Morgunblaðið - 25.01.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 25.01.2002, Síða 35
patar sem nota hómópatalyf (rem- edíur), en virku efnin í þeim eru það mikið þynnt að lítil sem engin hætta er á aukaverkunum. Landlæknir nefnir einnig ótta við að „hjálækningar“ gætu hindr- að fólk í að leita hefðbundinna lækninga. Ég fullyrði að allir ábyrgir meðhöndlarar vísa fólki til læknis sjái þeir minnstu ástæðu til þess. Ef meðhöndlari finnur að eitthvað er ekki eins og það á að vera þá er viðkomandi bent á að leita læknis. Við hvorki hindrum né letjum fólk til að leita í hefð- bundna heilbrigðisþjónustu heldur hvetjum við til þess að hún sé not- uð. Aðilar innan FÍSG, sem vinna við heildrænar lækningar, sem í gegnum tíðina hafa verið kallaðar óhefðbundnar lækningar sem og ýmsum miður traustvekjandi og niðrandi nöfnum eins og skottu- lækningar og nú síðast hjálækn- ingar (eins og hjákona), eru ekki ómenntað og varhugavert fólk sem stofnar heilsu meðborgara sinna í hættu, heldur hefur þetta fólk ann- arskonar menntun en þeir sem hafa lært vestræn læknavísindi. Öll viljum við vinna að betra lífi og bættri heilsu almennings. Okk- ar von er, að einhverntímann, helst í náinni framtíð, munum við vinna saman að fyrirbyggjandi og upp- byggjandi meðferðum okkur sjálf- um og almenningi til góðs. Þar sem landlæknir skilgreinir ekki í framantöldum viðtölum, við hverja hann á þegar hann talar um skottulækna og hjálækna (en slík starfsheiti eru ekki til), hljótum við hjá FÍSG að krefjast þess að hann geri grein fyrir því. Það er ekki hægt að leggja starfsheiður okkar að veði með upphrópunum og lítt skilgreindum hugtökum. Höfundur er formaður FÍSG og með- höndlari á Nuddstofunni Umhyggju. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 35 ÞAÐ er ekki of- mælt, að fyrirhugað ráðstefnu- og tónlist- arhús í Reykjavík er mesta framfaraspor sem tekið hefur verið í menningar- og at- vinnulífi landsmanna um langt árabil. Gríð- arlegri grósku í tón- listarlífi verður svarað á viðeigandi og löngu tímabæran hátt. Og fullkomin ráðstefnu- aðstaða til jafns við það sem gerist í ná- grannalöndum okkar, er að mínu viti lyk- ilatriði í frekari þróun ferðaþjónustu í landinu umfram það sem nú er. Þrátt fyrir mikla umbrotatíma í ferðaþjónustu og flugsamgöngum þessi misserin, hallast menn þó að því að hvað Ísland varðar geti verið um sóknarfæri í stöðunni að ræða. Allar spár benda til gríðarlegs vaxtar í umfangi ferðaþjónustu í heiminum, þrátt fyrir augljóst tíma- bundið bakslag af völdum hryðju- verkanna í Bandaríkjunum. Ráð- stefnu- og fundahald er sá hluti ferðaþjónustunnar sem er í hvað mestri sókn. Það er talið að ráð- stefnumarkaðurinn velti um 300 milljörðum bandaríkjadala á ári. Um 7.500 árlegar ráðstefnur og fundir samtaka og félaga eru á ferð um heiminn líkt og síldartorfur í leit að nýjum fundarstað á hverju ári. Um 4.500 af þessum ráðstefnum og fundum eru haldnir í Evrópu. Aukin alþjóðavæðing hefur kallað á meiri þörf fyrir að skiptast á skoðunum og þekkingu og þrátt fyrir stóraukna mögu- leika á samskiptum heimsálfa á milli með rafrænum hætti, er maður alltaf manns gaman. Markaðssetning tekur fimm ár Ráðstefnuskrifstofa Íslands er markaðsfyr- irtæki á sviði ráðstefnu- þjónustu í eigu Flug- leiða, Ferðamálaráðs Íslands og Reykjavík- urborgar auk um 40 hagsmunaaðila í greininni. Meginhlutverk Ráð- stefnuskrifstofunnar er að vekja at- hygli erlendra skipuleggjenda ráð- stefna á Íslandi sem áfangastað. Eðlilegt er að ætla, að þáttur Ráð- stefnuskrifstofunnar verði mikill við kynningu og markaðssetningu á hinni nýju ráðstefnuhöll. Sam- kvæmt reynslu nágrannaþjóða er bráðnauðsynlegt að hefja slíka markaðssetningu um leið og skrifað er undir samkomulag um byggingu hússins, jafnvel þótt 5–7 ár séu til opnunar. Ráðstefnugestum hingað til lands hefur fjölgað jafnt og þétt. Á árinu 2000 urðu þeir flestir eða rúmlega sautján þúsund, en í ár er gert ráð fyrir a.m.k. 53 ráðstefnum og fund- um með tæplega fimmtán þúsund gestum. Og eftir miklu er að slægj- ast. Skv. könnun Ferðamálaráðs voru útgjöld ráðstefnugesta á Ís- landi á árunum 1999 og 2000 um 3,7 milljarðar króna. Þrátt fyrir veru- legar úrbætur og aukna þjónustu þeirra þjónustuaðila, sem fyrir eru, er ljóst, að fullkomin ráðstefnuað- staða mun stórauka tekjumöguleik- ana. Mikil margföldunaráhrif Ráðstefnuhús mun styrkja gagn- kvæmt samspil menningar- og at- vinnulífs, því ferðaþjónustan mun án efa nýta sér framboð á menning- arsviðinu í tengslum við ráðstefnu- hald. Það styrkir Reykjavík sem áfangastað. Unnið er að því að kynna borgina sem heilsuborg með áherslu á laugarnar og útivist. Það styrkir Flugleiðir og önnur flugfélög sem hingað fljúga. Efnaðri farþegar sem eingöngu eru á leið hingað og héðan og greiða hærri fargjöld en venjulegir ferðamenn. Mun hærra hlutfall maka kemur hingað til lands með ráðstefnuþátt- takendum en til annarra staða og mun fleiri fara í lengri eða styttri ferðir fyrir eða eftir ráðstefnur hér á landi en annars staðar. Þessi þáttur styrkir hótel, verslun og veitingaþjónustu i höfuðborginni og ferðaþjónustu á landsbyggðinni og eins eru ráðstefnur yfirleitt haldnar utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Yfir 300 þúsund ferðamenn komu hingað til lands á síðasta ári. Það er mín skoðun, að allar hugmyndir um stórfellda aukningu á fjölda ferða- manna séu varhugaverðar, m.a. með tilliti til þolmarka ferðamannastaða. Það er hins vegar mun meira keppi- kefli að stórauka tekjur af þeim ferðamönnum, sem hingað koma. Það gerum við með fullkominni ráð- stefnu- og tónlistarhöll, markaðs- setningu með áherslu á öryggi og fagurt umhverfi, menningarlíf og fagmennsku í hvívetna. Ræður úrslitum í þróun ferðaþjónustu Helgi Pétursson Nýbygging Ráðstefnu- og tón- listarhús, segir Helgi Pétursson, er mesta menningarspor hér- lendis um árabil. Höfundur er borgarfulltrúi og hefur setið í stjórn Ráðstefnuskrifstofu Íslands síðan 1994. KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.