Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skráning er hafin á byrjendanámskeið Séræfingar fyrir konur Barnaflokkar frá 5 ára aldri Sér KATA ÆFINGAR JUDO er íþrótt sem þjálfar upp snerpu, jafnvægi, mikið þol, aga og liðleika. Æfingar verða í Einholti 6 sem er í 5 mín. göngufæri frá Hlemmi. Aðalþjálfarar Sævar Sigursteinsson landsliðsþjálfari og Björn Halldórsson. Allar frekari upplýsingar eru veittar á staðnum í síma 562 7295, hjá Sævari í síma 861 1286, Birni í síma 698 4858, Hermanni í síma 894 5265 eða Andra í síma 898 9680. www.judo.is JUDOdeild Ármanns Einholti 6, sími 562 7295 www.judo.is G ETUR barn sem fæðist fatlað átt rétt á bótum ef mistök valda því að því var ekki eytt í móð- urkviði? Þessari spurningu svaraði Hæstiréttur Frakklands játandi í frægu dóms- máli. Eftir harða gagnrýni lækna og forsvarsmanna fatlaðra hefur myndast pólitísk samstaða um að beina réttarþróuninni í aðra átt með lagasetningu. Neðri deild franska þingsins samþykkti í vikunni lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem hefur það að markmiði að draga úr áhrifum um- deilds dóms Hæstaréttar Frakk- lands (Cour de cassation) í svoköll- uðu Perruche-máli á réttarstöðu fatlaðra. Frumvarpið fer nú til efri deildar þingsins. Dómurinn umdeildi féll hinn 17. nóvember árið 2000. Málavextir voru þeir að Mme Perruche fékk rauða hunda í upphafi meðgöngu. Eins og kunnugt er getur það haft mikla hættu í för með sér fyrir fóstrið ef konan hefur ekki mótefni í sér. Konan leitaði til læknis í því skyni að fá úr því skorið hvort hún hefði mótefni gegn rauðum hundum og hugðist gangast undir fóstureyð- ingu ef svo reyndist ekki vera. Fyr- ir mistök læknis og rannsóknar- stofu var henni ranglega greint frá því að hún hefði mótefnið. Hún hætti því við fóstureyðingu og ól barn sem í ljós kom að var verulega fatlað. Konan og eiginmaður hennar fóru í mál við lækninn og rannsókn- arstofuna og kröfðust bóta ekki ein- ungis fyrir sína hönd heldur einnig fyrir hönd barnsins. Áfrýjunardóm- stóll hafnaði síðarnefndu kröfunni á þeirri forsendu að ekki væru or- sakatengsl á milli mistaka læknis- ins og þess að barnið sýktist af rauðum hundum. Hæstiréttur var á öðru máli. Orsakatengsl væru fyrir hendi. Það væri viðtekið í skaða- bótarétti að menn gætu bakað sér ábyrgð ekki einvörðungu með því beinlínis að valda tjóni heldur einn- ig með því að láta undir höfuð leggj- ast að afstýra tjóni. Í þessu tilviki hefði óformlegur samningur milli móðurinnar og læknisins og rannsóknarstofunnar lagt hinum síðarnefndu þær skyld- ur á herðar að rannsaka rauðu hundana og tjá henni niðurstöðuna svo hún gæti tekið ákvörðun um hvort hún ætti að gangast undir fóstureyðingu. Mistökin sem urðu við rannsóknina hefðu komið í veg fyrir að hún tæki ákvörðun um að láta eyða fóstrinu og þannig orðið þess valdandi að alvarlega fatlað barn kom í heiminn. Opinber skýring Í opinberri skýringu Hæstarétt- ar á dómnum (sjá árbók Hæstarétt- ar Frakklands fyrir árið 2000) segir að auðvitað hefði mátt velta því fyr- ir sér hvort það væri réttmætt með tilliti til meginreglna um virðingu fyrir mannhelgi að barn gæti borið fyrir sig slík mistök því ef þau hefðu ekki verið gerð þá hefði það aldrei fæðst. Þau sjónarmið vægju að sjálfsögðu þungt að öllum bæri jafn réttur til lífs burtséð frá líkamlegu og andlegu atgervi. Þrátt fyrir það taldi Hæstiréttur Frakklands að viðurkenna bæri rétt barnsins sem sjálfstæðs ein- staklings til bóta til þess að gera því kleift að lifa mannsæmandi lífi þrátt fyrir fötlun sína. Ekki dygði að við- urkenna einungis bótarétt foreldr- anna eins og gert hafði verið í fyrri málum af svipuðum toga. Foreldr- arnir gætu til dæmis fallið frá sem myndi leiða til þess að barnið erfði einungis hluta af kröfu þeirra ef öðrum erfingjum væri til að dreifa. Þá var lögð á það áhersla að ekki mætti túlka dóminn svo að börn ættu framvegis bótarétt á hendur móður sinni fyrir að gangast ekki undir fóstureyðingu. Enginn gæti átt rétt á að þvinga verðandi mæður til að taka slíka ákvörðun en slíkar gætu orðið afleiðingar réttarþróun- ar af því tagi. Hörð viðbrögð Dómur þessi vakti hörð viðbrögð. Kvensjúkdómalæknar töldu margir hverjir að dómurinn legði þeim of miklar skyldur á herðar. Aldrei yrði með öllu hægt að koma í veg fyrir mistök við sónarskoðun og rann- sókn blóð- og legvatnssýna úr móð- ur. Ef lagaleg ábyrgð þeirra verði teygð með þessum hætti muni tryggingarfélög hækka iðgjalda- greiðslur til þeirra upp úr öllu valdi sem aftur leiði til þess að flótti verði úr stéttinni. Hafa sumir þeirra ver- ið í verkfalli frá áramótum til að setja aukinn þrýsting á franska þingið. Þeir mælast til þess að bæt- ur til fatlaðra séu greiddar úr sam- eiginlegum sjóðum en kostnaðinum sé ekki velt yfir á lækna. Þá heyrðust þær raddir frá fötl- uðum og talsmönnum þeirra að dómurinn gæfi til kynna að líf fatl- aðra væri ekki þess virði að lifa því. Hæstiréttur Frakklands hefði þarna viðurkennt að fatlaður ein- staklingur hefði verið betur settur, ef svo má að orði komast, ef hann hefði aldrei fæðst. Lögspekingar sem hafa tjáð sig opinberlega upp á síðkastið hafa hins vegar varið dóminn. Hann sé í fullu samræmi við langa réttarhefð og grundvallarreglur skaðabóta- réttar. Foreldrar hljóti að eiga bótarétt á hendur læknum sem gera mistök sem valda því beint eða óbeint að fatlað barn kemur í heim- inn. Læknar verði eins og aðrir að taka afleiðingum gerða sinna. Og fyrst foreldrarnir eigi slíkan rétt þá sé rökrétt að viðurkenna slíkan rétt einnig til handa börnunum sjálfum. Lagafrumvarpið Gagnrýnisraddirnar urðu hins vegar svo háværar að ríkisstjórnin sá sér ekki annað fært en að grípa inn í. Samkvæmt frumvarpinu sem samþykkt var nær samhljóða í vik- unni sem leið „getur enginn sem fæðist fatlaður byggt bótakröfu á því einu að hann skuli hafa fæðst“. Hins vegar geti sá hinn sami átt bótarétt vegna læknamistaka ef þau hafa beinlínis valdið fötlun hans, gert hana verri en ella eða leitt til þess að ekki var gripið til ráðstafana sem kynnu að hafa dreg- ið úr henni. Í lagafrumvarpinu kem- ur fram að það sé afturvirkt að því leyti að það nái til allra óútkljáðra dómsmála þar sem ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bóta- ábyrgðar. Elisabeth Guigou, ráðherra at- vinnumála og félagslegrar sam- stöðu, lét svo ummælt að þarna hefði verið komið til móts við lækna sem samþykkja ekki að ábyrgð þeirra sé teygð úr hófi, foreldra sem óttast að börn þeirra snúist gegn þeim og þjóðfélagið allt hvað snertir stöðu fatlaðra. Foreldrar fatlaðra barna ekki á sama máli Dagblaðið Le Monde birti á föstudag viðtal við tvenna foreldra fatlaðra barna sem eru í svipaðri stöðu Perruche-hjónin. Þeir lýsa furðu sinni á því að lög af þessu tagi skuli sett enda hafa þau sjálf staðið í áralöngum málarekstri til að fá bætur úr hendi lækna. Í öðru tilfell- inu er um að ræða konu sem varð ólétt aðfyrsta barni um tvítugt. Eft- ir sextán vikna meðgöngu bauð kvensjúkdómalæknir henni upp á blóðrannsókn til þess að útiloka mætti tiltekna fósturgalla. „Allt er eðlilegt,“ sagði læknirinn eftir að hafa fengið í hendur niðurstöður rannsóknarstofunnar. En þegar barnið fæddist kom í ljós að það var með Downs-heilkenni. Móðirin fór fram á að fá að sjá niðurstöður rannsóknarstofunnar og sannfærð- ist um að þær hefðu átt að leiða til þess að læknirinn tæki legvatns- prufu vegna gruns um fyrrnefnt heilkenni. Dómstólar á fyrstu dómstigum tóku undir með konunni og dæmdu lækninn til að greiða barninu sem svarar 10 milljónum króna í bætur. Enn hefur endanlegum dómi ekki verið lokið á málið og konan segist hrædd um að lagasetningin eigi eft- ir að hafa sitt að segja um endan- lega niðurstöðu. Hún lýsir í viðtal- inu hvernig fæðing sonar hennar hafi gerbreytt lífi sínu enda þurfi hann á stöðugri umönnun að halda. Barnsfaðirinn hafi látið sig hverfa þegar barnið fæddist og eftir að móðir hennar lést eigi hún engan að sem hjálpi henni við umönnun son- arins. Hún hefði ekki hikað við að fara í fóstureyðingu ef læknirinn hefði gefið henni réttar upplýsingar og ráðgjöf. Ef hún vinni dómsmálið muni hún kaupa sér hús og borga aðstoðar- manni laun fyrir að hjálpa sér við að sjá um son hennar svo hún geti komist í frí öðru hverju og farið út stöku helgi. Deilt um bótarétt fatlaðra á hendur læknum Morgunblaðið/Ómar Dómur Hæstaréttar Frakklands um bótarétt fatlaðs barns, sem hefði verið eytt í móðurkviði ef læknar hefðu ekki veitt rangar upplýs- ingar, hefur vakið deilur og leitt til þess að lagt hefur verið fram frum- varp til að beina réttarþróuninni í aðra átt. Höfundur er lögfræðingur á mann- réttindaskrifstofu Evrópuráðsins. Skoðanir sem kunna að koma fram í þessari grein eru einvörðungu á ábyrgð höfundar. Vinsamlegast komið ábendingum um efni á fram- færi við pall@evc.net. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.