Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 23 leið, að mér finnst ég standa álengdar við steininn og engin hús eru þar kringum, einungis grænir balar og lækurinn til hliðar og sýndist mér hann meiri en hann er í dag. Fyrir framan steininn krjúpa margir menn, sem ég veit í draumnum að eru franskir sjómenn að biðjast fyrir. Þetta var svo skýrt og ljóslifandi að ég hrekk upp og gat ekki sofnað meir. Þá skildi ég allt, ég var látin gleyma frásögninni mold um 50 kg í hvern. Sagt var að dreifa ætti moldinni yfir Dunkirk áður en farið var að byggja hana upp. Ég veit ekki til þess að neitt sé skráð hér um það. Árið 1991 var ég beðin um að taka á móti rútu með frönskum ferðamönnum frá Ferðaskrifstofu Íslands, fararstjóri var Ragna Sveinsdóttir. Átti ég að sýna þeim bæinn og segja frá því,sem mark- vert var. Hafði ég mikla ánægju af því. Bað ég Gunnar Jónasson á Grund að slást í hópinn hvað hann gerði fúslega. Hann bauð fólkinu að skoða húsið. En af hæversku kvaðst fólkið ekki geta þegið það vegna þess hversu margt það væri. Gunn- ar sagði þá sögu hússins fyrir fram- an það en þar var sjúkraskýli eins og áður er sagt. Ráðhúsið var því næst skoðað og fleira og enduðum við á Krossum. Þar sagði ég söguna af moldinni og vakti það nokkra athygli. Gunnar staðfesti þetta en hann hafði verið bílstjóri hjá föður mínum og ekið moldinni inn á bryggju. Þetta var ljómandi dagur en um kvöldið hrökk ég við, ég hafði gleymt að segja frá steininum. Steinninn stendur í miðju þorpinu og var málaður á hann svartur kross og má enn sjá móta fyrir krossinum. Frakkar notuðu stein- inn sem innsiglingarmerki. Það var ekki farið innar í fjörðinn en á móts við steininn. Þessi gleymska mín angraði mig nokkuð. Nokkur tími leið og þá dreymir mig draum sem var á þá af steininum eins og ég vissi hana besta því að það var bara hálfur sannleikur. Philippe Bovel, franskur blaða- maður sem var hjá mér til gistingar og varð svo hrifinn af Fáskrúðsfirði að hann er búinn að koma í fjögur sumur og hefur ýmislegt gott látið af sér leiða, sagðist hafa heyrt um svona steina og nefndi dæmi um það í Frakklandi. Þessir blessaðir sjómenn komu í land eftir erfiða og langa útiveru. Þeir áttu þar helga stund, krupu og báðust fyrir, þökkuðu guði góðum fyrir það sem hann gaf. Þarna hafa þeir sennilega þvegið föt sín og bað- að sig því að foss var í læknum og hylur undir. Þetta er allt svo aug- ljóst og þar sem ég er mjög ber- dreymin efaðist ég ekki um að þetta gæti verið rétt. Ég tók til minna ráða og nú er þessi steinn minnismerki um frönsku sjómennina og var steinn- inn afhjúpaður á frönskum dögum 1997 af þáverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Að endingu vil ég beina orðum mínum til sveitunga minna að leggj- ast nú á eitt og stuðla að frekari uppbyggingu sögulegrar menningar í heimabyggð. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrverandi kennari og ábyrgðarmaður Spítalafélagsins. Franski kirkjugarðurinn Franski kirkjugarðurinn á Krossum er snyrtilegur og var girt í kringum hann 1988. Það gerðu hjónin Þóra Krist- jánsdóttir og Hermann Steinsson á eigin kostnað. Það er ánægjulegt til þess að vita að sl. sumar var vegurinn að garðinum lagfærður svo að þar er gott aðgengi fyrir alla. Grund Íbúðarhúsið Grund er glæsilegt og vel við haldið. Það var sjúkraskýli sem Frakkar reistu 1897. Áfast við sjúkraskýlið var kapella sem síðar var rifin og byggð upp aftur sem íbúðarhús og stendur það enn. Franski spítalinn Þetta væntanlega safn er franski spítalinn. Hann var fluttur út í Hafnarnes árið 1940, sem að mínu áliti voru mikil mistök. Þá þótti þetta góð lausn. Þar var hundrað manna samfélag og vantaði skóla og húsnæði fyrir nokkrar barnmargar fjölskyldur. Þetta glæsilega hús er búið að standa autt í rúm 30 ár og vindar og válynd veður hafa leikið um það. Það má muna sinn fífil fegri og er lítið augnayndi. Stoðir og burðarvirki eru að mestu heil og ekkert er ómögulegt! Fyrir fjórum árum var stofnaður félagsskapur, Spítalafélagið, um uppbyggingu franska spít- alans og er mikill hluti bæjarbúa hlynntur þeirri framkvæmd. Ætlunin er að byggja grunn nálægt staðnum þar sem spítalinn var og flytja hann síðan þangað. Mun þetta safn verða hin mesta prýði og stolt komandi kynslóða ef rétt er að staðið. Læknisbústaðurinn Læknisbústaðurinn er að rísa úr öskustónni og er ráðhús í dag. Frakk- ar byggðu bústaðinn fyrir lækni sinn og konsúl, Georg Georgsson. Enn vantar nokkuð á að húsið sé komið í það ástand sem því sæmir. Þar eru geymdir munir og myndir sem verða síðan á væntanlegu safni, sem vonandi rís í framtíðinni. Enn má sjá móta fyrir svarta krossinum á steininum, sem stendur í miðju þorpinu. Glæsilegir brúðarkjólar nýkomnir Allar stærðir. Einnig allir fylgihlutir. Allt fyrir herra. Landsins mesta úrval af samkvæmisfatnaði fyrir dömur og herra. Efnalaug og fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi 3, sími 565 6680.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.