Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 25
dæmis í Eystrasaltslöndunum. „Það eru ekki nema tíu ár síðan þær þjóðir losnuðu undan Sovétríkjunum. Mikill drungi er enn yfir íbúunum og þung- lyndi er algengt. Enda hafa lífskjörin versnað mjög og fólk eygir ekki von um betri efnahag. Atvinnuleysi er mikið. Ef við tök- um dæmi um Ungverjaland þá er at- vinnuleysi þar 20% og launin eru lág. Mænusérfræðingur, sem ég þekki og starfar á ríkisspítalanum í Búdapest, fær sem samsvarar um fimmtán þús- und íslenskum krónum í mánaðar- laun að frádregnum sköttum. Hjónin, sem eiga fjögur börn, þurfa að treysta á fjárhagsaðstoð frá foreldr- um sínum. Þeir sem eru minna menntaðir eða atvinnulausir bera ennþá minna úr býtum.“ Eistarnir hata Rússana Árni leitaðist við að kynnast þjóð- félagsháttum í löndunum. Þegar hann ferðaðist til skrifstofa Rauða krossins í hinum ýmsu löndum ók hann út fyrir borgirnar til að skoða lífið á landsbyggðinni. Hann segist hafa kynnst samfélagsháttum betur en hinn almenni ferðamaður þar eð hann vann í landinu. „Ferðamaður- inn sér fína bíla aka um götur stór- borganna en hann þarf ekki annað en að aka í klukkutíma út fyrir borgirn- ar þá er hann kominn í annan heim.“ Árni ferðaðist meðal annars að austurlandamærum Eistlands og Rússlands til bæjarins Narva þar sem talið er að fíkniefnin austan frá Sovétríkjunum fari einkum um. Seg- ir hann nær enga gæslu á landamær- unum og fíkniefnin flæði í gegn nær óhindrað. Á þessu svæði sé rússneski minnihlutinn í Eistlandi langstærst- ur eða um 80% íbúanna á svæðinu. „Eistarnir hata Rússana og þeir búa við lítil mannréttindi,“ segir hann. „Þar er bannað að tala rússnesku og um helmingur þeirra er atvinnulaus. Ástandið í heilbrigðismálum er líka hræðilegt og alnæmi veður uppi. Einnig er mikil mengun á þessu svæði og víðar. Efnaúrgangur frá rússneskum verksmiðjum, sem voru þarna, hefur verið skilinn eftir og myndar hæðir og hóla í landslaginu sem er annars mjög slétt. Það rýkur úr haugunum og mengar úrgangur- inn vatnsból og veldur sjúkdómum og börn fæðast vansköpuð.“ Rauði krossinn í Albaníu best rekinn Árni kom einnig nokkrum sinnum til Albaníu sem hann segir hafa mikla sérstöðu meðal Evrópuþjóða. Þá ekki síst vegna mikillar fátæktar og þess hve umhverfismálin eru í hræðilegu ástandi. Mengun segir hann þar mikla og grundvallar hrein- læti sé ábótavant og þar sé lítil sem engin sorphreinsun, hundarnir éti úrganginn úti á götunum. Þá tíðkist að slátra lömbunum í götukantinum. Akrarnir séu flestir í órækt og hvergi vinnuvélar að sjá. Albanar noti ekki hesta til að draga plóginn til að yrkja jörðina heldur handaflið og haka. Þótt Albanar eigi að heita múslím- ar þá segir hann engin merki um bænahús í landinu. Megi sjá dúkkur, hanga utan á íbúðarhúsunum og sé þeim ætlað að reka frá illa anda. „Þrátt fyrir þetta er Rauði krossinn í Albaníu best rekna félagið á þessu svæði,“ segir Árni. „Albanar eru líka jákvæðasta fólkið sem ég hitti þrátt fyrir að búa við verstu kjörin. Landið nýtur mikillar velvildar á Vestur- löndum og hefur fengið margvíslega aðstoð svo það réttir vonandi úr kútnum fyrr en síðar.“ Netvæðing þrátt fyrir fátæktina „Í Eystrasaltslöndunum sló drunginn mig mest. Miðaldra fólk hefur ekki enn sætt sig við að það muni ekki á meðan það lifir ná þeim lífskjörum sem aðrar vestrænar þjóðir búa við. Hugsanlega gætu börnin þeirra upplifað þau. Ef skoð- uð eru opinber laun í þessum löndum eru þau hæst í Slóveníu en þar eru meðallaun sem samsvara um áttatíu þúsund krónum íslenskum á mánuði. Í Ungverjalandi eru þau um fjörutíu þúsund íslenskar krónur. Í Búlgaríu um tíu þúsund krónur á mánuði og í Rúmeníu eru þau svipuð. Það er ódýrt að lifa í löndunum en þau þurfa að kaupa olíu á heimsmarkaðsverði til að hita upp húsin. Það þýðir að vistarverurnar eru oftast kaldar á veturna því fólkið hefur ekki efni á að hita þær upp. Í Eystrarsaltsríkjunum er gífur- legur alnæmisvandi samfara mikilli fíkniefnaneyslu. Sprautunálar og vændi eru helstu smitleiðirnar. Í Júgóslavíu er flóttamannavand- inn stærstur og þar er vöntun á nauð- synjum. Rauði krossinn í Júgóslavíu hefur tekið að sér að dreifa matvæla- gjöfum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna, WHO. Þó lífið í þessum löndum sé frum- stætt er ótrúlegt hvað búið er að net- væða löndin.“ Kjör sígauna blettur á Evrópu Eitt af verkefnum Rauðakross- skrifstofunnar, sem Árni starfaði fyr- ir, hafði það að markmiði að vekja at- hygli á kjörum sígauna í heiminum. „Aðstæðurnar sem þeir búa við eru verri en hundanna,“ segir hann. „Töluvert er af þeim í Ungverjalandi. Flestir fyrirlíta sígaunana og segja að þeir séu þjófar og aumingjar sem nenni ekki að vinna. Það er sígauna- byggð í um eins og hálfs tíma akstur frá Búdapest, við landamæri Slóvak- íu. Sex hundruð manns búa þar í nið- urníddu þorpi í jaðri bæjar. Lækur rennur á milli þorpsins og bæjarins og máttu sígaunarnir ekki fara yfir lækinn. Hreinlætisaðstaða er lítil, einn vatnshani var á staðnum, þrír til fjórir útikamrar og börnin leika sér í skolpræsinu. Það er Evrópu til skammar hvernig farið er með þetta fólk. Sígaunar er flökkuþjóð sem á sér ekkert þjóðland og engan talsmann og þeir njóta ekki mannréttinda í þeim löndum þar sem þeir búa. Evrópusambandið hefur gagnrýnt Ungverja fyrir meðhöndlun þeirra á sígaununum og Frakkar hafa komið við kaunin á þeim með því að veita ungverskum sígaunum stöðu flótta- manna í Frakklandi. Þetta hefur Ungverjum fundist mikil niðurlæg- ing þá ekki síst vegna þess að þeir hafa verið að gera hosur sínar græn- ar fyrir Evrópusambandinu. Hlutverk Rauða krossins hefur verið að vekja athygli sveitarfélag- anna og víðar á bágum kjörum sígaunanna í Evrópu. Þegar ég fór hafði verið komið upp hjá bæjarbú- um öruggum vatnsbólum og betri salernisaðstöðu og ræsum lokað. Kjör sígaunanna er blettur á Evr- ópu.“ „Vegurinn til Evrópusambandsins“ Árni segir að þó að Albanía, Búlg- aría og Rúmenía séu ekki á leiðinni í Evrópusambandið, sé verið að setja mikla fjármuni í innri uppbyggingu í þessum löndum. Nefnir hann í þessu sambandi einkum símakerfið og vegi. „Það er þjóðum Evrópu í hag að þjóð- félögin í þessum löndum virki þokka- lega og þar sé stöðugleiki. Í Búlgaríu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu, er hægt að senda tölvupóst þvers og kruss um landið. Við ókum eitt sinn frá Sófíu til strandbæjarnins Sosopol sem er við Svartahafið eftir splunkunýrri hrað- braut sem Búlgarar kalla „The road to European Union“,“ (Vegurinn til Evrópusambandsins). Árni tekur fram að sér hafi líkað mjög vel við fólkið sem hann vann með. „Það sem ég á eftir að minnast helst eru þau persónulegu tengsl sem urðu til. Ég réð mig til eins árs en er mjög sáttur við að koma heim. Ég á eftir að fara í heimsókn til þessara landa. Þá mun ég halda áfram að fylgjast með nokkrum verkefnum sem ég setti í gang ytra og brúka Netið til samskiptanna. Dvölin ytra nýttist konu minni og syni vel. Sjöfn, konan mín, stundaði nám í listiðnaðarháskólanum í Búda- pest en hún er í textíldeild Kenn- araháskólans. Ungverjar eru þekktir fyrir fagurt handverk svo námið kom sér vel. Fékk hún það metið hér heima. Sonur okkar var í bandarísk- um skóla og líkaði vel. Ég lít veröldina öðrum augum en áður en ég fór. Í raun má segja að ég hafi gjörbreyst. Ég hlusta öðruvísi á umræðurnar hér heima um þjóð- félagsmál. Ég spái í hvað það er sem fólk setur í forgang og yfir hverju það er að kvarta. Við búum við ein bestu lífskjör í heimi en erum samt aldrei ánægð. Á Íslandi er mikið rætt um samdrátt í efnahagslífinu en í mínum augum eru þetta aðeins vaxtarverkir, hér er ekki einu sinni atvinnuleysi. Það var einstaklega áhugavert að miðla fólki af reynslu sinni sem hefur mikinn áhuga á að bæta sig eins og ég varð var við í þessum löndum. Það er líka svo þakklátt fyrir aðstoðina.“ Sígaunar lifa við mjög bág kjör og njóta ekki almennra mannréttinda eins og þessi börn sem búa í niðurníddu þorpi við landamæri Slóveníu.                      !" "  #$$$ %&&& %&&##$$'#$$(#$$)#$$*#$$+#$$, ##&& #&&& $&& '&& (&& )&& *&& +&& ,&& %&& #&& &                  !      he@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 25 Tölvur og vinnuumhverfi 1 Frábært nám fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á tölvunni og byggja tölvunotkun sína á góðum grunni. Nemendur kynnast tölvunni og helsta hugbúnaði sem notaður er við skrifstofustörf: Windows, Word, Excel og Internet Explorer. Þar sem námið fer fram að miklu leyti á veraldarvefnum læra þátttakendur sérlega vel að nota hann sér til gagns. Tölvur og vinnuumhverfi 2 Þetta námskeið er vinsælt hjá þeim sem hafa nýlega lokið náminu Tölvur- og vinnuumhverfi 1 og hjá þeim sem hafa notað helstu forrit MS Office í nokkur ár. Á námskeiðinu ná nemendur valdi á flóknari aðgerðum Word og Excel, ásamt því að kynnast PowerPoint og Publisher, sem gerir þeim kleift að nýta tölvuna til hins ítrasta við störf sín. Fjarnám okkar fer fram með aðstoð hugúnaðar sem notaður er á Vefnum og kallast WebCT. En aðal styrkur þessa náms felst í því að það er leitt af kennurum sem hafa reynslu af því að leiða fullorðna námsmenn í fjarnámi. Fyrir byrjendur og lengra komna Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · skoli@raf.is · www.raf.is Námið hefst 21. janúar og því lýkur 16. apríl. K l a s s í k D j a s s R a f t ó n l i s t H e i m s t ó n l i s t R e g g í R o k k K l a s s í k D j a s s R a f t ó n l i s t H e i m s t ó n l i s t R e g g í R o k k Hin árlega og alræmda stórútsala hefst á mánudaginn kl. 10 100 fyrstu Telarc kaupendur fá bónusdisk frá Telarc Skólavörðustíg 15, sími 511 56 56 12tonar@12tonar.is Verðdæmi: • Aphex Twin- Drukqz (2 cd) nú kr. 2.200, áður kr. 3.300. • Oscar Peterson - Ballads (Telarc) nú kr. 1.500, áður kr. 2.400. • O Magnum Mysterium (Telarc) nú kr. 900, áður kr. 2.400. • Dave Brubeck - The Crossing (Telarc) nú kr. 1.500, áður kr. 2.400. • Gerry Mulligan - The Final Recordings (Telarc) nú kr. 1.500, áður kr. 2.400. • Real Group - Vinsælasta söngsveit Svíþjóðar nú kr. 1.500, áður kr. 2.400. • J.S. Bach - Sellósvítur (2 cd) nú kr. 1.500, áður kr. 3.000. • Allir diskar Jacques Loussiers (Telarc) nú kr. 1.500, áður kr. 2.400. • Allir diskar Tarafs de Haidouks, Sígaunanna sem koma á Listahátíð í vor kr. 1.500, áður 2.400. Nýtt kortatímabil er hafið 25 - 90% afsláttur. Allar vörur á útsölu. Geisladiskar frá kr. 200, Vínylplötur frá kr. 500,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.