Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINN af leiðtogum stríðandi herja í borgarastríðinu í Líbanon, Elie Hob- eika, var myrtur með bílsprengju í gær í Beirút. Hobeika, sem var 46 ára, var á ferð í Range Rover-bíl sínum í gær með þrem lífvörðum skammt frá heim- ili sínu í Hazm- iyeh, einu út- hverfa Beirút, í gærmorgun er sprengja sprakk í Mercedes Benz-bíl rétt hjá farar- tækinu. Báðir bílarnir tættust í sundur og fannst lík Hobeika í um 50 metra fjarlægð frá flakinu. Annað lík fannst uppi á svölum á annarri hæð í húsi við staðinn. Þá kviknaði í húsi og mun einn íbúanna vera í lífs- hættu. „Enn er verið að rannsaka málið en venjulega eru Ísraelar á bak við sprengingar í Líbanon og málið gæti tengst réttarhöldum yfir [Ariel] Sharon í Brussel,“ sagði Nasri Lah- oud, sem er saksóknari hersins í Líb- anon. Sagður kaldlyndur og grimmur Hobeika var yfirmaður leyniþjón- ustu kristins herflokks er nefndist Líbanski herinn og framdi fjölda- morð á palestínskum flóttamönnum í Sabra- og Shattila-búðunum í Beirút 1982 en þá hafði Ísraelsher ráðist inn í landið. Ísraelar létu hryðjuverkin afskiptalaus og komst ísraelskur dómstóll að þeirri niðurstöðu að Ar- iel Sharon, þáverandi varnarmála- ráðherra og nú forsæstiráðherra, hefði borið óbeina ábyrgð á ódæð- unum en kristnu Líbanarnir voru um þetta leyti bandamenn Ísraela. Hins vegar hefði Hobeika borið fulla ábyrgð á hryðjuverkinu. Robert Hatem, fyrrverandi líf- vörður Hobeika, segir í endurminn- ingum sínum að Hobeika hafi verið dæmigerður, líbanskur stríðsherra, kaldlyndur og grimmur. Hann hafi verið ósvífinn kvennaflagari, borið á ábyrgð á fjölda glæpa og staðið fyrir pólitískum bellibrögðum. Hobeika snerist á sveif með Sýr- lendingum sem hafa síðustu áratug- ina haft tugi þúsunda hermanna í Líbanon og í reynd ráðið þar ríkjum. Hann var æðsti yfirmaður fylkingar sinnar um hríð á níunda áratugnum en var steypt af stóli. Síðar varð hann ráðherra í samsteypustjórn er friður komst á um miðbik liðins ára- tugar eftir tveggja áratuga borgara- stríð. Hann missti þingsæti sitt í kosningum í fyrra en einnig er bent á að þá lést Hafez al-Assad, einræð- isherra Sýrlands og að líkindum verndari Hobeika. Embættismaður í Ísrael, er ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að ef menn vildu skilja hvað hefði gerst yrðu þeir að yfirheyra Ghazi Kanaan hershöfðingja, sem fyrir 20 árum hefði stjórnað aðgerðum Sýrlend- inga í Líbanon. „Ghazi stóð fyrir mörgum morðum í Líbanon, hann lét sprengja margar af stöðvum Banda- ríkjamanna þar og var mikið í mun að hindra Hobeika í að ræða um þessi mál,“ sagði embættismaðurinn. Málshöfðun í Brussel Höfðað hefur verið mál í Belgíu gegn Sharon vegna hryðjuverksins árið 1982 í Beirút og hann er sakaður um stríðsglæpi. Enn er ekki vitað hve margir týndu lífi í flóttamanna- búðunum 1982, talið að þeir hafi ver- ið á milli 800 og 1.500. Hafa 23 Pal- estínumenn sem sluppu lifandi frá Sabra og Shattila eða áttu ættingja meðal fórnarlambanna staðið að málinu í Brussel og vilja að Sharon verði dæmdur sekur um stríðsglæpi. Áðurnefndur dómstóll í Ísrael taldi að hann hefði ekki gefið skipun um morðin. Ísraelar segja að dómstóll í Belgíu geti ekki tekið málið fyrir og enn er deilt um réttmæti málshöfð- unarinnar og óvíst hvort af réttar- höldum verði en þau gætu hafist í mars. Fulltrúi stjórnar Palestínuleiðtog- ans Yassers Arafats í Líbanon, Sult- an Abul Aynain, fullyrti í gær að ísr- aelska leynuiþjónustan, Mossad, hefði ráðið Hobeika af dögum til að koma í veg fyrir að hann gæti borið vitni í réttarhöldunum í Brussel. Belgíski græninginn og þingmaður- inn Josy Dubie, sem ræddi við Hob- eika á þriðjudag sagði hann hafa sagt sér að hann myndi fara til Brussel og bera þar vitni en Hobeika hafði áður gefið út sams konar yf- irlýsingar. Að sögn Dubie var Hob- eika hræddur um líf sitt og sagði að hann hefði upplýsingar fram að færa sem myndu hreinsa nafn sitt. Hob- eika sagðist saklaus af morðunum og kvaðst ekki hafa stigið fæti sínum inn í umræddar flóttamannabúðir þegar morðin voru framin. „Ég spurði hann af hverju hann skýrði ekki frá þessu núna og hann svaraði mér: „Ég ætla að geyma mér það þangað til réttarhöldin byrja,“ svar- aði hann.“ Fyrrverandi stríðs- herra í Líbanon myrtur $%& ' ()*%+,           !  ! "  !#$ ! % # &  !#'#  #%( ! ) !*)   + !#  *  #'#    !  , &-./0  1                                 !  " "   "         # $%&'   (           "  ) *     "  !   +  " "  "    + $   + #$  +      "+   + "  *          - ./"    +   "        0     ,   "    " 0  "        '-2&-34 &  ! ,5.4' 12 3 4 ) 5 !) * 6 3 ) 5 4 ',&4626 Grunsemdir um að morðið teng- ist ásökunum á hendur Ariel Sharon um stríðsglæpi Beirút. AFP, AP. Elie Hobeika JÓHANNES Páll II páfi á friðar- fundi í Assisi á Ítalíu í gær með um 200 leiðtogum um þrjátíu trúar- bragða um allan heim. Til samkom- unnar mættu múslímir, gyðingar, hindúar, andatrúarmenn, kristnir, elddýrkendur, shintótrúaðir og margir fleiri. Leiðtogarnir samein- uðust að ósk páfa einn dag í bæn fyr- ir friði en hugmyndina að samkom- unni fékk hann eftir hryðjuverkin 11. september. Hann sagði í ávarpi sínu að oft yrðu átök milli manna vegna þess að „trú er á röngum for- sendum tengd við hagsmuni þjóð- ernis, stjórnmála eða efnahags“. Hatur yrði eingöngu yfirunnið með kærleika, skuggum tortryggni og misskilnings yrði ekki eytt með vopnum heldur með geislum ljóssins en aldrei mætti gleyma að kúgun og útskúfun gætu oft verið „rætur of- beldis og hryðjuverka“. Við lok samkomunnar kveiktu fransiskumunkar á olíulömpum sem trúarleiðtogarnir báru til merkis um vonir sínar um frið í heiminum. Stilltu þeir lömpunum upp á borði fyrir framan páfa, en lömpunum verður komið fyrir til frambúðar í kirkju heilags Frans í Assisi. Fulltrúi eins af æðstu klerkum múslíma í Egyptalandi, Mohammeds Sayeds Tantawis, flutti yfirlýsingu þar sem Tantawi þakkaði Páfagarði sérstaklega fyrir stuðning kaþólsku kirkjunnar við Palestínumenn. Rabbíninn Israel Singer, yfirmað- ur alþjóðlegrar nefndar um þver- trúarlega ráðgjöf, sagði að orðin ein dygðu ekki til þess að koma á friði, sem einungis kæmist á „með raun- verulegum viðræðum og einlægum fyrirheitum um beina þátttöku í að koma á friði, af hálfu leiðtoga helstu trúarbragðanna“. AP Friðar- fundur trúar- leiðtoga STJÓRNVÖLDUM í Bandaríkjun- um var kunnugt um pólitísk morð og mannréttindabrot stjórnvalda í Perú í um 20 ár. Þau kusu hins vegar að líta framhjá þeim sökum þeirrar bar- áttu sem yfirvöld í landinu háðu við flokka kommúnískra skæruliða. Þetta kemur fram í skjölum sem nú hafa verið gerð opinber í Perú. Í þeim er að finna upplýsingar um að- gerðir stjórnvalda gegn hryðju- verkamönnum í forsetatíð þeirra Fernandos Belaunde, Alans Garcia, og Albertos Fujimori. Gögnin sýna að bandarískir sendi- ráðsmenn í Perú fengu stöðugt upp- lýsingar um meint grimmdarverk sveita stjórnarhersins sem börðust við skæruliða Tupac Amaru-bylting- arhreyfingarinnar og samtakanna Skínandi stígs. Ráðamenn í Banda- ríkjunum voru hins vegar áfram um að sveitir skæruliða og hryðjuverka- manna yrðu upprættar í Perú og kusu því að leiða hjá sér upplýsingar þessar. Skjölin geyma ýmsar upplýsingar í þessa veru. Þannig var sendiráðinu greint frá morðum á 12 óbreyttum borgurum í nóvember 1986 og voru þær upplýsingar sendar utanríkis- ráðuneytinu í Washington. Síðla árs var Bandaríkjamönnum skýrt frá til- vist dauðasveita sem myrt hefðu 300 meinta „hryðjuverkamenn“ maó- istasamtakanna Skínandi stígs. Í skeyti sem sendiherra Bandaríkj- anna í Perú sendi yfirboðurum sín- um sagði m.a. að rannsókn hefði leitt í ljós að „hryðjuverkamennirnir“ hefðu flestir verið bændur sem treg- ir hefðu verið til að aðstoða svo- nefndar Rondas Campesinas, vopn- aða hópa sem her Perú og leyni- lögregla komu á fót til að sigrast á skæruliðum með óhefðbundnum að- ferðum. Í síðustu skeytunum kemur fram að Vladimiro Montesinos, sem var hægri hönd Alberto Fujimori forseta um tíu ára skeið, sé beinlínis tengdur dauðasveitum þessum. Montesinos er nú í fangelsi í Perú ákærður um m.a. spillingu, eiturlyfjasmygl og að hafa stjórnað Colina-dauðasveitinni svonefndu. Í skjali frá í janúar 1993 kemur fram að fyrrverandi herfor- ingi hafi skýrt sendiráðsmönnum frá því að Montesinos, nánasti aðstoð- armaður þáverandi forseta, tengist Colina-hópnum og grimmdarverk- um hans. Leiddu hjá sér grimmd- arverk í Perú Skjöl sýna að Bandaríkjamönnum var kunnugt um fjöldamorð í 20 ár Lima. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.