Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 42
!""
#$%& ' #$ !""
#$ (" !""
) * +
#$ $ )" (" !""
, ) * !""
#$%& ' * (" !""
-'. ) * !""
/ 0' (" !""
) * +
1/* (" (" +
2 $ ) * +
" 3! (" +
4 # (" +
+' &* *
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
! " "#$#%
& !%
& !% '#
# !% ( )
*
(# !%
+
# !% "&, (
-
&%(&
✝ Steinunn HerdísBerndsen fæddist
á Blönduósi 20. nóv-
ember 1925. Foreldr-
ar hennar voru Fritz
Hendrik Berndsen,
blómakaupmaður, f.
20.9. 1896, d. 1966, og
Elísabet Karólína
Berndsen, f. 26.5.
1891, d. 1974. Fritz
Hendrik og Elísabet
eignuðust þrjár dæt-
ur. Elst var Guðlaug
Birna (Binna Mann),
f. 5.12. 1918, d. 16.5.
1988. Hún giftist
Frederick S. Mann og bjó upp frá
því alla sína tíð í Ameríku. Þá kom
Steinunn Herdís og yngst er Björg
Ólöf, f. 25.4. 1928, gift Benedikt
Ólafssyni.
Steinunn flutti með foreldrum
sínum til Reykjavíkur árið 1930
þar sem þau bjuggu æ síðan.
Lengst af sínum yngri árum vann
Steinunn í verslun föður síns eða
þar til hún helgaði sig húsmóður-
störfum, en síðar meir fór hún á
vinnumarkaðinn endrum og sinn-
um, þegar börnin voru uppkomin,
sér til ánægju og tilbreytingar.
Árið 1948 giftist Steinunn Ingv-
ari N. Pálssyni, f. 17.11. 1922.
Eignuðust þau fjögur börn og eru
þau þessi: 1) Kristinn Páll, f. 28.2.
1949. Eiginkona hans er Ástríður
Sigvaldadóttir, f. 3.6. 1951, og
barnabörnin eru Gísli Brynjar,
Patrick Þór og Linda Camilla. 2)
Elísabet, f. 23.2.
1951. Eiginmaður
hennar er Sverrir
Friðþjófsson, f. 30.5.
1950, og eru barna-
börnin Ingvar, Frið-
þjófur Ingi, sem lést
af slysförum aðeins
níu ára gamall, og
Sverrir Þór. 3) Þórir,
f. 7.11. 1959. Sam-
býliskona hans er
Hjördís Tómasdóttir,
f. 27.8. 1964, og eru
barnabörnin Daníel
Ingi, Hjörleifur
Steinn, Jón Bjartmar
og Hendrik. 4) Steinunn Björg, f.
22.1. 1964. Eiginmaður hennar er
Brynjar Einarsson, f. 14.12. 1965,
og eru barnabörnin Elísabet Inga
og Ingvar Þór.
Fyrir eignaðist Steinunn Fritz
Hendrik Berndsen, f. 16.8. 1944.
Er eiginkona hans Ásta Kristjáns-
dóttir, f. 2.3. 1945, og eru barna-
börnin Fritz Hendrik, Birna og
Harpa Hrund.
Á sínum yngri árum tók Stein-
unn Herdís þátt í margs konar fé-
lagsstörfum Hún var virkur þátt-
takandi í kvenfélagi Bústaðakirkju
meðan á uppbyggingu kirkjunnar
stóð. Þá gerðist hún snemma félagi
í Oddfellow-reglunni og tók virkan
þátt í starfsemi hennar um árabil.
Útför Steinunnar Herdísar verð-
ur gerð frá Bústaðakirkju á morg-
un, mánudaginn 14. janúar, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku mamma mín. Það er svo
ótrúlegt að þú sért farin. Þótt þú
værir nú orðin frekar veik þá bjóst
ég við því að fá að hafa þig lengur hjá
mér. Ég á eftir að sakna þín svo mik-
ið og alls sem við ætluðum að gera
saman. Það er skrítið að hugsa til
þess að það verði ekkert úr því, en ég
get huggað mig með því að við áttum
svo margar góðar stundir saman og
þú varst alltaf til staðar fyrir mig
þegar ég þurfti á þér að halda. Eins
vorum við svo góðar vinkonur og það
var alltaf svo gott að geta talað við
þig, mamma mín.
Það voru ófáar stundirnar sem við
áttum saman í Rauðagerðinu, á
kvöldin með mjólk og súkkulaði en
þér fannst nú svo gott að fá „súkkó-
ið“ sem var geymt í lokuðum skáp
sem var alltaf mjög freistandi og
spennandi þegar ég var lítil. Svo var
það nú ótrúleg hjálp þegar Elísabet
Inga fæddist, þú passaðir hana
fyrstu tvö árin og hve gott var að
koma heim úr vinnunni og þið að
taka á móti mér, það var ómetanleg-
ur tími. Eins allar ferðirnar upp í
sumarbústað. Þér fannst svo gott að
fara þangað og þú varst alltaf að
stússast eitthvað. Þú gast ekki setið
kyrr, alltaf á þönum, hvort sem það
var að þrífa eða dytta að blómunum.
Svo ég tali nú ekki um matinn, þú
varst alltaf með svo mikinn mat að
það var alltaf verið að borða, enda
borðaði maður aldrei eins mikið og
uppi í „Sumó“.
Þetta með þrifin, þú varst alltaf
með tuskuna á lofti og þegar ég var
yngri þá skildi ég ekki hvernig þú
gast alltaf verið að pússa því það var
alltaf svo fínt. Svo var það „silfrið“
sem við pabbi sátum alltaf sveitt við
að pússa fyrir jól og páska. Þótt það
væri ekki voða svart þá átti samt að
pússa það, en við brostum nú bara og
pússuðum. Þetta lýsir þér hvernig þú
vildir hafa allt svo fínt í kringum þig
og er ég glöð með að hafa alist upp
við allt „pússiríið“.
Þú hugsaðir ekki bara svona vel
um heimilið og okkur krakkana held-
ur varst þú alltaf svo vel til höfð. Þú
fórst ekki út úr húsi nema að mála
þig og gera þig fína og alltaf sastu
frammi á gangi við gluggann og þar
gat ég setið og horft á þig og rabbað
við þig í leiðinni.
Það sem okkur fannst svo gaman
að gera var að fara í búðir og mikið
gerðum við af því þegar við vorum í
Ameríku og Luxemborg. Svo ég tali
nú ekki um það þegar þú komst til
okkar þegar við bjuggum í Dan-
mörku, þá vorum við alltaf í bænum.
Það voru alltaf einhverjir sem áttu
afmæli eða jólin að koma svo það var
alltaf hægt að vera í búðunum. Þér
fannst líka svo gaman að gefa gjafir
og mundir alltaf eftir að gefa öllum,
það fór ekkert framhjá þér með það.
Að fá þig í heimsókn þegar við vor-
um í Danmörku var alveg yndislegt
og ég tala nú ekki um þegar þið pabbi
komuð og við héldum upp á jólin
saman, ég gat ekki hugsað mér að
halda jólin án ykkar.
Mamma mín, ég gæti endalaust
verið að telja upp þær minningar og
þær stundir sem við höfum átt sam-
an en ég ætla að geyma þær í hjarta
mínu.
Einnig hvað þú varst alltaf ómet-
anlega góð amma, Elísabet Inga og
Ingvar Þór eiga eftir að sakna þín
svo mikið, þau elska þig svo innilega
og meta svo mikils allt sem þú gerðir
fyrir þau.
Elsku mamma, ég kveð þá að
sinni. Mikið á ég eftir að sakna þess
að geta ekki hringt í þig á hverjum
degi, komið til þín og verið hjá þér,
en ég veit að við munum hittast síðar.
Þú verður ávallt í huga mínum og
hjarta og ég veit að þú átt eftir að
vaka yfir okkur og vernda.
Þín dóttir,
Steinunn Björg.
Það var fyrir rúmum fjórum árum
að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Dídí, þessari einstöku,
stórkostlegu konu sem tengdamóður
og vini og tel það vera mikla gæfu
fyrir mig og fjölskyldu mína. Þá
strax leit hún á mig sem eina úr fjöl-
skyldunni sinni. Ekki aðeins mig,
heldur leit hún á börnin mín, tengda-
börn og barnabörn sömu augum og
sín eigin. Vildi fylgjast með þeim og
taka þátt í gleði jafnt sem sorgum
allrar fjölskyldunnar.
Þetta var mér mjög mikils virði
enda var ekki hægt annað en að vera
stoltur af að vera tengd henni, því
hvar sem hún kom eða fór var eftir
henni tekið, þvílíka útgeislun og
elsku er fágætt að sjá því það er ekki
ofsögum sagt að það birti í kringum
mann þegar hún var í nálægð.
Fjölskyldan, vinirnir og heimilið
sem öllum var opið, voru hennar líf
og yndi, hún gaf svo mikið, tók svo
mikinn þátt í öllu, vildi vera þátttak-
andi í hverju sem á gekk.
Hún hafði sterkar tilfinningar,
fannst eðlilegt að tárast eða jafnvel
gráta af gleði, já, eða söknuði og
sorg, fannst eðlilegra að hleypa til-
finningunum út en að byrgja þær
inni. Smám saman lærði ég þetta og
er mér ákaflega þýðingarmikið í dag,
í því að geta verið ég sjálf.
Ég tek hana til fyrirmyndar í svo
mörgu og hef lært mikið á þessum
stutta tíma, sem við höfum verið
samferða.
Enginn kunni betur að taka á móti
gestum eða skapa notalegt andrúms-
loft, enda var hún fagurkeri og naut
þess að eiga fallegt heimili með Ingv-
ari tengdaföður mínum.
Snemma á síðasta ári hafði heilsu
hennar hrakað það mikið að þeim var
ekki lengur fært að búa á fallega
heimilinu í Rauðagerði 16, þar sem
þau höfðu búið áratugum saman.
Þau voru svo heppin að finna ynd-
islega íbúð að Eirarhúsum, sem þau
festu kaup á og þar sem þau hreiðr-
uðu um sig á fallegu og notalegu
heimili með stórbrotnu útsýni yfir
borgina.
Það er svo margs að minnast:
Hún hafði mikinn áhuga á tísku-
straumunum og fylgdist með öllum
nýjungum, fannst gaman að fara í
verslanir. Áður en hún veiktist fór-
um við í nokkar slíkar skemmtiferðir
og gáfum okkur góðan tíma.
Sumarbústaðaferðirnar, notalega
kvöldspjallið við arineld og undra-
fagurt útsýni í kvöldkyrrðinni á
Þingvöllum, þar sem rifjaðar voru
upp gamlar og notalegar minningar
liðinna 30 ára í bústaðnum.
Hvað ég átti notalegar stundir
með henni þegar og eftir að ég gekk í
Oddfellow regluna að hennar til-
stuðlan. Þó hún gæti ekki komist
vegna veikinda á fund, varð ég
hringja strax eftir fundina og segja
henni í smáatriðum frá því um hvað
var rætt og hvernig heilsa systranna
væri, hún vildi vera með og vita hvað
var að gerast.
Því var það yndislegt að fara með
henni á síðasta fund á liðnu ári og
vera þátttakandi í gleði hennar við að
hitta vinkonur sínar úr Oddfellow
starfinu eftir langa fjarveru.
Verslunarmannahelgin á liðnu ári
verður mér ákaflega kær minning.
Um hennar hetjulund og kraft að
koma alla leið á Arnarstapa með
Ingvari svona lasin eins og hún var.
Vera með okkur helgina. Stundirnar
er við sátum einar í fellihýsinu með
sherryglas við kertaljós í kvöld-
kyrrðinni og spjölluðum, á meðan
karlarnir fóru í siglingu.
Jólin í ár verða ógleymanleg. Hún
var svo mikið jólabarn, þótti svo
gaman að undirbúa jólin. Samveruna
þegar öll fjölskyldan kom saman.
Þrek hennar og styrkur að koma
reglulega í heimsókn til allra
barnanna sinna á jólunum og á öðr-
um tímum.Þess eigum við eftir að
sakna mikið.
Á nýársdag. Til fjöldamargra ára
hafa vinirnir hist til að fagna nýju ári
saman. Í ár leyndi sér ekki gleði
hennar þar sem hún sat í stólnum
sínum stolt og flott, geislandi af
ánægju yfir að geta farið og verið
með.
Það var mikill gleðidagur þegar
Dídí frétti að sonardóttir hennar
Linda Camilla sem hún hefur aldrei
hitt, væri á leiðinni til Íslands frá Sví-
þjóð til að kynnast Kristni Páli föður
sínum og til að hitta föðurfjölskyld-
una sína. Það hefði verið gaman fyrir
þær að kynnast hvor annarri, þær
sem eru svo líkar.
Hvatning hennar og stuðningur
mér og Kristni Páli til handa verða
mér alla tíð leiðarljós, dýrmæt
reynsla og dásamlegt veganesti sem
við munum af fremsta megni varð-
veita.
Hún vildi vera þátttakandi á jól-
unum og vildi komast til að kveðja
alla tryggu vinina sína til svo margra
ára. Þótt líkaminn hafi látið undan
erfiðum sjúdómi, lét sálin ekki bug-
ast, en eitthvað segir mér að hún hafi
vitað að hverju stefndi og verið sátt,
það var svo mikill ljómi og friður yfir
henni.
Á kveðjustund vil ég þakka elsku
hennar til mín og fjölskyldu minnar
og fyrir að fá að vera þátttakandi í
lífshlaupi hennar síðustu ár, sem hef-
ur gert mig að betri manni.
Ingvar tengdafaðir minn hefur nú
misst ástvin sinn og lífsförunaut til
fimmtíu og fjögurra ára. Ég bið guð
að styrkja hann og styðja sem og
okkur fjölskylduna alla.
Þakka stutta en yndislega sam-
fylgd, Dídí mín.
Ásta Sigvaldadóttir.
Við umhyggju þinni og hjartahrein
hér tekið á móti höfum,
og sjálf hefur þú alltaf verið ein
af okkar bestu gjöfum.
Það er með miklum söknuði sem
ég nú kveð tengdamóður mína,
Steinunni H. Berndsen, en hún lést á
hjúkrunarheimilinu Eir hinn 5. jan-
úar sl. Dídí eins og hún var alltaf
kölluð bjó lengstan hluta búskap-
arára sinna í Rauðagerði 16 í
Reykjavík, þar sem hún bjó fjöl-
skyldu sinni hlýlegt og glæsilegt
heimili. Fyrir röskum 30 árum fór ég
að venja komur mínar í Rauðagerðið
– þar sem ég átti erindi við heima-
sætuna. Frá fyrstu tíð var mér tekið
opnum örmum af þeim hjónum og
fljótlega varð Rauðagerðið mitt ann-
að heimili. Smekkvísi og næmt feg-
urðarskyn Dídíar einkenndu heimil-
ið og sú hlýja og lífsgleði sem hún bjó
yfir endurspeglaðist hvert sem litið
var.
Dídí var mjög fjölskyldurækin og í
hennar huga var fjölskyldan það dýr-
mætasta sem hún átti. Aldrei
gleymdist afmælisdagur neins og
alltaf var pakki til að gleðja. Mér er
minnisstætt þegar við Elísabet
bjuggum í Noregi á árunum ’75–’77
þá skrifaði Dídí vikulega allan tím-
ann og leyfði okkur að fylgjast með
hvað væri að gerast hjá fjölskyldunni
heima á Fróni. Stundirnar í sum-
arbústaðnum á Þingvöllum eru
ógleymanlegar og eigum við fjöl-
skyldan margar dýrmætar minning-
ar þaðan, þar sem Dídí stjórnaði öllu
– ekki með harðri hendi – heldur með
blíðu, hlýju og húmor. Oft var tekið
lagið eða spilað brids, sem henni
fannst sérstaklega skemmtilegt, og
mikið hlegið. Eins er með ferðalögin
sem við fórum í saman hér innan-
lands, um hálendið, Austfirðina,
Snæfellsnesið og víðar; það var ekki
hægt að hugsa sér betri ferðafélaga.
Dídí lét sér annt um okkur öll, það
var sama hvað við tókum okkur fyrir
hendur, hún studdi okkur í því og
sýndi raunverulegan áhuga með því
að hringja og spyrja hvernig þetta
eða hitt gengi. Hún var einstök kona
hún Dídí, tignarleg og glæsileg, og
svo hafði hún þessa reisn sem ein-
kenndi hana alla tíð.Um síðustu ára-
mót voru þau Ingvar og Dídí hjá okk-
ur eins og svo oft áður og þótt hún
færi aðeins hægar þá var gleði henn-
ar fölskvalaus yfir því að vera með
fjölskyldu sinni einu sinni enn og hún
tók heilshugar þátt í áramótagleði
okkar.
Já, það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast slíkri konu og eiga
vináttu hennar. Nú er komið að
kveðjustundu og ég drýp höfði í lotn-
ingu og þakka fyrir mig.
Elsku Ingvar og fjölskylda, ég bið
góðan Guð að styrkja ykkur.
Sverrir Friðþjófsson.
Ég vil rita hér nokkur orð til minn-
ingar um ástkæra tengdamóður
mína, Steinunni H. Berndsen. Ekki
eru árin svo mörg liðin síðan leiðir
okkar lágu saman. Þau kynni hófust
þegar ég kynntist dóttur hennar og
Ingvars N. Pálssonar, Steinunni
Björgu. Er ég Dídí og Ingvari þakk-
látur fyrir þessi kynni, þau hafa svo
sannarlega auðgað líf mitt með góð-
mennsku sinni og kærleik. Eins er ég
henni þakklátur, þeim báðum fyrir
hversu vel þau hafa tekið mínum
börnum, þeim Berglindi og Arnari
Páli. Var kærleikur þeirra hjóna svo
sannarlega auðsýndur í hverju því
sem þau tóku sér fyrir hendur. Svo
samrýnd voru þau að vart má nefna
annað þeirra án þess að hins sé getið.
Hugur manns reikar óneitanlega í
Rauðagerðið enda voru þau búin að
búa þar ófá árin. Það er sama hvar
hugurinn ber niður, allt er fullt af
minningum. Einnig þegar við flutt-
um til Danmerkur, það má segja að
hluti af Dídí hafi flust með okkur, svo
samrýndar voru þær mæðgur. Ófá
voru símtölin, ógleymanlegar voru
heimsóknir hennar og þeirra hjóna
til okkar. Það voru okkar forréttindi
að fá þau til okkar þessi jól sem við
héldum í Danaveldi saman. Þau
veittu okkur mikinn stuðning, já ást-
úð og hlýju. Þegar að við fluttum
heim aftur að lokinni dvöl þar þá
glöddumst við öll, samneytið jókst.
Það eina sem á þetta skyggði var að
okkar ástkæra Dídí fór að finna fyrir
þeim veikindum sem hana hrjáðu allt
þar til yfir lauk. Alltaf var hún jafn
yndisleg. Hún vildi vera og var alla
tíð jafn fín og falleg.
Ekki áttum við von á þessari sím-
hringingu frá elskulegum tengdaföð-
ur mínum, honum Ingvari, að morgni
STEINUNN HERDÍS
BERNDSEN