Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 45 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 FYRIRTÆKI - STOFNANIR - FJÁRFESTAR MIÐHRAUN 14 - GARÐABÆ OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13-16 Til sýnis í dag milli kl. 13 og 16 er nýtt og glæsilegt atvinnuhús- næði í hinum ört vaxandi þjónustukjarna á mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Samtals er um að ræða rúmlega 3.200 fm sem eru skiptanlegir í 36 einingar, allt frá 75 fm. Húsnæðið er allt hið vandaðasta með góðum verslunargluggum, stórum innkeyrslu- dyrum, mikilli lofthæð og er til afhendingar nú þegar fullbúið að utan með malbikuðum bílastæðum og tilbúið til innréttinga. Leiga jafnt og sala kemur til greina. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Econoline E 250 árgerð 1997 vél 4,2 (m/bensínvél), sæti fyrir 5 í vsk. útfærslu. Ennfremur óskast tilboð í aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 15. janúar kl. 12-15. TJÓNABIFREIÐ Tilboð óskast í Kia Sportage 4x4 árgerð 2000. SKÓLARÚTA Tilboð óskast í I.H.C. 36 farþega skólarútu árgerð 1984 Model 1800. VÉLSLEÐI Tilboð óskast í Artic Cat. Powder Special EFi árgerð 1999. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA FORSALIR 1 - KÓPAVOGI 3ja herbergja íbúð ásamt bílskýli Um er að ræða nýja glæsilega 93 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi með bíl- skýli og lyftu. Innréttingar eru úr kirsuberja- viði. Á gólfum er parket. Sér- þvottahús er í íbúðinni. Stórar suðursvalir. Innangengt er úr sameigninni í bílskýlið. Topp- eign á góðum stað. Stutt í alla þjónustu. Viðar Örn og Rósa Matthild- ur taka vel á móti ykkur. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556. Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17 MAÐUR er sífellt að verða fyrir vonbrigðum. Ef ekki yfirþví hvernig manni mistekst við ætlunarverkin, þá yfirþví hvað maður er misskilinn. Eða sniðgenginn. Eðavanmetinn. Eftir allt það sem maður er búinn að leggjaá sig og hefur til brunns að bera. Hvað á það til dæmis að þýða þegar blöðin birta skoðanakannanir um kynþokkafyllsta fólkið, og maður kemst ekki einu sinni á blað? Þetta er móðgun og í besta falli gleymska, sem setur mann gjörsamlega úr skorðum og maður fer að efast um hvort þjóðin hafi nokkurt vit á kynþokka, ef hún hefur þá nokkurt vit yfirleitt! Ef ég man rétt var ásóknin svo mikil á böllunum sem ég sótti, að lög- reglan varð að skerast í leikinn til að forða öngþveiti í kringum mig. Ég man ekki betur en það þyrfti að loka Vesturbæjarsundlauginni þegar það spurðist um hverfið að ég væri mættur á svæðið! Annars hefðu sundlaugarverðirnir ekki ráðið við aðsóknina! Og nú er maður ekki einu sinni á blaði! Konan mín hefur sagt mér að ástæðan sé ekki sú að ég hafi glatað kynþokkanum, heldur hitt að það hefur enginn komið auga á hann. Nema hún. Svo kemur að könnun á vinsælustu stjórnmálamönnunum, og enn og aftur er maður ekki á blaði. Nú hef ég að vísu ekki verið í pólitík í lang- an tíma en þeir eru ekki einu sinni á listanum sem eru í pólitík! Heldur aðallega þeir hinir sem eru hættir í pólitík. Eða segja sig úr flokkum út af pólitík. Maður á sem sagt að segja sig frá pólitík til að vera eftirsóttur í pólitík. Á þessu hef ég flaskað aftur og aftur. Ekki vegna þess að ég sé ekki góður stjórnmálamaður ef út í það er farið, held- ur hitt að ég hef ekki haft vit á því að vera stjórn- málamaður þegar út í það er farið. Til að geta sagt sig frá pólitík þegar á þarf að halda! Almennt ættu stjórnmálamenn að gera meira af því að hætta í stjórnmálum til að geta átt einhvern séns í stjórnmálum. Að minnsta kosti svona rétt áður en kosið er. Eða áður en valinn er stjórnmálamaður árs- ins. Það tryggir framtíð þeirra í pólitíkinni. Þá má ekki gleyma því að oft er kosið um vinsælasta mann þjóðar- innar eða besta hugvitsmann þjóðarinnar eða valinn besti leikarinn eða maður ársins eða maður aldarinnar og hétu þau ekki Edduverðlaunin, sem úthlutað var fyrir að framleiða einu kvikmyndina á árinu og vera með í eina þættinum sem sýndur var í sjónvarpinu? Því er ekki að neita að oft hef ég legið andvaka á nóttunni eða gleymt mér í dagdraumum í miðri umferðinni, þar sem ég sé fyrir mér verðlaunaafhendinguna þar sem ég er kallaður upp á svið til að taka við viðurkenningu fyrir besta þetta eða besta hitt. Og svo mæli ég nokkur vel valin orð til að lýsa auð- mýkt minni og þakklæti fyrir þann heiður sem mér er sýndur við þessa eða hina útnefninguna. Það er akkúrat svoleiðis ræða, sem mig hefur dreymt um að halda, og er löngu búinn að semja hana í huganum og bíð aðeins eftir þessu augnabliki í lífi mínu, þar sem lófaklappið og fagn- aðarlætin berast upp á senuna og ég mæli af munni fram, blaðalaust, þessa líka snilldarlegu ræðu, stutta en beinskeytta, raunar áfellisdóm yfir þeirri hræsni og þeim hégóma sem felst í slíkum viðurkenningum. En engum hefur dottið í hug að útnefna mig sem vinsælastan, bestan, gáfaðastan, ritfærastan eða fallegastan og ræðan mín er enn óflutt og stóra stundin er enn ekki runnin upp og alls kyns annað fólk er dregið upp á hæstu senu lífs síns, til að sæma það verðlaunum fyrir það sem mér hefur ekki fallið í skaut. Sem ég á þó fyllilega skilið, ef tekið er mið af öllu því fólki, sem nær þessum árangri, án þess að eiga það skilið. Það segir að minnsta kosti konan mín, þegar hún er að hugga mig og hughreysta. Ekki það að ég láti á neinum vonbrigðum bera, út á við, en þetta er viðkvæmt heima hjá mér, vegna þess að ég hef verið að segja börnunum frá afrekum mínum og hæfileikum og þau eiga erfitt með skilja hvers vegna gengið er framhjá mér aftur og aftur og ég hef þurft að útskýra fyrir þeim að laun heimsins eru vanþakklæti. Ekkert nema vanþakklæti og öfund og auðvitað er pabbi bestur og stærstur og sterkastur og gáf- aðastur ef út í það er farið. Það veit bara enginn af því nema þau. Já lífið er ekki alltaf dans á rósum og maður verður að taka þessu mótlæti með jafnaðargeði. Með æðruleysi. Enda hef ég nóg af því, ykk- ur að segja, og ef ekki væri fyrir æðruleysið og lítillætið væri ég löngu búinn að fara með þetta mál fyrir dómstólana hér heima og mannrétt- indadómstólinn í Strassbúrg og af hverju eru aldrei veitt verðlaun fyrir lítillæti? Eða hógværð, góða dómgreind, jafnvel fátækt? Já af hverju eru ekki veitt verðlaun fyrir að komast af, með því að vera fátækur? Er það ekki meira afrek en hitt, að vera ríkur? Og hvað þá að lifa þjóðfélagið af, sem venjulegur meðaljón? Fyrir það eitt að vera til og pluma sig í hversdagslífinu, án þess að trana sér fram, troða illsakir við annað fólk eða lifa dagfarsprúðu lífi án þess að abbast upp á aðra? Ég ætti að fá verðlaun fyrir þetta, þótt ekki sé annað. En það er eins og áður, konan mín segir að enginn viti til þess. Eða réttara sagt, það taki enginn eftir því. Enginn nema ég. Og ég sé fyrir löngu búinn að fá verðlaun fyrir þá frammistöðu. Verðlaunin eru ein- faldlega þau, að hafa fengið að vera eins og ég er. Fyrir að hafa hvorki verið fallegastur, kynþokkafyllstur, ríkastur né gáfaðastur. Heldur bara fyrir að vera eins og ég er. Og þið öll hin. Guð gaf mér æðruleysi HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram ebs@isholf.is HÓLASKÓLI, Aldan – stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, ferðamála- fulltrúarnir í Skagafirði og í Húna- vatnssýslum ásamt fyrirtækjum í ferðaþjónustu á svæðinu hafa tekið höndum saman til að efla símenntun starfsfólks í ferðaþjónustu. Hólaskóli er framkvæmdaraðili og hefur yfirumsjón með námskeið- unum sem eru fyrirhuguð snemma á árinu og fram á vor. Námskeiðið er í fjórum hlutum og er hver hluti afmarkaður fyrir ákveðið efni. Fyrsti hlutinn er: „Það eru að koma gestir“ og fjallar um veitingar og framreiðslu, matar- menningu og gæðamat. Ennfremur verður kaffi og vín kynnt starfs- fólki. Annar hlutinn nefnist: „Fræð- andi ferðaþjónusta með þinni hjálp“ og fjallar um hvernig starfsfólk get- ur betur gert sér grein fyrir menn- ingarverðmætum í umhverfi sínu. Þriðji hluti námskeiðsins heitir: „Örugg afþreying fyrir alla“ og verður einblínt á nauðsyn þess að vera vel með á nótunum hvað varð- ar öryggismál og gæði þjónustunn- ar. Í fjórða hlutanum er rætt efnið: „Ferðaþjónusta og umhverfismál“ en umhverfismál eru að verða æ meira áberandi í ferðaþjónustunni þar sem ferðamenn vilja frekar velja sér áfangastaði í sátt við um- hverfið. Ennfremur eru kröfur til ferðaþjónustufyrirtækja hvað varð- ar umhverfisstefnumótun að verða æ meiri. Einnig verður boðið upp á nám- skeið fyrir sumarstarfsfólk í vor þar sem áhersla verður lögð á að auka færni sumarstarfsfólks í daglegum störfum sínum og kallast námskeið- ið „Gerum það gott í sumar“. Þar verður lögð áhersla á þjónustu, ímynd, framkomu og samskipti starfsfólks sem vinnur í ferðaþjón- ustu. Námskeiðin eru 8 kennslustundir og verður það fyrsta haldið í febr- úar nk. Námskeiðaröðinni lýkur í apríl. Námskeiðsgjald verður í lág- marki þar sem sótt verður í fræðslusjóði verkalýðsfélaganna um styrk til verkefnisins. Áhugasömum er bent á að snúa sér til ofangreindra aðila til þess að fá nánari upplýsingar, segir í frétta- tilkynningu. Símenntun í ferða- þjónustu JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skip- að nýja sjö manna samninganefnd sem hefur það hlutverk að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmenn um greiðsluþátttöku al- mannatrygginga vegna heilbrigðis- þjónustu og við fyrirtæki og stofn- anir vegna sambærilegrar þjónustu sem þar er veitt. Nefndin er þannig skipuð: Garðar Garðarsson hrl. er formaður án til- nefningar, Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, og Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri eru tilnefndir af Tryggingastofnun ríkisins, en vara- menn þeirra eru Ragnar M. Gunn- arsson forstöðumaður og Ingibjörg Þorsteinsdóttir deildarstjóri. Hall- grímur Guðmundsson sérfræðingur er tilnefndur af fjármálaráðherra, en varamaður hans er Helga Jónsdóttir sérfræðingur. Hrönn Ottósdóttir deildarstjóri, Jón Sæmundur Sigur- jónsson deildarstjóri og Sigurður Gils Björgvinsson deildarstjóri eru skipuð án tilnefningar og eru vara- menn þeirra Magnús Skúlason deild- arstjóri og Pétur Jónsson fram- kvæmdastjóri. Heilbrigðis- ráðherra skipar samn- inganefnd ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.