Morgunblaðið - 25.01.2002, Page 22
ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Heilsárs orlofshús
Upplýsingar gefur Heimir Guðmundsson, byggingaverktaki,
815 Þorlákshöfn, í síma 892 3742.
Einstaklingar og starfsmannafélög
Erum að framleiða stórglæsileg heilsárs orlofshús
í ýmsum stærðum. Sjón er sögu ríkari.
Þegar fyrstu hassmálin komu upp í
Noregi á sjöunda áratug síðustu ald-
ar varðaði smygl, sala og neysla
fíkniefna allt að tveggja ára fangelsi.
Síðan hefur hámarksrefsingunni oft
verið breytt, síðast í 21 árs fangelsi
árið 1984. Aftenposten segir að
nefndin hyggist einnig leggja til að
ekki verði lengur bannað að sýna
kynfæri karla og kvenna í sjónvarpi
og afnumdar verði takmarkanir á
sýningum á „ósiðlegum og klám-
fengnum“ kvikmyndum.
Þá segir blaðið að nefndin kunni að
leggja til að reglur um ölvunarakst-
ur, sem voru hertar nýlega, verði
rýmkaðar á ný. Hún er sögð vilja að
ekki verði hægt að dæma menn fyrir
ölvunarakstur nema áfengismagn í
blóði mælist 0,5 prómill eða meira.
Nýlega voru mörkin lækkuð niður í
0,2 prómill og sætti það harðri gagn-
rýni lögmanna.
HEGNINGARLAGANEFND
norska þingsins íhugar nú að leggja
til að leyfilegt verði að nota og eiga
hvers konar fíkniefni en á hinn bóg-
inn verði áfram refsivert að selja
fíkniefni, að sögn norska dagblaðsins
Aftenposten í gær. Nefndin var skip-
uð árið 1994 til að endurskoða hegn-
ingarlög Noregs og færa þau í nú-
tímalegra horf. Gert er ráð fyrir því
að nefndin skili Odd Einar Dørum
dómsmálaráðherra niðurstöðum sín-
um í mars.
Aftenposten kvaðst hafa heimildir
fyrir því að nefndin væri að íhuga til-
lögu um að breyta lögunum þannig
að leyfilegt yrði að eiga og nota hvers
konar fíkniefni, ekki aðeins hass og
marijúana heldur einnig harðari efni
á borð við heróín og amfetamín. Sala
slíkra efna mun áfram varða við lög
en þó er gert ráð fyrir að refsingar
við því verði mildaðar.
Neysla hvers
konar fíkniefna
verði leyfð
DAVID Duncan, fyrrverandi endur-
skoðandi Enron, neitaði í gær að
svara spurningum þingnefndar, sem
rannsakar gjaldþrot fyrirtækisins,
um förgun skjala frá fyrirtækinu, og
vísaði Duncan til stjórnarskrárbund-
ins réttar síns til að bera ekki sök á
sjálfan sig. Æðstu yfirmenn endur-
skoðandafyrirtækisins Andersen,
þar sem Duncan starfaði, sögðu hann
eiga alla sök á skjalaeyðingunni og
veltu sumir þingmenn því fyrir sér
hvort verið væri að gera hann að
blóraböggli.
Duncan var aðalendurskoðandi
Enron fyrir hönd Andersens. Hann
var fyrsta vitnið sem kom fyrir orku-
og viðskiptaundirnefnd fulltrúadeild-
ar þingsins í gær, er rannsókn á hruni
Enron, sem varð gjaldþrota í desem-
ber sl., hófst. Enron var áður eitt
stærsta orkusölufyrirtæki í heimi.
Síðar kom í ljós, að tekjur fyrirtæk-
isins höfðu verið sagðar meiri en raun
bar vitni, og skuldir minni. Rannsókn
þingins beinist m.a. að því, hvort yf-
irmenn fyrirtækisins og endurskoð-
endur þess hafi brotið lög og/eða villt
um fyrir fjárfestum.
Hver var við stýrið?
„Enron rændi bankann, Arthur
Andersen útvegaði undankomubílinn
og þeir segja að þú hafir verið undir
stýri,“ sagði formaður undirnefndar-
innar, Jim Greenwood, við Duncan.
En þegar Greenwood hóf að spyrja
Duncan beint hvort hann hefði vísvit-
andi gefið fyrirmæli um að skjölum
skyldi eytt til þess að „hindra opin-
bera rannsókn“ vísaði Duncan til
stjórnarskrárbundins réttar síns til
að svara ekki, og sagðist myndu
bregðast þannig við öllum spurning-
um nefndarinnar. Hann var ekki
spurður frekar. Lögmaður Duncans
hafði áður sent þingnefndinni bréf og
greint frá því að Duncan myndi ekki
svara spurningum hennar nema hon-
um yrði veitt trygging fyrir því að
verða ekki sakfelldur. Það vildi
nefndin ekki fallast á.
Dorsey Baskin, yfirmaður fageftir-
litshóps Andersens, sagði nefndinni
að Duncan hefði „stjórnað vísvitandi
eyðingu umtalsverðs magns skjala
um sama leyti og rannsóknin var að
hefjast. Við erum ekki stolt af því að
þessum skjölum skyldi fargað“, sagði
Baskin. Tilraunir hans og annarra
fulltrúa Andersens til að skella allri
skuldinni á Duncan vöktu upp efa-
semdir hjá sumum nefndarmönnum.
„Er verið að gera herra Duncan að
blóraböggli hér?“ spurði þingmaður-
inn Cliff Stearns.
Í síðustu viku var Duncan sagt upp
störfum hjá Andersen vegna aðildar
hans að eyðingu skjala er tengdust
Enron í október og nóvember, um
svipað leyti og vandkvæði Enron
voru að koma upp á yfirborðið og
verðbréfa- og viðskiptaráð Banda-
ríkjanna, sem hefur opinbert eftirlit
með kaupsýslu í landinu, hóf rann-
sókn á málefnum orkusölufyrirtæk-
isins. Í yfirlýsingu frá Baskin og öðr-
um fulltrúa Andersens, C.E. Andrew,
sagði m.a. að Duncan hefði staðið að
eyðingu skjalanna án alls samráðs við
nokkurn mann hjá Andersen. Slíkt
væri „algerlega óviðunandi, og ekki í
samræmi við stefnu fyrirtækisins“.
Lay hættir störfum
Kenneth Lay, forstjóri og yfir-
framkvæmdastjóri Enron, sagði upp
störfum hjá fyrirtækinu á miðviku-
daginn, en meint náin tengsl hans við
marga ráðherra í ríkisstjórn Georges
W. Bush eru líka til rannsóknar hjá
þinginu. Lay sagði í yfirlýsingu að
vegna rannsókna þingsins á málefn-
um fyrirtækisins hefði hann ekki
tíma til að sinna rekstri þess sem
skyldi.
Mörg þúsund manns misstu vinn-
una þegar Enron fór fram á greiðslu-
stöðvun annan desember sl., og
margir starfsmenn og fyrrverandi
starfsmenn þess glötuðu öllu sparifé
sínu vegna þess að eftirlaunasjóðir
þeirra voru að miklu leyti bundnir í
hlutabréfum í Enron, sem urðu verð-
laus. Lay hefur m.a. verið gagnrýnd-
ur harðlega fyrir að hafa hvatt starfs-
fólk Enron til að fjárfesta í
hlutabréfum í fyrirtækinu eftir að
hann hafði verið varaður við því að
fyrirtækið ætti á hættu að lenda í
hneykslismálum vegna bókhalds-
óreglu.
Henry T.C. Hu, lagaprófessor við
Háskólann í Texas, sagði að staða
Enron væri svo slæm, að uppsögn
Lays gæti ekki orðið til annars en að
bæta ástandið. „Staðan er orðin
þannig, að Enron hefur verið sakað
um allt milli himins og jarðar, nema
að hýsa bin Laden í kjallaranum í
höfuðstöðvunum,“ sagði Hu.
Bandarísk þingnefnd hefur yfirheyrslur vegna Enron-málsins
Endurskoðandinn
neytir þagnarréttar
AP
David Duncan, til hægri, ásamt lögfræðingi sínum, Robert Giuffra, frammi fyrir rannsóknarnefnd þingsins.
Washington, Houston. AP.
PÓLSKIR ráðamenn hvöttu til þess
í gær að hafin yrði tafarlaust rann-
sókn vegna ásakana um að læknar
hefðu myrt sjúklinga sína til að
tryggja útfararstofum verkefni.
Dagblaðið Gazeta Wyborcza,
virtasta dagblað Póllands, hafði
fyrr um daginn skýrt frá því að
heilbrigðisstarfsmenn í borginni
Lodz hefðu myrt sjúklinga og þeg-
ið allt að 1.800 zlotí (rúmar 40.000
krónur) fyrir hvert það lík sem
þeir hefðu „lagt fram“. Þær
greiðslur hefðu útfararstofur innt
af hendi.
Í fréttinni sagði og að í ein-
hverjum tilfellum hefðu sjúklingar
verið myrtir með of stórum lyfja-
skömmtum.
Í fréttum breska útvarpsins BBC
kom fram að grunur væri um að
þessi „starfsemi“ hefði farið fram í
heilan áratug. Hefði verið ákveðið
að grafa upp lík ótiltekins fjölda
sjúklinga til að rannsaka sér-
staklega dánarmein þeirra.
Fullyrðingar þessar hafa vakið
mikinn óhug í Póllandi. „Ef það er
rétt sem stendur í frétt Gazeta er
þetta vissulega viðurstyggilegt,“
sagði Alexander Kwasniewski, for-
seti Póllands. Fleiri pólskir ráða-
menn tóku í sama streng.
Sjúkrahús og heilsugæslu-
stöðvar eru margar í niðurníðslu í
Póllandi auk þess sem læknar og
annað starfsfólk í heilbrigðisgeir-
anum er á lélegum launum. Læknir
hefur að meðaltali tæpar 30.000
krónur á mánuði og hjúkrunar-
fræðingur um 20.000.
Lík seld í
Póllandi?
Varsjá. AFP.
INDÓNESÍSKIR hermenn felldu
herforingja frelsishers Aceh-héraðs
í skotbardaga á miðvikudag þegar
þeir gerðu áhlaup á bækistöðvar
hans í frumskóginum.
Talsmenn Indónesíuhers segja að
Abdullah Syafei hafi verið skotinn í
brjóstið í hörðum átökum í Pidie í
norðurhluta Aceh.
Hreyfingin Frelsi Aceh komst á
fót árið 1975 eftir áralanga illa með-
ferð hersins á íbúum héraðsins. Eftir
það hafa þúsundir manna verið
drepnar. Að minnsta kosti 1.400
manns voru líflátnir á síðasta ári og
um 100 á fyrstu vikum þessa árs.
Megawati Sukarnoputri forseti
hefur fyrirskipað öryggissveitum að
brjóta uppreisnina á bak aftur.
Foringi
fellur í Aceh
♦ ♦ ♦