Morgunblaðið - 25.01.2002, Side 42
Í KVÖLD, föstudagskvöld 25. jan-
úar, kl. 20:30, verður samkoma í
Digraneskirkju. Tónlist annast
hinn landskunni Þorvaldur Hall-
dórsson.
Undanfarið misseri hefur hann
starfað á vegum Reykjavík-
urprófastsdæmanna. Hefur hann
á þeim tíma komið víða við, þjón-
að jafnt ungum sem öldnum, á
æskulýðsfundum sem messum.
Einnig hefur hann staðið að gosp-
elkvöldum. Á samkomum sem
verða í Digraneskirkju mán-
aðarlega fram á sumar munum
við hafa um hönd guðs orð og
söngva, sem einkennt hefur það
form.
Prestur á þessari samkomu
verður sr. Gunnar Sigurjónsson.
Væntum við þess að söfnuðurinn
fagni þessari nýbreytni og taki
vel á móti enn einum þætti í safn-
aðarstarfinu.
Prestarnir.
Áfengisráðgjafi
á Ömmukaffi
LAUGARDAGSMORGUNINN
26. janúar kl. 11 verður opið á
Ömmukaffi í Austurstræti 20.
Þangað mætir Guðbergur Auð-
unsson, áfengis- og fíkniefnaráð-
gjafi, og flytur fyrirlestur sem
ber yfirskriftina „Spiritus contra
spiritum“, andleg lausn frá fíkn.
Guðbergur hefur starfsaðstöðu í
Austurstræti 20 (efri hæð) þar
sem hann tekur viðtöl og er með
hópmeðferð. Það eru allir vel-
komnir á þennan fyrirlestur með-
an húsrúm leyfir.
Það er afar uppbyggjandi að
mæta í miðborgina á góðan fyr-
irlestur í vinalegu kaffihúsi þar
sem hægt er að kaupa sér ljúfar
veitingar. Fræðslan er öllum að
kostnaðarlausu.
Miðborgarstarf KFUM&K
og Ömmukaffi.
Gospelknall
í Krossinum
TÓNLISTARVEISLA verður
haldin í Krossinum, Hlíðasmára
5–7, laugardaginn 26. janúar.
Knallið byrjar kl. 20.30.
Þeir sem koma fram eru:
Hljómsveitin Zoe með Pétur
Hrafnsson stórsöngvara í broddi
fylkingar, Tilbúin til brottfarar,
Íris Lind Verudóttir, Rúnar
Ólafsson, Sigurbjörg Gunn-
arsdóttir, Daney Haraldsdóttir,
Einar Ólafsson, Kristín Hall-
grímsdóttir og Jóhanna Gunn-
arsdóttir ásamt sönghóp Krossins
undir stjórn Einars Ólafssonar.
Allir velkomnir. Aðgangur
ókeypis.
Digraneskirkja
Samkoma með
Þorvaldi Hall-
dórssyni í
Digraneskirkju
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Háteigskirkja. Samverustund eldri borg-
ara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustu-
fulltrúa.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05 alla virka daga nema mánu-
daga. Mömmumorgunn kl. 10–12 í
umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir
börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.)
Digraneskirkja. Samkoma kl. 20.30.
Tónlist og söngur, Þorvaldur Halldórs-
son. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Samvera á morg-
un laugardag kl. 11.15 í Víkurskóla.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Varmárskóla kl. 13.15–14.30.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun,
3. hæð.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Flóamark-
aður frá kl. 10–18.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga-
samkoma kl. 21.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11–12.30.
Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir sam-
komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla
alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM
105,5.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Að-
ventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Gavin Anthony.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut
2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar
Ólafsson.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar V.
Arason.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loft-
salurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Safnaðarstarf
✝ Freylaug Eiðs-dóttir fæddist í
Holárkoti í Skíðadal
2. október 1916.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri föstudag-
inn 18. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Eiður
Sigurðsson bóndi, f.
24. nóv. 1890, d. 5.
mars 1981, og kona
hans, Valgerður Júl-
íusdóttir, f. 22. okt.
1888, d. 24. júní
1959. Systkini Frey-
laugar eru Kristbjörg, f. 27. júlí
1913, d. 12. júlí 1991, Rósant
Steingrímur, f. 2. ágúst 1915, d. 2.
júlí 1976, Júlíus, f. 4. jan. 1919,
búsettur á Dalvík, Rósfríður, f. 9.
mars 1921, búsett á Akureyri,
Sigurður, f. 20. mars 1923, d. 6.
okt. 1995, og Kristín, f. 6. maí
1928, búsett á Dalvík.
Freyja ólst upp í Svarfaðar-
1948, búsett í Noregi, gift Gunn-
ari Stören og eiga þau tvær dæt-
ur, a) Silju, b) Rúnu. 3) Bjarki Þór
Skjaldarson, starfsmaður Vega-
gerðarinnar, f. 31. jan. 1953, bú-
settur á Akureyri og á hann þrjá
syni, a) Þröst Frey, b) Brynjar
Þór og c) Ómar Óðin. Fyrri kona
hans var Henrietta Kristinsdóttir.
Þau slitu samvistum. Sambýlis-
kona hans er Ólöf Minny Guð-
mundsdóttir. 4) Ármann Hólm
Skjaldarson bóndi, f. 14. maí
1957, búsettur í Eyjafjarðarsveit
og á hann sex börn, a) Arnar
Hólm, b) Skjöld Hólm, c) Freyju
Hólm, d) Hauk Hólm, e) Vigni
Loga, f) Gunnar Smára. Fyrri
kona hans var Signý Aðalsteins-
dóttir. Þau slitu samvistum. Hann
er kvæntur Kolbrúnu Elfarsdótt-
ur. 5) Helgi Garðar Skjaldarson
prentari, f. 3. ágúst 1961, búsett-
ur á Akureyri, kvæntur Þórhildi
Þórhallsdóttur og eiga þau tvær
dætur, a) Helgu Nínu, b) Áslaugu
Björk. Langömmubörn Freyju
eru ellefu.
Freyja verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður á Hólum í Eyjafjarðar-
sveit.
dalnum og fluttist í
Eyjafjörðinn 1951
þar sem hún kynntist
eiginmanni sínum,
Skildi Brynjari Stein-
þósrssyni, f. 22. nóv.
1931, d. 18. mars
1996. Þau byrjuðu bú-
skap sinn á Kolgríma-
stöðum í Eyjafirði, en
fluttu í Skáldsstaði
1959 þar sem þau
bjuggu til ársins
1980. Þá fluttu þau í
Nes í sömu sveit og
bjuggu þar til 1994,
er þau hættu búskap,
og fluttu síðan til Akureyrar í
febrúar 1996. Börn Freyju eru: 1)
Anton Ófeigur Antonsson smiður,
f. 21. des. 1944, búsettur í Eyja-
fjarðarsveit og á hann fjögur
börn, a) Gerði, b) Ragnheiði, c)
Ólaf Þór, d) Elvar. Sambýliskona
hans er Sigríður Kolbrún Guð-
mundsdóttir. 2) Sigrún Hulda
Jónsdóttir húsmóðir, f. 4. sept.
Freyja mín, þú varst svo sterk í
veikindum þínum. Nú þegar þú ert
farin frá okkur trúi ég því að þú
sért komin á góðan og fallegan
stað, þar sem ástvinir þínir taka á
móti þér, og þér líði vel eins og þér
leið áður en þú veiktist, jafn ung-
leg og hraust eins og þú varst allt-
af.
Mig langar að þakka þér þann
góða tíma sem við áttum saman og
kveðja þig með fallegum sálmi:
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er guðs að vilja,
og gott er allt sem Guði er frá.
(V. Briem.)
Guð blessi þig.
Þín tengdadóttir,
Þórhildur.
Nú ert þú farin til Guðs, elsku
amma, og við eigum eftir að sakna
þín mikið. Okkur þótti svo gott að
koma í heimsókn til þín á sunnu-
dagsmorgnum, þú varst alltaf búin
að baka fyrir okkur pönnsur sem
biðu okkar ásamt ískaldri mjólk.
Elsku amma Pannsa, um leið og
við litlu lóurnar þínar kveðjum þig
látum við vísuna sem þú sagðir
okkur svo oft fylgja með til þín:
Stígur hún við stokkinn,
stuttan hefur hún sokkinn,
ljósan ber hún lokkinn
litli telpuhnokkinn.
(Jónas Hallgr.)
Guð geymi þig.
Helga Nína og Ása Björk.
FREYLAUG
EIÐSDÓTTIR
:
%
!)
" '
#'# !"
"
&22G35
7&2
7
' !
( +,
/! 0- #
/
!!' !B:"
8
%
!!
=
=
=1$
"
; H !,#$ /!# !% $##
& +
! !,#$ ! (##
!,! !,##
! < 8 $ '#,! $! ##
&* 8 $ $ $-
> # 8 # !1 '(!. #$
)* . 8 $ -
!1 8 $ $ ##
8 8 # & "; #
% %' % % %' "
KIRKJUSTARF
Ég vil reyna í
nokkrum orðum að
heiðra minningu Helga Guðmunds-
sonar, sem var um langt skeið
vinnufélagi föður míns heitins, Ara
Jónssonar, og sem ég og bræður
mínir vorum svo lánsamir að kynn-
ast og vinna með á námsárum okk-
HELGI
GUÐMUNDSSON
✝ Helgi Guð-mundsson, síðast
til heimilis í Furu-
gerði 1 hér í borg,
fæddist í Reykjavík
hinn 18. janúar 1926.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi að
morgni 11. janúar og
fór útför hans fram
frá Kristskirkju í
Landakoti 18. jan-
úar.
ar, þegar við störfuð-
um á sumrin hjá
Mjólkurfélagi Reykja-
víkur. Helgi var þá
sjálfstætt starfandi
bílstjóri á eigin vöru-
bifreið, og fór ófáar
ferðir fyrir MR með
sekkjað fóður til við-
skiptavina. Fylgdi þá
jafnan aðstoðarmaður
með í ferðina og
hjálpuðust báðir að
við affermingu. Helgi
sparaði sig hvergi við
þá vinnu þó lýjandi
væri og hann hjart-
veikur. Mér er óhætt að segja að
hann hafi verið öllum kær. Hann
var vinnusamur og hlýr og heill í
allri sinni framkomu, og það var
alltaf glaðlegt andrúmsloft í ná-
lægð hans því hann var hressilegur
og glaðbeittur og þó laus við að
draga athyglina að sjálfum sér.
Miðdepill hans var fremur viðmæl-
andinn.
Hann áttaði sig strax á því þeg-
ar ég byrjaði hjá MR að hann hefði
áður haft mig með sér í sendiferð á
vörubílnum. Þá var ég að vinna hjá
Trésmiðjunni Víði. Hann minnti
mig svo á það löngu eftir þessi ár
hjá MR, með strákslegan stríðn-
isglampa í augum, hvernig við af-
fermdum eitt sinn í hífandi vind-
streng í þröngu húsasundi, og ég
hafði í einfeldni minni haldið að
þetta yrði ekki hægt. Hann hló nú
að því. Ég man að ég trúði honum
ekki fyllilega fyrr en hann steig út
úr bílnum og byrjaði að leysa niður
yfirbreiðslur og pallborð eins og
ekkert væri. Ég komst svo að því
að ég gat náð nokkurn veginn til
jarðar í öðru hverju skrefi, þá létt-
ur og lítt burðugur, meðan ég
þyngdi mig með fóðurpoka á öxl-
inni. Sem fyrr segir var Helgi veill
fyrir hjarta og mér stóð ekki á
sama um þetta allt hans vegna, en
þær áhyggjur reyndust óþarfar –
ég held að hviðurnar hafi orkað á
hann eins og það væri fiðrildi að
hnerra á klettavegg. „Manstu þeg-
ar við vorum í rokinu úti á Álfta-
nesi? Ég greip svona um handlegg-
inn á þér og þú blaktir þráðbeint
út í vindinn eins og flagg.“ Það var
hans lýsing þegar hann rifjaði
þetta upp. Og hjartanlegur hlátur.
Og augu svo rík af heilindum.
Það er söknuður að slíkum
manni þegar leiðir skiljast milli til-
vistarheima, og ég votta dætrum
hans og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð. Það er um leið auðvelt
að sjá fyrir sér að þeir gleðjist sem
nú fá þennan góða félaga í sinn
hóp. Guð blessi þig og varðveiti,
kæri vinur, við bræðurnir óskum
þér velfarnaðar við að læra á hörp-
una. Það vefst nefnilega ekkert
fyrir mér að þú ferð nú þangað
upp sem þú svaraðir strax að faðir
minn hefði farið þegar ég sagði þér
andlát hans. Og nú sem fyrr rat-
arðu fljótt og vel án þess að þurfa
kort eða spyrja til vegar. Minn-
ingar þeirra sem þekktu þig verði
þér meðbyr.
Aðalgeir Arason.
Suðurlandsmót
í sveitakeppni
Suðurlandsmót í sveitakeppni sem
jafnframt var undankeppni fyrir Ís-
landsmótið fór fram um sl. helgi á
Þingborg. Tíu sveitir tóku þátt í
mótinu og 4 efstu sveitirnar komust í
undanúrslit á Íslandsmóti. Mótið
tókst í alla staði vel undir öruggri
stjórn spilastjórans Eiríks Hjalta-
sonar. Úrslit urðu þessi:
Sv. Kristjáns M. Gunnarssonar Selfossi 194
Kristján, Björn Snorrason, Helgi G. Helga-
son, Ísak Ö. Sigurðsson, Ómar Olgeirsson.
Sv. Vilhjálms Þórs Pálssonar Selfossi 161
Vilhjálmur, Þórður Sigurðsson, Gísli Þórar-
insson, Guðjón Einarsson.
Sv. Kjartans Ásmundssonar (Bl. sveit) 154
Kjartan, Kjartan Aðalbjörnsson, Ari Kon-
ráðsson, Hlynur Garðarsson, Kjartan.
Sv. Sigfúsar Þórðarsonar, Selfossi 143
Sigfús, Gunnar Þórðarson, Runólfur Þ.
Jónsson, Ólafur Steinason.
Sv. Óskars Pálssonar, Hvolsvelli 136
Sv. Búnaðarbankans Hellu 135
Ný stjórn var kosin fyrir Bridge-
samband Suðurlands.
Forseti Þröstur Árnason, með-
stjórnendur Garðar Garðarsson og
Sigurður Skagfjörð.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridshátíð Flugleiða,
BSÍ og BR
Bridshátíðin verður haldin á
Hótel Loftleiðum 15.–18. febrúar
nk.
Tveimur sveitum er að þessu
sinni boðið á hátíðina. Norsk-ensk
sveit sem verður skipuð þekktasta
spilara Norðmanna, Geir Helgemo,
og Englendingunum Paul Hackett
og Jason og Justin Hackett en tví-
burarnir sigruðu í tvímenningnum
í fyrra.
Hin sveitin er skipuð hollenskum
landsliðspörum. Að venju verða all-
ir sterkustu íslensku spilararnir
meðal keppenda. Upplýsingar um
mótið er að finna á www.bridge.is
þar sem einnig er hægt að skrá sig
eða í s. 587 9360.