Morgunblaðið - 25.01.2002, Side 34

Morgunblaðið - 25.01.2002, Side 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ H undruð fanga eru nú í haldi á Kúbu fyrir engar sakir aðrar en þær að vera ósammála yfirvöld- um um stjórnarfar á eyjunni. Þess- ir fangar hafa lítið eða ekkert verið í fréttum mánuðum eða árum sam- an, en aðrir fangar á sömu eyju hafa hins vegar vakið verulega at- hygli að undanförnu. Síðarnefndu fangarnir eru ólíkir hinum fyrr- nefndu að því leyti að þeir eru ekki álitnir sérlega friðsamir og hafa ekki tekið þann kost að berjast með orðum fyrir skoðunum sínum en hafa þess í stað valið blóðuga baráttu. Þessi misskipting athygl- innar verður að teljast held- ur ömurleg skilaboð til þeirra sem sitja saklausir í fangelsum harðstjórans á Kúbu, Fídels Kastrós. Nú er það vitaskuld svo að rétt er og eðlilegt af Bandaríkjamönn- um að fara með þá fanga sína sem eru í haldi í herstöðinni við Guant- anamo-flóa eins og siðaðri þjóð sæmir og eftir því sem aðstæður leyfa. En þrátt fyrir að ýmsar efa- semdir hafi komið fram um með- ferð fanganna þar verður ekki séð að aðbúnaður sé ómannúðlegur eða verri en við er að búast miðað við aðstæður. Líta verður til ým- issa þátta þegar mat er lagt á að- búnað fanganna, meðal annars þá staðreynd að Bandaríkjamenn áttu ekki – ekki frekar en nokkur annar – von á því að þurfa að tak- ast á við þau hryðjuverkasamtök sem fangarnir eiga aðild að með þeim hætti sem raun ber vitni. Ekki er hægt að ætlast til að fyr- irvaralaust séu til fullkomin fang- elsi undir hundruð stórhættulegra hryðjuverkamanna sem margir hverjir telja sjálfsagt að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn. En ef rétt er og eðlilegt að gera kröfur til Bandaríkjamanna, skyldi þá ekki vera jafn rétt að gera kröf- ur til Kastrós? Að vísu geta menn sagt sem svo að allir viti að engin leið sé að tjónka við þann mann, rúmlega fjörutíu ára harðstjórn sýni að hann gefi sig ekki. Og vissulega er saga Kastrós ófögur og lítt uppörvandi. Hann braust til valda árið 1959 og lofaði þá frjáls- um kosningum, en hætti fljótlega við þær og hefur ekki séð ástæðu til að ráðfæra sig við landsmenn síðan. Strax eftir valdatökuna hóf Kastró að myrða pólitíska and- stæðinga sína og fljótlega hröktust þeir sem ósáttir voru við stjórnina í útlegð svo tugþúsundum skipti. Samkvæmt Svörtu bók komm- únismans hafa um 100.000 manns reynt að sigla á hvers kyns fleyjum í frelsið til Bandaríkjanna, en talið er að um þriðjungur hafi látið lífið á leiðinni, fjölmargir vegna þess að Kastró hefur reynt að koma í veg fyrir flóttatilraunir með því að láta varpa sandpokum úr þyrlum á bátana. Samkvæmt sömu heimild voru 7.000 til 10.000 manns drepin og um 30.000 fangelsuð af pólitískum ástæðum á sjöunda áratugnum á Kúbu. Árið 1978 voru 15.000 til 20.000 samviskufangar á Kúbu og árið 1986 voru þeir 12.000 til 15.000. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað og fyrir fimm árum við- urkenndu stjórnvöld að halda 400 til 500 manns föngnum af pólitísk- um ástæðum. Mannréttinda- samtök áætluðu að fjöldi pólitískra fanga væri margfalt meiri. Alls er talið að frá valdatöku Kastrós og þar til undir lok síðasta áratugar hafi yfir 100.000 Kúbu- menn fengið að kynnast fangelsum landsins vegna skoðana sinna og á milli 15.000 og 17.000 manns hafi verið tekin af lífi. Nú eru að minnsta kosti nokkur hundruð póli- tískra fanga í fangelsum Kastrós og þrátt fyrir að aðstæður stjórn- arandstæðinga hafi skánað nokkuð fyrir heimsókn páfa fyrir fjórum ár- um hafa þær versnað stöðugt síðan. Menn eru enn beittir harðræði vegna stjórnmálaskoðana, en svo virðist þó sem beinar pyntingar og aftökur séu ekki stundaðar eins og áður. En það eru ekki aðeins yf- irlýstir stjórnarandstæðingar sem líða fyrir stjórn Kastrós, því frelsi til orðs og æðis er ekki fyrir hendi og þótt menn hafi sig hæga og sýni harðstjóranum undirgefni er engin leið að þeir geti lifað því lífi sem þeir kjósa. Þegar litið er til meðhöndlunar Kastrós á eigin þjóð síðustu fjóra áratugi er dálítið einkennilegt hvernig Kastró sjálfur er með- höndlaður erlendis. Svo virðist stundum af umfjöllun um málefni Kúbu sem hann sé ekki harðstjóri með þúsundir mannslífa á sam- viskunni, heldur virðulegur þjóð- arleiðtogi sem eigi skilið að njóta viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu almennings. Stað- reyndin er þó allt önnur og við blasir að Kastró er ekkert annað en blóði drifinn harðstjóri. Þótt hann beiti nú minni hörku en fyrr til að halda niðri pólitískum and- stæðingum þýðir það ekki að ástandið sé nú orðið eðlilegt. Það að harðstjóra hafi tekist með ára- tugalöngum ofsóknum gegn eigin þjóð að koma sér þannig fyrir að andstæðingar hans séu vanmátt- ugir þýðir það ekki að stjórn hans hafi þar með öðlast réttmæti. Skiljanlegt er að menn vilji að aðbúnaður fanga Bandaríkja- stjórnar við Guantanamo-flóa sé sómasamlegur en eins og áður sagði er ekkert sem bendir til ann- ars en svo sé. Óskiljanlegt er hins vegar að á sama tíma ríki alger þögn um pólitíska fanga Kastrós og þá ógnarstjórn sem almenn- ingur á Kúbu býr við. Fyrir nokkrum árum sagði Kastró að hann „myndi frekar deyja en gefa byltinguna upp á bátinn“ og því er óhætt að segja að lítil von sé um umbætur á meðan hann er við völd. Þar til hann fellur frá eða missir völd með öðrum hætti ættu fangarnir við Guant- anamo-flóa því ekki að vera helsta áhyggjuefni þeirra sem vilja end- urbætur á Kúbu. Stærsti vandi Kúbu eru fangar Kastrós, ekki að- eins pólitískir fangar sem gista fangelsi hans, heldur allur almenn- ingur sem fær ekki um frjálst höf- uð strokið. Fangar á Kúbu Stærsti vandinn á Kúbu er ekki fangarnir við Guantanamo-flóa, heldur fangar Kastrós, ekki aðeins pólitískir fangar í fangelsum hans, heldur allur almenningur sem fær ekki um frjálst höfuð strokið. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj- @mbl.is Í Morgunblaðinu 13. jan. og í Frétta- blaðinu 14. jan. birt- ust viðtöl við Sigurð Guðmundsson land- lækni. Einnig var við- tal við hann í útvarp- inu 14. janúar. Í viðtölum þessum var- ar landlæknir við hættunni sem stafað gæti af svokölluðum skottulækningum eða hjálækningum eins og landlæknir kaus að kalla það. Mig langar að koma með nokkrar hugleiðingar í sam- bandi við það sem fram kemur í ofangreindum við- tölum og benda á að í þessu sam- bandi er ekki rétt að setja alla undir einn hatt. Ég vil byrja á að taka fram að ég er sammála landlækni um að nauð- synlegt er að vara almenning við starfsemi óprúttins fólks þar sem hún getur leitt til heilsutjóns. Fólks sem ekki hefur heilbrigðis- menntun og hefur kannski enga þekkingu á því sviði. Á Íslandi eru starfandi samtök fólks sem starfa við heildrænar lækningar (óhefðbundnar lækning- ar). Félag þetta nefnist Félag ís- lenskra græðara (FÍSG), en innan þess eru átta aðildarfélög. Þetta fólk hefur yfirleitt góða grunn- menntun í heilbrigðisgreinum, auk sérmenntunar í þeim meðhöndlun- arformum, sem það hefur valið sér. Þessarar menntunar hefur fólk afl- að sér bæði hérlendis og erlendis. Yfirleitt er um að ræða margra ára nám og þeir, sem eru búnir að eyða mörgum árum og miklum fjármun- um í nám, eru yfirleitt ábyrgir meðhöndlarar og auglýsa sig ekki í fjölmiðlum. Nú er unnið að samræmingu á grunn- menntun innan FÍSG, en félagið er aðili að samnorrænum regn- hlífarsamtökum Nor- disk Samarbejds Komité för ikke-kon- ventionel medicin (NSK). Samskonar samræmingarvinna á sér stað innan hinna regnhlífarsamtakanna á Norðurlöndunum, sem standa að NSK. Í vor verður síðan grunnmenntunin samræmd í heildrænum lækning- um (natur- og alternativ medicin) innan allra regnhlífarsamtakanna. Þegar viðvaranir eins og fram koma hjá landlækni í ofangreind- um viðtölum birtast (en það hendir öðru hverju) hefur það valdið mis- skilningi og óöryggi hjá skjólstæð- ingum. Jafnframt koma upp spurn- ingar hvort við séum þessir skottulæknar eða hjálæknar. Þetta getur valdið vandræðum, því við teljum okkur ábyrga meðhöndlara með góða menntun á okkar sviði en við lítum ekki á okkur sem lækna. Í útvarpsviðtalinu hinn 14. jan. margendurtók landlæknir orðin skottulæknir og hjálæknir. Þetta vekur undrun því enginn hefur leyfi til að kalla sig lækni á Íslandi nema sá sem hefur til þess tilskilda menntun og leyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 2. og 3. gr. læknalaga. Auk hefðbund- inna lækna hafa eingöngu grasa- læknar leyfi til að nota titilinn læknir, þar sem það starfsheiti var til löngu áður en vestræn lækna- vísindi urðu til. Ég fullyrði að eng- inn sem er í FÍSG kallar sig lækni. Við teljum okkur heldur ekki vera að lækna fólk, heldur reynum við að hjálpa fólki til sjálfshjálpar svo að það öðlist betri heilsu og einnig sem fyrirbyggjandi aðgerð. Við vinnum heildrænt með því í að örva líkama og sál til sjálfshjálpar, t.d. með aukinni hreyfingu, slökun, hollu og góðu mataræði og með já- kvæðri og uppbyggjandi hugsun. Almennt er viðurkennt að andlegt og líkamlegt jafnvægi stuðli að betri heilsu og auki lækningamátt líkamans. Einnig veitum við fólki umhyggju, samhygð og snertingu, en eins og landlæknir sagði í við- talinu hafa læknar því miður of lít- inn tíma til þessara hluta. Landlæknir nefndi einnig að passa þyrfti upp á að ekki væri beitt skaðlegum aðferðum. Auðvit- að þarf að vera á varðbergi, en sem betur fer er lítil hætta á að heild- rænar lækningar valdi skaða þar sem snertingin er yfirleitt létt og örvar eðlilega starfsemi líkamans. Ekki ávísum við lyfjum svo að ekki eru aukaverkanir af þeim sökum. Reyndar eru í okkar röðum hómó- Skottulækningar – hjálækningar? Ástríður Svava Magnúsdóttir Lækningar Við óskum eftir því, segir Ástríður Svava Magnúsdóttir, að land- læknir segi hverja hann telur skottulækna. HALLDÓR Ás- grímsson utanríkisráð- herra sagði nokkuð merkilegt í umræðum í málstofu stjórnmála- fræðiskorar Háskóla Íslands um fullveldi Ís- lands þriðjudaginn 15. janúar sl. Ef honum tekst að fylgja ummæl- unum og hugsun sinni eftir í verki getur það markað söguleg tíma- mót í íslensku sam- félagi, endurnýjað ís- lensk stjórnmál og fært hið opinbera svið nær því horfi sem almenn- ingur á skilið. Alþjóð hefur veitt því athygli að formaður Framsóknarflokksins er að leiða flokk sinn inn á nýjar brautir í hinni svonefndu Evrópuumræðu. Og vegna þess hve „Evrópumál“ hafa oft verið notuð sem kosningamál með til- heyrandi slagorðum hafa vafalaust margir hugsað sem svo að hér væri komin tilraun Framsóknarflokksins til að minna símsvarendur á sig, fólk- ið sem er hinum megin á línunni þeg- ar Gallup hringir. Þessa dagana virð- ast íslensk stjórnmál nefnilega ekki hafa aðra viðurkennda þátttakendur en atvinnupólitíkusa, landsfundar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sím- svarendur. En opinbert líf á Íslandi er annað og meira en að svara í síma. Halldór Ásgrímsson virðist átta sig á því. Á ensku er til hugtakið statesman og merkir stjórnmálamann sem hefur sig upp fyrir pólitísk karp andrárinn- ar og leggur eitthvað varanlegt til þess samfélags sem hann tilheyrir, breytir ríkinu til hins betra. Ef (og aðeins ef!) Halldóri tekst að fylgja hugsun sinni eftir í verki getur hann orðið slíkur stjórnmála- maður — til góðs fyrir okkur öll. Hugmyndin um full- veldi Íslands snertir alla okkar tilveru sem samfélag í samfélagi þjóða. Hvaða mála- flokkur sem er, efna- hagsmál, sjávarút- vegur, heilbrigðismál, umhverfismál, öryggis- mál, menntamál o.s.frv., tengist í nú- tímastjórnmálum sjálfsmynd þjóðar eins og hún blasir við í al- þjóðlegum spegli. Það er hægt að nefna þessa alþjóðlegu spegilmynd okkar íslenska ríkið. Og vandi okkar er sá að íslenska ríkið kemur út úr 20. öldinni illa sært. Fyr- ir vikið er hið opinbera svið á Íslandi veikara en víða á vesturlöndum. Geð- þóttavaldið er of mikið, almanna- stofnanir of veikar og einstaklingarn- ir varnarlausir. Það er þessvegna sem Jónas Kristjánsson ritstjóri hef- ur rétt fyrir sér þegar hann minnir á að á Íslandi sé fólk á móti spillingu í opinberu lífi þangað tilþað græðir á henni sjálft. Nýjar kynslóðir sem eyða stórfé í að mennta sig í útlönd- um vænta þess auðvitað af fóstur- jörðinni að njóta sannmælis í opin- beru lífi, að faglegir mælikvarðar gildi þegar ráðið er í störf eða op- inberar ákvarðanir teknar, – uns fólk rekur sig á annað. Til þess að breyta þessu varanlega þurfum við, íslenskur almenningur, að átta okkur á því að ríkið okkar kemur bogið og sært út úr 20. öldinni. Og vera albúin til að bæta þar úr. Það krefst sjálfsþekkingar og opinberrar umræðu sem Halldór Ásgrímsson vill bersýnilega hvetja til og taka þátt í. Það merkilega sem utanríkisráð- herra sagði í málstofunni var að það mætti ekki gerast að ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið yrði tekin af nokkrum stjórnmálamönn- um á einni nóttu, án tilhlýðilegrar umræðu. Og hann benti öllum sem þarna voru staddir á að þannig var inngangan í NATO ákveðin 1949, en umræðan kom öll á eftir og hefur staðið fram á þennan dag. Í fimmtíu ár! Kalda stríðið er fremur ástand en atburður og íslensk stjórnmál eru skilgetið afkvæmi þess ástands. At- burðirnir á Austurvelli 30. mars 1949 eru ekkert smámál í Íslandssögunni vegna þess að enn eimir eftir af þeim í ástandi hins opinbera sviðs í þessu landi. Brigsl um landráð úr öllum átt- um og í allar áttir merkja hrun hins opinbera sviðs, hrun opinberrar um- ræðu og siðmenntaðra stjórnmála. Þess vegna vann enginn kalda stríðið heldur töpuðum við því öll. „Evrópuumræðan“ varðar fram- tíðarhagsmuni Íslands því hún gefur Íslendingum tækifæri til þess að bæta þarna úr. Sögulegt uppgjör snýst ekki um að krýna sigurvegara heldur skilja sjálfan sig. Taka út þroska. Það er brýn nauðsyn að rjúfa kalda-stríðs-ástandið og rétta ís- lenska ríkið af, til góðs fyrir Íslend- inga hvort sem er heima eða í sam- félagi þjóða. Virkjaðu stjórnar- skrána, Halldór! Kristrún Heimisdóttir Evrópumál „Evrópuumræðan“ varðar framtíðarhags- muni Íslands, segir Kristrún Heimisdóttir, því hún gefur Íslend- ingum tækifæri til þess að bæta þarna úr. Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.