Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG RAK augun í bréf um daginn, frá Zíon, vinum Ísraels. Það sem greip mig var einmitt þetta orð: vinir. Það er félag skoðanabræðra Ísraels- stjórnar á Íslandi sem titla sig vini Ísraelsmanna. Ég er sjálfur næstum því algjörlega á öndverðum meiði við skoðanir þess fólks, það er að segja þeirra er fylgja zíonisma, en tel mig þó vin Ísraelsmanna. Þá spyrja margir hvernig er hægt að vera vin- ur þeirra sem margir líkja við skrímsli. En þá spyr ég á móti: Eru Ísraelsmenn ekki hluti af mannkyn- inu? Og ber okkur sem teljum okkur vita betur í þessari hatrrömmu deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna ekki að vilja öllum vel, eða er það ekki markmið okkar sem mannúðar- sinna? Ástæða deilunnar, og það hljóta allir að sjá, jafnvel formaður Zíon, og veggurinn í vegi lausnar er hefnd á báða bóga. Ísraelsmenn segjast ekki hætta fyrr enn Palestínumenn hætti. Hver sem er getur séð að svona leys- ist deilan auðvitað ekki. Báðir aðilar fremja morð og skiptir engu hvort þar eru börn í veginum eða fullorðn- ir og báðir aðilar neita að sjá hlið hins. Formanninum láðist að geta þeirra skipta þegar Ísraelsmenn urðu uppvísir að barnamorðum enda getur sjálfsafneitun verið sterkur kraftur myrku hliðar manneskjunn- ar. Ekki skal heldur það gleymt að allir hafa einhvern tímann verið lítil börn og er engin afsökun að bíða þar til börnin verða fullorðin og drepa þau síðan; öll morð eru morð. Ariel Sharon forseti Ísraels getur heldur ekki verið hamingjusamur. Þú kaup- ir ekki hamingju með því að útrýma þjóðum eins og hver heilbrigður maður sér. Það er líka skammarlegt að gera þetta í nafni guðs og almætt- isins. Ef ég viðurkenndi Ladda sem guð og gerði síðan eitthvað slíkt í nafni hans held ég að eitthvað yrði sagt, þá sérstaklega Laddi sjálfur. Guð Ísraelsmanna er þó vinsælli en Laddi og því er þetta athæfi leyft; eins konar vinsældakeppni guða. Ísraelsmenn hafa líka stóra, þykka bók til að skýla sér bak við ef einhver hreyfir andmælum. Vinir vilja vinum sínum vel, eins sjálfsagt og það er. Sem vinur Ariels Sharon vil ég veita honum hamingju sem og öðrum vinum mínum. Ég get gert það með því að leiðbeina hon- um. Hann er afvegaleiddur, þrjóskur maður sem neitar að snúa til baka. Ég reyni þó að gera það sem ég get til að vísa honum og fylgismönnum leiðina til sannleikans og hamingj- unnar. Það gerir mig að góðum vini. Ég vil nota það sem ég hef lært af Dalai Lama og segja þessi orð: Sek- úndubrotið þegar þú tapar samúð þinni gagnvart þeim sem gerir þér illt, þá verður þú sannarlega óvinur óvinar þíns. FINNUR GUÐMUNDSSON, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Skeiðarvogi 135, Reykjavík. Vinir Frá Finni Guðmundssyni: RAFSTÖÐVARVEGUR, 110 Reykjavík, er svo í borg settur að einboðið er fyrir fólkið að sækja nán- ast alla þjónustu í Árbæjarhverfið. Þetta kostar akstur – þúsundir km á ári, í biðröðum við mörg umferð- arljós í hverri ferð. Áður var akst- urinn helmingi styttri og á fáfarinni leið. Nú munu tvö ár síðan nokkrir þar tilkvaddir íbúar við Rafstöðvar- veg ræddu við gatnamálastjóra og óskuðu þess að fallið yrði frá lokun á leiðinni frá Rafstöð upp í Árbæjar- hverfi. Þessu var illa tekið og skýr- ingar ekki skiljanlegar fyrir ófag- lærða. Einn ganginn svaraði borgarverk- fræðingur f.h. borgarstjórans, en það reyndist aðeins vinsamlegt „af- þvíbara“ svar: Hverfin tvö ekki skipulögð sem heild – því skal ekki tengja! Verið nú ánægð í forréttinda- hverfinu ykkar! Síðan hefur, en án árangurs, verið leitað skriflega til borgarstjórans vegna þessa herfilega máls. Þetta opna bréf, sem hér birtist, er ákall til borgarstjórans um að hlutast til um lausn á mikilvægu hagsmunamáli fólksins í Rafstöðvar- hverfi (ásamt þvi að draga úr um- ferðaröngþveiti bæði á Bíldshöfða og á Höfðabakkabrú) Minnt er og á mikið óhagræði í rekstri Rafstöðvar og Garðyrkjustöðvar vegna um- ræddrar lokunar. Fólkið telur málið auðleyst og raunar á marga vegu. Beðið er um málefnalegt svar. BJARNI KRISTJÁNSSON, Rafstöðvarvegi 27, Reykjavík. Opið bréf til borgar- stjórans í Reykjavík Frá Bjarna Kristjánssyni: Taska aðeins 750 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Veggklukka aðeins 2.000 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.