Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á FYRSTU áratugum aldarinnar komu fram á sjónarsviðið víðsvegar um Evrópu hópar ungra lista- og menntamanna sem höfðu byltingar- kenndar hugmyndir um hlutverk listamannsins og tengsl listaverksins við samfélagið. Þessir hópar hafa síðan verið kenndir við framúr- stefnu. Þarna var á ferðinni kynslóð sem sneri baki við hefðinni, gerði í rauninni meðvitaða uppreisn gegn henni. Gríðarlegar breytingar höfðu átt sér stað á heimsmyndinni á seinni hluta nítjándu aldar og að mati fram- úrstefnuhópanna þurfti nýjar að- ferðir til að gera breyttum veruleika skil. Með framúrstefnunni var sem ný heimsálfa hefði upp úr þurru birst á heimskorti listanna og listamaður- inn hélt ótrauður inn á lendur sem ekki voru einungis ókannaðar heldur myrkar og leyndardómsfullar, en líka uppfullar af tækifærum. Áhrifa þessara frumkvöðla gætir í viðhorf- um okkar í dag gagnvart listgrein- unum, þau eru alltumlykjandi og ómögulegt er að horfa fram hjá þeim. Bestu heimildirnar um þá bylt- ingarkenndu starfsemi sem þarna fór fram eru sjálfar stefnuyfirlýsing- arnar sem hóparnir og meðlimir þeirra sendu frá sér og birtist nú úr- val þeirra í Lærdómsritaröð Ís- lenzka bókmenntafélagsins. Fyrir þá sem áhuga hafa á hugmynda- og listasögu aldarinnar er þetta tví- mælalaust einstakur fengur. Ítalski fútúrisminn er ein þekkt- asta birtingarmynd tilraunarinnar til „menningarlegrar endurnýjunar“ sem einkenndi hugmyndafræði hóp- anna sem spruttu upp á fyrstu ára- tugum tuttugustu aldarinnar, enda er ekki fjarri lagi að benda á ítölsku framúrstefnuhópanna ef leitað er að upphafsmönnum hreyfingarinnar. Hér eru henni gerð skil með völdum þýðingum á lykilyfirlýsingum og ber þar fyrst að nefna „Stofnunar- og stefnuyfirlýsingar fútúrismans“ eftir Filippo Tommaso Marinetti en hún birtist á forsíðu franska dagblaðsins Le Figaro árið 1909. Yfirlýsingin vakti mikla athygli meðal mennta- og listamanna í Evrópu og komst Gottfried Benn svo að orði um miðja öldina að hún hafi verið „sá viðburð- ur sem markaði upphaf nútímalistar í Evrópu“. Þarna verður sú hneigð til listrænnar endurnýjunar sem ein- kenndi móderníska listsköpun að skipulögðu verkefni, „hópar lista- manna sameinast um fagurfræðileg- ar og hugmyndafræðilegar forsend- ur, aðferðir og markmið“, líkt og einn ritstjóra, Benedikt Hjartarson, kemst að orði í inngangi bókarinnar. Marinetti vísaði veginn með yfir- lýsingu sinni en hún reyndist fráleitt sú eina sinnar tegundar. Í kjölfarið fylgdi fjöldi yfirlýsinga sértækra hópa þar krafan um slit við fortíðina og frumsköpun var ítrekuð. Nær engin flötur þjóðfélagsins undanskil- inn kalli byltingarinnar. Má þar nefna stefnuyfirlýsingar um fútúr- íska matargerðarlist, fatahönnun og stríðsrekstur. Nokkrar þessara fylgja yfirlýsingu Marinettis í Lær- dómsritinu, en síðastnefnda stefnu- málið vísar til tengsla ítalska fútúr- ismans við þjóðernishyggju fasism- ans en henni, líkt og fjölmörgu öðru, eru gerð afar góð skil í skýringum og inngangsorðum ritstjóra og þýð- enda. Sérlega áhugaverð er síðan „Stefnuyfirlýsing hinnar fútúrísku konu“ eftir Valentine de Saint-Point en fullyrðing hennar að það eigi ekki að „veita konunni nein þeirra rétt- inda sem femínistar fara fram á. Yrðu þeim veitt þau myndi það ekki leiða af sér neina þá óreiðu sem fút- úristar sækjast eftir, heldur þvert á móti yfirdrifna reglufestu“ er dæmi- gerð um þá ögrandi orðræðu og hugsunarhátt sem einkennir skrif stefnunnar. Hugmyndasmiðir rússneska fút- úrismans voru ekki jafnsamstiga og þeir ítölsku og birtist það m.a. í áköf- um deilum milli ólíkra hópa um túlk- un hugtaksins og afneitun þeirra á áhrifum Marinettis og ítölsku fútúr- istanna. Blómaskeið rússneska fút- úrismans er jafnan álitið vera milli 1912 og 1914 en árið 1912 birtist safnritið Almennum smekk gefið á kjaftinn sem átti rætur að rekja til Gileja-hópsins, með þeim Búrljúk- bræðrum og Vladimir Majakovski í fararbroddi. Samnefnda stefnuyfir- lýsingu er hér að finna í þýðingu Árna Bergmann. Hið róttæka andóf hópsins gegn hefðinni birtist kannski hvað skýrast í staðhæfing- unni sem þar er að finna að henda skuli „Púshkín, Dostojevskij, Tolstoj o.fl. o.fl. fyrir borð á gufuskipi sam- tímans“. Í textasköpun sinni vörp- uðu Gileja-menn óhræddir setninga- skipan og málfræði fyrir róða, aðferð þeirra var að senda frá sér texta sem lutu einungis lögmálum hrynjandi tungumálsins og hljóðrænum eigind- um. Vísunin til „gufuskips samtím- ans“ er síðan lýsandi fyrir áhuga hreyfingarinnar á tækni- og stór- borgarmenningu en slík einkenni nú- tímans voru rússnesku fútúristunum afar hugleikin. Fullyrðing þessi öðl- aðist reyndar kaldhæðnislega vídd nokkru eftir byltinguna 1917 þegar áðurnefndur Púshkín er hafinn á stall sem „ástríðufyllsti fútúristi“ síns tíma, en fútúristunum tókst aldrei að móta sér starfsvettvang innan Ráðstjórnarríkjanna og er al- mennt talið að stefnan hafi liðið und- ir lok fyrir 1930. Reyndar má kannski halda því fram að hún hafi átt sér annað líf meðal rússneskra flóttamanna og útlaga í ýmsum höf- uðborgum Evrópu, þ.á m. Berlín, en það var í annarri og ómarkvissari mynd. Næstu þrír kaflar bókarinnar kynna fyrir lesendum listhreyfingar sem flestum eru kunnar að nafninu til hversu djúpt sem vitneskjan kann annars að rista, þ.e. expressjónismi, dada og súrrealismi en tengsl þeirra við áðurnefnda framúrstefnuhópa eru skýr hvað varðar byltingar- kennda meðferð efniviðs og róttæka hugmyndafræði. Expressjónisminn nýtur þó dálítillar sérstöðu þar sem hann einkenndist ekki af hópstarf- semi heldur ber, eins og þýðandi bendir á, að líta á hugtakið sem eins konar regnhlífarhugtak sem notað er til að lýsa straumum innan þýskr- ar nútímalistar á fyrstu áratugum aldarinnar, og þá jafnt á sviði mynd- listar, bókmennta, kvikmynda og tónlistar. Tengsl hreyfingarinnar við róttækar stjórnmálahreyfingar eru ákaflega áhugaverð, og gert er grein fyrir þeim í inngangi að kaflanum, en eitt helsta einkenni expressjónism- ans var sú trú að listin sé fær um að endurnýja menningu og siðferði samtímans. Í slíkri hugmyndafræði hlýtur listamaðurinn að vera settur í öndvegi og greinin „Um nútímaljóð- list“ eftir Oskar Loerke frá 1912 ber þess merki en þar segir, „Aldrei hef- ur neitt orðið raunverulegt fyrr en það hefur fundið bólsetu í skáldum.“ Listrænt andóf og róttæk viðhorf kjarnast síðan í dada-stefnunni þar sem símskeyti, póstkort og dreifirit verða vettvangur listsköpunar. Lyk- ilpersóna í dada var André Breton en uppgjör hans við stefnuna, og í kjölfarið stofnun listhreyfingar súr- realismans, markaði endalok henn- ar. Síðasti kafli ritsins snýr þá eðli- lega að súrrelismanum og birtist þar hin magnaða ritsmíð Bretons, „Stefnuyfirlýsing súrralismans“ ásamt fleiri erindum eftir Breton og aðra. Vart er hægt að ofmeta hlut- verk og mikilvægi Bretons í súrreal- istahreyfingunni, hann hélt stöðu óumdeilanlegs skipuleggjanda og kenningarsmiðs allt til loka hennar á sjöunda áratugnum. Þá mótaði hann hreyfingunni skýra og einhlíta stefnu sem öðru fremur var að þróa nýjar og virkari aðferðir til skáld- legrar upplifunar og tjáningar. Í tím- ans rás breyttust reyndar markmið hreyfingarinnar. Áherslan á andlega byltingu vék fyrir áherslu á pólitíska byltingu en þessi breyting leiddi til aukins samstarfs við kommúnista og áhrifa marxískra kenninga á hugsun súrrealistana. Stefna þessi í „upp- runalegri“ mynd var langlífari en hinar framúrstefnuhreyfingarnar sem fjallað er um í bókinni enda súrrealisminn kannski sú listhreyf- ing sem á sér hvað skýrasta birting- armynd í samtímanum. Í inngangi bókarinnar segir einn ritstjóra: „Þegar hefðbundnum framsetningaraðferðum er varpað fyrir róða verður knýjandi að skapa nýtt tungumál sem geti reynst fært um að miðla tvístraðri vitund nú- tímamannsins.“ Sú hugmynd hefur um nokkurt skeið verið ráðandi í heimspeki sem kennd er við póst- strúktúralisma að orð skorti veru- fræðilegan kjarna sem innihaldi merkingu þeirra; þess í stað sé merkingarmiðlun tungumálsins samkomulagsatriði og því handa- hófskennd. Þessi hugsun býður ann- arri heim. Merkinguna er þá hægt að móta, laga að eigin óskum og finna henni nýjan búning. Möguleikinn fyrir menningarlega endurmótun á táknsviði tungumálsins sem hefur áhrif á skynjun og hugsun verður þar með til. Gildishlaðin orðræða, upphafning og algilding hugtaka hefur áhrif á þjóðfélagsskipanina. Þannig má sjá úrvinnslu á flokkun- arkerfum tungumálsins og táknum sem stjórnunartæki; hugtök verða skilgreind sem algild, álitin sam- hljóða lifaðri reynslu, endimörk þurrkuð út þar til inntakið rennur saman við sjálfsvitundina og gagn- rýni verður ómöguleg. Slíkri algild- ingu hugtaka hefur verið beitt í gegnum tíðina af stjórnmálaflokkum og trúarbrögðum og að loknum lestri þessa ritsafns læðist að manni sú hugsun að ein mikilvægasta arfleifð framúrstefnuhópanna sé kannski sú afbygging á algildishugsjónum sem fram fór, að áhrif listsköpunar og hugmyndafræði framúrstefnuhóp- anna hafi haft ríkuleg áhrif á seinni tíma gagnrýna meginlandsheim- speki. Það er afskaplega mikilvægt starf sem unnið hefur verið með útgáfu þessarar bókar. Fyrir utan þá fjár- sjóðskistu sem greinaþýðingarnar eru verður skýringavinna ritstjóra og þýðenda að teljast afreksverk. Ít- arlegur inngangur leiðir lesendur inn í bókina, þá er sérstakur inn- gangur að hverjum kafla að með- fylgjandi heimildaskrá. Sérlega gagnlegar og fróðlegar skýringar fylgja svo hverjum kafla fyrir sig þar sem rýnt er ofan í kjölinn á viðkom- andi umræðuefni og það útvíkkað og gjarnan sett í afar áhugavert sam- hengi. Til að kóróna allt saman fylgir hugtaka og nafnaskrá. Á bak við út- gáfuna liggur augljóslega mikil vinna og gott fræðistarf, bókin er í rauninni sýnidæmi um framúrskar- andi útgáfu á fræðiefni og því er óhætt að skipa henni í fremstu röð fræðirita á íslensku á þessum vett- vangi. BÆKUR Fræðirit eftir Marinetti, Majakovskij, Marc, Tzara, Breton o.fl. Áki G. Karlsson, Árni Bergmann og Benedikt Hjartarson ís- lenskuðu. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 2001. 544 bls. YFIRLÝSINGAR – EVRÓPSKA FRAM- ÚRSTEFNAN Uppgjör við fortíðina og menningarleg endurnýjun Björn Þór Vilhjálmsson HUNDRAÐASTA sýningin á írska gamanleiknum Með fulla vasa af grjóti verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikritið var frumsýnt á Smíða- verkstæðinu 30. desember árið 2000. Sýningin varð strax geysi- vinsæl og var hún fljótlega færð upp á Stóra sviðið til að anna aðsókn þar sem hún hefur gengið æ síðan. Í sumar sem leið fóru þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stef- ánsson, sem leika allar fjórtán per- sónur verksins, í leikferð um landið. Á sýningunni í kvöld verður 25.000. gesti hennar færður glaðn- ingur frá Þjóðleikhúsinu auk þess sem honum verður boðið að hitta leikarana baksviðs að sýningu lok- inni. Morgunblaðið/Billi Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson. Með fulla vasa af grjóti í 100. sinn Gallerí nema hvað, Skólavörðu- stíg Sigurður Guðjónsson opnar sýninguna Undrabarnið kl. 20. Sýningin er opin frá kl. 14–19 og stendur til 31. janúar. Í DAG GUK – Exhibition place Sýningu á verkum eftir dönsku listakonuna Evu Koch lýkur á sunnudaginn, en þá verður opið kl. 16–18 að staðartíma. Hægt er að sjá myndir frá sýn- ingunni á http://www.simnet.is/guk og þar er einnig hægt að nálgast meiri upplýsingar um Evu og verk hennar. Guk er á þremur stöðum: Garð- ur – Ártún 3, Selfoss, Udhus – Kirkebakken 1, 4320 Lejre, Dan- mörku og Küche – Kestnerstrasse 35, D-30159 Hannover, Þýskalandi. Sýningu lýkur SÍÐASTA sýning á barnaóperunni Skuggaleikhús Ófelíu í Þjóðleik- húsinu verður á morgun, laugar- dag, kl. 15. Uppsetningin er samstarfsverk- efni Íslensku óperunnar og Strengjaleikhússins og er sýningin aðallega ætluð börnum á aldrinum 3–9 ára. Sýningin tekur um 45 mínútur og er ekkert hlé. Í sýn- ingunni eru fimm flytjendur, sem leika fjölda hlutverka: söngvararn- ir Marta G. Halldórsdóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontratenór og þrír hljóðfæraleikarar: Lárus H. Grímsson, Kjartan Valdemars- son og Matthías Hemstock en þeir leika á hin ýmsu hljóðfæri. Í sýn- ingunni eru einnig leikbrúður og grímur. Söngvararnir stjórna brúðum og eru jafnframt sögu- menn. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ófelía og skuggarnir hennar, Ólivus, Rauðfríða, Kálblámi, Grængorm- ur og Fjólufeykir, en fremst er leikhússtjóri Skuggaleikhússins, Ófelía. Skuggaleikhús Ófelíu á förum Sunnan við mærin vestur af sól er eftir japanska rit- höfundinn Haruki Murakami. Hajime elst upp sem einbirni og honum virðist sem allir í kringum hann eigi bræður eða systur. Útgefandi er Bjartur og er þetta 13. bókin í neonbókaflokki forlagsins. Bókin er 197 bls., prentuð í Nørha- ven. Kápu gerði Sandra Ósk Snæ- björnsdóttir. Verð: 1.880 kr. Skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.