Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Einföld, þægileg, hnéstýrð blöndunartæki. Þar sem ýtrasta hreinlætis er gætt. Hagstætt verð. MARGIR sækja ýmiss konar handverksnámskeið á kvöldin og um helgar til að fræðast og skemmta sér við margvíslega iðju. Má nefna vinnu með tré, leir eða pensil svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fluguhnýting- arnámskeiðum sem hafa orðið æ vinsælli í seinni tíð með- al veiðimanna. Nýlega lauk námskeiði í tréskurði á Flúðum þar sem þátttakendur voru ellefu talsins. Þær Helga Magn- úsdóttir í Bryðjuholti og Sigríður Jóna Kristjánsdóttir á Grund í Villingaholtshreppi, öðru nafni Sigga á Grund, stóðu fyrir námskeiðinu. Vikulega var komið saman nokkrar klukkustundir í senn en námskeiðið hófst í byrj- un nóvember. Þátttakendur voru víðsvegar að af Suður- landi. Leiðbeinandi var listamaðurinn Sigga á Grund sem án efa er einn snjallasti tréskurðarlistamaður landsins. Það var áhugi og ánægja meðal þátttakenda þegar fréttarit- ari leit inn á námskeiðið eitt kvöldið. Áhugavert var að sjá árangur þessa fólks sem er að nema þessa listgrein, Sigríður snerist á milli „nemenda“ og sagði þeim til. Sumir eru nýliðar í faginu en aðrir reyndari eins og Helga Magnúsdóttir sem fór á sitt fyrsta útskurðarnámskeið árið 1984 og hefur náð góðum árangri. Sigga á Grund sagði að áhugi væri greinilega vaxandi á tréskurðarlist og margir vildu reyna fyrir sér með útskurð og að tálga í tré. Efniviðurinn er fjöl- breyttur. Nokkrir þátttakendur voru að skera í linditré sem Sigga sagði að væri afskaplega góður viður, einkum fyrir byrjendur. Að auki er mahóní allmikið notað og birkið er alveg frábært, að sögn Siggu. Einnig er peru- viður afbragðs efni og hart en ekki heppilegur fyrir byrjendur. Hún segir að hún hafi lítið getað sinnt námskeiðahaldi vegna annarra verkefna. Mestur tími hennar fer í að sinna pöntunum á útskurðarmunum og nú þegar hefur hún næg verkefni næstu þrjú árin. Í myndaalbúmi sem hún sýnir fréttaritara eru myndir af mörgum glæsi- legum munum sem hún hefur unnið, meðal annars af munum skornum í hvaltennur og nautgripahorn. Sigga sem er menntuð í útskurðarlist hefur haldið nokkrar sýningar hér heima og erlendis. Sennilega eru nokkur ár þar til næsta sýning hennar verður haldin, bætti hún við. Meðal þátttakenda var Ragnhildur Magnúsdóttir, fyrrverandi bóndi í Gýgjarhólskoti. Hún fékkst eingöngu við tálgun og mátti sjá hjá henni nokkra listilega gerða muni. Hún byrjaði að tálga út fyrir aðeins þremur árum og nam handverkið af bróður sínum Guðmundi. Hann og Ólafur Oddsson hafa leiðbeint fólki víðsvegar um landið undanfarin tvö ár við að tálga í tré. Námskeiðin þeirra, sem kallast „Að lesa í skóginn og tálga í tré“, hafa verið afar vel sótt. Því má vænta þess að sífellt fleiri listaverk sjáist í framtíðinni um leið og íslenskur skógur vex og dafnar. Munir tálgaðir af Ragnhildi Magnúsdóttur Helga Magnúsdóttir með sýnishorn af mununum. Fjölbreytni á útskurðar- námskeiði á Flúðum Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sigríður Jóna Kristjánsdóttir leiðbeinir Gunnari Jóhannessyni frá Hömrum NÝTT fiskvinnslufyrirtæki, Godtha- ab í Nöf, hefur starfsemi í Vest- mannaeyjum innan skamms. Síð- ustu mánuði hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á húsnæði því sem fyrirtækið verður með starf- semi sína í og er reiknað með að vinnsla hefjist í byrjun febrúar. Jón Ólafur Svansson, Björn Þor- gímsson, Daði Pálsson, Einar Bjarnason og Sigurjón Óskarsson eru eigendur Godthaab í Nöf. Allir eru þeir reyndir á sviði fiskvinnslu og sjávarútvegs. Fjórir þeir fyrst nefndu hafa verið meðal æðstu stjórnenda fiskvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja um árabil og sá fimmti skipstjóri, útgerðarmaður og aflakóngur um árabil. Miklar breytingar á húsnæði Fyrirtækið er til húsa þar sem á árum áður var til húsa fiskverkunin Nöf en miklar endurbætur hafa staðið yfir á húsnæðinu. Hafist var handa um framkvæmdir í húsinu í október og hefur verið unnið sleitu- laust síðan. Húsnæði fiskvinnslunn- ar sem er um 1.400 fermetrar er á tveimur hæðum. Á efri hæð er verið að innrétta starfsmannaaðstöðu og skrifstofu en á neðri hæðinni verður vinnslan á 1.000 fermetra gólffleti. Að sögn Jóns Ólafs Svanssonar og Björns Þorgrímssonar voru breyt- ingar á húsinu og fyrirkomulag hannað af eigendunum og hafa þeir allir unnið við breytingar og lagfær- ingar á húsnæðinu. Þeir segja að húsið hafi nánast verið gert fokhelt áður en uppbygging hófst að nýju en allar framkvæmdir í húsinu hafa miðast við að það uppfylli ströng- ustu alþjóðlegar kröfur um fisk- vinnslu. Segjast þeir mjög ánægðir með hvernig til hefur tekist og sögðu m.a. að þeir hefðu fengið heimsókn frá erlendum fiskkaup- anda fyrir skömmu sem hefði lýst mikilli ánægju með húsið. Tæki og búnaður er að mestu keypt notað en allt þó í mjög góðu lagi. Þeir félagar segja að þeir hafi legið yfir áætlunum um reksturinn og kostnað við framkvæmdir og þeir séu vissir um að reksturinn muni ganga, enda stefni allt í að kostn- aður við endurbætur á húsinu verði innan þess kostnaðarramma sem áætlun þeirra gerði ráð fyrir í upp- hafi. Þeir segja að Sparisjóður Vest- mannaeyja fjármagni framkvæmd- irnar og þar á bæ hafi menn verið fljótir til samstarfs og litist vel á hugmyndir þeirra og áætlanir. Stefnt er á að Godthaab í Nöf leggi í fyrstu aðaláherslu á vinnslu á þorski og ýsu sem flutt verður ferskt á markaði erlendis með flugi en einnig verður unnið í frystingu. Reiknað er með um 20 starfsmönnum í fyrstu en allt rými miðast við að hægt verði að koma fyrir 40 starfsmönnum í fyrirtækinu. Hafa ekki áhyggjur af hráefnisöflun Jón Ólafur og Björn segja að þeir hafi ekki tryggt sér fasta viðskipta- báta til að sjá fyrirtækinu fyrir hrá- efni en þó hafi þeir kynnt sig fyrir útgerðum og vonist til að það geti ef til vill leitt til einhverra samninga um hráefniskaup. Þeir segjast munu afla hráefnis á fiskmörkuðum eða með beinum viðskiptum við útgerðir og hafa ekki áhyggjur af að erfitt verði að fá hráefni til vinnslunnar. „Við þekkjum vel til í greininni og höfum áratuga reynslu í fiskverkun og stjórnun hennar. Við eigendurnir höfum hver sína reynsluna af mis- munandi sviðum í þessum geira og teljum það koma okkur til góða við rekstur þessa fyrirtækis. Við teljum okkur hafa undirbúið og skoðað þetta vel áður en lagt var af stað og erum fullir bjartsýni á að fyrirtækið gangi vel og muni eflast, dafna og skila arði í framtíðinni,“ sögðu þeir Jón Ólafur og Björn. Nýtt fiskvinnslufyrirtæki veitir 20 störf í fyrstu Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Sigurgeir Eigendur nýja fiskvinnslufyrirtækisins Godthaab í Nöf. Frá vinstri: Jón Ólafur Svansson, Einar Bjarnason, Daði Pálsson, Sigurjón Óskarsson og Björn Þorgrímsson í verðandi vinnslusal fyrirtækisins. ELLEFU manns munu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akranesi fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar, en frestur til að skila inn þátttökutilkynningum rann út um síðustu helgi. Þeir sem gefa kost á sér eru: Guð- mundur Egill Ragnarsson veitinga- maður, Guðrún Elva Gunnarsdóttir iðnrekstrarfræðingur, Gunnar Sig- urðsson framkvæmdastjóri, Hall- veig Skúladóttir hjúkrunarfræðing- ur, Ingþór Þórhallsson pípu- lagningamaður, Jón Gunnlaugsson umdæmisstjóri, Kristjana Guðjóns- dóttir nemi, Lárus Ársælsson verk- fræðingur, Sæmundur Víglundsson byggingartæknifræðingur, Sævar Haukdal framkvæmdastjóri og Þórður Þ. Þórðarson bifreiðastjóri. Ekki er enn að fullu ákveðið hve- nær prófkjörið verður en líklegt er að það fari fram laugardaginn 23. febrúar nk. Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi er í minnihluta bæjar- stjórnar á þessu kjörtímabili með þrjá bæjarfulltrúa, Gunnar Sigurðs- son, Elínbjörgu Magnúsdóttur og Jón Gunnlaugsson. Elínbjörg er ekki í hópi þeirra sem fara í prófkjörið, en Gunnar og Jón gefa kost á sér eins og áður kemur fram. Ellefu taka þátt í prófkjöri Akranes UM síðastliðna helgi bar ærin Hetta tveimur lömbum. Sigríður Etna Marínósdóttir er eigandi ærinnar og var hún að vonum ánægð með þessa tvo óvæntu vorboða. Í fyrra bar Hetta 15. janúar og tveimur vikum síðar bar systir hennar líka. Að sögn Marinós Bjarnasonar, föður Sigríð- ar, er allt útlit fyrir að sama sagan endurtaki sig í ár og var að heyra að hann væri ekki eins ánægður með þetta og Sigríður dóttir hans. Morgunblaðið/Finnur Sigríður Etna Marínósdóttir og Marinó Bjarnason með lömbin. Sauðburður á Tálknafirði Tálknafjörður Í ROKINU um síðastliðna helgi not- aði björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd tækifærið og hélt flug- línuæfingu ofan við bæinn. Skotið var línu yfir malarnámu sem þar er og nokkrir björgunarsveitarmenn dregnir yfir námuna í björgunarstól sveitarinnar. Illa gekk að hitta skotmarkið yfir námuna, sem er á að giska 100 metra breið, þar sem flaugarnar bar af leið vegna hvassviðrisins. Það hafðist þó í fjórða skoti og eftir það gekk eins og í sögu að koma búnaðinum fyrir og draga mennina yfir námuna úr hinu ímyndaða, nauðstadda skipi. Nokkuð er langt um liðið síðan sveitin hélt síðast fluglínuæfingu enda eru skotin í línubyssurnar óheyrilega dýr, að sögn Ara Þórs- sonar, formanns sveitarinnar. Var hann ánægður með hvernig til tókst og sagði að menn hefðu ekki verið búnir að gleyma handtökunum við búnaðinn enda hefðu þeir byrjað á að horfa á myndbandsupptöku frá síð- ustu æfingu áður en hafist var handa. Næsta æfing sveitarinnar er fyrir- huguð í lok febrúar en hún verður með allt öðru sniði, að sögn Ara, og mun sennilega snúast um leit á landi með aðstoð GPS-tækja. Fluglínuæf- ing í roki Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Ari Þórsson, formaður Strand- ar, dreginn yfir malarnámuna í björgunarstól. Skagaströnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.