Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 49
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 49 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Heimisdóttir 465 1117 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni EINU sinni var indversk-ur fursti. Hann átti tvosyni. Dag einn ákvaðhann að sá vitrariþeirra myndi erfa ríkið eftir sinn dag. Hann lét þá báða hafa ákveðna fjárupphæð og sagði þeim að kaupa eitthvað, sem fyllt gæti stærsta hallarsal- inn. Sá eldri fór strax að leita. Hann vantaði eitthvað sem var ódýrt og fyrirferðarmikið. Og á torginu sá hann mann, sem var að selja hálm. Hann keypti allt sem fáanlegt var, en þegar í höll- ina kom varð ljóst, að mikið vant- aði upp á að salurinn fylltist. Þegar sá yngri hafði tekið við peningunum, gekk hann afsíðis og settist niður og tók að velta fyrir sér hvað best væri að gera. Eftir nokkra umhugsun fann hann lausnina. Hann keypti stór- an lampa og bar hann logandi inn í miðjan salinn, eftir að dimmt var orðið. Myrkrið vék, því ljósið fyllti nú hvern afkima. Yngri sonurinn hafði reynst vitrari og eignaðist því ríkið eftir dag föður síns. Mér datt þessi saga í hug, þeg- ar ég var að pæla í hvað ég ætti að skrifa um í dag, í miðjum jan- úar, þessum að mörgum finnst snautlega mánuði, þegar dimman og fábreytnin er svo mikil, að varla er hægt að segja að nokk- urn tíma birti af degi, og einu blómin sem vaxa frá náttúrunnar hendi eru frostrósir. Það veldur engum ótta samt því aftur hækkar sólin gang og lífsins gleði gefst á ný við grænnar jarðar opið fang. Og kátur fugl úr fjarska heim á forna slóð mun leita senn, en fólkið varpa vetrarham og verða eins og nýir menn. Þetta segir Eysteinn G. Gísla- son, bóndi í Skáleyjum á Breiða- firði, í einu af fjórum erindum ljóðsins Skammdegi, í bókinni Ís- lensk alþýðuskáld, sem út kom árið 1990. Og þetta er sannarlega rétt. Því skemmsti dagur ársins er þegar liðinn hjá samkvæmt almanakinu, og dimman tekin að víkja – enn fengin vissa fyrir því, að myrkrið verði ekki ljósinu yf- irsterkara, heldur muni nóttlaus vorheiðríkjan koma á ný innan skamms, í öllu sínu veldi. Og það er ekki svo langt í þann tíma. Hrafninn fer bráðum að safna í laup og verpa, og farfuglar að tín- ast að landinu. Og e.t.v. er sá fyrsti nú þegar kominn, sílamáf- urinn. Yfirleitt hafa menn þó vænst komu hans í febrúar/mars. Þetta orð, skammdegi, er í raun og veru, samkvæmt Orða- bók menningarsjóðs, einkum haft um tímann frá síðari hluta nóv- embermánaðar fram yfir miðjan janúar, en einhvern veginn er þessi fyrsti mánuður ársins þyngri mannfólkinu í skauti en hinir. Þótt allir búi mánuðirnir yfir ákveðnum sjarma, er erfitt fyrir hina ellefu að keppa við þann tólfta, með birtu hans og gleði. Meira að segja páskarnir ná ekki að toppa það; lítið barn í jötu á sterkari ítök í hjörtunum en saga um tóma gröf. Og janúar geldur þessa meir en aðrir; í nóvember er tilhlökk- unin í aðventu og jól t.d. svo mikil að hún ein nær að feykja myrkr- inu burt, en í byrjun nýs árs er spennunni lokið. Þetta er dálítið ósanngjarnt. Þó er hinum fyrsta mánuði ekki alls varnað; á þess- um árstíma hafa mörg andans stórmenni fæðst, Albert Schweitzer 14. janúar 1875, Benjamin Franklin 17. janúar 1706 og Wolfgang Amadeus Moz- art 27. janúar 1756, að fáeinir ein- staklingar séu nefndir. Og ekki má gleyma, að þetta er jólamán- uður grísk-kaþólsku kirkjunnar. Víst er það, að allt sem á jörðu vex og dafnar, gerir það í krafti sólarljóssins. Og það er gott að vera spakur að viti, eins og yngri sonur indverska furstans, og átta sig á því, hvers ljósið er megnugt andspænis skuggum þessa lífs. En muna skyldum við jafnframt og ávallt, að allt ljós, bæði það sem kemur frá sólu, og annað, sem við tendrum, hvort sem er á kerti eða lampa, er samt hverfult, eins og raunar öll hin sýnilega veröld; bara dauft endurskin hins eilífa. Eða eins og eitt skálda landsins hefur ort: Án kærleiks sólin sjálf er köld, og sérhver blómgrund föl, og himinn líkt og líkhústjöld, og lífið eintóm kvöl. En ljósið sem við heyrðum um og fögnuðum og lutum á nýaf- stöðnum jólum, er öðruvísi; það er annars heims frá öndverðu, of- ið úr guðlegri elsku. Þess vegna skiptir ytra rökkur hins nýbyrj- aða árs litlu máli, ef grannt er skoðað, og janúar mætti því alveg taka gleði sína, enda ekkert á hann að klaga, þegar upp er stað- ið. Það er nefnilega birtan hið innra sem gildir. Ef hjarta þitt er upplýst af þeirri orkulind, sem á rætur í hásæti almættisins, ef andleg næring þín er komin um þá taug, ef sálin er björt og hlý, þá ertu í góðum málum. Því lífið, sem Jesús gefur mönnunum hlut- deild í, er ekki undirorpið neinni hnignun; það er ævarandi. Ljós hans mun aldrei þrjóta, aldrei deyja, aldrei bregðast. Aldrei. Morgunblaðið/Ómar Skammdegi Allur boðskapur kristinnar trúar gengur út á eitt og hið sama, að ljósið og ylurinn hafi sigr- að myrkrið og kuldann. Á það vill Sigurður Ægisson benda, nú á miðjum vetri, í fábreyti- leika og gráma skammdegisins. saeson@islandia.is Góð byrjun hjá Jónasi og Sveini í nýárstvímenningi BA Nýtt starfsár Bridsfélags Akur- eyrar hófst á svokölluðum nýárství- menningi sl. þriðjudagskvöld. Sveinn Pálsson og Jónas Róbertsson tóku nýja árið með trompi og höfðu mikla yfirburði. Lokastaða efstu para: Sveinn – Jónas 64,3% Örlygur Örlygsson – Reynir Helgason 57,8% Hans Viggó – Sveinbjörn Sigurðsson 56% Pétur Guðjóns. – Stefán Ragnars. 55,8% Þá fór Íslandsbankamótið fram milli jóla og nýárs og þar voru Stefán Stefánsson og Skúli Skúlason í mesta stuðinu. Lokastaðan: Stefán – Skúli 60,5% Haukur Harðarson – Haukur Jónsson 57,0% Sveinn Pálsson – Jónas Róbertsson 56,8% Eyþór Gunnarss. – Þorst. Friðrikss. 56,3% Páll Þórsson – Sigurbjörn Haralds. 56,2% Næsta mót Bridsfélags Akureyrar er aðalsveitakeppni félagsins. Spil- aðir verða 16-spila leikir, allir við alla. Einnig er spilað á sunnudags- kvöldum og eru allir velkomnir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 26 pör í Gullsmára Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á 13 borðum að Gullsmára 13 fimmtudaginn 10. janúar. Meðalskor 264. Efst vóru: NS Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 324 Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónasson 319 Helga Ámundad. – Hermann Finnbogas. 296 AV Stefán Ólafss. – Sigurjón H. Sigurjónss. 331 Sigurður Björnss. – Auðunn Bergsv. 299 Karl Gunnarss. – Kristinn Guðmundss. 294 Eldri borgarar spila brids að Gull- smára 13 alla mánudaga og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Svæðismót Norðurlands vestra í sveitakeppni Svæðismót Norðurlands vestra í sveitakeppni í brids fer fram á Sauð- árkróki helgina 19. og 20. janúar nk. Fyrirhugað er að mótið hefjist kl. 10 stundvíslega laugardaginn 19. jan- úar. Keppnisfyrirkomulag helgast af þátttöku. Keppnisgjald er 10.000 kr. á sveit. Mótshaldari er Bridsfélag Sauðár- króks og spilastaður er Fjölbrauta- skólinn við Sæmundarhlíð. Spilað er um þátttökurétt í undan- úrslitum Íslandsmótsins. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en miðvikudags- kvöld 16. janúar nk. Þátttaka tilkynnist Ásgrími Sigur- björnssyni, sími 453 5030, eða Jóni Erni Berndsen, sími 453 5319, net- fang joel@simnet.is. T-sett aðeins 650 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Veggklukka aðeins 2.000 kr. NETVERSLUN Á mbl.is ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.