Morgunblaðið - 25.01.2002, Side 14

Morgunblaðið - 25.01.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÝMSIR sem áttu leið hjá Tjörninni í vikunni ráku upp stór augu þegar þeir sáu kafara í fullum herklæðum svamlandi í miðri Tjörninni. Ekki var um að ræða sérlega kurteisisheimsókn til and- anna og annarra íbúa Tjarn- arinnar heldur var kafarinn að taka sýni vegna rann- sókna á lífríki Tjarnarinnar sem tengjast hugmyndum um byggingu bílastæðahúss undir botni hennar. Að sögn Stefáns Haralds- sonar, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs Reykjavíkur, eru rannsóknirnar hluti undirbúnings vegna alút- boðs á hönnun og útfærslu bílastæðahússins. „Það vant- aði pínulítið í bakgrunninn varðandi lífríkið þarna og upplýsingar um botnlögin. Í rauninni er það ástæða þess- ara rannsókna.“ Það var Línuhönnun sem sá um framkvæmd sýnatökunnar sem að sögn Stefáns fór fram á þremur til fjórum stöðum í norðurhluta Tjarn- arinnar. Tilraunaholur næsta skref Hann segir næsta mál á dagskrá vera að gera til- raunaholur til að kanna berggrunn og annað í botni Tjarnarinnar sem ráðgert er að gera með pramma með borútbúnaði á. Frostið und- anfarna daga hafi þó sett strik í reikninginn og ekki sé vitað hvenær hægt verði að fara í þær rannsóknir. „Það frysti áður en útbún- aðurinn var kominn á flot í Tjörninni þannig að við verðum að bíða eftir því að það þiðni eða það frjósi svo rækilega að hægt verði að keyra borinn út á ísinn og bora í gegn um hann. Það væri náttúrlega mjög þægi- legt.“ Stefán segir að núna standi yfir forval vegna alút- boðsins og í framhaldi af því verði farið í breytingar á deiliskipulagi. Í þeim fasa verði húsið kynnt með til- heyrandi frestum til athuga- semda. Ljósmynd/Línuhönnun Það er ekki á hverjum degi sem mannfólkið á erindi út í Tjörnina en það gerðist þó um dag- inn þegar þessi maður vann að sýnatöku úr tjarnarbotninum. Sýnataka í Tjörninni vegna bílastæðahúss Miðborg BORGARRÁÐ hefur samþykkt að Ingibjörg Sigurþórsdóttir verði ráðin framkvæmdastjóri Miðgarðs samkvæmt tillögu hverfisnefndar Grafarvogs. Ingibjörg tekur við starfinu af Regínu Ásvaldsdóttur en 24 sóttu um stöðuna. Nýr fram- kvæmda- stjóri Mið- garðs Grafarvogur INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri fagnar þeirri skoðun heilbrigðisráð- herra að ríkið eignaðist að fullu húsnæði Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg. Segist borgar- stjóri mjög tilbúinn til við- ræðna um slíkt. Ráðherra lýsti þessari skoðun sinni á Alþingi á mið- vikudag þegar rætt var um framtíð hússins. Sagði Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem spurði út í framtíðarfyrirætlanir með húsið, að mikilvægt væri að í því færi fram starf- semi tengd heilbrigðisþjón- ustu. Ríkið á hins vegar ein- ungis 40 prósent eignarhlut í húsinu á móti 60 prósenta hlut borgarinnar. Ingibjörg Sólrún segir umræðurnar á Alþingi mjög áhugaverðar. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að eignast þetta hús vegna þess að við erum ekki lengur með neina starf- semi á okkar vegum inni í húsinu. Við eigum 60 pró- sent í því en öll starfsemi sem þar fer fram er á vegum ríkisins. Heilsugæslan öll og yfirstjórn hennar er á veg- um ríkisins og þess vegna hefði okkur þótt bara eðli- legt að ríkið eignaðist húsið. Við höfum svo sem nálgast ríkið með þetta mál oftar en einu sinni þannig að það er mjög ánægjulegt ef þetta viðhorf er ríkjandi.“ Hún segist alveg sammála því að byggingin verði áfram tengd heilsugæslu og heilsu- vernd og borgin sé mjög tilbúin til að selja húsið til ríkisins til að tryggja að það verði áfram á þeim nótum. Ingibjörg segir óljóst hversu verðmætt húsið er í peningum talið. „Það var gert verðmat á húsinu fyrir nokkrum árum en ég þori ekki að segja hvort það sé enn þá í fullu gildi. Það má auðvitað skoða auk þess sem alls konar viðskipti eiga sér stað milli borgar og ríkis sem þetta gæti þá orðið hluti af.“ Borgin tilbúin að selja heilsu- verndarstöðina Morgunblaðið/Golli Borgarstjóri er tilbúinn til viðræðna við ríkið um kaup þess á hlut borgarinnar í heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Austurbær UNDIR Esjunni er yfir- skrift opins íbúaþings um vistvæna byggð sem haldið verður í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem svokölluðu íbúa- lýðræði er beitt í skipulags- vinnu hérlendis. Að sögn Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur hjá skipu- lags- og byggingarsviði Reykjavíkur, er tilgangur- inn með þinginu að fá fram hugmyndir fólks um vist- væna byggð á Kjalarnesi og hvað sé vistvæn byggð al- mennt. Þær hugmyndir gætu síðan nýst í ramma- skipulag svæðisins. „Við viljum fá fram heild- arsýn fyrir svæðið og við- horf sem flestra. Ekki bara Kjalnesinga heldur líka þeirra sem hafa áhuga á þessu málefni almennt. Þannig að þingið er opið öll- um,“ segir Ingibjörg. Hún segir þetta líka lið í því að auka íbúalýðræði með því að láta fleiri en sér- fræðinga koma að skipu- lagsvinnunni en þetta er í fyrsta sinn sem íbúalýðræði er stundað á þennan hátt í borginni. „Við höfum haft grenndarkynningu þegar skipulagsverkefni eru að fara af stað og við höfðum t.d. kosningu um flugvöllinn sem var náttúrlega liður í því að auka íbúalýðræðið. En við höfum ekki efnt til svona þings áður.“ Vandamálin, draum- arnir og lausnirnar Að sögn Sigurbjargar Kr. Hannesdóttur, verk- efnastjóra hjá ráðgjafarfyr- irtækinu Alta, sem sér um þinghaldið, er þátttakend- um þingsins skipt upp í vinnuhópa. „Dagskráin er þannig sett upp að fólk get- ur komið og verið með í ein- um vinnuhópi eða fleirum eða setið þingið allan dag- inn.“ Tveir vinnuhópar verða í gangi á hverjum tíma. „Til klukkan þrjú förum við í gegnum ákveðin viðfangs- efni og þá erum við að vinna með mjög einföldum hætti og förum yfir það hver vandamálin, draum- arnir og lausnirnar eru. Klukkan þrjú byrja svo skipulagshópar og þá sest fólk yfir loftmyndir af Kjal- arnesi, velta fyrir sér mögulegu skipulagi og koma sínum hugmyndum þannig á blað. Í hverjum hópi eru svo fagmenn sem leiða vinnuna.“ Unnið er úr niðurstöðum þingsins á þremur dögum og stendur til að kynna nið- urstöðurnar í Fólkvangi klukkan 20 á þriðjudags- kvöld. Það er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem setur þingið klukkan 10:00 á morgun en um- ræðuefnin í vinnuhópunum tengjast umhverfi og úti- vist, samgöngum, atvinnu- málum, vistvænni byggð og mannlífi auk skipulagsvinn- unnar sem hefst klukkan 15:00. Aðgangur að þinginu, sem er opið öllum, er ókeypis og verður boðið upp á kaffiveitingar og barnapössun á meðan það stendur yfir. Íbúaþing um vistvæna byggð Kjalarnes Félagsheimilið Fólkvangur á laugardag Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.