Morgunblaðið - 25.01.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.01.2002, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 45 Hluthafafundur Hluthafafundur Baugs hf. verður haldinn að Hótel Sögu, í Skála 2.hæð, Reykjavík, fimmtudaginn 31. janúar 2002, kl. 16.00. Dagskrá: Tillaga frá stjórn félagsins um breytingu á 2. mgr. 5. gr. samþykkta félagsins þess efnis að reikningsár félagsins verði frá 1. mars til síðasta dags febrúar ár hvert í stað almanaksársins. Önnur mál. Stjórnin. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BA U 1 65 96 0 1/ 20 02 5.000. hljóðbókin Í frétt um 5.000. bókartitil Blindrabókasafns Íslands í blaðinu á miðvikudag var fyrirsögnin villandi. Bókin var sögð á blindraletri en um er að ræða 5.000. hljóðbókina. Beðist er velvirðingar á vitleys- unni. LEIÐRÉTT ÁRLEG plötusnúðakeppni Frosta- skjóls verður haldin í dag, föstudag- inn 25. janúar, í Frostaskjóli. Keppn- in hefst kl. 20, en þetta er 16. árið í röð sem hún er haldin. Keppnin hefur í gegnum tíðina verið vettvangur upp- rennandi plötusnúða til að sanna sig. Keppendur koma úr félagsmið- stöðvum landsins og hefur hver kepp- andi 5–8 mínútur til þess að sýna hvað í honum býr. Eingöngu er notast við vínylplötur og heimilt er að spila allar tónlistarstefnur. Húsið verður opið fyrir alla sem vilja koma og það er frítt inn. Athygli er vakin á því að þetta er vímulaus skemmtun. Plötusnúða- keppni Frosta- skjóls STJÓRN Verkalýðsfélagsins Vöku ályktaði eftirfarandi á fundi sínum miðvikudaginn 23. janúar sl. „Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku mótmælir því að láglauna- fólk skuli þurfa að taka að sér stjórn efnahagsmála í landinu. Það er stjórnvöldum til hábor- innar skammar að það skuli æ og aftur vera nauðvörn verka- lýðshreyfingarinnar að afsala sér launahækkunum til að koma böndum á verðbólguna. Þessi sömu stjórnvöld hæla sér af góð- æri og hagræðingu í ríkis- rekstri, en telja sig þurfa að margfalda álögur á námsmenn, sjúklinga, aldraða og öryrkja, hafa á sama tíma geð í sér til að lækka skatta á fyrirtæki og há- tekjufólk. Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku lýsir eftir aðgerðum rík- isvaldsins til að stemma stigu við verðbólgunni, styrkja geng- ið, auka kaupmátt og lækka vexti. Stjórn Vöku telur að ríkis- valdið hefði m.a. átt að:  lækka hlut sjúklinga í læknis- og lyfjakostnaði  hækka persónuafslátt  koma á skyldusparnaði ungs fólks á vinnumarkaði Þrátt fyrir að forysta ASÍ hafi tekið ákvörðun um að fresta endurskoðun launaliðs kjara- samninga, án þess að gefa félög- unum fyrst kost á því að segja álit sitt, mun stjórn Vöku ekki leggjast gegn þessari tilraun. Hún vill þó minna á að það fólk sem fær laun sín greidd eftir umsömdum kauptöxtum ber ekki ábyrgð á þenslu, launa- skriði, veiku gengi eða óðaverð- bólgu, samt er því ætlað að axla ábygðina. Þetta fólk getur ekki endalaust beðið eftir betri tíð með blóm í haga. Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku óttast að ef ekki býr meiri alvara og vilji að baki samkomu- laginu frá 13. des. sl af hálfu við- semjenda ASÍ, en að stunda jólaföndur með vísitöluna fram til 1. maí, þá hafi frestunin verið til lítils. Að lokum minnir stjórn Vöku á að ekki kaupa allir landsmenn í matinn í Hafnarfirði.“ Segja að láglaunafólk eigi ekki að stjórna efnahagsmálunum OLÍS hóf í gær í þriðja sinn umferð- arátak á bensínstöð félagsins við Álfheima. Thomas Möller, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs þjón- ustustöðva Olís, segir herferðina „Öryggi í umferð“ hafa þann til- gang að hvetja ökumenn til að gæta að aðbúnaði ökutækja sinna þegar sól sé lágt á lofti og aðstæður mis- jafnar. Thomas Möller vill benda öku- mönnum á að þeir geti sjálfir gert ýmislegt til að auka á öryggi, m.a. með því að gæta þess að endurnýja þurrkublöð og athuga að allar per- ur séu í lagi. Átakið stendur fram í mars og býður Olís viðskiptavinum bílaöryggisvörur á sérkjörum, m.a. perur og þurrkublöð. Þá er starfs- fólk bensínstöðvanna boðið og búið að aðstoða við að kanna helstu ör- yggisþætti bíla, svo sem loftþrýst- ing í dekkjum, perur og þurrku- blöð, segir m.a. í frétt frá félaginu. Morgunblaðið/Þorkell Sigurbjörn Ólafsson, starfsmaður Olís, athugaði þurrkublöð og annan öryggisbúnað á bíl Sigurðar Helgasonar hjá Umferðarráði. Olís hvetur til öryggis í umferð ♦ ♦ ♦ ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á slysadeild eftir að hafa blindast af sól við Bakkabraut í Kópavogi í gær með þeim afleiðingum að hann ók á stein og skall með höf- uðið í framrúðu bifreiðarinnar þar sem hann var ekki í bílbelti. Við höggið brotnaði framrúðan og fékk ökumaðurinn snert af heilahrist- ingi. Hann fékk að fara heim af sjúkrahúsi eftir rannsókn. Blindaðist af sól og ók á stein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.