Morgunblaðið - 25.01.2002, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 21
UM 97% sýningarrýmis á Íslensku
sjávarútvegssýningunni 2002 eru
frátekin. Marianne Rasmussen,
sölustjóri sýningarinnar, segir að
þar sem hátt í átta mánuðir séu til
stefnu sé útlit fyrir að flytja verði inn
til landsins bráðabirgðahúsnæði
vegna sýningarinnar. Það verði þó
ekki gert nema fyrir liggi að sýn-
endur muni fylla það húsnæði. Verði
af því muni sýningin í ár verða enn
stærri en sú síðasta, sem var sú
stærsta til þess tíma.
Íslenska sjávarútvegssýningin
2002 verður á íþrótta- og sýningar-
svæðinu í Smáranum í Kópavogi
dagana 4. til 7. september næstkom-
andi. Þetta er í annað skiptið sem
sýningin verður á þessum stað en
hún hefur verið á þriggja ára fresti
frá árinu 1984.
Viðameiri sýning en áður
John Legate, aðalhvatamaðurinn
að fyrstu sjávarútvegssýningunni og
ráðgjafi núverandi sýningarhaldara,
segir að skortur á hentugu húsnæði
hafi verið stærsta vandamálið við
sýninguna til þessa. Aðstæður verði
hins vegar allt aðrar að þessu sinni
og vel sambærilegar við sams konar
sýningar annars staðar í heiminum.
Umbreytingin frá um 3 þúsund fer-
metra gólffleti á fyrstu sýningunni í
um 13 þúsund fermetra eða meira í
ár sé mikil.
Breska fyrirtækið Nexus Media
Ltd. er skipuleggjandi Íslensku sjáv-
arútvegssýningarinnar 2002 og Ís-
lensku sjávarútvegsverðlaunanna,
sem veitt eru í tengslum við hana.
Marianne Rasmussen, sölustjóri
sýningarinnar og starfsmaður Nex-
us, segir að sýningin á árinu 1999
hafi verið í sex húsum, sem að hluta
hafi verið bráðabirgðahúsnæði sem
flutt hafi verið inn frá Hollandi. Nú
verði sýningin hins vegar að stórum
hluta á hinum nýja yfirbyggða knatt-
spyrnuvelli í Kópavogi. Þetta breyti
miklu fyrir sýninguna.
Marianne segir að þátttaka er-
lendra aðila verði meiri í ár en áður
hafi verið. Til þessa hafi sýningin að
stærstum hluta verið tæknilegs eðl-
is. Í ár verði hún hins vegar enn viða-
meiri og muni ná yfir enn fleiri þætti
sjávarútvegsins en áður.
Bjarni Þór Jónsson, ráðgjafi við
sýninguna, segir að yfirbyggði fót-
boltavöllurinn í Kópavogi henti mjög
vel til sýningarhalds af þessu tagi.
Húsnæðið hafi verið hannað með til-
liti til slíkra sýninga hvað varðar raf-
lagnir, vatnslagnir og fleira. Þetta
geri að verkum að hægt verður til að
mynda að sýna vélar og tæki í sjáv-
arútvegi og fiskvinnslu að störfum.
Íslenska sjávarútvegssýningin hafi
því ýmislegt fram yfir flestar aðrar
sjávarútvegssýningar í heiminum.
Íslenska sjávarútvegssýningin 2002
Útlit fyrir stærstu
sýninguna til þessa
Morgunblaðið/Þorkell
John Legate, Marianne Rasmussen og Bjarni Þór Jónsson vinna að und-
irbúningi Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2002, sem verður í Smár-
anum í Kópavogi dagana 4.–7. september næstkomandi.
STAÐFESTING á lögbanni í mál-
efnum Lyfjaverslunar Íslands var
tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær. Frávísunarkröfur eru hafð-
ar uppi í þessu máli og verða þær
teknar fyrir fyrst áður en farið verð-
ur í efni meginmálsins, þ.e. staðfest-
ingu á lögbanninu.
Aðdragandi þessa máls er sá að
þrír hluthafar í Lyfjaverslun Ís-
lands, þeir Aðalsteinn Karlsson,
Guðmundur A. Birgisson og Lárus
Blöndal, kröfðust þess um mitt ár í
fyrra að sýslumaðurinn í Reykjavík
setti lögbann á að Jóhann Óli Guð-
mundsson fengi að hagnýta þann
rétt sem fylgdi 170 milljóna króna
hlutafjáreign hans í Lyfjaverslun.
Jóhanni Óla höfðu verið afhent
hlutabréfin sem endurgjald fyrir
Frumafl ehf. 20. júní 2001. Sýslu-
maður synjaði kröfu hluthafanna
þriggja. Þeir skutu málinu til Hér-
aðsdóms Reykjavíkur, sem staðfesti
úrskurð sýslumanns. Hæstiréttur
hnekkti hins vegar úrskurði Héraðs-
dóms hinn 10. júlí 2001 og úrskurð-
aði að sýslumaður legði lögbann við
því að Jóhann Óli hagnýtti sér þann
rétt sem fylgdi hlutabréfunum.
Lyfjaverslun Íslands stefndi sér
inn í þetta mál með svonefndri með-
algöngusök. Stefndi, þ.e. Jóhann Óli,
höfðaði síðan gagnsök. Í viðbót við
það krafðist hann frávísunar á með-
algöngusökinni. Lögmenn stefnenda
og Lyfjaverslunar hafa svo krafist
frávísunar á gagnsökinni.
Þess vegna var ákveðið í gær að
fyrst verður málið flutt um frávís-
unarkröfu á meðalgöngusökinni.
Það verður gert 1. febrúar næst-
komandi. Í framhaldi af því verður
málflutningur um frávísunarkröfu
gagnvart gagnsökinni. Þriðja atriðið
varðar svo það að í greinargerð
stefnda, þ.e. Jóhanns Óla, í staðfest-
ingarmálinu er talið að leita þurfi
forúrskurðar hjá EFTA-dómstóln-
um. Stefnendur mótmæla því og
telja ekki efni til þess. Þessa þrjá
þætti verður því að fjalla um áður en
hægt verður að fara í efni megin-
málsins.
Deilurnar innan Lyfjaverslunar Íslands
Frávísunarkröfurnar
verða fyrst teknar fyrir
Bestu þakkir færi ég þeim fjölmörgu, sem á
margvíslegan hátt sýndu mér hlýja vinsemd
með símtölum, skeytum og gjöfum í tilefni
níutíu ára afmælis míns 10. þ.m., ásamt þeim
heiðri, er ég var sæmdur af Blönduóssbæ og
Ríkisútvarpinu á afmælisdaginn. Allt mun
þetta verma vitund mína meðan hún endist.
Blönduósi, 20. janúar 2002.
Grímur Gíslason.