Morgunblaðið - 13.01.2002, Side 18
18 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JETSUN Pema fæddist í Lhasa,höfuðborg Tíbet, árið 1940. Húnkom til Indlands árið 1950 íframhaldi af hertöku Kínverja á
Tíbet. Í júní árið 1964 var hún
beðin af hans hátign Dalai Lama, sem
er bróðir hennar og andlegur og
trúarlegur leiðtogi Tíbeta, um að
taka yfir stjórn Tíbesku barnaþorp-
anna (TCV) í Dharamsala í Norður-
Indlandi. Síðan þá hefur hún verið
drifkrafturinn í barnaþorpunum og
tekið að sér móðurhlutverk þúsunda
barna sem hafa ferðast einsömul frá
Tíbet í von um betra líf.
Hluti tíbesku barnaþorpanna er
rekinn af SOS-Kinderdorf Inter-
national. Það eru SOS-barnaþorpin í
Noregi sem hafa boðið Pema að
heimsækja Noreg í tilefni af upp-
byggingu nýs barnaþorps í Gopalpur
í N-Indlandi, en það þorp hefur verið
fjármagnað af norskum fyrirtækjum.
Hér á Íslandi eru hins vegar á þriðja
hundrað manns sem styrkja börn
sem búa í tíbesku barnaþorpunum
með mánaðarlegum upphæðum í
gegnum SOS-barnaþorpin og af því
tilefni gafst mér tækifæri til þess að
taka Pema tali. Spjallið fór fram í höf-
uðstöðvum SOS-barnaþorpanna í
Noregi og þrátt fyrir þétta dagskrá
fannst henni sjálfsagt að miðla úr sín-
um viskubrunni til alls þess góða
fólks sem býr á Íslandi.
Nokkrir kollega minna sem höfðu
hitt Pema að tali í húsinu áður en
spjallið hófst undruðust yfir líðan
sinni eftir að hafa hitt þessa merku
konu. Þeir töluðu um útgeislun henn-
ar og innri frið. Hið sama höfðu
reyndar nokkur íslensk ungmenni
haft á orði eftir að hafa hitt hana í
Dharamsala fyrr á árinu.
Það var því ekki að ástæðulausu að
ég beið hennar með nokkurri
óþreyju, eins íslensk og óþolinmóð og
ég er. Óþolinmæðin varð þó að engu
þegar ég heilsaði konunni. Hún er
lágvaxin og fíngerð, með hárið tekið í
hnút og klædd í samræmi við tíbesk-
ar venjur, í síðu pilsi og blússu. Mér
fannst ég heilsa manneskju sem ég
þekkti er ég tók í höndina á henni því
hlýtt viðmótið, yfirvegunin og jafn-
vægið sem einkenndi hana kom ekki í
veg fyrir það að þessi kona tók sjálfa
sig ekki of hátíðlega og hún brosti og
hló um leið og hún sá skoplegar hliðar
á því sem hún var að lýsa. Hún talaði
þó af mikilli festu og hafði greinilega
allar staðreyndir á hreinu, er hún
upplýsti mig um ástand tíbesku
barnaþorpanna.
Hundruð barna fara
frá Tíbet á hverju ári
Þorpin eru í góðu ásigkomulagi og í
nýja barnaþorpinu í Gopalpur er allt
tilbúið nema tvö hús. Börnin eru
mjög ánægð með heimili sín og þótt
ótrúlegt sé eru mörg hver farin að
leika sér eins og eðlileg börn aðeins
tveim dögum eftir að þau koma í
þorpið. Pema telur það vera vegna
þess jákvæða andrúmslofts sem þar
sé. Hún telur börnin finna að þau séu
komin á öruggan stað og að þarna sé
fólk sem þykir vænt um þau.
Á hverju ári koma um 450-600 börn
til Nepal yfir landamærin frá Tíbet.
Fjöldinn eykst og aðeins 1700 börn
hafa snúið heim af hverjum 5000. Það
er hins vegar ljóst að mörg börn hafa
látið lífið á leiðinni og ástæðan fyrir
því er meðal annars frosthörkur.
Einnig eru dæmi þess að börn hafi
misst tær og fingur á leiðinni. Pema
nefnir 10 ára gamlan dreng sem kom
í þorpið er hann var 5 ára gamall.
Hann hafði misst allar tærnar en
sýndi ótrúlega þrautseigju og hefur
lært að ganga nánast eðlilega. Það er
ekki óalgengt að börn niður í 4-5 ára
aldur ferðist einsömul þessa löngu
leið til Norður-Indlands. Kínverjar
hafa stranga gæslu á landamærunum
við Nepal og þess vegna ganga börn-
in upp í fjöllin og allt upp í 16 –17 þús-
und feta hæð og fara þar yfir landa-
mærin til Nepal. Í Nepal eru
heilsugæslustöðvar á vegum TCV og
þar er tekið á móti börnunum áður en
þau halda til Dharamsala. Ferðalagið
allt getur tekið 4-6 mánuði og þarf því
engum að finnast undarlegt að þörf
sé á góðu starfsfólki í barnaþorpun-
um.
Mörgum kemur á óvart að fullorðið
fólk sendi börn sín í svo langt ferða-
lag en Pema fyllist miklum eldmóði
er hún talar um ástæður þess:
Tíbetar eru margir ráðþrota. Búið
er að taka af þeim tungumálið og þá
er þónokkuð af sjálfsvirðingunni
horfið. Fyrir ferðalagið langa hafa
mörg barnanna búið í tjöldum með
fjölskyldum sínum í Tíbet. Foreldr-
arnir senda þau í burtu í þeirri von að
þau komist á leiðarenda og öðlist
mannsæmandi líf, um leið og tíbeskri
menningu og uppruna er viðhaldið. Í
dag búa í Tíbet 1,8 milljónir Tíbeta á
móti 7,5 milljónum Kínverja. Í Kína
er víða kennd tíbeska og á þann hátt
er Kínverjum gert auðveldara fyrir í
að hasla sér völl í Tíbet og hefja þar
nýtt líf. Tíbetar fá ekki kennslu í eigin
tungu og í raun hafa tíbesk börn ekki
rétt til skólagöngu heldur. Konur eru
gerðar ófrjóar og Tíbetar hafa sömu-
leiðis ekki aðgang að lausum störfum.
Flestir lifa sem hirðingjar en hin
góða kasmírull af dýrum þeirra er
seld til Skotlands til vinnslu þar. For-
eldrarnir sýna mikið hugrekki við
það að senda börn sín í svo langt
ferðalag. Margir þeirra fá aldrei að
sjá börnin sín aftur og örfáir geta
sent tölvupóst eða skrifað bréf.
Það er greinilegt að Pema tekur
mjög alvarlega markvissar aðgerðir
Kínverja til þess að eyða tíbeskri
tungu og þar með stórum hluta af
menningunni. Hún talar þó ekki um
Kínverja sem fjandmenn heldur
leggur hún ríka áherslu á það að þeir
muni alltaf verða nágrannar Tíbeta
hvað svo sem framtíðin beri í skauti
sér. Í barnaþorpunum er þess vegna
kínverska kennd á nokkrum skóla-
stigum og Pema segir það mjög mik-
ilvægt í ljósi þess að Tíbetar óska eft-
ir því að þjóðirnar tvær geti skapað
með sér frið einn daginn.
Menntunin er vopn í baráttu Tíbeta
Menntun er hins vegar það vopn
sem Tíbetar í útlegð hafa í dag. Pema
leggur því áherslu á mikilvægi þess
að nægt fjármagn fáist til þess að
kaupa kennslugögn. Í dag starfa um
ellefu hundruð og sextíu manns hjá
TCV. Barnaþorpin eru fimm og um
þrjátíu heimili eru í hverju þorpi.
Pema segir mörgum bregða í brún
þegar hún segi að um þrjátíu og fimm
börn búi á hverju heimili. Hún hlær
og segir að við verðum að trúa því að
börnin beri djúpa virðingu fyrir móð-
ur sinni og uppeldissystkinum. Það
sé engin óskastaða að svo mörg börn
búi undir sama þaki en það kemur
ekki til greina að vísa litlum börnum
sem hafa gengið vikum og mánuðum
saman frá, öll séu þau jafn velkomin.
Ástandið hefur samt lagast mikið.
Fyrir nokkrum árum voru sextán
börn í koju, en nú séu aðeins átta.
Í dag er búið að útskrifa sautján
þúsund börn úr skólunum hjá TCV.
Mikill metnaður er lagður í skólana.
Pema tekur skýrt fram markmið
starfsfólksins sem er að gera börnin
að góðum manneskjum. Til þess að
það náist er mjög vel hlúð að hverjum
einstaklingi. Haldnar eru skrár sem
eru aðgengilegar öllu starfsfólki, svo
hægt sé að vita hvernig best sé að
nálgast nemandann. Hverjum og ein-
um er leiðbeint eftir þörfum og
áhersla er lögð á mikilvægi hverrar
starfsgreinar. Það er gert með því að
gera börnunum ljóst að sá sem er
góður að vinna með höndunum, t.d.
við smíðar eða annað, þarf ekki að
fara í háskóla heldur getur hann gert
eitthvað við sitt hæfi. „Sérhvert starf
er mikilvægt starf,“ segir Pema og
Beðið eftir heimferð
Systir Dalai Lama, andlegs
trúarleiðtoga Tíbeta, er
einn aðaldrifkrafturinn í
tíbesku barnaþorpunum á
Norður-Indlandi. Bryndís
Elfa Valdemarsdóttir hitti
Jetsun Pema, konuna sem
14 þúsundir barna kalla
„Ama La“, eða virtu móður.
Tíbesk börn með móður „sinni“, Jetsun Pema, í Gopalpur á Norður-Indlandi. Börnin kalla hana virtu móður.
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ásamt Jetsun Pema, sem segir jákvætt and-
rúmsloft í barnabúðunum ráða miklu um ánægju barnanna.
Börn að leik í Dharamsala á Norður-Indlandi. Þau sýna ótrúlega þrautseigju á
göngu sinni yfir fjöllin til Nepal. Ekki er óalgengt að börnin séu 4–5 ára gömul.