Morgunblaðið - 25.01.2002, Page 16
AKUREYRI
16 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
B L Ó M • G J A FAV Ö R U R • N Ý A N T I K H Ú S G Ö G N
föstud.
opið 08:00 - 21:00
Bóndadagur...
...karlmannlegur dagur
10 stk.
Túlípanar
kr. 999,-
10 stk.
Nellikugreinar
kr. 999.-
✶ 2 fyrir 1 með
Traustur kr. 2.995,-
Glæsilegur kr. 3.595,-
Karlmannlegur kr. 3.995,-
Sætur kr. 1.995,-
Ljúfur kr. 2.695,-
Þú kaupir einn flugmiða á fullu verði og færð annan ókeypis gegn
framvísun ávísunar sem fylgir bóndadagsblómunum. Gildir alla
daga frá 24. janúar til 24. febrúar 2002.
Glerárgata 36
(Inngangur báðum megin)
Sími: 461 5444
Fax: 461 5441
Opið alla daga
frá kl. 10:00 - 21:00
blom@centrum.is
Tilbo
ð
Tilboð
kynning
Icelandic Biological Produce
Konfekt fylgir
öllum blómvöndum
Bangsar/konfekt/
hjörtu
Heimsendingarþjónusta um allt land
Velkomin í kaffihornið!
Ókeypis málsverður af A la carte matseðli fyrir bóndann í fylgd
með eiginkonunni eða öðrum fjölskyldumeðlimi gegn framvísun
ávísunar sem fylgir bóndadagsblómum. Gildir frá 25. janúar
til 13. febrúar 2002.
✶ Frítt fyrir bóndann
2 fyrir 1
Jörð til sölu
Jörðin Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit
er til sölu.
Á jörðinni er íbúðarhús á tveimur hæðum, byggt 1948 og 1979,
tvær íbúðir, alls 323 fm, fjós byggt 1954 og 1977 fyrir 44 kýr,
kálfahús 124 fm, hlöður 489 fm (að hluta notaðar fyrir geldneyti),
vélageymsla 138 fm og garðávaxtageymsla 31 fm. Ræktað land er
um 40 ha og greiðslumark í mjólk 145.002 lítrar.
Einnig er til sölu bústofn og vélar.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
Óseyri 2, 603 Akureyri á skrifstofutíma í síma 460 4477 og þangað
skulu tilboð í eignina berast fyrir 1. mars 2002.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
NÝTT fyrirtæki, PG Frigg, hefur
tekið til starfa á Akureyri en að því
standa PG ræstingar á Akureyri og
Frigg í Garðabæ. Fyrirtækið leggur
áherslu á ræstingar og sölu og dreif-
ingu á hreinsi- og ræstingavörum.
Starfsmenn eru 17 en framkvæmda-
stjóri er Sonja Björk Elíasdóttir.
Fyrirtækið er til húsa í Njarðarnesi
1.
Fyrirtækið PG ræstingar hefur
starfað á Akureyri í tvö ár en með
stofnun hins nýja fyrirtækis er
stefnt að því að fjölga bæði verkefn-
um og störfum. Fyrirtækið hyggst
sækja enn frekar fram á ræstinga-
markaðnum en þjónustusvæðið er
fyrst og fremst Eyjafjarðarsvæðið.
Lúther Guðmundsson fram-
kvæmdstjóri Friggjar sagði að frá
því að fyrirtækið réð starfsmann á
Akureyri fyrir tveimur og hálfu ári,
hafi markmiðið verið að auka hlut-
deild fyrirtækisins á svæðinu og að
það hafi gengið eftir. Liður í því að
bæta þjónustuna enn frekar sé
rekstur starfsstöðvar í bænum.
Lúther sagði að Eyjafjarðarsvæðið
væri stór markaður og að hið nýja
fyrirtæki væri vel í stakk búið til að
veita fyrirtækjum og stofnunum
góða þjónustu.
Morgunblaðið/Kristján
Lúther Guðmundsson, framkvæmdastjóri Friggjar, og Sonja Björk
Elíasdóttir, framkvstj. PG Friggjar, í starfsstöð hins nýja fyrirtækis.
PG Frigg
tekur til starfa
OKTAVÍA Jóhannesdóttir bæjar-
fulltrúi fékk flest atkvæði í könnun
sem gerð var meðal félaga í Sam-
fylkingunni á Akureyri og Stólpa,
félagi ungra jafnaðarmanna á Ak-
ureyri um skipan efstu sæta
flokksins í sveitarstjórnarkosning-
um í vor.
Ásgeir Magnússon, sem nú er
oddviti Akureyrarlistans, sameig-
inlegs framboðs, Alþýðubandalags,
Alþýðuflokks og Kvennalista við
síðustu bæjarstjórnarkosningar,
varð í öðru sæti. Jón Ingi Cæs-
arsson í því þriðja, Sigrún Stef-
ánsdóttir varð í fjórða sæti og Ingi
Rúnar Eðvarðsson í því fimmta.
Sterkur hópur
„Ég er þakklát fyrir þann stuðn-
ing og traust sem flokksfélagar
mínir hafa sýnt mér,“ sagði Okt-
avía. Hún sagðist hafa búist við að
eiga einhvern möguleika á að ná
fyrsta sætinu í könnuninni, „en
annars veit maður aldrei neitt fyr-
irfram“. Félagsmenn fengu send
gögn heim vegna könnunarinnar,
en að sögn Oktavíu var þar ekki
getið um hvort frambjóðendur
stefndu á ákveðið sæti. Sjálf sendi
hún út bréf þar sem fram kom að
hún stefndi á fyrsta sætið.
„Ég er mjög bjartsýn fyrir hönd
þessa hóps, þetta er sterkur hópur
og við eigum alla möguleika á að
ná langt í kosningunum í vor.
Þetta verður mikil barátta og tví-
sýnni en oft áður, enda framboðin
mörg og margt óljóst enn með
skipan framboðslistanna, það eru
víða laus sæti sýnist mér,“ sagði
Oktavía.
Alls tóku 180 félagsmenn þátt í
könnuninni og mun uppstillingar-
nefnd nú hefjast handa við að raða
á listann með hliðsjón af þessum
niðurstöðum.
Könnun meðal samfylkingarfólks vegna framboðslista
Oktavía náði fyrsta sætinu
Morgunblaðið/Kristján
Oktavía Jóhannesdóttir og Ásgeir Magnússon að störfum í bæjarstjórn.
KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjar-
stjóri lagði til á fundi bæjarráðs
Akureyrar í gær að Inga Þöll Þór-
gnýsdóttir yrði ráðin bæjarlög-
maður á Akureyri.
Listi yfir umsækjendur, sem
voru 7 talsins, var lagður fram á
fundinum. Þeir voru Björn Jóns-
son, Brynjólfur Hjartarson, Er-
lingur Óskarsson, Sigurður Ge-
orgsson og Svavar Pálsson, allir í
Reykjavík, og Sigurður Eiríks-
son, Akureyri, auk Ingu Þallar,
einnig á Akureyri. Bæjarráð stað-
festi tillögu bæjarstjóra og vísaði
henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarlögmaður Akureyrar
Mælt með Ingu Þöll
L-LISTINN, listi fólksins, hefur
ákveðið að bjóða fram lista við
sveitastjórnarkosningar á Akureyri í
vor undir forystu Odds Helga Hall-
dórssonar bæjarfulltrúa. L-listinn
bauð fyrst fram við síðustu sveitar-
stjórnakosningar, 1998, eftir að Odd-
ur Helgi yfirgaf Framsóknarflokk-
inn, en hann hafði áður setið í
bæjarstjórn fyrir þann flokk.
L-listinn fékk 930 atkvæði, 11,5% í
síðustu kosningum og einn mann
kjörinn í bæjarstjórn, Odd Helga.
„Fólk hefur mikið verið að spyrja
mig að undanförnu hvort við ætlum
fram og hefur auk þess lýst þeim
skoðunum sínum að við þyrftum að
eiga mann í bæjarstjórn. Við höfum
verið að skoða málið og höfum nú
ákveðið að skella okkur aftur í slag-
inn,“ sagði Oddur Helgi.
Alls verða því væntanlega fimm
framboðslistar í kjöri á Akureyri í
vor, þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Fram-
sóknarflokkur, Samfylkingin,
vinstrigrænir og L-listinn. „Við telj-
um þörf á okkar framboði, við erum
ekki háð neinu stjórnmálaafli og höf-
um hagsmuni Akureyrar eingöngu
að leiðarljósi,“ sagði Oddur Helgi.
L-listinn býður
fram að nýju
Þörf fyrr
okkar
framboð
UM 60 dauðir svartfuglar urðu
á vegi vegfaranda sem leið átti
um Böggvisstaðasand á dögun-
um, en það er strandlengjan
sunnan Dalvíkur. Þetta er vin-
sælt útivistarsvæði og margir
ganga þar sér til heilsubótar.
Maðurinn sem þarna var á
ferðinni taldi fuglana sem
þarna lágu og voru þeir um 60
talsins þarna í sandinum.
Kvaðst hann hafa kallað til
fleiri og fengu þeir sömu tölu.
Hér virðist vera það sama að
gerast og víða fyrir Norður-
landi eins og greint hefur verið
frá í fréttum að undanförnu.
Böggvisstaða-
sandur við Dalvík
Dauðir
fuglar í
fjörunni