Morgunblaðið - 25.01.2002, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRN Bjarnason (D) menntamála-
ráðherra segir að ekki sé enn loku
skotið fyrir það að samningar náist
um beinar útsendingar frá heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu
hingað til lands næsta sumar.
Þetta kom fram í umræðu utan
dagskrár á Alþingi í gær um HM í
knattspyrnu og þjónustu Ríkisút-
varpsins. Málshefjandi var Kristján
L. Möller (S) sem gagnrýndi harka-
lega í upphafi máls síns stórversn-
andi fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins
og sagði menntamálaráðherra, æðsta
yfirmann stofnunarinnar undanfarin
sjö ár, hafa haldið henni í fjársvelti.
„Þannig fyrirhugar Ríkisútvarpið
að fækka og fella niður beinar út-
sendingar frá heimsfrægum íþrótta-
viðburðum eins og vetrarólympíu-
leikunum í Salt Lake City sem
hefjast í febrúar nk. þar sem sex Ís-
lendingar keppa og frá sjálfri heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu,
vinsælustu íþróttakeppni nánast um
allan heim, sem haldin verður í Suð-
ur-Kóreu og Japan á sumri kom-
andi,“ sagði Kristján og lýsti því
hvernig „allt hafi orðið vitlaust“ með-
al íþróttaáhugamanna um allt land
eftir að þessi tíðindi spurðust.
„Ég er einn af þeim sem óttast að
verði sjónvarpinu ekki gert kleift að
sýna frá þessum heimsviðburðum sé
það alvarlegasta aðför að rekstri Rík-
isútvarpsins í langan tíma og þar með
vegið að réttlætingu á lögbundinni
áskrift að ljósvakamiðli í eigu al-
mennings,“ sagði Kristjánog benti á
að RÚV væri skyldað til þess að
greiða 105 millj. kr. á ári til reksturs
Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þessi
lögbundna skylda væri að sínu mati
óeðlileg og ósanngjörn. Hann muni
því leggja fram frumvarp þar sem
lagt verði til að rekstrarþátttaka Rík-
isútvarpsins verði felld niður en Sin-
fóníuhljómsveitinni verði árlega
tryggðar samsvarandi tekjur á fjár-
lögum.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra sagði ekkert nýtt hafa komið
fram um fjármál Ríkisútvarpsins, á
sínum vegum hafi verið unnin
skýrsla um fjárhag stofnunarinnar
og á rúmu ári hafi hann heimilað
hækkun afnotagjalda um 14% í
tveimur áföngum og þar með hafi
fjárhagslegt svigrúm stofnunarinnar
verið bætt. Á þessu ári sé gert ráð
fyrir að stofnunin hafi 2,8 til 3 millj-
arða kr. í tekjur og til ráðstöfunar
sinnar starfsemi.
„Ég hef margoft lýst því yfir í um-
ræðum á þingi um málefni Ríkisút-
varpsins á undanförnum árum að ég
skipti mér ekki af einstökum dag-
skrárliðum Ríkisútvarpsins, hvorki
íþróttum, fréttum né öðrum þáttum
sem Ríkisútvarpið ákveður að sýna
eða sinna sérstaklega. Það er verk-
efni starfsmanna Ríkisútvarpsins að
forgangsraða innan þess og ákvarða
hvernig ráðstöfunarféð er nýtt,“
sagði ráðherrann og gat þess að út-
varpsráð hafi fjallað um heimsmeist-
arakeppnina í knattspyrnu og þeirri
umfjöllun sé ekki lokið.
„Það er ekki aðeins hér á landi
heldur víða um lönd sem menn
standa frammi fyrir breyttum að-
stæðum varðandi þá samninga sem
útvarpsstöðvar þurfa að gera um
kaup á þessu dagskrárefni,“ sagði
Björn ennfremur og gat þess að
þýskt fyrirtæki ætti sýningarréttinn
og mönnum þyki víðar en hér sem
mjög hátt verð hafi verið sett upp
fyrir þennan rétt og að óaðgengilegt
sé fyrir sjónvarpsstöðvar að ganga
að þessum samningum.
Menntamálaráðherra sagði út-
varpsstöðvar standa frammi fyrir
erfiðu viðgangsefni sem ekki væri
bundið við Ísland eða fjárhag RÚV.
„Ég teldi skynsamlegt fyrir þær
stöðvar sem standa að sjónvarps-
rekstri hér á landi að þær tækju
höndum saman og reyndu sameigin-
lega að ná samningum við söluaðila
efnisins eins og gert hefur verið víða
annars staðar,“ sagði ráðherrann.
„Þetta er viðfangsefni sem á að leysa
eins og það hefur verið sett upp, á
viðskiptalegum forsendum, og um
það þarf að ná samkomulagi. Ég hef
þær upplýsingar að menn séu enn að
leita leiða hér á landi til að ná þessum
samningum. Hvort það tekst eða
ekki ætla ég ekki að fullyrða neitt
um.“
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, sagði takmörk fyrir því verði sem
hægt sé að greiða og ekki gangi að
gefa fyrirfram yfirlýsingar um að
gengið verði að öllum kröfum. Hann
taldi þó rétt og eðlilegt að Ríkisút-
varpið sýni frá keppninni og vísaði
m.a. til ákvæða í útvarpslögum þar
sem viðurkenndur er réttur almenn-
ings að vinsælum íþróttaviðburðum
og reglna Evrópusambandsins þar
að lútandi.
Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) gagn-
rýndi mjög hversu verð á vinsælum
íþróttaviðburðum í sjónvarpi hefði
hækkað og kenndi græðgi um. Aðrar
skýringar væru vart á 35-faldri
hækkun sjónvarpsréttar á tíu árum.
Beinar sjónvarpsútsendingar frá HM í knattspyrnu
Ráðherra vill að
sjónvarpsstöðvarnar
taki höndum saman
Morgunblaðið/Sverrir
Kastljós stjórnmálanna beinist mjög að Birni Bjarnasyni menntamálaráð-
herra þessa dagana. Hér gluggar hann í blöðin undir umræðum á Alþingi.
SAMÞYKKT var á Alþingi í gær,
með 34 samhljóða atkvæðum, að
óska eftir skýrslu frá dómsmálaráð-
herra um stöðu og þróun löggæslu í
landinu á undanförnum árum með
hliðsjón af brotatíðni, almannaör-
yggi og réttaröryggi íbúa í sam-
ræmi við lögreglulög. Jafnframt er
þess óskað að ráðherra geri grein
fyrir úrbótum sem nauðsynlegar
eru til að styrkja löggæslu og ör-
yggi og þjónustu við landsmenn.
Níu þingmenn Samfylkingarinn-
ar, með Jóhönnu Sigurðardóttur
fremsta í flokki, óskuðu eftir skýrsl-
unni og lögðu fram átján tölusettar
spurningar til ráðherra. Með
skýrslubeiðninni fylgir stutt grein-
argerð, þar sem m.a. kemur fram
að margir óttist að mikill niður-
skurður sem orðið hafi á framlögum
til löggæslu ógni öryggi og þjón-
ustu við íbúana, enda hafi tíðni af-
brota farið vaxandi. Í lögreglulög-
um sé skýrt kveðið á um að ríkið
eigi að halda uppi starfsemi lög-
reglu til að gæta almannaöryggis
og tryggja réttaröryggi borgar-
anna.
Aukning í rekstri ríkislög-
reglustjóraembættisins bitnað
á almennri löggæslu
„Á umliðnum árum hefur lög-
reglumönnum fækkað mjög í
Reykjavík. Voru 490 íbúar á lög-
reglumann á sl. ári, en 402 árið
1998. Samkvæmt ársskýrslu lög-
reglustjórans í Reykjavík fyrir árið
2000 kemur fram að auðgunarbrot-
um hefur fjölgað milli ára, auk þess
sem aukning hefur orðið á innflutn-
ingi fíkniefna, um 52% á milli ára.
Umferðarlagabrotum fjölgaði líka
verulega, um 12% milli ára. Þá hef-
ur alvarlegum líkamsárásum fjölgað
og kynferðisbrotum hefur fjölgað
jafnt og þétt, um 52% frá árinu
1996.
Á meðan hert hefur verið að með
miklum niðurskurði framlaga til al-
mennrar löggæslu hefur rekstur og
starfslið við embætti ríkislögreglu-
stjóra vaxið verulega. Nauðsynlegt
er að skoða samhengi í framlögum
almennt til rekstrar löggæslu í
landinu og hvort þær breytingar
sem urðu á skipulagsmálum lög-
gæslu með stofnun embættis rík-
islögreglustjóra hafi náð tilætluðum
árangri. Margt bendir til þess að
aukningin sem orðið hefur í rekstri
þess embættis hafi bitnað harka-
lega á almennri löggæslu í landinu.
Í fjölda lögregluumdæma hafa
skapast vandamál vegna niður-
skurðar framlaga til löggæslu, ekki
síst í miðborg Reykjavíkur, þar sem
lögreglan er orðin lítt sýnileg.
Alþingi ber skylda til að kanna
þessi mál til hlítar og því er
skýrslubeiðni þessi lögð fram. Svör
við þeim spurningum sem bornar
eru upp gætu auðveldað stjórnvöld-
um og löggjafarþingi að meta til
hvaða aðgerða er nauðsynlegt að
grípa til að tryggja viðunandi ör-
yggi og þjónustu við íbúa landsins
og að það fjármagn sem til þessa
málaflokks er varið nýtist sem best
í samræmi við markmið lögreglu-
laga,“ segir í greinargerðinni.
Skýrsla um
stöðu og þróun
löggæslu
TVEIR þingmenn Samfylkingar-
innar, þeir Mörður Árnason, vara-
þingmaður, og Karl V. Matthíasson,
hafa lagt fram á Alþingi þingsálykt-
unartillögu um endurheimt Drekk-
ingarhyls í Almannagjá á Þingvöll-
um. Í tillögunni felst að Þingvalla-
nefnd verði falið að láta kanna
hvernig Drekkingarhylur í Almanna-
gjá geti heimt aftur sinn forna svip.
Flutningsmenn segja í greinargerð
með tillögu sinni, að Þingvellir séu
einstakur staður að náttúru og sögu.
Innan þinghelginnar fari víða ágæt-
lega saman hin náttúrulega sköpun
og framlag mannshandarinnar og
megi nú heita að hvorugt geti án ann-
ars verið. Nokkrar undantekningar
séu þó á þessu fagurlega samræmi,
og hafi áar okkar á stöku stað ekki
gætt þess í framkvæmdagleði sinni
að taka nægilegt tillit til umhverf-
isins og hinnar sögulegu arfleifðar.
„Svo er háttað um Drekkingarhyl
nyrst í Almannagjá þar sem nú er
grunnur pollur sem stendur illa und-
ir nafni. Áður var hér djúpur hylur
eða svelgur framan við þröngt kletta-
haft og féll áin yfir það í talsverðum
fossi sem í heimildum er helst kall-
aður Neðrifoss,“ segir í greinargerð-
inni og þar er rakið hið fyrra hlut-
verk hylsins, þar sem konur sem
fundnar voru brotlegar við ákvæði
Stóradóms um óhæfu og fordæðu-
skap voru settar í hærusekk og
drekkt í honum.
Brúin orðin með öllu óþörf
Breytingar við Drekkingarhyl
eiga sér þá sögu að árið 1911 var
ákveðið að leggja steinbrú við Öxará
framan hylsins í stað trébrúar sem
þar hafði verið lögð 1897. Segja
flutningsmenn að við brúarsmíðina
hafi verið farið fram af talsverðum
ákafa, enda komin sú öld að „þótt
þjaki böl með þungum hramm / þrátt
fyrir allt þú skalt, þú skalt samt
fram“ og hafi þá skipt minna máli
hvað fyrir varð. Við brúargerðina
hafi allmikið af gjárhaftinu verið
sprengt í loft upp með dínamíti og
var þá í burtu í senn fossbrúnin og
hylbarmurinn. Vatnsborð hylsins
hafi lækkað og hinn fagri Neðrifoss
breyst í flúð. Við síðari endurbætur
á brúnni hafi enn horfið af kletta-
nösinni, þar á meðal brík sú sem hin-
um gæfusnauðu konum var hrundið
fram af.
Flutningsmenn vísa til þess að
umrædd brú sé með öllu óþörf þar
sem umferð bíla hafi fyrir alllöngu
verið bægt frá Almannagjá. Þótt
ekki sé hægt að endurskapa Drekk-
ingarhyl og nágrenni hans í upp-
runalegri mynd megi bæta að
nokkru fyrir þá eyðileggingu sem
orðin er og vísa þeir m.a. til tillögu
Björns Th. Björnssonar, listfræð-
ings, sem lagt hefur til að fjarlægja
brúna en leggja í stað yfir svip-
fallega göngubrú. Aukinheldur
verði árhaftið hækkað, svo hvor
tveggja hylur og foss heimti aftur
sinn forna svip.
Drekkingarhylur
fái sinn forna svip
Morgunblaðið/Kristinn
ÞAÐ setti nokkurn svip á umræður
um HM í knattspyrnu og Ríkis-
útvarpið í gær að von er á yfirlýs-
ingu Björns Bjarnasonar mennta-
málaráðherra um hug sinn til
framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn
til borgarstjórnarkosninga á
morgun, laugardag. Þannig keppt-
ust stjórnarandstæðingar við að
geta þess í ræðum sínum að ráð-
herrann væri nú á förum úr ráðu-
neytinu, t.d. sagði Guðmundur
Árni Stefánsson (S) að Rík-
isútvarpið hafi verið í herkví undir
stjórn Björns og það sé merkilegt
núna, þegar ráðherrann sé að
kveðja og gerast „forystumaður
minnihluta borgarstjórnar“ að þá
skuli hann skilja við stofnunina
með þessum hætti.
Flokksbróðir hans, Mörður
Árnason, varaþingmaður og
fulltrúi í útvarpsráði, hjó í sama
knérunn og taldi áhorfendur,
hlustendur eða starfsmenn Rík-
isútvarpsins ekki myndu sakna
ráðherrans, enda hefði í embætt-
istíð hans skort á forystu, stefnu-
mótun og fjárhagslegan umbúnað.
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins og fyrrv.
menntamálaráðherra, sagði hins
vegar hækkun afnotagjalds RÚV
hafa komið seint og illa. Forsætis-
ráðherra og menntamálaráðherra
hefðu haft sérstakan kommissar á
gafli inni í Ríkisútvarpinu til þess
að fylgjast með rekstri þess og lesa
megi „af starfsemi Ríkisútvarpsins
núna hvernig hún kemur til skjal-
anna vegna framboða til borg-
arstjórnar í Reykjavík. Rík-
isútvarpið og sjónvarpið eru í
pólitískum herfjötrum ríkisstjórn-
arinnar. En menntamálaráðherra
er meira heldur en aðeins æðsti yf-
irmaður ríkisfjölmiðlanna. Hann
er nefnilega æðsti yfirmaður
íþróttamála í landinu líka. Og það
verður fróðlegt að fylgjast með því
á vordögum, ef svo fer fram um
framboðsmál í Reykjavík sem lítur
út fyrir, að heyra hvernig hann
svarar til um þá starfsemi íþrótta-
fólki í Reykjavík.“
Þegar Björn dró saman um-
ræðuna undir lokin veltu menn
fyrir sér hvort þar væri komin yf-
irlýsing um framboð: „Ég tók nú
ekki ræðu Sverris Hermannssonar
þannig að hann væri að fjalla um
dagskrárlið, hann var að fjalla um
allt annað í ræðu sinni og sýnir
hvað umræðan getur farið út um
víðan völl. En ég held að sú keppni
sem ég er að fara í verði örugglega
sýnd í sjónvarpinu áfram hvað sem
orðum Sverris Hermannssonar líð-
ur.“
Yfirlýsing um framboð?