Morgunblaðið - 25.01.2002, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MILLILANDAFLUG OG GO
FORSETAEMBÆTTIÐ
Gagnlegar umræður fóru fram ímálstofu lagadeildar HáskólaÍslands í fyrradag um stjórn-
skipulega stöðu forseta Íslands. Þær
umræður beindust m.a. mjög að því
hvað fælist í synjunarvaldi forseta
skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar.
Þótt lögfræðinga kunni að greina á
um hver stjórnskipuleg staða forseta
Íslands er fer varla á milli mála, að í
huga almennings er hún skýr.
Forseti Íslands er sameiningar-
tákn íslenzku þjóðarinnar. Hann er
eins konar tákn þess lýðveldis, sem
stofnað var á Þingvöllum 17. júní
1944.
Sá einstaklingur, sem hverju sinni
er kjörinn til þess að gegna þessu
virðulega embætti og verða þar með
sameiningartákn þjóðarinnar hlýtur
að hefja sig yfir dægurþras og deilur
um einstök málefni. Geri hann það
ekki en blandi sér í umræður og deil-
ur um þjóðmál er augljóst, að stór
hluti þjóðarinnar hættir að líta á
hann sem sameiningartákn. Og þá
mundu forsetakosningar fara fram á
allt öðrum forsendum. Þess vegna
hafa forsetar hver á fætur öðrum
beint embættinu í þennan farveg.
Þeir hafa fundið þörf þjóðarinnar fyr-
ir slíkt sameiningartákn.
Á fyrstu misserum forsetaferils
síns mátti greina hjá núverandi for-
seta tilhneigingu til að beina embætt-
inu í annan farveg en smátt og smátt
hefur dregið úr því. Það fer tæpast
hjá því að fyrr en síðar geri þeir ein-
staklingar, sem kjörnir eru til að
gegna forsetaembættinu um tíma,
sér grein fyrir því að þátttaka í þjóð-
máladeilum á ekki við, þegar forseta-
embættið er annars vegar. Þeir sem
sækjast eftir þátttöku í slíkum um-
ræðum, deilum og átökum hljóta að
leita eftir kjöri í önnur embætti en
forsetaembættið.
Vel má vera, að það sé bæði æski-
legt og nauðsynlegt að ákvæði stjórn-
arskrár og laga um þetta efni verði
svo skýr að ekki verði um þau deilt.
Nú hefur forsetaembættið verið að
mótast í nærri sex áratugi og næg
reynsla komin af því til þess að gera
slíkar breytingar á lögum og stjórn-
arskrá.
Stundum heyrast þær raddir, að
forsetaembættið sé óþarft og hægt
væri að fela forseta Alþingis að gegna
flestum þeim störfum, sem forseti
hefur með höndum. Þær raddir
magnast í hvert sinn, sem fólki þykir
umsvif forsetaembættis keyra úr
hófi, svo sem með fleiri opinberum
heimsóknum en góðu hófi gegnir eða
of miklu tildri af einhverju tagi. Þær
raddir þagna þó fljótt um leið og for-
seti finnur hvað þjóðinni þykir eðli-
legt í þessum efnum.
Fullyrða má, að forsetaembættið
sem slíkt hefur skotið djúpum rótum í
samfélagi okkar og ekki væri stuðn-
ingur við að leggja það niður.
Í ljósi þeirra umræðna, sem nokkr-
um sinnum hafa komið upp um for-
setaembættið sýnist tímabært að
gera þær breytingar á lögum og
stjórnarskrá, sem festi í sessi þann
skilning þjóðarinnar að embættið eigi
að vera sameiningartákn þjóðarinnar
en ekki einhvers konar pólitískt mót-
vægi við hið sögufræga Alþing.
Það er áfall fyrir íslenzka ferða-þjónustu, að brezka flugfélagið
Go hefur ákveðið að hætta flugi til
Íslands yfir sumarmánuðina eins og
það hefur gert undanfarin tvö ár.
Og það er umhugsunarefni fyrir
okkur Íslendinga, að ástæðan, sem
gefin er fyrir þessari ákvörðun er
sú, að kostnaður við það að lenda á
Keflavíkurflugvelli sé svo mikill og
meiri en á flestum flugvöllum í
Evrópu.
Varðandi síðarnefnda atriðið er
nauðsynlegt að samgönguráðherra
fari ofan í saumana á þeim kostn-
aðarliðum, sem talsmenn Go gera
athugasemdir við og geri grein fyr-
ir þeim.
Hitt er ljóst, að það hefur verið
látið reyna á það í marga áratugi
hvort grundvöllur sé fyrir því að
halda uppi reglubundnu millilanda-
flugi á vegum fleiri en eins aðila frá
Íslandi.
Í eina tíð voru rekin hér tvö þjóð-
kunn fyrirtæki, Flugfélag Íslands
og Loftleiðir. Þessi fyrirtæki voru
sameinuð á áttunda áratugnum
vegna þess að ljóst var orðið að
ekki var grundvöllur fyrir rekstri
þeirra beggja og samkeppni þeirra
í milli.
Í kjölfar þess var gerð ákveðin
tilraun til að skapa slíka samkeppni
með rekstri Arnarflugs. Niðurstað-
an af þeirri tilraun varð sú, að
starfsemi Arnarflugs var hætt.
Inn á milli hafa ýmsir aðrir aðilar
gert tilraun til að skapa samkeppni
í millilandaflugi en jafnan orðið að
hætta.
Staðreyndin er því miður sú, að
hér á Íslandi búa svo fáir, að við
megum þakka fyrir meðan tekst að
halda uppi jafnvíðtækum flugsam-
göngum milli landa og Flugleiðir
halda uppi nú og hafa gert um langt
skeið. Rekstur Flugleiða gengur
misjafnlega og ekki út í hött að
hafa áhyggjur af því hvernig félag-
inu muni farnast í framtíðinni.
Það er ánægjuleg staðreynd, að
einstaklingar hafa byggt upp mynd-
arlegan flugrekstur, sem hefur mið-
stöð sína á Íslandi, þ.e. Atlanta, en
þar er ekki um að ræða félag, sem
heldur uppi reglubundnu áætlunar-
flugi í samkeppni við Flugleiðir.
Þessar staðreyndir draga ekki úr
þýðingu þess að kannað verði hvort
hægt er að draga úr kostnaði við
lendingar á Keflavíkurflugvelli og
auka þar með ferðamannastraum til
landsins og auðvelda Íslendingum
að komast til annarra landa fyrir
lágt verð. Reynslan af erlendum
flugfélögum, sem tekið hafa upp
flug hingað, sýnir hins vegar ótví-
rætt að við getum aldrei byggt
samgöngur á milli Íslands og ann-
arra landa á flugi erlendra flug-
félaga.
L
ANDSSAMBAND ís-
lenskra útvegsmanna,
Farmanna- og fiski-
mannasamband Ís-
lands, Sjómannasam-
band Íslands og Vélstjórafélag
Íslands hafa sameiginlega farið
þess á leit við sjávarútvegsráðherra
að hann beiti sér fyrir breytingum á
lögum um stjórn fiskveiða. Tillögur
samtakanna felast í meginatriðum í
því að heimild til framsals afla-
marks frá fiskiskipi verði takmörk-
uð við fjórðung af úthlutun á hverju
fiskveiðiári og að ekki verði unnt að
flytja meira aflamark til skips en
jafngildi tvöfaldri kvótaúthlutun
þess.
Segja má að tillögurnar marki
ákveðin þáttaskil í samskiptum sjó-
manna og útvegsmanna. Frá því að
lög um stjórn fiskveiða tóku gildi í
upphafi árs 1984 hafa sjómanna-
samtökin og útvegsmenn ekki fyrr
lýst sig sammála um meginatriði
lagasetningarinnar. Megináherslan
í tillögunum er að framsal afla-
marks verði takmarkað við 25% á
hverju fiskveiðiári, en ekki 50% eins
og núgildandi lög kveða á um. Það
þýðir að hvert skip verður, sam-
kvæmt tillögunum, að veiða 75%
þess kvóta sem það fær úthlutað á
hverju fiskveiðiári. Þetta gengur
þvert á álit meirihluta nefndar sem
sjávarútvegsráðherra skipaði til
endurskoðunar á lögum um stjórn
fiskveiða, sáttanefndarinnar svo-
kölluðu, sem lagði til sl. haust að
framsal aflamarks yrði takmarkað
við 75% úthlutunar á hverju fisk-
veiðiári.
Sjómenn og útvegsmenn vilja
einnig takmarka þann kvóta sem út-
gerðum er heimilt að leigja til skipa
sinna. Lagt er til að ekki verði unnt
að flytja meira aflamark til skips en
nemur tvöfaldri kvótaúthlutun þess.
Í tillögunum er ennfremur lagt til
að fellt verði úr gildi ákvæði um að
veiði fiskiskip minna en 50% af sam-
anlögðu aflamarki sínu tvö fiskveiði-
ár í röð falli aflahlutdeild þess niður.
Þá er lagt til að verði óviðráðanleg
atvik til þess að skip nái ekki að
veiða 75% af aflamarki sínu, verði
framsal aflamarks umfram 25%
heimilað.
Einnig er gerð tillaga um að afla-
hlutdeild og aflamark verði aðeins
unnt að skrá á fiskiskip og að ekki
verði gerðar breytingar á lögum
sem heimili einstökum útgerðum að
framselja aflamark íslenskra skipa
til erlendra skipa. Þetta er einnig
þvert á tillögur endurskoðunar-
nefndarinnar sem lagði til að hægt
yrði að skrá aflamark á fiskvinnslu-
stöðvar. Sjómenn og útvegsmenn
segja hinsvegar að aðeins sé hægt
að halda utan um eftirlit með veið-
um ef kvótinn er skráður á fiskiskip.
Á fundi með fréttamönnum í gær
lögðu forsvarsmenn beggja aðila
áherslu á að ekki væru gerðar til-
lögur um breytingar á heimildum til
skipta á aflamarki eða til frjáls
framsals aflahlutdeildar, enda væri
þar um grundvallaratriði að ræða
sem stuðluðu að hagræðingu. Á
notuð erlend skip væru ke
að til lands og farið væri að
landsmið sem nokkurs
„ruslakistu“ fyrir slík skip
sjómanna og útvegsman
heft þessa óheillaþróun.
Allir aðilar voru á fundin
sammála um að brottk
vandamál, einkum á skip
hefðu lítinn kvóta, Fiskist
m.a. staðfest það. Talsme
taka útgerða kvótalítilla sk
usjálfir lýst því yfir að þ
hent stórum hluta af aflan
vel árum saman, og aðein
með verðmætasta fiskinn
Slíkt væri með öllu ólíðan
lögurnar miðuðust við að
brottkasti.
Umræða verið neik
fyrir greinina
Kristján sagði á fundinu
að í umræðu um fiskveiðis
undanförnum árum hef
mjög deilt um upphaflega
fundinum var einnig lögð áhersla á
að með tillögunum væri ekki verið
að útiloka neinn frá því að hefja út-
gerð. Mönnum væri, samkvæmt til-
lögunum, eftir sem áður heimilt að
kaupa til sín aflahlutdeild og að tvö-
falda aflamark sitt með því að leigja
til sín kvóta.
Mörg dæmi um að brotið
sé á sjómönnum
Samtök sjómanna hafa frá því að
núverandi fiskveiðistjórnun var tek-
in upp verið andvíg sölu aflamarks.
Rök þeirra eru að veiðiheimildum sé
ekki úthlutað til að selja þær þriðja
aðila heldur að þær séu veiddar af
viðkomandi útgerð og stuðli þannig
að atvinnuöryggi. Þá séu mörg
dæmi þess að þeir sem kaupa afla-
mark í miklum mæli brjóti ákvæði
laga og kjarasamninga með því að
draga kostnað við kaupin frá heild-
arverðmæti afla, en það er ólög-
mætt. Þannig hafi sjómenn ekki
fengið gert upp með réttum hætti,
en það ástand hafi ekki síst leitt til
endurtekinna verkfallsátaka.
Á fundinum kom fram að á síð-
asta fiskveiðiári var meðalverð á
þorski á fiskmarkaði 174,30 krónur
en hlutaskipti á, lögum samkvæmt,
að miða við það verð. Á sama tíma
var verð á aflamarki 105,81 krónur.
Eftirstöðvarnar eru því 68,49 krón-
ur en laun og launatengd gjöld hins-
vegar 69,72 krónur samkvæmt
hlutaskiptum. Mismunurinn er því
neikvæður upp á 1,23 krónu og þá á
eftir að greiða annan rekstrarkostn-
að, s.s. olíu, veiðarfæri, viðhald, o.fl.
Sé miðað við þorskverð í síðastlið-
inni viku er mismunurinn ennþá
meiri eða neikvæður upp 29,36
krónur. Þetta segja sjómenn og út-
vegsmenn að sýni best að farið sé
framhjá gildandi lögum í uppgjöri
til sjómanna, enda varla gerlegt að
gera löglega út með þessum hætti.
Takmörkun framsals samkvæmt til-
lögunum sé til þess fallin að draga
mjög úr líkum á árekstrum á milli
aðila á þessum grundvelli.
Skipum hefur fjölgað of mikið
Eitt af meginmarkmiðunum með
stjórnkerfi fiskveiða er að ná fram
hagræðingu með hæfilegri stærð
fiskiskipaflotans og að laga hann að
afrakstursgetu fiskistofnanna. Í
kjölfar dóms Hæstaréttar, Valdi-
marsdómsins svokallaða, hefur þró-
unin verið sú að skipum sem hefur
verið lagt, eða hefði verið lagt vegna
kaupa á nýjum skipum eða sam-
þjöppunar aflaheimilda, hefur verið
haldið til veiða á leigukvóta.
Á fundinum í gær benti Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, á að í
öllum löndunum í kringum okkur
væri markvisst unnið að því að
minnka fiskiskipaflotann. Þessu
væri hinsvegar öfugt farið hér á
landi. Hingað hefðu komið 14 ný
skip á síðasta ári en ekkert skip
horfið úr rekstri í staðinn, heldur
væru þau áfram gerð út með til-
heyrandi kostnaði. Það væri and-
stætt tilgangi fiskveiðistjórnunar-
laganna. Þess væru einnig dæmi að
Samtök sjómanna og útvegsmenn leggja til br
Verulega verð
framsali af
Kristján Ragnarsson, fo
manna. Að baki honum
mann Einars
Sættir milli sjómannasamtakanna og út-
vegsmanna urðu sýnilegar í gær þegar
kynntar voru sameiginlegar tillögur um
breytingar á stjórn fiskveiða. Í frásögn
Helga Marar Árnasonar kemur fram að
tillögurnar miða fyrst og fremst að því að
takmarka mjög heimildir til framsals
aflamarks og fækka með því í fiskiskipa-
flota landsmanna.
Tillögurnar miða m.a. a
leigi frá sér kvótann á m