hefur stundað þar ferðaþjón- ustu síðustu fimm árin, m.a. selt gistingu og boðið hestaferðir. Formaður Ferðamálasamtaka Austurlands síðustu fimm árin. Ásmundur er kvæntur Helgu Er- lendsdóttur myndlistarmanni sem rekur gallerí í Árnanesi. Þau eiga samtals 7 börn. …að góðu mótvægi við Reykjavík SAMKEPPNISSTOFNUN hefur nú til umfjöllunar kæru Netskila hf., fyr- irtækis sem sér m.a. um uppsetningu rafrænna reikninga og skjala, á hend- ur Reiknistofu bankanna vegna fyr- irætlunar Reiknistofunnar um að koma upp, ásamt Búnaðarbanka Ís- lands, Landsbanka Íslands og Ís- landsbanka, sameiginlegu kerfi til rafrænnar birtingar reikninga. Viktor Vigfússon, framkvæmda- stjóri Netskila, segist í samtali við Morgunblaðið sem minnst vilja tjá sig um umrædda kæru. „Ég get þó sagt að Netskil telja að samstarf um- ræddra aðila á vettvangi rafrænnar birtingar reikninga myndi takmarka aðgengi annarra aðila að þeim mark- aði.“ Kveðst hann vonast til þess að úrskurður Samkeppnisstofnunar lægi fyrir á næstu vikum. Í kæru Net- skila er þess m.a. krafist að viðskipta- bönkum og Reiknistofu bankanna yrði með öllu bannað að hafa sam- starf sín á milli um þróun og uppsetn- ingu fyrrgreinds kerfis. Halda Net- skil því fram í kærunni að slíkt samstarf brjóti gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga en þar segir m.a.: „Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og sam- stilltar aðgerðir sem hafa að mark- miði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörk- uð eða henni raskað eru bannaðar.“ Þá er í kærunni vísað til 11. greinar sömu laga þar sem segir m.a.: „Mis- notkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð.“ Netskil hf. hafa kært Reiknistofu bankanna Endurvinnslufyrirtækið Hringrás skipaði í vikunni út 3700 tonnum af brotajárni til bræðslu á Spáni. Sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er þetta ein stærsta útskipun í 50 ára sögu þess og vonast stjórnendur Hringrásar eftir því að þetta gefi tóninn fyrir árið sem nú er nýhafið. Hringrás hefur á þessari hálfu öld flutt út um hálfa milljón tonna af brotajárni. Fram kemur í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu að það sé nú bú- ið hagkvæmum og góðum tækjakosti sem geri það mögulegt að endur- vinna og koma svo miklu magni í skip á skömmum tíma. Aukning á brotajárni og málmum sem falla til hefur verið mikil und- anfarið og segist fyrirtækið leggja allt kapp á að flytja út sem mest af málmum og járni og koma þannig í veg fyrir uppsöfnum efnis á vinnslu- svæðinu í Sundahöfn. 3.700 tonn af brotajárni flutt til Spánar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.