Morgunblaðið - 25.01.2002, Side 50
DAGBÓK
50 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
koma Laugarnes,
Jambo og Capricorn og
út fara Jambo, Skóg-
arfoss og Mánafoss.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
leikfimi og vinnustofa,
kl. 12.45 dans, kl. 13
bókband, kl. 14 bingó.
Þorrablót verður haldið
föstudaginn 1. febrúar,
húsið opnað kl. 18 með
fordrykk, þorrahlað-
borð, borðhald hefst kl.
18.30. Skráning í Afla-
granda, s. 562-2571, fyr-
ir miðvikudaginn 30.
janúar. Allir velkomnir.
Árskógar 4. Bingó kl.
13.30. Kl. 13–16.30 er
smíðastofan opin. Allar
upplýsingar í síma 535-
2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 bað,
kl. 9–12 bókband, kl. 9–
16 handavinna, kl. 10–
17 fótaaðgerð, kl. 13
spilað í sal og glerlist.
Þorrablót verður föstu-
daginn 1. febrúar.
Þorrahlaðborð hefst kl.
17, salurinn opnaður kl.
16.30. Skráning í s.
568-5052 fyrir föstudag-
inn 1. febrúar.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið í
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ, á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Jóga á
föstudögum kl. 11. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
kl. 11 á sunnudögum.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13–16.
Uppl. um fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8–16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9–
12 aðstoð við bað, kl. 9–
16.45 er hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 9 er
handavinnustofan opin.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarfið Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
er verslunin opin, kl. 13
„opið hús“, spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Föstud. 25.
jan. kl. 9 snyrting, kl. 12
dans.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Myndlist kl. 13, brids kl.
13.30.
Þorrablót félagsins
verður í Hraunseli á
morgun, laugardaginn
26 jan., kl. 19. Verð
2.500 kr.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádeginu.
Sunnudagur: Félagsvist
kl. 13.30. Dansleikur kl.
20. Caprí-tríó leikur
fyrir dansi. Söngvaka
verður miðvikudaginn
30. janúar kl. 20.45,
stjórnandi Gróa Sal-
varsdóttir, umsjón Sig-
urbjörg Hólmgríms-
dóttir. Framsögn hefst
fimmtudaginn 31. jan-
úar kl. 16.15, skráning
hafin á skrifstofu FEB,
leiðbeinandi Bjarni
Ingvarsson. Brids fyrir
byrjendur hefst í febr-
úar. Stjórn Ólafur Lár-
usson.
Aðalfundur Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni verður hald-
inn í Ásgarði Glæsibæ
sunnudaginn 24. febr-
úar kl. 13.30. Silfurlínan
er opin á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Uppl.
á skrifstofu FEB kl. 10–
16, s. 588-2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
myndlist og rósamálun
á tré, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14 brids. Opið
alla sunnudaga frá kl.
14–16, blöðin og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 eru vinnu-
stofur opnar. Kl. 10.30
boccia. Súpa og salatbar
í veitingabúð í hádeg-
inu. Frá hádegi er spila-
salur opinn. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.15 rammavefn-
aður, kl. 9.30 málm- og
silfursmíði, kl. 13 bók-
band. Uppl. í síma 554-
3400.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 10 glerlist, Gleði-
gjafarnir syngja kl. 14–
15. Bóndakaffi. Konur,
bjóðið bóndanum í
bóndakaffi í Gullsmára
13. Rjómapönnukökur
og upprúllaðar. Allir
velkomnir.
Hraunbær 105. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 9 handavinna,
bútasaumur, kl. 11
spurt og spjallað.
Þorrablót verður haldið
1. febrúar. Húsið opnað
kl. 17.30. Þorrahlaðborð
kl. 18. Ræðumaður Kol-
brún Bergþórsdóttir
blaðamaður. Barnakór.
Helgi Seljan flytur
gamanmál. Ólafur B.
Ólafsson heldur utan
um fjöldasöng og dans.
Veislustjóri er Ellert
Borgar Þorvaldsson
skólastjóri. Skráning í
síma 587-2888.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
bað, leikfimi og postu-
lín, kl. 12.30 postulín.
Fótaaðgerð og hár-
snyrting. Bingó spilað
kl. 14–16, spilaðar 8–10
umferðir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10
boccia. Myndlist-
arkennsla hefst föstu-
daginn 1. febrúar, leið-
beinandi Hafdís
Benediktsdóttir. Uppl.
og skráning hjá Birnu
og ritara, s. 568-6960.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, kl. 13.30 sungið
við flygilinn, kl. 14.30
kaffi og dansað í aðalsal.
Þorrablót verður
fimmtud. 7. febrúar.
Húsið opnað kl. 17.
Veislustjóri: Gunnar
Þorláksson. Ragnar
Páll Einarsson verður
við hljómborðið.
Fordrykkur, þorrahlað-
borð. Magadansmeyjar
koma í heimsókn kl. 19.
Skemmtiatriði, KKK
syngja, fjöldasöngur og
fleira. Hljómsveit Hjör-
dísar Geirs leikur fyrir
dansi.
Aðgangsmiði gildir sem
happdrætti. Upplýs-
ingar og skráning í síma
562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerðir, kl.
12.30 leirmótun, kl.
13.30 bingó.
Háteigskirkja aldraðir.
Í Setrinu kl. 13 spil, tafl,
handavinna og létt leik-
fimi. Kaffi og vöfflur.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laug-
ardögum.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur á
morgun kl. 21 í Konna-
koti, Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
daga og fimmtudaga.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (um
16–25 ára) að mæta með
börnin sín á laugard. kl.
15–17 á Geysi, kakóbar,
Aðalstræti 2 (gengið inn
Vesturgötumegin). Opið
hús og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Öldungaráð Hauka.
Spilað verður á Ásvöll-
um nk. miðvikudag 30.
jan. kl. 20.
Hana-nú Kópavogi. „Þú
þarft ekki að hafa stúd-
entspróf“ nefnist kynn-
ing sem verður í félags-
heimilinu Gullsmára í
dag, föstudaginn 25.
janúar, kl. 15 á nám-
skeiðum og mennt-
unarmöguleikum á höf-
uðborgarsvæðinu fyrir
almenning. Meðal ann-
ars verður sagt frá
Kvöldskóla Kópavogs,
Tómstundaskólanum og
Endurmennt-
unarstofnun Háskóla
Íslands. Allir velkomnir
Félag eldri borgara á
Suðurnesjum, boðið
verður upp á sparidaga
á Hótel Örk dagana 14.–
19. apríl. Áhugasamir
hafi samband við ferða-
nefnd sem fyrst.
Í dag er föstudagur, 25. janúar, 25.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Og hann sagði við þá: „Hví sofið
þér? Rísið upp og biðjið, að þér
fallið ekki í freistni.“
(Lúk. 22, 46.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 hræsni, 8 hestar, 9
skíma, 10 guð, 11 rétta,
13 virðir, 15 hrasa, 18
eyktamörkum, 21 ótta, 22
lítil saurkúla, 23 granni
málmpinninn, 24 vofa.
LÓÐRÉTT:
2 eldiviðurinn, 3 kroppa,
4 reika, 5 klúrt, 6 eld-
stæðis, 7 langur sláni, 12
veiðarfæri, 14 glöð, 15
fák, 16 stétt, 17 hægt, 18
skelfingin, 19 freistuðu,
20 hönd.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 lyfta, 4 kesja, 7 gervi, 8 loppa, 9 net, 11 náin, 13
hrín, 14 ýlfra, 15 sjór, 17 ljón, 20 eða, 22 tréni, 23 gælur,
24 metta, 25 sinna.
Lóðrétt: 1 lygin, 2 forði, 3 alin, 4 kalt, 5 sópar, 6 afann,
10 erfið, 12 nýr, 13 hal, 15 sátum, 16 ólétt, 18 jólin, 19
narra, 20 eina, 21 agns.
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
SAMKVÆMT nýju tóbaksvarn-arlögunum má ekki selja börn-
um yngri en 18 ára tóbak og fólk
yngra en 18 ára má heldur ekki
selja tóbak í verzlunum. Kaupmenn
hafa gagnrýnt það síðarnefnda og
bent á að starfsmenn þeirra væru
oft undir 18 ára aldri, t.d. starfsfólk
í söluturnum að kvöldlagi. Víkverja
finnst nú að það sé eðlilegt að hafi
fólk ekki aldur til að kaupa tiltekna
vöru, eigi það heldur ekki að hafa
leyfi til að selja hana. Jafnframt
hlýtur að vera orðið álitamál hvort
unglingar yngri en 18 ára eiga
nokkurt erindi í störf, þar sem þeir
eru einir við afgreiðslu á kvöldin og
jafnvel fram á nætur. Að afgreiða í
sjoppu er orðið þvílíkt áhættustarf
með fjölgun rána og ofbeldishótana
að það er varla fyrir óharðnaða
unglinga.
x x x
EN NÝJU lögin koma greinilegaekki bara við sjoppueigendur
og smákaupmenn. Nýlega var Vík-
verji staddur í stórverzlun, sem er
opin fram eftir kvöldi. Á undan
honum við kassann var reykinga-
maður, sem langaði að kaupa sér
tóbak. Því miður, svaraði starfs-
maðurinn á kassanum, ég hef ekki
aldur til að selja þér það. Eins og
áður sagði var þetta stórverzlun og
við afgreiðslu voru tveir eða þrír
aðrir starfsmenn. Reykingamaður-
inn horfði spyrjandi á þá en allir
ypptu þeir öxlum og sögðust ekk-
ert geta hjálpað honum, enda voru
þeir allir yngri en átján ára. Með
öðrum orðum var stórverzlunin
eingöngu mönnuð unglingum. Það
er að sjálfsögðu virðingarvert að
verzlanir fari að lögum og láti fólk
undir aldri ekki selja tóbak - en ef
þær vilja selja tóbak á annað borð
ætti að sjá til þess að við störf sé
fólk sem hefur aldur til að selja
eitrið. Að vísu má gera ráð fyrir að
þessi uppákoma í verzluninni hafi
ekki verið alslæm fyrir reykinga-
manninn – kannski hefur hún lengt
líf hans um einhverjar mínútur ef
hann hefur þurft að eyða tíma í að
leita uppi sjoppu í nágrenninu þar
sem mátti selja honum tóbak.
x x x
VÍKVERJI vill leyfa sér aðhrósa Nóatúni fyrir að hafa á
boðstólum ekta Ricotta-ost og ekta
Mozzarella-ost, sem eru fluttir inn
frá Ítalíu. Sumir keppinautar Nóa-
túns geta ekki einu sinni tryggt
stöðugt framboð af íslenzku eftir-
líkingunum af þessum fersku ost-
um í hillunum hjá sér, þótt þá sé að
finna í ótalmörgum algengum mat-
aruppskriftum.
x x x
MEIRA um osta: Víkverjaáskotnaðist nýlega bókin
Brunch á 100 vegu frá PP forlagi.
Þetta er reyndar ágæt bók, en hún
virðist þýdd úr dönsku og ekki hef-
ur alls staðar tekizt vel til með þýð-
inguna. Þar sem fjallað er um osta,
stendur m.a.: „Harðir kinda- og
geitaostar eru vinsælir ostar. Má
þar nefna korsikansk brin d’amour,
saint pierre de vanaco, spansk
manchego og italiensk pecorino.“
Hér bendir flest til þess að þýðand-
inn hafi hvorki þekkt haus né sporð
á ostunum, sem um ræðir og haldið
að dönsk lýsingarorð væru hluti af
heiti þeirra. Síðar í sama kafla er
Mozzarella kallaður íslenzkur harð-
ur ostur og þá sannfærðist Víkverji
enn frekar um að þýðandinn og
staðfærandinn væri úti að aka.
Ógnvaldurinn
ÞAÐ eru margir samverk-
andi þættir, sem bera
ábyrgð á hnignandi
siðferðisvitund þessarar
vindbörðu íslenzku þjóðar,
þ.e.a.s. íslenzks aðals, ef
eitthvað er eftir af honum.
Til að mynda framleiðend-
ur, innflytjendur, dag-
skrárstjórar, markaðs-
stjórar o.s.frv. á sífellt
ofbeldisfyllri kvikmyndum,
tölvuleikjum og blautlegum
opinberum athöfnum fyrir
neðan nafla. Allt er sýnt
kinnroðalaust í nafni frels-
isins. Undirspilið er þunga-
rokk og rapp í sinni ógeðs-
legustu mynd, þar sem
sonur formælir móður,
dóttir föður, bróðir systur.
Til að sem flestir ánetjist
þessari frelsishugsjón nú-
tímans er e-taflan boðin
gestum og gangandi innan
öldurhúsa og utan og þá er
fólk komið í djúpan skít,
sem ekkert meðferðar-
heimili vinnur bug á, hafi
neytandinn hvorki dug né
löngun til annars en safna
kröftum til að komast í skít-
inn aftur. Hvað á að gera
við hann?
Ég veit það ekki.
Nú eru þeir margir sauð-
irnir, svo kölluð burðardýr
eiturlyfja, sem fá margra
ára innisetudóm, frítt hús-
næði, fæði, sjónvarp, út-
varp, líkamsrækt, vinnu,
nám, kannski vasapeninga,
sem er meira en hinn al-
menni láglaunavinnuþræll
ber úr býtum, svo fangar
eiga ekki mína samúð, hins
vegar er ég að velta fyrir
mér að allir sauðir eiga sér
forystusauð. Ég trúi ekki
öðru en sá guðfaðir leiki
einhvers staðar lausum
hala, líkt og bin Laden.
Löggjafarvaldið þarf bara
að leggja alla sína krafta í
að ná í skottið á honum, svo
að hægt sé að losa eitur-
lyfjaóværuna af landinu í
eitt skipti fyrir öll, áður en
fleiri ungmenni missa eðli-
legan lífsvilja.
Guðrún Jacobsen.
Tapað/fundið
Símboði týndist
SÍMBOÐI (kalltæki) týnd-
ist mánudagsmorguninn
21. janúar sl. í eða við
Landsbankann í Mjódd.
Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 892 3737.
Fundarlaun.
Boðtæki
týndist
Supergardtæki (boðtæki)
týndist á leiðinni frá
Granda upp í Grafarvog.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 692 2508.
Fundarlaun.
Dýrahald
Svartur kettlingur
í óskilum
SVARTUR kettlingur
fannst í Bleikargróf sl.
þriðjudag. Uppl. í síma
588 1731.
Kolla er týnd
LÆÐA, kolsvört, sem
svarar nafninu Kolla týnd-
ist aðfaranótt þriðjudags
frá Bólstaðarhlíð. Hún er
með ól og eyrnamerkt.
Gæti hafa lokast einhvers
staðar inni. Þeir sem gætu
gefið uppl. hringi í síma
551 1430 eða 696 5340.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í sundlaug Kópavogs.