Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 46
FRÉTTIR 46 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun   Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Grensásvegur 22 - Til leigu ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN sími 533 4200 FRÁBÆR STAÐSETNING Vandað verslunar-, skrif- stofu- og lagerhúsnæði alls 446 fm til leigu. Húsið stendur á mjög áberandi stað við fjölfarna umferðar- götu. Góð aðkoma og bíla- stæði. Húsnæðið skiptist þannig: Verslunarhúsnæði á 1. hæð, 122 fm, skrifstofur á 2-og 3 hæð, 244 fm. Lagerhús- næði á jarðhæð, ca 80 fm. Allar nánari upplýsingar hjá Ársölum. GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 OPIN HÚS HÖRPUGATA 12 – LITLA SKERJAFIRÐI Falleg og mikið endurn. 3ja herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli með sérinn- gangi. 2 rúmgóð svefnherb. Stór og rúmgóð stofa. Hús hefur mikið ver- ið endurnýjað á undaförnum árum t.d. þak, rafmagn, pípulagnir og fl. Fallegt útsýni. Toppeign á frábær- um stað. Áhv. 3,8 millj. húsbr. Verð 10,9 millj. Sigríður Lára sýnir eignina frá kl. 14–17 í dag, sunnudag. RÓSARIMI – GRAFARVOGI – LAUS STRAX Falleg 89 fm 3ja herb. íbúð á efri hæð í Permaformhúsi. Sérinngang- ur. Tvö rúmgóð herb. Stór og björt stofa. Risloft yfir íbúðinni. Góðar innr. Stór lóð. Upphitaðar gang- stéttar. Stutt í alla þjónustu. Íbúðin getur losnað strax. Áhv. 4,5 millj. Húsbréf 5% vextir. Verð 10,7 millj. Baldvin sýnir eignina frá kl. 14-17 í dag, sunnudag. SKAFTAHLÍÐ 42 Hörkugóð 130 fm sérhæð á besta stað í Hlíðunum. Tvær stórar og bjartar stofur með útgang út á suð- ursvalir. Hjónaherbergi með miklum skápum. Tvö rúmgóð barnaher- bergi. Hol er mjög rúmgott með skápum og góðri vinnuaðstöðu. Baðherbergi er ný standsett með baðkari og innréttingu. Eldhús er mjög rúmgott með eikarinnréttingu og stórum borðkrók. Áhv. 6,2 millj. Í Byggsj. og húsbr. Verð 17,1 millj. Kári og Rannveig taka á móti ykkur í dag frá kl. 13.00-16.00. Staðarhvammur 19, Hafnarfirði Í einkasölu glæsilegt rað- hús í Hvömmunum. Húsið er alls 254 fm með inn- byggðum bílskúr. Vandað- ar innréttingar og gólfefni. Fallegt hús að utan. Steinunn tekur vel á móti gestum. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 OPIÐ HÚS Í DAG Vandað einstaklega vel skipulagt einbýlishús á 2. hæðum m. ca 37 fm innbyggðum bílskúr. Góðar innréttingar. Fallegur garður m. stórri timburverönd. Heitur pottur, 4 rúmgóð svefnherb. og 3 góðar stofur. Parket. Áhv. hagst. lán. 8,7 m. V. 22,8 m. Þórey og Steinar taka á móti áhugasömum í dag sunnudag frá kl. 14-17. 7576 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vorum að fá í einkasölu ca 160 fm einbýli á ca 2000 fm lóð á fráb. stað. Húsið er að miklu leiti end- urnýjað að utan sem innan með timburverönd og heitum potti. Glæsil. eldhús og baðherb. Opið hús verður í dag frá kl. 13-16. Guðbjörg (s. 699-8408) tekur á móti þér og þínum. 7512 Funafold 3 - einbýli Vatnsendablettur 70 A (grænt hús) - glæsilegt einbýli BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A HEIMATÚN - ÁLFTANES Vorum að fá þetta einstaklega fal- lega bjálkahús á þessum fallega og friðsæla stað. Húsið sem er á þremur hæðum er alls um 153 fm. og er fallega innréttað. Góður möguleiki er á að hafa séríbúð á neðstu hæðinni. Fallegt útsýni til sjávar og sveita. Húsið stendur á rúmgóðri hornlóð sem jafnframt er eignalóð. 39 myndir á www.borgir.is. V. 17,9 m. 4672 HULDUBORGIR Mjög falleg og rúmgóð 4ra her- bergja íbúð á efstu hæð í Huldu- borgum í Grafarvogi. Íbúðin er með sérinngangi 4ra herbergja 106,2 fm auk þess góður inn- byggður bílskúr. Mjög fallega inn- réttuð íbúð með uppteknum loft- um, rúmgóð stofa og gott útsýni. Hús og umhverfi allt full frág. Allar upplýsingar á Borgum fasteignasölu í síma 588 2030 LEIKLESTUR verður í Listaklúbbi Þjóðleikhússins annað kvöld, mánu- dagskvöld, kl. 20.30 og þá kemur í fyrsta skipti fyrir almennings sjónir svo vitað sé leikrit eftir eitt þekktasta skáld okkar Íslendinga, Steingrím Thorsteinsson. Leikritið nefnist Eld- húsdagurinn eða Ekki er allt sem sýnist. Það er leikhópurinn Bandamenn sem stendur að flutningnum en hóp- inn skipa Borgar Garðarsson, Felix Bergsson, Jakob Þór Einarsson, Stef- án Sturla Sigurjónsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Guðni Franzson, en leikstjóri er Sveinn Ein- arsson og flytur hann jafnframt inn- gang. Merk viðbót í bókmenntasöguna Steingrímur Thorsteinsson var eitt ástsælasta og afkastamesta skáld okkar Íslendinga á ofanverðri 19. öld, vinur séra Matthíasar, Sigurðar mál- ara og annarra menningarmanna þess tíma og hafa varðveist merkileg bréfasöfn af skrifum milli þeirra. Hann var amtmannssonur frá Stapa á Snæfellsnesi, var við nám og störf í Kaupmannahöfn í nærfellt tuttugu ár eftir stúdentspróf, en kom síðan heim og gerðist kennari í fornmálunum við Latínuskólann í Reykjavík og lauk ferli sínum sem rektor skólans. Auk ljóðagerðarinnar fékkst Steingrímur mikið við þýðingar bæði á ljóðum og eins á nokkrum öðrum þekktustu verkum heimsbókmenntanna, Þús- und og einni nótt, Lé konungi eftir Shakespeare og Sakuntala eftir Kali- dasa. Skáldbróðir hans, Hannes Pét- ursson, hefur ritað ævisögu skáldsins. „Eldhúsdagurinn er klassísk kóm- edía, glettilega vel skrifuð, þar sem Steingrímur tekur upp þráðinn frá Sigurði Péturssyni, fyrsta íslenska leikritahöfundinum. Hann deilir á Ís- lendinga sem göptu yfir öllu dönsku, og er ekki erfitt að finna svipuð fyr- irbæri í nútímanum, þar sem menn halda að kalla allt upp á ensku sé upp- hafning fyrir okkur. Einmitt á sama tíma og aðrar þjóðir eru að gera sér grein fyrir hversu mikil auðlegð er fólgin í menningarlegri fjölbreytni. Það er heilmikill broddur í þessu leik- riti, þó það sé fyrst og fremst ætlað til skemmtunar,“ sagði Sveinn Einars- son leikstjóri. Að sögn Sveins er leikritið trúlega samið á fyrstu árum Steingríms í Kaupmannahöfn, milli 1850 – 1860, og Landsbókasafnið keypti handritið ár- ið 1914 úr dánarbúi Steingríms. „Engar heimildir eru til um flutning á því og fáir hafa vitað af tilurð þess svo þetta verður líklega frumflutningur á mánudagskvöldið. Þetta leikrit er bókmenntasögulega stórmerkilegt vegna þess að þar er lýst bæjarsam- félagi á Íslandi en þau fáu leikrit sem til eru frá seinni hluta 19. aldar lýsa bændasamfélagi þess tíma. Þarna er lýst heimili íslensks faktors og per- sónur verksins eru Íslendingar og Danir. Mér þykir ljóst að Steingrímur hefði orðið mjög hlutgengt leikskáld ef hann hefði skrifað meira. Hann kunni að byggja upp og vinna úr efni- viðnum. Steingrímur samdi eitt annað leikrit á skólaárum sínum. Það er rev- íukennt gamanleikrit sem heitir Uni- formsmissirinn. Trúlega var það flutt í Lærða skólanum þó ekki hafi ég fundið heimildir sem geta þess sér- staklega.“ Leiklesturinn á mánudagskvöldið er að sögn Sveins sviðsettur að því marki að flutningurinn er eins lifandi og aðstæður leyfa. „Við tökum okkur ekki mjög hátíðlega og viljum skemmta áhorfendum eftir föngum.“ Leikflokkurinn Bandamenn í Listaklúbbnum Frumflytja leikrit eftir Steingrím Thorsteinsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikflokkurinn Bandamenn leikles 150 ára gamalt leikrit Steingríms Thorsteinssonar í Listaklúbbnum á mánudagskvöld. ♦ ♦ ♦ REYKJAVÍKURAKADEMÍAN efnir til annarrar rannsóknastefnu sinnar 18. janúar kl. 15–18, í húsnæði Akademíunnar á Hringbraut 121 (4. hæð) í Reykjavík. Fjallað verður um framlagðar til- lögur um endurskipulagningu á rannsóknamálum hér á landi. Erindi flytja Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, Steinunn Kristjánsdóttir, formaður stjórnar ReykjavíkurAka- demíunnar, og Vilhjálmur Lúðvíks- son, framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs Íslands. Þátttakendur í pall- borði sem og aðrir ráðstefnugestir munu taka þátt í umræðunni. Rannsóknastefnunni er ætlað að vera umræðuvettvangur um rann- sóknir á Íslandi, aðstæður fræði- manna til rannsókna og forsendur fyrir virku fræðasamfélagi. Rannsóknastefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis, segir í frétta- tilkynningu. Menntamála- ráðherra á rannsókna- stefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.