Morgunblaðið - 25.01.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 25.01.2002, Síða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2002 BIC Atlantis penni Verð 91 kr/stkk NOVUS MASTER gatar 25 blöð. Verð 382 kr NOVUS heftari heftar 30 blöð. Verð 674 kr Borðmotturnar frá Múlalundi ÍSLENSKA álfélagið, ISAL, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hag- kæmara sé að auka framleiðslu- getu álversins í Straumsvík meira en fyrirhugað hafði verið. Hug- myndir eru nú uppi um að fram- leiðslugetan verði aukin í 460 þús- und tonn á ári í tveimur áföngum í stað 400 þúsund tonna á ári í fyrri áætlunum. Nýju hugmyndirnar gera ráð fyrir að í fyrsta áfanga sem ljúki eigi síðar en árið 2005 verði fram- leiðslugetan aukin um 130 þúsund tonn, í 330 þúsund tonn á ári. Öðr- um áfanga á að ljúka á bilinu 2007 til 2010 og verði framleiðslugetan þá orðin 460 þúsund tonn á ári. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa ISAL, er orðið ljóst að hagkvæmast yrði að nota 330 kílóampera (KA) ker og í því ljósi yrði hagkvæmast að hafa framleiðslugetuna þetta mikla. Því myndi meðal annars fylgja betri nýting á byggingum. Hrannar segir að enn sé umræð- an um stækkun á hugmyndastigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar. ISAL muni hins vegar skila mats- skýrslu vegna hugmyndanna til Skipulagsstofnunar í apríl og Skipulagsstofnun muni líklega skila niðurstöðu í júlí nk. Skipulagsstofnun samþykkti fyrri tillögu að matsáætlun með skilyrðum í bréfi hinn 7. nóvember sl. Að höfðu samráði við stofnunina var ákveðið að endurgera tillögu að matsáætlun með tilliti til viðkom- andi breytinga á framleiðslugetu álversins. Því er matsferli hafið að nýju þar sem tillaga að matsáætlun er kynnt og send Skipulagsstofnun til umfjöllunar. Hægt er að gera athugasemdir við tillöguna til 4. febrúar en úrskurður stofnunar- innar um tillöguna mun líklega liggja fyrir 20. febrúar. Ekki samningar við orkuframleiðendur Að sögn Hrannars er ekki sjálf- gefið að mögulegt leyfi yrði nýtt til fulls ef það fæst að loknu því ferli sem nú er hafið. ISAL hefur nú starfsleyfi fyrir 200 þúsund tonna framleiðslu á ári en framleiðir um 170 þúsund tonn. „Við erum að kanna hvort þetta er yfirhöfuð mögulegt og í framhaldinu munum við athuga hvort þetta geti verið hagkvæmt og hvort þörf er fyrir málminn.“ Núverandi orkuþörf ISAL er 2.750 gígavattstundir á ári en við 460 þúsund tonna framleiðslu yrði orkuþörfin sjö þúsund GWst. Ekki hafa verið gerðir samningar við orkuframleiðendur um kaup á raf- orku en að sögn Hrannars er verið að skoða möguleikana. Stækkun ISAL er matsskyld framkvæmd, m.a. samkvæmt lög- um um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er einnig háð öðr- um leyfum, t.d. endurskoðun á nú- gildandi starfsleyfi vegna fyrirhug- aðra stækkana. Gert er ráð fyrir að staðsetning nýrra kerskála verði sunnan við núverandi skála handan við Reykjanesbraut. Lóðin er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og á eftir að semja um kaup á henni en viðræður eru hafnar, að því er fram kemur í tillögu um matsáætl- un. Þar kemur einnig fram að áætlað er að starfsmönnum fjölgi um 180 í fyrsta áfanga og þeir verði alls 710 þegar honum er lokið en að loknum öðrum áfanga verði þeir 850 alls. Sambærilegt við fyrsta áfanga Reyðarálsverkefnisins Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið að til að fá grófa hugmynd um áhrif hugsanlega aukinnar framleiðslugetu álvers ISAL á þjóðarbúskapinn megi líta til skýrslu Þjóðhagsstofnunar um áhrif Reyðarálsverkefnisins á ís- lenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Hugmyndir um stækkun álvers ISAL um 260 þúsund tonn í tveim- ur áföngum eru sambærilegar við fyrsta áfanga Reyðarálsverkefnis- ins, eins og Þórður bendir á. Hann segir þó ýmsar stærðir breytilegar en stærðirnar er varða framlag til landsframleiðslu ekki ólíkar í þess- um verkefnum. Starfsmannafjöldi er þó ekki sá sami og vinnuaflsþörf ekki alveg sambærileg. Þetta verði hins vegar skoðað í einstökum at- riðum fyrir ISAL en fyrirtækið hefur leitað eftir því við Þjóðhags- stofnun að leggja mat á þjóðhags- leg áhrif. Niðurstöður þess mats verða birtar til upplýsinga í mats- skýrslunni sem lögð verður fram til Skipulagsstofnunar í apríl nk. Í áðurnefndri skýrslu Þjóðhags- stofnunar vegna Reyðarálsverkefn- isins kemur fram að á tímabilinu 2002–2009 gæti þjóðarframleiðsla orðið að jafnaði 2% hærri og lands- framleiðsla 2,5% hærri en án verk- efnisins. Tímasetningar eru að sjálfsögðu mismunandi í verkefn- unum tveimur. Hugmyndir um meiri stækkun álvers ISAL í Straumsvík Hagkvæmara að auka fram- leiðslugetuna í 460.000 tonn Morgunblaðið/Árni Sæberg Síminn af- skrifar 180 milljónir vegna IP- fjarskipta LANDSSÍMI Íslands mun afskrifa fjárfestingu sína í IP-fjarskiptum að fullu á árinu 2001. Afskriftin nemur 180 milljónum króna en árið 2000 voru 100 milljónir gjaldfærð- ar, alls er því um 280 milljóna króna tap að ræða. Eigendur IP-fjar- skipta, sem eru auk Símans Opin kerfi og Talenta-Hátækni, hafa alls tapað um 370 milljónum króna með fjárfestingum sínum í félaginu. IP-fjarskipti er eignarhaldsfélag sem stofnað var um 20% eignarhlut íslenskra fyrirtækja í fjarskiptafyr- irtækinu @IP Bell, sem síðar fékk nafnið IP Communication og ber nú nafnið Cascadent. Þrír fjórðu hlut- ar IP-fjarskipta eru í eigu Símans, Opin kerfi eiga 20% og Talenta-Há- tækni 5%. Fyrir fimmtungshlut íslensku fyrirtækjanna í Cascadent voru greiddar 350 milljónir króna á sín- um tíma en hluturinn var keyptur árið 1999. Á síðastliðnu ári var fé- lagið orðið gjaldþrota en IP-fjar- skipti keyptu úr þrotabúinu tækja- búnað og aðstöðu félagsins fyrir eitthvað um 15 milljónir króna í von um að hægt yrði að bjarga hluta fjárfestingarinnar í Cascadent. Alls hafa því verið lagðar allt að 370 milljónir í Cascadent. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum lagði Síminn alls um 280 milljónir í IP-fjarskipti. Þar af voru um 100 milljónir afskrifaðar á árinu 2000. Þær 180 milljónir sem eftir standa verða afskrifaðar í uppgjöri Símans fyrir árið 2001 og hefur eignarhlutur Símans í IP-fjarskipt- um þá verið að fullu færður úr bók- um fyrirtækisins. Opin kerfi lögðu um 70 milljónir í fjárfestinguna en í ársuppgjöri Op- inna kerfa fyrir árið 2000 kemur fram að eign félagsins í IP-fjar- skiptum hafi það árið verið færð niður um 20 milljónir króna. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Op- inna kerfa, segir að eftir standi eitt- hvað um 50 milljónir króna og áætl- anir Opinna kerfa geri ráð fyrir að þær verði að mestu leyti afskrifaðar á árinu 2001. Hlutur fjárfestingarsjóðsins Tal- entu-Hátækni í IP-fjarskiptum nam um 18 milljónum króna. „Við erum löngu búnir að gera ráð fyrir því í okkar bókum að þetta náist ekki til baka,“ segir Bjarni Þor- varðarson, framkvæmdastjóri Tal- entu. Hann segir að fjárfestingin verði afskrifuð að fullu á árinu 2001 en talsverður hluti hennar hafi ver- ið færður niður strax árið 2000 enda hafi þá þótt ljóst að fjárfest- ingin skilaði engu. Á SÍÐASTLIÐNU ári fjölgaði frystiskipum í viðskiptum við SH um 12 skip og eru þau nú 44 talsins. Af þessum skipum eru 17 íslensk en 27 eru erlend. Fjölgunin er því um 38%. Hans Á. Einarsson deildarstjóri þjónustu við frystiskip hjá SH þjón- ustu segir að þessi aukning sé mjög ánægjuleg. „Við finnum fyrir vax- andi áhuga hjá erlendum útgerðum, sem gera út frystiskip á Norður- Atlantshafi, á þeirri þjónustu sem við bjóðum.“ Í deildinni starfa fimm starfs- menn sem hafa sérhæft sig í þjón- ustu við frystiskip s.s. framleiðslu- stjórnun, gæðamálum, ásamt ráð- gjöf um fiskmat og vinnslustýringu. Heildarmagn sem landað var úr þessum skipum var rúmlega 40 þús- und tonn í 235 löndunum, en rúmur helmingur þess afla fór á markað í Japan. Karfi var um helmingur þess afla sem landað var, í öðru sæti var grálúða með um fimmtung og í þriðja sæti var þorskur. „Á þessu ári stefnum við áfram að því að treysta enn Icelandic vöru- merkið sem er í leiðandi stöðu í sjó- frystum afurðum á flestum mark- aðssvæðum SH,“ segir Hans. FRAMKVÆMDASTJÓRN Sam- taka atvinnulífsins hefur samþykkt að beina því til efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis að hún beiti sér fyrir sjálfstæðri athugun og skoðun á því að hvaða leyti ís- lensku samkeppnislögin, nr. 8. frá 1993, með áorðnum breytingum frá árinu 2000, sbr. lög nr. 107 frá 2000, séu frábrugðin viðkomandi EES-reglum og sambærilegum lagabálkum í öðrum löndum á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Framkvæmdastjórnin vill að sérstaklega verði skoðaðir IV og V kafli laganna um bann við sam- keppnishömlum og eftirlit, X kafli laganna um upplýsingaskyldu og XI og XIII kaflar laganna um framkvæmd samkeppnisreglna o.fl. skv. reglum EES og um við- urlög. Jafnframt er því beint til efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis að hún beiti sér fyrir sjálfstæðri rannsókn og skoðun á því hvort verið geti að framganga og vinnu- aðferðir Samkeppnisstofnunar á Íslandi, t.d. við haldlagningu gagna, sbr. 40. gr. laganna, séu í veigamiklum atriðum frábrugðin þeim meginreglum sem í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæð- inu þykir sjálfsagt og eðlilegt að fylgja. Í ályktun framkvæmdastjórnar SA kemur fram sú skoðun að sam- keppnislög, túlkun þeirra og fram- kvæmd víki verulega frá reglum EES-réttarins og því sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Eðlilegt sé að byggja á ESB-reglunum, enda komi fram í greinargerð með frum- varpinu til breytinga á samkeppn- islögunum frá árinu 2000 að flest aðildarríkin sæki fyrirmyndir að sinni löggjöf þangað. Því sé brýnt að fram fari hlutlaus skoðun á reglum samkeppnislaga í saman- burði við EES-reglur og löggjöf annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Er það skoðun Samtaka atvinnulífsins að eðlileg- ast sé að sú vinna sé innt af hendi undir forystu efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis en ekki Samkeppnisstofnunar og við- skiptaráðuneytis. Samtök atvinnulífsins álykta um samkeppnismál Telja að lögin víki verulega frá reglum EES-réttarins 38% fjölgun frystiskipa í við- skiptum við SH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.