Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 33 Segja má, að Norðmenn hafi verið á undan okkur á öllum sviðum fiskeldis. Þeir hafa tekið algera forystu í laxeldi á heimsvísu en okkur hefur gengið erfiðlega að ná tökum á því og byggja hér upp arðvænlega atvinnustarfsemi á því sviði. Þeir hafa líka verið í forystu í rann- sóknum á og tilraunum með þorskeldi. Ráðstefna, sem haldin var á Akureyri í gær, föstudag, á vegum Útvegsmannafélags Norður- lands og sjávarútvegsdeildar Háskólans á Ak- ureyri sýnir hins vegar að hér er að verða breyting á. Sérstaka athygli vekur hve fjölsótt ráðstefnan var, sem sýnir gífurlegan áhuga á þessu nýja viðfangsefni hjá mönnum, sem koma að sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Agnar Steinarsson, líffræðingur hjá tilrauna- stöð Hafró í Grindavík, fullyrti á ráðstefnunni að nú væru allar forsendur fyrir stórfelldu þorskseiðaeldi við Ísland og grundvallarþekk- ing á því sviði væri nú fyrir hendi hér. Hann benti hins vegar á, að sýna þyrfti fram á arð- semi sjókvíaeldis við íslenzkar aðstæður en taldi að þorskeldi gæti átt glæsilega framtíð hér, ef rétt væri á haldið. Agnar Steinarsson benti á, að Norðmenn hefðu framleitt um eina milljón þorskseiða á síðasta ári og þar væru uppi áform um fram- leiðslu á 100 milljónum seiða eftir 10-12 ár. Til samanburðar má geta þess, að á síðasta ári voru framleidd um 30 þúsund þorskseiði í Grindavík. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, upplýsti á ráðstefnunni að heimsafli á villt- um fiski stæði í stað á sama tíma og fólki fjölg- aði. Augljóst væri, að eldisfiskur mundi fylla upp í það gat, sem myndaðist. Í máli hans kom ennfremur fram að af þeim 10 löndum, þar sem markaður væri mestur fyrir eldisfisk hefðum við Íslendingar mjög sterka markaðsstöðu fyr- ir sjávarafurðir í 7-8 þeirra. Afkoma okkar Íslendinga byggist fyrst og fremst á fiski, þrátt fyrir þrotlausa viðleitni okkar til þess að breikka grundvöll atvinnulífs- ins og skjóta þar með fleiri stoðum undir af- komu þjóðarinnar. Það gefur auga leið, að eldisfiskur á eftir að ryðja sér til rúms í auknum mæli um leið og sú hætta er fyrir hendi að sú þróun leiði til um- talsverðrar lækkunar á því verði, sem fæst fyr- ir fisk og fiskafurðir. Rökin fyrir því að vinna markvisst að því að efla fiskeldi hér á landi eru svo augljós, að ástæðulaust er að tíunda þau. Við erum líka reynslunni ríkari og vitum að fiskeldi er ekki eins einfalt og menn kannski töldu fyrir svo sem tveimur áratugum. Í umfjöllun Agnars Steinarssonar líffræðings um styrkleika og veikleika okkar á sviði þorsk- eldis, benti hann á, að þekkingargrunnur úr til- raunaeldi þorsks væri til staðar, svo og þekk- ing á seiðaeldi sjávarfisks. Einnig væri fyrir hendi þekking á sviði endurnýtingar og mikil þekking á strandeldi. Hann benti ennfremur á að nægur jarðhiti og landrými væri fyrir hendi og afskrifaðar eða vannýttar eldisstöðvar. Fóð- urframleiðsla væri til staðar. Hins vegar teldist það til veikleika í þessu sambandi að óvissa væri um arðsemi sjókvía- eldis og eftirspurn eftir seiðum. Skortur væri á opinberu fjármagni til fiskeldis og rannsókn- arumhverfi væri fámennt. Það er ekki óeðlilegt að opinberir aðilar komi við sögu í byrjun þegar unnið er að því að byggja upp nýjar atvinnugreinar, hvort sem er á sviði fiskeldis eða lyfjaþróunar, svo að nefnd séu tvö dæmi um nýja atvinnustarfsemi, sem er að verða til á Íslandi. Opinber stuðningur í upphafi getur skilað sér margfaldlega í tekjum til ríkisins síðar. Þess vegna er ástæða til að stjórnvöld hugi að ábendingu Agnars Stein- arssonar um þörf á opinberu fjármagni til þess að koma fiskeldi á fót sem meiri háttar atvinnu- starfsemi. Það eru yfirleitt hugsjónamenn, sem ryðja nýjar brautir í atvinnumálum. Það á við um þá, sem byggðu upp sjávarútveg í upphafi 20. ald- arinnar og það á líka við um þá, sem fórnuðu miklu á síðustu tveimur áratugum til þess að leggja grunn að fiskeldi hér. Nú er tímabært að gera nýtt stórátak í fisk- eldi. Þar þarf að koma til samstillt átak einka- aðila, opinberra aðila og þeirra vísindamanna, sem augljóslega hafa unnið merkilegt starf á þessu sviði nú þegar. Það er til marks um framsýni forystumanna Samherja hf., sem nú er eitt öflugasta sjáv- arútvegsfyrirtæki á Íslandi, að þeir hafa aug- ljóslega markað þá stefnu að hefjast handa á þessu sviði með miklum umsvifum. Ekki kæmi á óvart að fleiri stór sjávarútvegsfyrirtæki fylgdu í kjölfarið. Aðkoma þessara fyrirtækja að fiskeldi getur skipt sköpum. Þau búa yfir mikilli þekkingu. Þau hafa aðgang að mörk- uðum. Þau ráða yfir fjármagni. Morgunblaðið/RAX Rakstrarvél á Suðurlandi. „Sú kvikmynd Er- lendar Sveinssonar, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, sýnir að það er líka hægt að koma þess- ari menningar- arfleifð til skila með öðrum hætti, þ.e. á kvikmynd. Samstarf þeirra Erlendar og Sigurðar Sverris Pálssonar hefur nú þegar skilað svo miklu að nýta á starfskrafta þeirra og hæfni í að halda áfram slíkri mynd- gerð um þá, sem við sögu hafa komið bæði í menningu og á öðrum sviðum.“ Laugardagur 12. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.