Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ mann að hann kannaði hvað ylli tregðu á að svara umræddu erindi. Hinn 28. nóvember tilkynnti um- boðsmaður lögmanninum að hann hefði sent ráðuneytinu bréf til að kanna hvar afgreiðsla málsins væri stödd. Í bréfi sem dagsett er 8. janúar sl. ítrekar umboðsmaður tilmæli sín í bréfinu frá 28. nóvember sl. um að ráðuneytið láti honum í té upplýsing- ar um afgreiðslu ráðuneytisins á gjaf- sóknarbeiðni lögmannsins fyrir hönd skjólstæðings síns. Ekki vikið að áliti umboðsmanns í umsögn gjafsóknarnefndar Ráðuneytið hefur síðan svarað er- indi lögmannsins í bréfi, sem dagsett er 7. janúar 2002, þar sem fram kem- ur að ráðuneytinu hafi borist umsögn gjafsóknarnefndar, dagsett 21. des- ember. Í umsögn gjafsóknarnefndar segir m.a. að samkvæmt 1. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991 verði gjafsókn að- eins veitt gefi málstaður umsækjanda nægjanlegt tilefni til málshöfðunar eða málsvarnar. Önnur skilyrði fyrir veitingu gjafsóknar komi ekki til skoðunar nema nokkuð ljóst sé að umsækjandi uppfylli umrætt grund- vallarskilyrði. „Með vísan til þess, sem rakið hef- ur verið hér að framan, er það mat gjafsóknarnefndar að umsækjandi hafi ekki sýnt fram á að nægilegt til- efni sé til áfrýjunar í skilningi 1. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991. Er því ekki GJAFSÓKNARNEFND hefur í annað sinn hafnað ósk manns um gjafsókn þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi talið dóms- og kirkju- málaráðuneytinu óheimilt samkvæmt lögum að hafna ósk mannsins og beint þeim tilmælum til ráðuneytisins að endurskoða málið í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Ráðuneyt- inu er hins vegar óheimilt að verða við þessum tilmælum umboðsmanns, þar sem ráðuneytið er bundið af úrskurði gjafsóknarnefndar samkvæmt lög- um. Í nýju áliti umboðsmanns Alþingis kemur síðan fram að dómsmálaráðu- neytið hafi ekki farið að lögum þegar það í tvígang hafnaði beiðni tvíbura- móður um gjafsókn vegna málshöfð- unar hennar á hendur fyrrum sam- býlismanni, vegna kröfu um forsjá dætra þeirra. Var synjunin alfarið byggð á því að skilyrði í lögum frá 1991 um meðferð einkamála, um að málstaður hennar gæfi nægilegt til- efni til málshöfðunar, væri ekki upp- fyllt. Í áliti sínu telur umboðsmaður að ekki verði dregin önnur ályktun af forsendum í umsókn gjafsóknar- nefndar og skýringum hennar í mál- inu en að nefndin hafi í umfjöllun sinni um beiðni móðurinnar lagt sjálf- stætt og efnislegt mat á sönnunarat- riði málsins og því hafi úrlausn nefnd- arinnar gengið lengra að efni til en heimilt er samkvæmt lögum. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu í júní í fyrrasumar að dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu hafi verið óheimilt að hafna beiðni einstaklings um gjaf- sókn, í tilefni af málshöfðun hans vegna meints skorts á upplýsingum frá lækni um mögulegar afleiðingar tiltekinnar læknisaðgerðar. Í þessu áliti telur umboðsmaður einnig að gjafsóknarnefnd hafi farið þá leið í umfjöllun sinni að leggja með beinum og sjálfstæðum hætti mat á sönnun- arstöðu málsins, að virtum þeim gögnum sem fylgdu beiðninni um gjafsókn. Umboðsmaður taldi nefndina hafa gengið lengra að efni til en heimilt var við úrlausn málsins og ekki yrði ann- að ráðið af gögnum en að raunveru- legur vafi hafi verið til staðar um það hvort viðkomandi einstaklingi voru veittar fullnægjandi upplýsingar af hálfu læknis um afleiðingar skurðað- gerðarinnar. Því beindi umboðsmað- ur þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka mál viðkomandi til endurskoð- unar, kæmi sú ósk fram, og meðferð þá hagað í samræmi við þau sjónar- mið sem fram koma í áliti umboðs- manns. Umboðsmaður sendi álit sitt til lög- manns mannsins 26. júní á síðasta ári og 23. ágúst sendi lögmaðurinn erindi til dómsmálaráðherra og ítrekaði beiðni skjólstæðings síns um að hon- um verði veitt gjafsókn í máli sínu. Jafnframt minnti lögmaðurinn á álit umboðsmanns frá fyrri mánuði. Þeg- ar ekkert svar barst frá ráðuneytinu sendi lögmaðurinn umboðsmanni Al- þingis bréf 19. nóvember sl., þar sem segir m.a. að „meira en fjórum mán- uðum síðar og þrátt fyrir bréflegar ítrekanir mínar og símtal mitt við dómsmálaráðherra, hefur ráðuneytið ekki séð sér fært að fara að tilmælum yðar, hvað þá svara erindi mínu“. Fór lögmaðurinn þess á leit við umboðs- mælt með gjafsókn,“ segir í umsögn gjafsóknarnefndar frá síðasta mán- uði. Í bréfi ráðuneytisins er lögmann- inum síðan tilkynnt að með vísan til 4. mgr. 125 gr. laga um meðferð einka- mála nr. 91/1991, að ráðuneytinu sé eigi heimilt að verða við tiltekinni beiðni mannsins um gjafsókn. Lög- maður mannsins hefur síðan sent um- boðsmanni Alþingis erindi og skýrt honum frá þessum málavöxtum. Í bréfinu segir lögmaðurinn að athygli veki að ráðuneytið víki í engu í svari sínu að áliti umboðsmanns og láti sem það sé ekki til. Unnið að endur- skoðun laganna Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri segir ráðuneytið bundið af úrskurði gjafsóknarnefndar og sé því ekki heimilt að verða við ósk um gjafsókn mæli nefndin ekki með því. „Við getum ekki veitt gjafsókn ef nefndin fellst ekki á það, sbr. 4. mgr. 125. gr. laganna þar sem segir að dómsmálaráðherra veiti gjafsókn eft- ir umsókn aðila og hún verði því að- eins veitt að gjafsóknarnefnd mæli með því.“ Varðandi mál tvíburamóðurinnar, sem umboðsmaður telur í nýju áliti að eigi rétt á nýrri afgreiðslu, segir Björn að málið hafi borist nú í vikunni og sé í rannsókn í ráðuneytinu. „Í þessu tilviki var nefndin hörð á því að þetta mál hafi verið tilefnislítið,“ seg- ir Björn. Hann segir það sama gilda um þetta mál að ráðuneytið sé bundið af ákvörðun nefndarinnar. Að sögn Björns er unnið að endurskoðun lag- anna í ráðuneytinu og greinargerð verði lögð fyrir ráðherra. Í framhald- inu verði síðan tekin ákvörðun um hvort flutt verði nýtt frumvarp um breytingu á þessum lögum. Ráðuneytinu óheimilt að verða við tilmælunum Gjafsóknarnefnd hefur í tvígang hafnað ósk manns um gjafsókn þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi talið dóms- og kirkjumálaráðuneytinu óheimilt sam- kvæmt lögum að hafna ósk mannsins. Gjafsóknarnefnd hafnar aftur gjafsókn þvert á tilmæli umboðsmanns NOKKRIR slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu hafa um helgina gengið í hús á Hellu, spjallað við íbúa um bruna- varnir og boðið reykskynjara til sölu. Framtakið er sprottið af áhuga þeirra til að opna umræðuna um mikilvægi brunavarna á heimilum. Að sögn Guðna Kristinssonar hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu er mikill eldsmatur í herbergjum ung- linga, t.a.m. með aukinni notkun þeirra á tölvum og sjónvarps- tækjum, og því ástæða til að huga sérstaklega að brunavörnum í þeim. Þá hafa þeir félagar áhuga á að ráðleggja fólki um uppsetningu á reykskynjurum. Rabba við fólk og bjóða reykskynjara SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur staðfest nýtt hættumat fyrir Neskaupstað. Um er að ræða fyrsta hættumatið sem gert er sam- kvæmt reglugerð um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgða- hættumats. Samkvæmt reglugerðinni eru skil- greind viðmið um viðunandi árlega áhættu einstaklings m.t.t. ofanflóða og er slíkt nýmæli hér á landi, sam- kvæmt upplýsingum frá umhverfis- ráðuneytinu. Undirbúningur málsins hefur verið langur og hafa fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar komið að því. Með breytingum á lögum um varn- ir gegn snjóflóðum og skriðuföllum voru öll staðfest hættumöt felld úr gildi og er því hættumatið fyrir Nes- kaupstað eina gildandi hættumatið vegna ofanflóða. Unnið er að hættu- mati fyrir Siglufjörð, Seyðisfjörð, Ísa- fjörð og Eskifjörð og stefnt er að því að staðfesta þau á næstu mánuðum. Snjóflóða- hættumat fyr- ir Neskaup- stað staðfest Reykjavíkurhöfn úr þyrlu í tals- verðri hæð. Auk Guðmundar tóku fimmtán manns þátt í námskeiðinu og komu þeir víða að af landinu. Inntur eftir því hvernig honum GUÐMUNDUR Hallvarðsson, fyrr- verandi stýrimaður og formaður samgöngunefndar Alþingis, tók í vikunni þátt í námskeiði Slysa- varnaskóla sjómanna, en á nám- skeiðinu eru farmenn og fiski- menn m.a. fræddir um öryggismál á skipum. Slysavarnaskólinn held- ur tugi slíkra námskeiða á ári hverju en samkvæmt lögskráning- arlögum sjómanna sem tóku gildi 1. apríl á síðasta ári má ekki skrá farmenn og fiskimenn á skip fyrr en þeir hafa lokið tilskilinni ör- yggisfræðslu hjá Slysavarnaskól- anum. „Maður fékk seltu í hárið og blik í augun aftur,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Nám- skeiðið tók viku og segist hann hafa tekið þátt í því sem formaður samgöngunefndar Alþingis en þó ekki síður sem fyrrverandi stýri- maður. „Ég fór til þess að kynna mér skólann og námsefnið og hvernig að námskeiðinu væri stað- ið,“ segir Guðmundur. „Nám- skeiðið var mjög gagnlegt,“ bætir hann við en þar var farið yfir helstu þætti sem snúa að öryggis- og björgunarmálum sjómanna. „Til dæmis var farið yfir það hvað gera ætti þegar maður félli fyrir borð. Þá var farið yfir það hvernig skjóta ætti út neyðarlínum og æfð var reykköfun í skipum.“ Á föstudag var síðan æfð björg- un úr sjó og þurfti Guðmundur þá að henda sér út í sjóinn við lítist á starfsemi Slysavarnaskól- ans segir Guðmundur að sér lítist vel á. „Mér líst vel á starfsemina. Þetta er merkilegt og gott fram- tak sem þarna er staðið að og mjög þarft fyrir sjómenn að fara í skólann.“ Bætir hann því við að margir hafi þakkað björgun úr sjó því að þeir höfðu verið á nám- skeiði Slysavarnaskóla sjómanna. Morgunblaðið/Ásdís Björgunarbátur Slysavarnaskóla sjómanna, Henrý Hálfdanarson, kemur að Sæbjörginni, þar sem skólinn hefur aðstöðu. Á myndinni er Guðmundur Hallvarðsson og fleiri sem þátt tóku í námskeiðinu. Formaður samgöngunefndar í Slysavarnaskóla sjómanna DULARFULLT hrossahvarf hefur orðið mönnum í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu nokkur ráð- gáta eftir að 9 hryssur, allar með fol- öldum, hurfu frá bænum Kambakoti síðastliðið haust. Eigandi þeirra, Jónmundur Ólafs- son, hefur ekki séð tangur né tetur af hrossunum og telur afar ólíklegt að hrossin hafi farið sér að voða, enda sé þeim vart nein hætta búin í hag- anum. Hann segir að lítið hafi þurft að hafa fyrir hrossunum og hafi þau aldrei farið langt til fjalla. Um það hvort þau hafi strokið í ör- væntingu vegna flugelda á gamlárs- kvöld, segir Jónmundur að hann hefði frekar búist við að þau flýðu heim á bæ frekar en eitthvert annað. Leitað hefur verið að hrossunum úr lofti og á láði, farið hefur verið á vél- sleðum um svæðið í Hallárdal og Brunnárdal auk þess sem rjúpna- skyttur og bændur hafa svipast um eftir hrossunum. Hryssurnar eru að sögn Jónmundar allar stórar með markinu fjöður framan hægra. Fjór- ar þeirra eru brúnar, þrjár rauðar og tvær rauðjarpar. Jónmundur segist aldrei hafa orð- ið fyrir eins miklum skaða og nú, en þó hafi hann tapað tveim folalds- hryssum fyrir 6 árum og aldrei séð þær aftur. „Ég er algjörlega ráð- þrota og eftir því sem ég hugsa meira um þetta verð ég meira hissa,“ segir hann. Níu hryssur með folöld- um horfnar sporlaust ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.